Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985.
61
Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð
Hinn sski eftir dóminn — hann biður flutnings í ríkisfangelsi til að
afplána þar lífstíðardóm.
sagöi hún: „Eg skal sjá til þess aö þú
verðir gómaöur, Jonah.” Og skellti á.”
„Gastu rakið símtalið?” spuröi
Feldmann og var nú risinn á fætur.
Lögreglumaöurinn hristi höfuðið.
„Hún hringdi úr sjálfsala.”
Tíu mínútum síöar voru þeir Feld-
man og aöstoöarmaöur hans komnir á
sjúkrahúsiö.
„Eg var aö heyra, Jonah, að hringt
heföi verið í þig í morgun,” sagöi
Feldmannk
„Rétt er þaö,” sagöi Jonah og varö
óstyrkur og roðnaöi.
„Þiö hafiö hlustaö, ha? Þaö er nógu
erfitt að standa í þessu öllu úr sjúkra-
rúminu, þótt einhverjir bjálfar séu
ekki aö hlera símann manns. Ég held
að þiö ættuö aö sjá sóma ykkar í aö láta
mig í friöi.” Rödd hans var skjálfandi,
enda maðurinn afar æstur. „Ég hef
ekki áhuga á aö heyra meira um hvaö
einhverjum finnst. Þið vitið hvað gerð-
ist. Ég sagöi ykkur sólarsöguna... og
svo er alltaf einhver brjálaður sem
setur sig inn í máhö og reynir að spilla
fyrir... bráðum fer allur bærinn að
tala um þetta mál, dreyma um þetta
mál.. . égþoliþettaekki!”
„Geturöu ímyndaö þér hvers vegna
einhver ætti að hringja í þig og segja
þetta viö þig?”
„Ég sagöi ykkur aö þetta væri bara
br jálæðingur! ” æpti Jonah.
„Þú hefur ekki gleymt neinu varö-
andi þetta mál — eins og yfirskegg-
inu?”
„Ég sagði ykkur hvernig þetta
geröist! Æthö þiö þá ekki aö láta mig í
friði?”
Feldmann og aöstoöarmaöur hans
horföust í augu, en yfirgáfu Jonah.
„Hvaö finnst þér?” spuröi Feld-
mann. „Þaö var ljóta ástandiö á hon-
um, ekki hægt aö tala viö hann.”
„Hann virðist í kUpu. En maður veit
aö svona atburður getur alveg fariö
meðfóUi.”
„Sérstaklega ef sagan er sönn,”
sagöiFeldmann.
„Heyrðu. Faröu nú aftur út fyrir
bæinn þar sem hann stöövaöi bílinn og
yfirheyröu hvern einasta mann sem
býr þar nærri í tveggja kílómetra
radíus. Einhver hlýtur aö hafa heyrt
eöa séö eitthvað þetta kvöld — eitthvaö
sem viö vitum ekki enn um. ”
„Helduröu—”
„Ég veit ekki hvaö skal halda. En
Roberts virtist undarlegur áöan og
mér fannst þetta líka skrítið með yfir-
skeggiö — aö hann skyldi skyndilega
muna eftir því, þegar viö komum með
unglingana. Og ég ætla aö grafast ögn
fyrir um Jonah Roberts.”
Feldmann fór og spjallaöi viö yfir-
mann Jonah í Barre-verksmiðjunni.
Já, yfirmaðurinn sagöist hafa hitt
Mary Roberts.
Voru þau hamingjusöm? Þau virt-
ust það, já. Var Jonah góður starfs-
maður? Já, einkar góöur. Átti hann
marga góöa vini í verksmiðjunni?
Hann átti nokkra vini. Var líklegt aö
hann tæki upp puttamenn á vegum?
Tja, Jonah virtist þokkalega skynsam-
ur maöur sem ekki tekur ónauðsynlega
áhættu — en maður veit aldrei.
„Segöu mér,” hélt Feldmann
áfram. „Geröist eitthvaö óvenjulegt í
verksmiðjunni þennan dag í sambandi
viö Roberts? Virtist hann spenntur eöa
úr jafnvægi?”
„Nei,” sagöi yfirmaðurinn. „Ég
minnist þess ekki. Ég man aö ég baö
Jonah daginn áöur aö fara og sækja
tvær konur sem hjá okkur vinna. Hann
á bíl og er svona altmuligmaður hér —
ég bað hann um þetta, því að þær kom-
ust ekki hingað með ööru móti. Þau
komu hingað á réttum tíma og allt virt-
istrílagi.”
