Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Page 15
DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985. 15 SINDRA STÁLHF Fyrirliggjandi í birgðastöð GALVANISERAÐ ÞAKJÁRN Lengdir: 1.8 - 3.6 metrar Bjóðum einnig lengdir að ósk kaupenda, allt að 12metrum. KJÖLJÁRN lengd 2 metrar - tvær breiddir Borgartúni 31, sími: 27222 Grammatíkar- spenar mjólka Grammatíkarspenarnir mjólka er heiti tónleika sem haldnir veröa í Djúpinu, í kvöld og hefjast klukkan 21. „Heimsfrægir” listamenn koma fram á þessum tónleikum og ber þar einna hæst eldfjörugan rokkabilli- mann, Johnny Triumjii. Hann hefur sér til ágætis aö vera kominn í beinan karllegg af Johnny Hallyday, að sögn Sperma, eins af aöstandendum tónleik- anna. The Frogs heitir hljómsveit sem Spermi er í ásamt vinum sínum Kon- ráöi, Lord M. og Mitsiwt. Þór Eldon, Björk í Kuklinu og Guökrist verða ekki langt undan og hljómsveitin Fölu frumskógarslagararnir með HÖH Scrotum og Pétur í broddi fylkingar láta sitt ekki eftir liggja. Síðast en ekki síst: B. Gígja, skærasta poppstjarna á Islandi ef betur er aö gáö, mun leika á kassagítar. Ofsa f jör, segir Spermi! ás Statistar í stórslysamynd Elíassonar í Ustasaf ni ASÍ sér, í kyrrstöðu, er hún aöeins svipur hjá sjón, dautt „form”. Heillegri en málverkin Þaö sem ég er aö reyna að segja er aö ungir málarar þurfa aö kunna aö sviðsetja atburöi, annars veröa manneskjur í myndum þeirra aö statistum í stórslysamynd, svo vitnaö sé í ungskáldiö. Eins og stendur er Sigurlaugur upptekinn af hinum ýmsu möguleikum myndflatarins, ekki síst skreytigildi hans, og lætur hið sálfræðilega drama liggja rnilli hluta. Grafík Sigurlaugs er að sumu leyti heillegri en málverkin, ekki síst vegna þess aö þar heldur hann sig viö svart/hvítt eöa einn litartón, og einfalda uppbyggingu atburöa. Þannig heldur hann athygli áhorfandans óskiptri. Auk þess gerir maður minni kröfur til einkarlegra smámynda, heldur en mikilfenglegra fleka. Allt um það er ljóst, að Sigurlaugur Elíasson á eftir aö koma enn frekar við sögu málaralistar hér úti í Dumbshafi á næstu árum. AI Nokkrir Hjalteyringar opna í kvöld kl. 20 samsýningu í Nýlistasafninu. Þessi hópur er skipaður Eric Rohner, Rúnu Þorkelsdóttur, Jan Voss, Kess Visser og Hettie van Egten. Þau standa að sýningunni en hafa boðið meö sér gesti sem er þýskur mynd- listarmaður, Stephan Runge. Þessir „Hjalteyringar” eru reyndar af ýmsu þjóðerni. Þarna eru t.d. Svisslendingur, Þjóðverji, tveir Hollendingar og einn Islendingur úr Kópavoginum. öll dvöldust þau á Hjalteyri viö Eyjafjörð sl. sumar þar sem þau unnu aö undirbúningi sýningarinnar, sem samanstendur af skúlptúrum, ljósmyndum, málverkum og teikningum o.s.frv. Sýningin í Nýlistasafninu er opin frá kl. 16—20 daglega og stendur til sunnudagsins 1. september nk. Liðsmenn Siguröar þetta kvöldið voru fjórir og ber fyrstan aö nefna Tómas Einarsson. Tómas hefur, síöan hann sneri heim, veriö einn af okkar öruggustu bassaleikurum — maður sem kann af smekkvísi aö vekja hina dunandi undiröldu sveiflunnar án þess „Uppskrift blöndunnar: 3/5 Mezzoforte, 1/5 undiralda á la Tómas og 1/5 ósvikinn altósaxkjarni frá aö þurfa aö grípa til stórkarlaleiks, en Sigurði Flosasyni — aldeilis dúndurblanda." jafnframt leyfir hann bassanum að sigla í ölduróti yfirborösins. Um hina liösmennina þrjá var ég hreint ekki öruggur í byrjun. Þeir hafa aö vísu getið sér gott orð fyrir bræöingsleik, en þaö segir hins vegar lítt til um hvort sveifla þeirra nær niöur fyrir hvítfext- ar öldurnar á yfirborðinu. En piltarnir stóöu vel fyrir sínu og sýndu hér aö þeir ráöa viö djúpristari músík en þann skemmtilega bræðing sem þeir leika í atvinnuskyni. Einkum kom mér Eyþór á óvart, en hér heyrði ég hann í fyrsta sinn leika á órafmagnað hljóð- færi. Þarna kom sem sé fram athyglis- Uppskríft að góðrí sveiflublöndu Jasstónloikar í Norræna húsinu 19. ágúst. Flytjendur: Sigurður Flosason, Tómas Einarsson, Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Gunnlaugur Briem. Eftir aö hafa hlustaö lungann úr sumrinu á þá músík helsta sem íslensk fjallakyrrð og fuglar himinsins syngja er þaö næstum ankannalegt aö ganga í tónleikahús til aö hlýöa á skipulagöan tónleik. Um þessar