Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 8
52
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985.
Lestrarhasturinn Bernard Pivot.
Bernard
Pivot:
Hann
veit
meira
um
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKADSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö
nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV
lesiö.
Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og
eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný-
komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa
keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir...
ViÖ birtum... Það ber árangur!
ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ
Smáauglýsingadeildin er í Þverholti I I.
Oplð:
Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
laugardaga, 9.00—14.00
sunnudaga, 18.00—22.00
Frjálst.öhaö dagblaö
bósióle en
bókmenntir
en gerði umræðuþátt um bókmenntir
jaf nvinsælan Dallas
Getur umræðuþáttur um bók-
menntir orðið vinsælt sjónvarpsefni?
Já, svo sannarlega. Franska
sjónvarpsstöðin Antenne 2 mun
halda upp á fimmhundruðasta þátt
Bernards Pivots sem heitir Apo-
strophes. Þetta er þáttur um
nýútkomnar bækur þar sem þekktir
menn, franskir jafnt sem annarra
þjóða, setjast á rökstóla um bækur
sínar. Þátturinn er einu sinni í viku á
föstudagskvöldum á að giska á þeim
tíma sem íslenskir sjónvarps-
áhorfendur horfa á Skonrokk. Meö
öðrum orðum á besta útsendingar-
tíma, enda skipta áhorfendur
milljónum. Og þessi þáttur er vinsæl-
asti þáttur sinnar tegundar í
heiminum.
Bernard Pivot er um leið gríðar-
lega áhrifamikill i bókaútgáfu. Það
nægir að rætt sé um bók i þætti hans
til að hún seljist í nokkur hundruð
þúsund eintökum. Því skal engan
undra þó Pivot sé einhver umdeild-
asti maður Frakkiands.
En hver er þessi bókmenntapáfi?
Þaö leit í rauninni ekki út fyrir aö
hann næði frama, að minnsta kosti
ekki á bókmenntasviðinu, er hann
var ungur.
Vissi meira um
bósjóle en bókmenntir
Hann er blaðamaður að mennt og
það var í rauninni tilviljun að hann
sneri sér að skrifum um bókmenntir.
Hann sótti um starf á Le Figaro að
prófi loknu árið 1958. Þaö var laust
starf á menningardeildinni. Frétta-
stjóri hennar spurði drenginn hvort
hann kannaðist við nokkra heims-
fræga rithöfunda sem þá voru mjög í
tísku. Nei, Pivot kannaðist ekki við
Marguerite Yourcenar og því síður
við Malcolm Lowry, en af einhverj-
um ástæðum barst talið að góöum
vínum. Fyrr en varði hóf Pivot
mikinn fyrirlestur um bósjóle í
sínum ýmsu myndum. Á þennan hátt
heillaöi hann stjórann upp úr
skónum og var ráöinn. En hæg voru
heimatökin, Pivot er frá bænum
Quincé-en-Beaujolais og svo vill til
að fjölskylda hans hefur lengi
stundað örlitla vínrækt þar um
slóðir.
Pivot var 23 ára gamall þegar
hann byrjaði á Le Figaro. Fljótt fékk
hann orð á sig fyrir að vera per-
feksjónisti. Félagar hans horföu í
undrun á hann skrifa smáfrétt
tuttugu þrjátíu sinnum, þar til hann
var ánægöur. Og Pivot hefur ekki
breyst, það er líklega lykillinn að
árangri hans. Hann fjallar um
a.m.k. 5 bækur í hverjum þætti viku-
lega. Hann les hverja einustu bók
vandlega og margar fleiri því hann
verður að velja almennilegt efni.
Hann lætur engan hjálpa sér við
lesturinn. og hann neitar að læra
hraðlestur. „Það er ef til vill hægt að
lesa bækur efnislega með hraðlestri
en hins vegar er maður engu nær um
það sem skiptir máli: stílinn og
listina.” Hætt er við að franskur
hugsunarháttur um bókmenntir
komi berlega fram í þessum oröum
en látum kyrrt liggja. Pivot les því
vandlega eina bók á dag, a.m.k., og
þaðvandlega.
Drjúg umferðar-
öngþveiti
Hann er alltaf með bók við
höndina, og skal engan undra að
Pivot er mikill stuðningsmaöur
umferðaröngþveitis. Hann segist
hafa lesiö heila skáldsögu á biluöu