Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Page 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985.
ÚtgáfuféJag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustióri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686011. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiösla,áskríftir, smáauglýsinqar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.,
Áskriftarverö á mánuöi 360 kr. Verö í lausasölu 35 kr.
Helgarblaö40kr.
Nýja uppgjörið
Brúnin hefur vafalaust lyfzt á f jármálaráöherra, þegar
Þjóöhagsstofnun kynnti „nýtt uppgjör þjóðhagsreikn-
inga”. Albert Guðmundsson haföi eitt sinn sagzt mundu
segja af sér, færu erlendu lánin upp fyrir sextíu prósent af
framleiðslu þjóöarinnar. Lánin voru í lok síðasta árs
komin í 61,9 prósent af framleiðslunni. En með nýju upp-
gjörsaðferðinni fóru þau niður í 55,3% af þjóðarfram-
leiðslunni.
Hvað þýðir þetta í raun? Er nú eitthvað auðveldara en
áður að standa í skilum?
Þjóðhagsstofnun segir nýju aðferðirnar ,,að ýmsu leyti
marka tímamót í íslenzkri þjóðhagsreikningagerð”.
Betri mynd fáist af hagþróun á síöasta áratug og réttari
samanburður við þjóðhagsreikninga annarra þjóða.
Einkaneyzlan reynist hafa verið vanmetin á fyrri árum
vegna ónógra upplýsinga. Sérfræðingarnir segja, að slíkt
geti alltaf gerzt og hafi gerzt í öðrum löndum. Þar sem
einkaneyzlan: er hækkuð við endurskoðunina, verður
framleiðsla þjóðarinnar metin hærra en áður var, sem
því nemur.
Þá hafa hinir íslenzku þjóðhagsreikningar jafnframt
verið samræmdir kerfi, sem Sameinuðu þjóðirnar nota
við slíkt bókhald. Helzta breytingin, sem í því felst, er sú,
að útgjöld til heilbrigðismála verða talin til „sam-
neyzlu”, sem sagt útgjalda hins opinbera, í staðinn fyrir
að vera talin til einkaneyzlu. Tölurnar um framleiðslu
þjóðarinnar hækka í sjálfu sér ekki við þá tilfærslu.
Fjárfestingartölurnar hækka lítillega, þar sem
Þjóðhagsstofnun notar nú hærri tölur en áður var um
rúmmetraverð bygginga.
Þá gerir Þjóðhagsstofnun nú meira en fyrr að því að
nota hugtakið „landsframleiðsla” í stað „þjóðarfram-
leiðsla”, en báðar stærðirnar eru birtar. Munurinn liggur
einkum í vaxtagreiðslum til útlanda, og er „þjóðarfram-
leiðslan” minni en „landsframleiðslan”, sem vaxta-
greiðslunum nemur. Þjóðhagsstofnun telur þannig, að
landsframleiðslan sé hentugri mælikvarði á efnahagsleg
umsvif í landinu sjálfu, enda algengara annars staðar að
nota það hugtak. Þjóðarframleiðsla sýnir hins vegar þá
framleiðslu, sem þjóðin getur ráðstafað, þegar vextir af
erlendum lánum hafa verið greiddir.
I þessu nokkuð flókna máli hefur verið gerð grein fyrir
þeim aðalbreytingum, sem nú hafa orðið á uppgjöri
þjóðhagsreikninganna.
Það sem almenningur tekur helzt eftir í því sambandi
er, að hlutfall erlendra skulda af „þjóðarframleiðslunni”
verður mun minna en áður, ekki af því að skuldirnar hafi
minnkað, heldur auðvitað vegna þess að framleiðslan er
talin meiri en áður.
Erlendar skuldir til langs tíma lækka þannig við þetta
úr 61,9 prósent af þjóðarframleiðslu í 55,3 prósent og úr
58,1 prósent af „landsframleiðslu” í 52,2 prósent.
En vel að merkja breytir þetta engu um, hversu auðvelt
er að standa í skilum.
Hvorki erlendar skuldir né halli á viðskiptum við útlönd
hafa minnkað þessi ár.
Greiðslubyrðin af erlendum lánum hefur ekkert létzt,
hvorki í fjárhæðum né sem hlutfall af tekjum okkar af út-
flutningi, þeim mælikvarða sem aðallega er notaður til að
mæla getu þjóða til að taka erlend lán.
