Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Page 36
FRETTASKOTIÐ
68)-(78)-(58
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um >
frétt — hringdu þá í
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krénur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn •
FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST 1985.
Sjóefna-
vinnslan
reynir að
stöðva tapið
Stjórn Sjóefnavinnslunnar vinnur nú
að því að finna leiðir til að stöðva tap
núverandi tilraunaframleiðslu og kom
méð tillögur um hvernig best verði
nýtt þaö fé sem í fyrirtækinu er. Verða
þær tillögur kynntar eigendum fyrir-
tækisins í byrjun vetrar.
Síðastbðið vor ákvað stjórn SEV að
halda áfram núverandi tilraunarekstri
næstu 5—6 mánuöi, en gera jafnframt
lokatilraun með það að kanna nýja
möguleika fyrir félagið á breiðari
grunni en hingað til. I þessu sambandi
réð stjórnin Magnús Magnússon verk-
fræðing til að annast úttektina á félag-
Meöal annars er verið að kanna hag-
kvæmustu stærð saltverksmiðjunnar
miðað við markaðsaðstæður og viöbót-
arfjárfestingu og að koma á nýrri
framleiöslu. Þá hefur fyrirtækiö aflað
tilboða í vélar og tæki fyrir kolsýru-
framleiðslu. Þá er og veriö að kanna
framleiöslu á títanhvítu á Reykjanesi
svo og athugun á samstarfi við ýmsa
aðila á notkun afgangsvarma frá Sjó-
efnavinnslunni.
-KÞ
Nígeríumaður
með íslenskt
vörumerki
Bréf barst í síðustu viku til utanríkis-
ráðuneytisins, um aö Nígeríumaður
hafi skráð á sig vörumerki Coldwater,
Icelandic, í Venezúela. Bréf þetta er
sent af konsúl Islands í Venezúela.
Þetta þýðir að Islendingar geta ekki
notaö merkið þar í landi, en þar hefur
það aldrei veriö skráö áöur.
Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, forstjóri
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna,
staðfesti í samtali við DV að haft hefði
verið samband við Coldwater (sem er
dótturfyrirtæki SH í Bandaríkjunum)
og væri mál þetta í athugun þar vestra.
Suöur-Ameríka er á sölusvæði Cold-
water og hefur íslenskur fiskur verið
seldur þangað. Að öðru leyti vildi Eyj-
ólfur ekki tjá sig um málið fyrr en þaö
væri fullkannað.
-pá
ómissandi
LOKI
Skyldi Birkir bjóða
flugstöðina?
„Býst við harkalegum
viðbrögðum þingmanna”
segir lögmaður Rainbow Navigation
Öskar Magnússon, DV, Washington:
„Eg hef grun um að margir þing-
menn hér eigi eftir að bregðast
harkalega við þessum vinnubrögð-
um bandarískra stjómvalda. Ég á
ekki von á því, að Rainbow Navigati-
on þurfi nokkurn tíma að hætta
siglingum til Islands.” Þetta sagði
Frank Costello, lögmaður skipa-
félagsins Rainbow Navigation, i
samtali við DV. Eins og fram hefur
komið hefur Rainbow höföað mál hér
í Washington gegn Bandaríkjastjóm
vegna samkomulagsins sem nýlega
var gert við Islendinga vegna sjó-
flutninga fyrir varnarliðið. I málinu
er þess krafist að dæmt verði að
almennt útboð á flutningunum sé
óheimilt.
Þinghlé er nú í bandaríska þing-
inu. Á sínum tíma, þegar stjórnvöld
þreifuðu fyrir sér með lagabreytingu
á lögunum frá 1904 sem þetta mál
snýst um, varð vart mikillar fyrir-
stöðu í þinginu. Meöal annars rituðu
18 þingmenn bréf til Weinbergers
varnamálaráðherra þar sem mjög
var varaö við allri eftirgjöf í málinu.
Þing kemur aftur saman í byrjun
næsta mánaðar. „Það er skoðun
okkar að Bandaríkjastjórn hafi ekki
farið rétt að í einu einasta atriði í
þessu máli,” sagði Frank Costello.
„Til að nefna eitthvað má benda á að
það er forseti Bandaríkjanna sem á
að taka ákvörðun um frávik frá.
lögunum frá 1904 en ekki flotamála-
ráðherrann, eins og gert var.”
Undirbúningur að sjálfum
málflutningnum stendur nú yfir.
Frank Costello kvaðst gera ráð fyrir
að dómur yrði genginn áður en
stjórnvöld hefðu tekið afstöðu til
væntanlegra tilboða annarra skipa-
félaga en Rainbow. „Ef dómur
verður ekki genginn geri ég fastlega
ráð fyrir að dómarar muni fyrir-
skipa óbreytt ástand meðan dóms er
beðiö,” sagði Frank Costello.
