Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Page 33
DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sylvester Stallone er aö gera mynd númer fjögur um hnefa- leikakappaun Rocky. Hann keypti föt hjá fatahönnuöinum Hugo Boss til að láta Rocky nota í myndinni. Alls keypti hann 48 jakkaföt. Fötin fær hann frítt fyrir þaö að láta nafn hönnuö- arlns koma fram í myndinni. KlæÖskerarnir hjá Hugo cru ekki mjög ánægðir meö viðskiptin viö Sly því hann er stöðugt aö senda fötin til baka og alltaf þarf að breyta þeim örlítið. Þeir segja að vandamáliö væri úr sögunni ef hann léti svo lítið aö skella sér til Evrópu svo hann gæti mátað föt- iníþeirraviðurvist. Það eru ekki margar myndir sem hafa birst af Mick Jagger og dóttur hans Jade en mamma hennar er Bianca, fyrri kona Jagger. Á Live-Aid hljómleikunum leyfði Jagger ljósmyndurum aö mynda þau feðgin óspart þótt hann gætti þess samt vandlega að Jade lenti ekki í viðtölum við neina blaöamenn. Jade er nú fjórtán ára gömul og er ekki anmnaö að sjá en hún líkist karli föður sínum. Gítarleikarinn Keith Richard segir að ástin og hjónabandið hafi gert hann að heimsins hamingjusamasta popp- ara. Keith er nú kvæntur Patti Hansen og eiga þau 4 mánaða dóttur. Hann á aðra dóttur ineð fyrrum kærustu sinni, Anitu Pallenberg. Keith, sem er 41 árs gamall, segir að hann hafi loks gert sér grein fyrir því hvað fjölskylda og börn geti gefið fólki mikið. Hann segist engar áhyggjur hafa af því að verða gamall poppari og það sem hann hlakkar einna mest til er að verða afi. „Það verður frábært að veröa gráhærður og sitja með barna- börnin á hnjánum og hafa góða plötu á fóninum,” sagði Keith. Mick Jagger og Jade, dóttir hans. Með hjálm og grímu á íþróttamóti í fyrra. Brúsi Hoppsteinn eða Bruce Springsteen, eins og hann heitir réttu nafni, hefur löngum þótt með myndarlegri karlmönnum. Nú hafa konur i Bandarikjunum valið hann sem einn af þrem mest kynæsandi karimönnum þar í landi. Bruce er nýkvæntur og heitir konan hans Juiie. Hún ætti að vera ánægð mcð titil eiginmannsins cn jafnframt hlýtur það að vera svolítið stress- andi, vitandi það að hann þarf að fara víða á hljómleikaferðum sínum. Keith Richards hefur engar áhyggjur af því að aldurinn færist yfir og segir helsta tilhökkunarefni sitt vera að verða afi. Engisprettulistaverk Þaö er ýmislegt hægt aö gera til að ná sér í pening í henni Ameríku. Lista- konan Karen Miller notaði hugmynda- flugiö og fór að búa til uppstillingar þar sem engisprettur eru í aðalhlut- verkum. Hún hefur sett þær í aðstæður sem mannfólkið þekkir vel eins og engisprettur að fá sér morgunmat og engisprettur í gervi nýgifts fólks. Hún notar vitanlega steindauðar engisprettur í uppstillingarnar en húðar þær með plasti og setur svo lista- verkið í lítinn glerkassa svo ryk komist þar ekki að. Hver uppstilling mun kosta um 200 dollara og segist Karen vera u.þ.b. einn dag að vinna hverja þeirra. Engisprettur úti að borða. Þcir sem ætla til Kaupmanna- hafnar í lok september og eru þar að aukí aðdáendur söngkonunnar Díönu Ross ættu að gera ráðstafanir nú þegar. Díana mun nefnilega halda liljómleika í Kaup- mannahöfn 25. september nk. Nýja platan frá henni, Eaten Alive, verður þá komin út og mun hún cflaust kyrja lögin af henni og ekki síst titillagið sera samið er af Barry Gibb og Miehael Jackson. WZSTE3IBESIM33Í ar til að verða afi Mick Jagger bauð dótt- Anna púlar i ræktinni. DV-mynd VHV. KONUR ÞENJA JÁRN Nú á dögum þykir cnginn kvenmað- ur með kvenmönnum nema hann púli svolítið í líkamsrækt. Vilja þá konur gjarnan vera í leikfimi og láta körlum eftir aö þenja járn. Hún Anna er undantekning frá þeirri reglu. Lóð eru hennar líf og yndi og ekkert veit hún skemmtilegra en að svitna ærlega í einn klukkutíma eða svo. „Það er mesti misskilningur aö konur fái vöðva eins og karlmenn viö æfingar með lóðum,” segir hún. „En þær verða miklu stinnari og lögulegri í vextinum, finnst mér,” másar hún og lætur á sér skiljast að hún megi nú ekk- ert vera að þessu masi því æfingarnar bíði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.