Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Qupperneq 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985.
Menning
Menning
Menning
Menning
UTAN HRINGSINS
Um sýningu Elínar
Magnúsdóttur í Salnum
Rann-
sóknir
jöklum
Sunnudaginn 25 ágúst. kl. 14 verður
opnuð í anddyri Norræna hússins
sýning á kortum, bókum, myndum og
ýmsu sem tengist rannsóknum á
jöklum á Islandi.
Sýning þessi er sett upp á vegum
Norræna hússins í tilefni af alþjóölegri
jöklaráðstefnu sem haldin verður í
Háskóla Islands dagana 26.-29. ágúst
næstkomandi.
Á sýningunni getur aö líta gömul og
ný kort þar sem sjá má útbreiðslu
jökla, hvernig þeir hafa ýmist vaxið
eða hopaö í tímans rás.
Meðal mynda á sýningunni eru loft-
myndir frá LandmæUngum Islands og
sjást á þeim breytingar sem orðiö hafa
á jökulsporðum síðan byrjað var að
fylgjast með þeim úr lofti. Elsta
myndin er frá árinu 1945 og sést þar
sporður Breiðamerkurjökuls og
Jökulsáriónið sem þá var nýlega
komið undan jöklinum og rétt grillir í
það. Síðan er fylgst með vexti þess og á
nýjustu myndunum má sjá það í þeirri
mynd sem landsmenn þekkja núna.
Aðrar myndir sýna hvernig Skafta-
fellsjökull og Svínafellsjökull náðu
saman á sínum tíma.
Sem kunnugt er var hönnuð hér á
landi íssjá; tæki, sem gerir mönnum
kleift að mæla þykkt íshellunnar á
jöklunum. Á sýningunni í Norræna
húsinu eru myndir sem gerðar eru
samkvæmt niðurstöðum af þessum
mælingum og má ætla að mörgum þyki
forvitnilegt að sjá þau fjöll og firnindi
sem leynast undir jöklum landsins.
Ennfremur verða til sýnis bækur og
tímarit þar sem fjallað er um jökla-
rannsóknir og annað þeim tengt.
Veg og vanda af uppsetningu
sýningarinnar hefur Helgi Björnsson
jöklafræðingur haft og 3. september
heldur hann fyrirlestur með litskyggn-
um um jöklarannsóknir.
Sýningin stendur til 4. september og
er opin daglega á sama tíma og
Norræna húsið. Aðgangur er ókeypis
og allir eru velkomnir.
Okkur myndlistargagnrýnendum er
tamt að lýsa málaralist ýmist sem
„sannfærandi” eöa „ósannfærandi”.
Frá mínum bæjardyrum séð birtist
umrædd sannfæring ekki alltaf í tækni-
legri getu, kunnáttusamlegri með-
höndlun lita og lína og vandlega
ígrundaðri uppbyggingu atburða á
myndfletinum. Myndlistarmaður
getur beitt alls kyns brögðum án þess
að hafa erindi sem erfiði. Tæknibrellur
geta falið vöntun á andagift og mynd-
bygging er stundum reist á sandi.
„Sannfæring” listamanns er það
sem hann veit og skynjar áður en hann
hefst handa við sjálfa sköpunina og
hann þarf oft ekki nema örfáar línur og
liti til að koma henni til skila. Matisse
rissar upp nokkra andlitsdrætti í einni
svipan en það riss gefur til kynna þekk-
ingu hans á mannskepnunni allri og
hvernig innri liðan hennar mótar ytra
fas.
Það sem gerist
í efninu
Sannfæring ýmissa hugsuða í mynd-
list, t.d. Jasper Johns, birtist í bjarg-
fastri trú þeirra á þær forsendur sem
þeir gefa sér og því geta þeir leyft sér
sáraeinfalda framsetningu í mynd-
rænni rökleiöslu.
Margir ungir íslenskir myndiistar-
menn, sem sýnt hafa á síðustu misser-
um, hafa opinberaö listrænan ung-
gæðingshátt sinn og þar meö skort á
sannfæringu í fremur hugsunarlausum
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
tilraunum með efnivið, hvort sem um
er að ræða málningu, krít eða önnur
efni. Meö því að nota efniviðinn og
tækniþekkingu sína hyggjast þeir fikra
sig í átt til kjarna málsins en ekki
öfugt. Fyrir kemur að þeim tekst að
komast á leiðarenda en oftast eru þeir
á hringsóli í kringum „allt sem er” og
tekst ekki að skilgreina veröldina fyrir
innan þann hring sem Steinn Steinarr
skrifaði um. Þaö sem þeir gera vel
gerist í efninu.
Dekoratífir
hæfileikar
Ungur listamaöur, Elín Magnúsdótt-
ir, sýnir nú í Salnum við Vesturgötu.
Verk hennar, máluð á striga, pappír og
silki, endurspegla ljóslega þann vanda
MB LAÐSÖLUSTÖÐU M
„•■•og
fjandinn
vorkenni
mérþóttég
geri eitthvað!" *•’ ;; ’
Viðtal við Guðrúnu HelgÁdðttílr"' •* ’
alþingismann og rithöfuhd *,
* *
Lífsreynsla: . < * C.C
„Ég man sérst0klega eftif því;
hvað við voru^*jFþsatórliÓ|^J^
m ■* A
Elías Baldvinsson rifjar úpp sjávarháska .
sem hannlentií . , , _ .<„ 4
Last Call for Álcohof. y
Bjöggi Gisla og Gunnar-Herrhaiýis^pn • %
segja gamlar poppsögur • >
Þyrlur, naut
og berfættur rriíil
Öskar Magnússon skrifa
um brúðkaup í BáidaWkJ
Hollywoodkeppi
heldur áfram-. \A
m ■
■
2"? * >'■»<•» >w
$***»*»
mmtit
sem margir óþroskaðir listamenn
standa frammi fyrir. Hvað skal mála
og hvernig? Og þeim er nokkur vork-
unn í þeirri síbylju stílbrigða sem
gengur yfir listaheiminn.
Elín velur sér hina fígúratífu leið
enda er hún efst á baugi þessa stund-
ina. Hins vegar hefur hún ekki gert upp
viö sig hvað hún vill gera við þær
manneskjur sem hún dregur upp á
myndflötinn. Hreyfingar þeirra og
samspil er hvort tveggja ómarkvisst
þannig að tilveruréttur þeirra er í
vafa. Tengsl mannvera við annað sem
gerist í myndunum eru sömuleiöis
óljós ef ekki beinlínis villandi.
I málverkum á silki sýnir Elín þó að
hún hefur til að bera dekoratífa hæfi-
leika, lagni í samstillingu stórra og lit-
ríkra flata. Þá hæfileika ætti hún að
rækta með sér.
AI