Rétt er að undirstrika þetta, svo að ekki verði villt um
fyrir fólki.
Haukur Helgason.
ÞAÐ SEM VAKIR
FYRIR ÞEIM
GRÆNFRKHJNGUM
Og það var þetta með hvort við
eigum aö veiöa hvalina eða ekki. Það
er nú annars dæmigert fyrir okkur
Islendinga að láta deiluefnin yfirleitt
snúast um allt annað en aðalatriöin.
íslendingar markleysingjar?
Við erum að rífast um hvort óhætt
sé að veiða hvalina hér í hafinu
,,okkar”(?) eða ekki. Á meðan varla
heyrist orö um þá hlið málsins
hversu billega við gerum okkur með
þessu. Eða eru bara allir búnir að
gleyma því að Islendingar lofuðu
Bandaríkjaþingi því að veiða ekki
hvali árin 1986 til 1990? Og þó það
segi nú kannski miklu meira um
raunverulegt sjálfstæði lýðveldisins
þá er þaö nú samt svo. En það er
greinilega til lítils að vera að þvælast
með svona brúður á alþjóðaráð-
stefnum (fulltrúa frá Islandi) ef
MAGNÚS H.
SKARPHÉÐINSSON
FYRRV. VAGNSTJÓRISVR
“ ,,En þessi uppskírða vísindaveiði
er auðvitað ekkert annað en aum
leið til að fjármagna fjárvana Hafrann-
sóknastofnun til skyldustarfa sinna auk
þess að halda glæsifyrirtækinu Hval h/f
ofansjávar.”
síðan er ekkert að marka þaö sem þær
segja þegar heim er komið.
Aumt yfirvarp
Eða hvaða skoðun hefði t.d.
Morgunblaðið (les: skoðun
Islendinga) ef t.d. Sovétmenn færu
að hefja kjarnorkusprengingar í
úthöfunum, bara af því að einhver
eldgömul samþykkt segði svo að ef
það væri í vísindaskyni þá væri það í
lagi. En ef það væri í þágu
upplýsingaöflunar fyrir hernað, þá
væri það bannað? — En það er ein-
mitt þetta sem við ætlum nú að gera
með þessari svokölluðu „vísinda-
veiði” okkar. — Þetta finnst bara
flestum hér ailt í lagi, heyrist mér.
En úr því að viö erum svona
gráðugir þá eigum við bara að segja
það hreint út en vera ekki að draga
erlendar þjóðir og ráðstefnur á asna-
eyrunum með svona löðurmennsku.
— En kannski skömmumst við okkar
svolítið eftir allt saman og reynum
að klóra eitthvað yfir þetta þegar við
horfum framan í siðmenntaö fólk?
Okkur er þá liklega ekki alls varnað
þegar öllu er á botninn hvolft, eða
hvað?
Hvað vakir fyrir þeim
grænfriðungum?
— Svo var það hitt atriðið, með
málstað þeirra grænfriðunga og ann-
arra náttúruvina. Það hafa enn færri
velt því fyrir sér hvað þeir eru að
segja. Utan þess að snúa út úr fyrir
þeim og rangtúlka flest sem þeir
sögöu hér um daginn og reyndar
áður líka. En hvað vakir þá eiginlega
fyrir þessum mönnum sem sigla um
heimsins höf, flestum til ama og
vandræða þar sem þeir koma, að því
er virðist?
Eg held reyndar að erfitt sé að lýsa
tilgangi þeirra í stuttu máli. En ég
mundi einfaldlega vilja segja fyrir
þá um leið og ég berði í borðið: Þetta
gengur ekki lengur! — Þessi óaf-
sakanlega ruddamennska okkar
mannanna gagnvart hreinlega öllu
lífríkinu gengur bara ekki lengur.
Maðurinn á að lifa í sem mestri sátt
við umhverfi sitt í víðustu merkingu
þeirra orða.