„Má ég tala við konurnar?” spuröi
Feldmann.
Konurnar voru þær Edith Batey og
Gloria Fisher. Feldmann talaði fyrst
viö Edith — sem kvaöst ekki minnast
neins sérstaks varðandi Roberts þenn-
an dag. „En,” sagöi hún . „Þú ættir
frekar aö spyrja Gloriu um þaö, því aö
hún þekkir hann betur en ég.”
„Hvað áttu viö?”
„Þau voru nánir vinir — verðum viö
aö segja.”
Gloria, Fisher var aðlaðandi
blondína, kornung og Feldmann kom í
hug aö sennilega heföu margir
karlmenn framiö morð einmitt vegna
þannig stúlkukindar.
Hún var óstyrk þegar hún kom til
Feldmanns — en sagöi svo sögu sem
varpaði nýju ljósi á máhö.
„Þetta byrjaði fyrir fimm mán-
uðum. Hann fór aö aka mér til og frá
vinnu. Og svo aö koma til mín á laugar-
dagsmorgnum.”
„Varstu ástfangin af honum?”
„Þetta var ekki ástarsamband. Við
fórum bara í einn af þessum kofum
utan viö bæinn — og töluðum.”
„Talaði hann aldrei um hjónaband
viöþig?”
„Jú, hann nefndi það nokkrum sinn-
um.”
Og nú fóru hjólin loks aö snúast í
þessu máU Jonah sómakæra Roberts.
Lögreglumaöur einn kom með Ut-
inn, sköllóttan mann til Feldmanns og
sagði aö sá hefði selt Jonah skamm-
byssu í apríl þaö sama ár.
„Hvaö heitir þú?”
„Horace Forster. Ég hef ekki gefið
mig fram vegna þessa máls, þar eö ég
hef ekki leyfi til aö selja skotvopn. Ég
seldi honum byssu og útvegaði honum
skotfæri.”
„Og?”
„Jonah baö mig aö koma til sín á
spítalann dag nokkurn skömmu eftir
atburðina. Hann sagöi aö ef einhver
spyröi um skammbyssuna ætti ég að
segja aö ég heföi selt hana tveimur
puttaferöalöngum. ..”
Jonah Roberts var ákærður fyrir
morö. Hann neitpöi ákærunni, en kvið-
dómur skipaður sjö karlmönnum og
fimm konum dæmdi hann í lífstíðar-
fangelsi.
A ÍÞRÓTTAFJRÉTTIR HE
NNAR
lEÍ'j
afl /fleAwi .
* >an/
Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa
skemmst í umferðaróhöppum.
Mitsubishi Pajero Diesel 1984
Volvo 244 1978
Volkswagen 1200 1973
Renault sendif. 1984
Lada 1600 1980
Ford Escort 1973
Mazda 818 1978
Volvo 142 1970
Mitsubishi 1500 GLX 1984
IMissan Sunny 1500 GL . 1983
Datsun 140 1974
Citroén CX 25 D st. 1985
Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 23. sept. í Skip-
holti 35 (kjallara) frá kl. 10-12 og 14-16. Tiiboðum
óskast skilað fyrir kl. 17.00 sama dag til bifreiðardeildar
Tryggingar h/f, Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110.
¥ 1Í5W <K 1M <3 9 ^?/
Laugavegi 178, sími 621110.
^JRARIK
RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða starfsmann til
starfa á framkvæmdaáætlanadeild stofnunarinnar.
Deildarstjóri
Starfið er fólgið í stjórn framkvæmdaáætlanadeildar,
m.a. gerð 2ja og 5 ára framkvæmdaáætlana, kerfisat-
hugunum og hagkvæmnisathugunum. Hér er um fjöl-
breytt og sjálfstætt starf að ræða sem krefst alhliða þekk-
ingará raforkukerfum.
Leitað er að aðila með próf í raforkuverkfræði/-tækni-
fræði eða aðila meðsambærilega menntun.
Upplýsingar um starfið veitir yfirverkfræðingur áætlana-
deildar tæknisviðs RARIK í síma 91 -17400.
Umsóknum er greini menntun og fyrri störf ber að skjlg til
starfsmannadeildar Rafmagnsveitna ríkisins fyrir 1.
október 1985.
Rafmagnsvaltur rikMns,
Laugavsgi 118,
106 Raykjavik.