mundir hefst tími farfuglatónleikanna. Þeir ungu Eyjólfur Melsted Hjalteyring- aríNýlista- safninu músíkantar, sem sækja sér viðbótar- menntun og reynslu erlendis, halda gjarnan tónleika áður en haldiö er til baka aö lokinni sumardvöl heima. Einum slíkum farfuglatónleikum stóö saxófónleikarinn Siguröur Flosason fyrir í Norræna húsinu á mánudags- kvöld. Þaö hefur vissulega verið gaman aö fylgjast meö ferh Sigurðar. Nánast barn aö aldri var hann farinn að blása meö reyndum jöxlum og hálfstálpaður þótti hann sjálfsagöur í hverju því stórliði sem blása skyldi undir merkj- um sveiflunnar. Löngum þótti hann fyrst og fremst maður hins mjúka tóns og vissulega er mýktin einn þeirra þátta sem hvaö mest eru áberandi í tóni hans. Þakka þaö sumir hversu markvisst klassískt uppeldi hann hefur fengiö. Klassíkin hefur aö vísu ekki fengið að sitja í fyrirrúmi á ferli hans enda tækifærin ótal fleiri í heimi jassins. Hjá Siguröi stefnir allt í rétta átt. Tónn hans hefur öðlast enn meiri fyllingu og áræði í leik aukist. Hann nær að spanna blæbrigðaróf altósaxó- fónsins frá a til ö og ekki þvælast tæknivandamálin fyrir honum. Eg þykist eygja í honum einn af úrvals- blásurum framtíöarinnar. verö blanda sem vissulega væri vert að yröi hrist saman aftur. Uppskrift blöndunnar: 3/5 Mezzoforte, 1/5 undir- alda á la Tómas og 1/5 ósvikinn altó- saxkjarni frá Sigurði Flosasyni — aldeihs dúndurblanda. Af blöndunni er að vísu örlítiö nýjabragð og einhverjir kynnu aö segja að betur mætti saman hrista. En stundum vill þaö nú líka til aö of mikið er saman hrist svo aö blandan missir ferskíeikabragöiö, en á því er tæpast hætta hjá þessum táp- miklu sveiflupiltum. EM Menning Menning Menning Menning Hvaö sem annars má segja um mál- verk ungs fólks í dag þá eru þau blessunarlega laus við alla hálfvelgju. Hið nýja expressjóníska málverk hefur löggilt sterkar tilfinningar og umbúðalausa tjáningu þeirra og því láta menn gamminn geisa og leggja allt undir. Andspænis risastórum flek- um þeirra, þar sem tröllslegar mannverur berast á banaspjótum, leyfist áhorfendum ekki að fara undan i flæmingi, bjarga sér meö yfirborðs- kurteisi eöa hlutleysi, heldur veröa þeir aö taka afstöðu, meö eöa móti. I þeirri lognmollu sem oft einkennir íslenska myndlist er því fengur aö sýningum slíkra fullhuga. Sigurlaugur Elíasson er einn þeirra en hann lauk námi í Myndlista- og handíðaskólanum árið 1983. Nú sýnir hann 15 málverk og 13 þrykk í Listasafni ASI. Logar í litum Verk hans hafa til að bera bæði kosti og galla nýja málverksins. Hann gengur hreint til verks, byggir upp megináherslur, fígúratífar eöa hlut- bundnar með öörum hætti, meö ákveðnum dráttum og umlykur þær af- strakt flötum, gróft og snöggt máluðum, þannig aö allur myndflötur- inn logar í litum. Ekki fer heldur á milli mála aö Sigurlaugur kann með liti aö fara. Bregöur stundum fyrir purpuratónum fööur hans, Elíasar B. Halldórssonar. Tilraunir hans með óreglulega lagaöa striga sýna einnig aö listamaöurinn hefur velt fyrir sér tengslum málverks og umhverfis og gerir sér ennfremur grein fyrir hlut- gildi hins málaða striga. Og út af fyrir sig er ekki nema eðli- legt aö hann skuli vera undir áhrifum' ýmissa helstu postula hins nýja málverks. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Hið mannlega drama Mannverur hans, renglulegar og beinaberar, eru af hinum þýska skóla, auk þess sem hann vísar beint til Basehtz í mynd sem nefnist „180” og er af andliti á hvolfi. Draugaleg andlit Basquiats hins ameríska ganga einnig aftur í sumum myndum hans. Hins vegar er ýmislegt óljóst í myndrænni hugsun hans. Eg sé t.d. ekki í hvaöa til- gangi listamaðurinn skeytir saman fleka í a.m.k. tveimur mynda sinna, nr. 1 og nr. 3. I hvorugu tilfellinu viröast málverkin græða á slíkum brögöum. En mest velti ég fyrir mér hvernig hann ætlast til aö viö tökum því mann- lega drama sem hann uppmálar. I verkum Sigurlaugs, eins og margra annarra ungra málara, hefur manneskjan veriö stööluö svo mjög aö hún hættir nánast aö „fúngera” ein og sér heldur þarf hún á ýktum, há- dramatískum hreyfingum að halda til aö réttlæta sig í málverkinu. Ein og Tónlist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.