-pá
Talsmenn Long
John Silver:
Tökum
enga
áhættu
— í fiskkaupum
af íslendingum
„Það var rætt mjög ítarlega um hlutabréfin, hvort ætti að kaupa eða ekki. Það var ákveöið að bíða eftir upp-
lýsingum um á hvaða kjörum Flugleiðir ætli að bjóða bréfin,” sagði Kristjana Milla Thorsteinsson um fund í Fjöl-
eign hf. sem haldinn var á Hótel Hofi í gærkvöldi.
Fjöleign hf. var stofnað áriö 1981 þegar svo horfði að Flugleiðir myndu hætta flugi á Norður-Atlantshafsleiöinni.
Var ætlunin að Fjöleign sækti um flugleyfi ef Flugleiðir hefðu gefist upp á Atlantshafsleiðinni. Rúmlega 100
hluthafar eiga aðild að Fjöleign. Félagið á sjálft hálft prósent í Flugleiðum ern margir félagsmenn eiga einnig hlut.
„Sumum finnst svolítið tilgangslaust að eyða peningum í þetta. öörum finnst það í lagi,” sagði Kristjana Milla.
-KMU /DV-mynd PK.
Óskar Magnússon, DV, Washing-
ton:
„Við skýröum sjávarútvegsráð-
herranum ykkar frá því að viö
mundum ekki taka neina áhættu af því
að kaupa fisk af Islendingum ef
friðunarmenn hefja áróður á ný hér í
Bandaríkjunum,” sagöi John Toby,
talsmaður veitingahúsakeðjunnar
Long John Silver, í samtali viö DV.
Long John Silver er einn stærsti
kaupandi íslenskra fiskafurða í
Bandaríkjunum.
Góð undirstaða
samkomulags
segja Greenpeacemenn um hvalveiðimálið
Óskar Magnússon, DV, Washington:
„Eg vil ekki ganga svo langt að
segja að samkomulag sé í sjónmáli
en það er allavega komin góð undir-
staða samkomulags,” sagði Michael
Rappaport, talsmaður Greenpeace-
samtakanna, í samtali við DV.
Michael Rappaport sagði að þaö sem
einkum vekti bjartsýni Greenpeace-
manna nú væri afstaða fyrirtækisins
Long John Silvcr sem keypt hefur
mikið af fiskafurðum af
Islendingum. „Eftir þeim fréttum
sem við höfum virðist sem Long John
Silver muni leita til annarra fiskselj-
enda en Islendinga ef Islendingar
hefja hvalveiöar í vísindaskyni eins
og fyrirhugað er. Slík afstaða Long
Jchn Silver hlýtur að leiða til þess að
Isiendingar láti af þessiun fyrir-
ætlunum sínum,” sagði Michael
Rappaport.
Hann sagði ennfremur að Green-
peacemenn hefðu ekki lengur sér-
stakar áhyggjur af dagsetningunni 1.
september. Islenska rikisstjórnin
hefur heimild til að segja upp
veiðisamningnum við Hval hf. til 1.
september. „Okkur er þaö ljóst að ef
íslensku rikisstjórninni snýst hugur í
þessu máli þá muni hún ganga frá
samningunum við Hval hf., jafnvel
þótt það verði eftir 1. september,”
sagði Rappaport. Hann sagðist þó
engin vilyröi hafa um slíkt frá ís-
lensku ríkisstjórninni, en sagði
aðeins: „Geta ekki ríkisstjórnir gert
þaö sem þeim sýnist?”
-pá
„Við álitum að Greenpeace og önnur
friðunarsamtök þeim tengd hafi
fullkomlega nægilegan styrk til að
sannfæra bandarískan almenning um
að kaupa ekki íslenskar afurðir ef
Islendingar hefja hvalveiðar í vísinda-
skyni. Það sýndi sig þegar Island hafði
ekki fallist á hvalveiðibannið. Þá
fengum við þúsundir bréfa á viku frá
reiðum viðskiptavinum. Samtökin eiga
líka mjög greiðan aðgang að
f jölmiðlum,” sagöi John Toby.
Hann var spurður að þvi hvort það
væri ekki stefna fyrirtækisins að
beygja sig ekki fyrir þrýstingi sem
þessum ef land það sem í hlut ætti væri
að fara að alþjóðasamþykktum eins og
Island í þessu tilviki. „Þaö kann að
vera vafasamt hvort Island er aö fara
aö alþjóðasamþykktum. Þetta mál var
mjög umdeilt á fundi hvalveiðiráðsins
og fjarri því að hvalveiöiráðið styddi
vísindaveiðar Islendinga heils hugar.
Mér sýnist Islendingar líka ætla sér að
veiöa svipað magn og þeir gerðu áður.
Það má vera að svo mikið magn sé
ekki nauðsynlegt til þessara rann-
sókna,” sagði John Toby.
Hann bætti því við að sala Long John
Silver hefði aukist um 10% á síðustu
tólf mánuðum eöa svo. „Við höfum
ekki áhuga á að sjá söluna minnka
vegna viðskiptaþvingana sem stafa af
hvalveiðum Islendinga,” sagði John
Toby.
-pá
4
i
4
4
4
i
f
f
ý
\4
4
f
á