Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Síða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985. Ljót aðkoma í íbúð í Mosfellssveit: „Leigjum ekki ut aftur” Göt á huröum, ónýtt teppi, skemmd eldhúsinnrétting, skemmd útihurö, brotið leirtau, matarleifar um öll gólf og veggi, ásamt megnri • kattarhlandslykt. Slík var aðkoman fyrir eigendur íbúöar í f jölbýlishúsi í Mosfellssveit eftir aö hafa leigt hana hjónum meö barn í tvo mánuði. Aö auki er leigan enn ógreidd, svo og rafmagn og sími ásamt greiðslu í hússjóð. Eigendurnir, þau Helgi Auöunsson og Sigurbjörg Pálsdóttir, sem eru liölega tvítug aö aldri, festu kaup á ibúðinni fyrir átta mánuöum síöan. I vor ákváöu þau aö auðvelda sér af borganir af henni meö því aö leigja hana út í fjóra mánuöi en vinna á Patreksfiröi á meðan þar sem þeim bauöst ókeypis húsnæði. Grandalaus leigöu þau vandræöa- fólki íbúðina til fjögurra mánaöa og var leigan greidd fyrirfram meö víxli sem annar eigendanna geröist ábekingur aö. Á endanum tókst aö koma leigjendunum út og skildu þeir viö íbúðina í því ástandi sem lýst er í upphafi greinarinnar þrátt fyrir lof- orö um annaö. Og köttinn skildu þeir eftir í reiðuleysi. Búa þeir nú í Virkinu, Barónsstíg, en búslóöin er í geymslu á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. „Viö ætlum aldrei að leigja aftur,” segja eigendurnir, þau Helgi Auðunsson og Sigurbjörg Pálsdóttir, og lái þeim hver sem vill. Vildu þau hvetja þá sem ætluöu sér að leigja út húsnæöi aö kynna sér feril leigjend- anna meö því aö hringja í þá sem heföu áöur leigt þeim. Nokkuð sem þeim sjálfum láöist aö gera. Að vikutíma liönum byrjuðu kvartanir aö berast eigendunum vestur á Patreksfjörö frá sambýlis- fólki þeirra í Mosfellssveit. Var helst kvartað undan sífelldum hávaöa frá leigjendunum. Höföu eigendurnir þá samband viö leigjendurna og gáfu þeim aövörun. Kvörtunum linnti samt ekki. Leigjendurnir héldu kött þrátt fyrir að það væri bannaö og þegar á bætt- ist aö víxillinn var ekki greiddur og eigendurnir neyddust til aö kaupa hann aftur úr bankanum, ákváöu þeir að segja leigjendunum upp. Var þá einn mánuöur liðinn af samnings- tímanum og uppsögnin gerð meö mánaöar fyrirvara. Formaður Húseigendafélagsins: Enginn „svart- ur listi” * Helgi og Sigurbjörg, eigendur ibúðarinnar með köttinn i eldhúsinu. Umgengnin um ibúðina var með þeim hœtti er sést á myndinni. -AÖH Ráðgjafi Félagsmálastofnunar: „Má ekki tjá mig” DV sneri sér til dr. Péturs Blöndals, formanns Húseigendafélags Reykja- víkur, og spuröi hann hvort ekki væri hjá þeim aö finna „svartan lista” yfir leigjendur eins og þá í Mosfellssveit- inni. Pétur kvaö svo ekki vera en vissu- lega gæti þannig listi komið sér vel fyrir leigusala. Hann vildi þó taka fram aö tilfelli sem þessi væru sem betur fer sjaldgæf. Oft heföi verið rætt um aö koma á fót sérstökum tryggingasjóði sem fjár- magnaður yröi með álagi á leigu því málaferli á hendur leigjendum væru óviss og seinfarin leiö. Helst strandaði á því að hér væri leigumiðlun enn á frumstæðu stigi en hún væri forsenda fyrir tryggari leigu- viöskiptum. Heföi rekstur slíkrar miöl- unar boriö á góma hjá Húseigenda- félaginu og Leigjendasamtökunum en ekkert hefði orðið úr framkvæmdum. Ástæöan væri fyrst og fremst skatta- málin. Leiga væri t.d. skattskyld á meðan vextir væru skattfrjálsir sem væri mikið óréttlæti. Þaö ætti síöan sök á því aö húseigendur væru tregir til aö leigja út og oft væri leiga ekki gefin upp til skatts. Grundvöllurinn aö heilbrigöari viöskiptum á leigumarkaöi og fyrir auknu framboöi af leiguhúsnæöi fælist því í skattfrelsi leigutekna og tryggingasjóði, sagöi dr. Pétur Blön- dal aö lokum. -aöh Þaö kom fram í viötali viö hina óheppnu eigendur íbúðarinnar í Mos- fellssveit að leigjendurnir væru al- ræmt vandræöafólk og þeirra íbúö væri ekki sú fyrsta sem þeir skildu viö á þennan hátt. Þar sem Félagsmálastofnun Reykjavíkur sá um aö útvega geymslu fyrir búslóö þeirra og greiddi fyrir akstur sendibílsins, þótt maðurinn hafi veriö í fullri vinnu þegar síöast fréttist, þótti DV rétt aö snúa sér þangað. Sigrún Oskarsdóttir félagsráðgjafi sér um mál hjónanna. Vildi hún ekk- ert tjá sig um málið enda bundin þagnareiöi. Hjá Virkinu fengust þær upplýs- ingar aö þau hjón væru þar ennþá og óljóst hvenær þau færu. AÖH Ikipuleggjendur og nokkrir