Siðferði — skynsemi
Og þó ég vildi líka segja fyrir mig
aö nú hættum við ekki bara að drepa
allar dýrategundir sem eru í út-
rýmingarhættu heldur bara allar
tegundir, hverju nafni sem þær
nefnast, af siðferðilegum ástæðum
einum saman, þá held ég samt að
flestir geti í hjarta sínu verið sam-
mála mér þegar ég segi að umgengni
okkar mannanna hér á hnettinum
okkar verði að batna. Og það fyrr en
síðar ef við ætlum ekki að týna enn
fleiri hlekkjum í lífkeðjunni. Þessi
vestræni darraöardans gengur ekki
lengur. Við verðum að slá eitthvað af
kröfunum til umhverfisins. Það rís
ekki mikið lengur undir þessari hag-
vaxtarpólitík. — Og andstaöan við
hvalveiðamar er hluti af því. Þær
eru orðnar að nokkurs konar stríðs-
tákni um hvort hægt verði að stöðva
þessa hraðferð einhvers staðar eða
ekki. Eða hvort spilverkið brenni út
af eigin völdum.
Menn hér á Islandi tala digur-
barkalega um hvað taki nú næst við
hjá þeim grænfriðungum. Og segja
sem svo um leið og þeir rangtúika
ummæli þeirra að ef við gefum okkur
í þessu máli þá fáum við þá bara
næst yfir okkur með þorskinn. Og
síðan karfann, og síðan, og síöan. ..
En ég verð nú bara að segja sem svo
að þó þetta hafi alls ekki verið þeirra
ummæli né stefna veitti líklega
ekkert af því.
Er okkur örugglega
best treystandi?
Það er alltaf verið að glamra með
það hér á landi að okkur sjálfum sé
best treystandi fyrir auðlindum
hafsins umhverfis landið. Og
útlendingum komi það ekkert við.
Þetta var t.d. ein höfuðröksemd
okkar á alþjóðavettvangi þegar við
vorum með þessa nýlenduútfærslu-
stefnu út á liafið í landhelgisdeilum
okkar. En er það svo?
Mér sýnist þessi fullyrðing geta
auðveldlega snúist upp í andhverfu
sína. — Hefur okkur verið treystandi
fyrir hafinu hér? Hefur okkur verið
treystandi fyrir fiskstofnunum í
kringum landið? Hvað geröum við
ekki við síldina hér foröum? Og hvað
gerðum við ekki við loðnuna núna
fyrir fáum misserum? Og hvað
gerðum við ekki við steypireyðina og
búrhvalinn hér forðum líka? Eða
spyrjum um geirfuglinn. Vill einhver
taka að sér að svara því? Þvílíkra
spurninga er hollt að spyrja sig eftir
að maður er búinn að hlusta á viku-
skammt af þjóðarrembingi frá
sjávarútvegsráðherranum okkar.
Mér finnst að minnsta kosti þörf á
því að fara varlega í fullyrðinga-
flóöið hér: „Við erum bestir, við
vitum mest, okkur er best treyst-
andi”, eins og sífellt er sungið. Það
er bara ekkert einkamál okkar Is-
lendinga hvaða dýrategundir við
þurrkum út og hverjar ekki. Og ekki
heldur hvernig við nauðgum lífrikinu
með mengun eða öðrum álíka
smekklegheitum sem falla af veislu-
borði menningar okkar, í veislunni
sem nú stendur sem hæst.
Veiðarnar í hagnaðarskyni
fyrir Hafrannsóknastofnun
Nei, það er mál alls mannkynsins
hvort við stundum þessa rányrkju
eða ekki. Og því frekar þar sem viö
erum að ganga enn nær hvala-
stofnunum með þessu. Margsinnis
hefur verið bent á af erlendum og
innlendum líffræðingum að séu það
rannsóknir á stofnstærð hvala sem
fyrir okkur vaki sé þetta alls ekki
rétta leiðin til þess heldur séu
merkingar og kerfisbundnar
talningar betur til þess fallnar. Þær
eru mun árangursrikari aðferðir að
langflestra mati.
En þessi uppskiröa vísindaveiði er
auðvitaö ekkert annað en aum leiö til
að fjármagna fjárvana Haf-
rannsóknastofnun til skyldustarfa
sinna, auk þess að halda glæsifyrir-
tækinu Hval h/f ofansjávar eitthvað
áfram.
Spyrjum frekar að leikslokum. Því
þetta er tapað (unnið) mál hvort sem
okkur líkar betur eða verr. En hvað
munar okkur um að rústa freðfisk-
mörkuöunum okkar til að komast að
sliku lítilræði? Það má þá alltaf hugga
sig viö það á eftir að þorskinum verður
að minnsta kosti ekki útrýmt eftir það.
Við erum nú ekki fæddir í gær.
Magnús H. Skarphéðinsson.