þétttakendur, talið frá vinstri: Knut ödegard,f rstjóri Norrœna hússins, Heimir Pálsson, Asa Lundmark, Agneta Bjork- »d, Eva Fiyborg og Anna-Carin Fernström. Að baki þeim er Petri Pietiláinen. DV-mynd VHV Rannsóknir á alaskalúpínu: Verðandi fóður- og landgræðslujurt? „Ég verð aö viöurkenna aö viö bjuggumst viö fleiri sjálfboöaliö- um,” sagöi Guðrún Stefánsdóttir hjá Rannsóknastofnun landbúnaöarins, en hún er ein þeirra sem stóöu aö fræsöfnun af alaskalúpínum í Heið- mörk, Skorradal og Haukadal á sunnudag. Guörún sagöi aö í Heiðmörkinni hefðu safnast í kringum 700 kg af lúpínu og hún reiknaði með að svipað magn heföi safnast samtals á hinum stöðunum. Aö sögn Guörúnar er hugmyndin aö sá þessum fræjum í skógræktar- og landgræðslugiröingar í Gunnars- holti og nota þær plöntur sem vaxa upp af þeim til rannsókna. I alaskalúpínunni eru eiturefni sem gera hana óæta en í henni er annars falin mikil næring. Ætlunin er aö reyna aö losna viö þetta eiturefni þannig aö alaskalúpinan geti oröiö fóöurjurt. Á hinn bóginn á að gera tilraunir með alaskalúpínu við landgræösiu. Hún er harðger og hefur lag á aö vinna köfnunarefni úr loftinu. Hún myndar jaröveg og eykur lífríki í kringum sig. Guðrún sagði að alaskalúpínan væri ekki síöri en mel- gresi að þessu leyti. Að þessu lúpínuverkefni standa Landgræðsla ríkisins, Rannsókna- stofnun landbúnaöarins, Landvernd auk fleiri aöila. -JKH. Nordjobb '85: Nýr möguleiki á sumarvinnu — ungu fólki bjóðast störf á öllum Norðurlöndum Hér á landi hafa að undanförnu dval- ist viö störf 45 ungmenni frá Noröur- löndunum. Er þetta samnorræn tilraun sem nefnist Nordjobb ’85, en 37 islend- ingar fóru í vinnu til Norðurlanda á vegumNordjobb; 18 til Svíþjóöar, 12 til Danmerkur, 4 til Noregs og 3 til Finn- lands. Ætlunin er aö halda þessu sam- starfi áfram. Heimir Pálsson cand.mag., sem greiddi götu Norðurlandafólksins hér á landi, sagði í samtali viö DV aö þessi hugmynd væri komin frá Gyllen- hammar-hópnum, sem kenndur er viö forstjóra Volvo í Svíþjóö. Þar eiga öll Noröurlöndin fulltrúa. Upphaflega hugmyndin var um eins konar vinnu- skipti milli landanna og skyldu þá sendir jafnmargir frá einu landi til annars. Sænskt fyrirtæki, Samhálls- rádet, sá um framkvæmdina og bárust tilboö um 1300 störf frá ýmsum at- vinnurekendum á Norðurlöndum. Umsóknir um vinnu uröu 5000 talsins en aðeins var hægt aö útvega 1050 manns störf. Hér var Norræna húsiö aðili aö Nord- jobb ’85 og tók aö sér aö útvega fólkinu húsnæði. Heimir Pálsson' sagði aö Félagsstofnun stúdenta heföi reynst mjög hjálpleg viö aö útvega húsnæöi á Görðunum en annaö húsnæði heföi einnig fengist í borginni. Þeir Islend- ingar sem fóru utan fengu inni á stúdentagörðum. Þátttakendurnir í Nordjobb ’85 þurftu aö greiöa feröa- og dvalarkostnaö sjálfir en fengu aö sjálf- sögöu laun fyrir vinnu sína hér. Flestir Noröurlandabúanna eru á aldrinum 18—25 ára en alls tóku 25 íslensk fyrirtæki viö þeim í vinnu. Heimir sagöi aö flestir heföu dvalist í Mér var sagt nýlega aö presturinn, skólastjórinn og bankastjórinn á Hólmavík færu oftast í sumarfrí á togarann Hólmadrang ef þeir fengju þar pláss. Togarinn Hólmadrangur er gerður út frá Hólmavík og var mikið rætt um hann á sínum tíma og Kristján Ragnarsson, formaöur LIU, hefur aldrei grátiö meira en þá. En mér er sagt aö Hólmadrangur sé meö mjög góöa afkomu og standi alls staðar í skilum og veiti embættismönnum í sinni heimasveit uppbót á sitt' lága kaup sem ríkiö borgar. 6—8 vikur en einhverjir veröa í þrjá mánuöi. Hann sagöi aö fólkið væri mjög ánægt meö dvölina hér þótt því heföi gengiö misjafnlega aö kynnast islendingum. Tilraunin Nordjobb ’85 þykir hafa tekist vel, aö sögn Heimis, og hefur þegar veriö lagt til viö for- sætisráöherranefnd Norðurlanda aö framhald veröi á starfinu. -pá Einnig hef ég sannar fréttir fyrir því aö póstmeistarinn á Eskifiröi hafi fariö undanfarin sumur á togara og haföi hann 150 þúsund krónur á þessu sumri. Var hann þó aðeins einn mánuö. Eg ráðlegg ríkisstjórninni aö taka áöurgreinda embættismenn sér til fyrirmyndar og fara á sjóinn sem allra fyrst, nema Albert Guömundsson og Halldór Ásgrímsson þurfa ekki aö fara á sjóinn en Geir meö forgangshraði og hinir sjö í humátt á eftir. -Regína, Gjögri. Embættismenn á togara í fríinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.