Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. 59 BÍLAR Umsjón: Jóhannes Reykdal Mazda árg. 1990? Þessi frumgerö af bilum áranna eftir 1990 frá Mazda býflur upp á margt nýtt, nýja gerð vélar sem gefur 320 hestöfl með aðstoð tvöfaldrar for- þjöppu og drif er á öllum fjórum hjólum. Raunar er einnig hsegt afl beygja jafnt afl aftan sem framan. 51. alþjóðlega bflasýningin í Frankfurt: Engin stórtíðindi — en 1666 sýnendur f rá 37 löndum sýna helstu nýjungar á 240.000 f ermetrum Ekki eru þaö stórtíðindin sem setja mark sitt á 51. alþjóölegu bíla- sýninguna í Frankfurt sem staðiö hefur yfir liöna viku og lýkur um þessa helgi. Þessi sýning er stærsta bílasýning sem nokkurn tíma hefur verið haldin í heiminum og eru það 1.666 sýningar- aöilar frá 37 löndum sem keppast um hylli sýningargestanna á sýningar- svæöi sem alls er um 240 þúsund fer- metrar. Margir sýnendanna voru þegar, áður en sýningin var opnuö, búnir að kynna þær nýjungar sem þar eru til sýnis og þar með 1986 árgerðir bíla sinna, aðrir sýna nú hvað þeir munu bjóða upp á á næsta ári. Fyrst og fremst er það hin nýja tækni sem svífur yfir vötnunum í Frankfurt í ár. Það eru tölvur alls staðar og stýra þær allt frá f jöðrun upp í sólþök, eða eins og í hinum nýja f jór- hjóladrifna Porsche aflskiptingunni á milliaftur- ogframdrifs. I sýningarbásnum má finna allt frá fjórhjóladrifi til turbo, sem nær allir framleiðendurnir bjóða upp á í einni eða annarri mynd. gáfu og sem fjórhjóladrifinn rallbílL Frá Opel gefur einnig að líta Corsa í blæjugerð. Af japönskum bílunum má nefna Honda Accord, bæði sem fólksbíl og sem stationbíl. Lancer fylgir á eftir frá Mitsubishi einnig sem stationbíll og Mitsubishi Cordia í nýrri gerð. Frá Toyota er það ný og endurbætt gerð af Celica sem vekur athygli. Nissan notaöi tækifærið og hafði heimsfrumsýningu á nýjum sportbíl sem kallast Mid-4 og Subaru kynnir nýja sportbílinn sinn XT. Tilraunabílar — óvænt útspil frá MG Á bílasýningum eins og í Frankfurt fá tilraunabílar veglegan sess og vekja oft hvað mesta athygli. Slíkir tilrauna- bílar eru mikilvægir fyrir bílafram- leiðendur, með þeim mæla þeir áhuga almennings á nýjungum og þar fæðast oft hugmyndir að fjöldaframleiöslubíl- um framtíðarinnar. Nokkrir sýnenda hafa slíka tilrauna- bíla i básum sínum og þar á meöal má nefna EV-1 frá Saab, frá Peugeot er Fyrstu þrjá dagana sem opið var sóttu 250 þúsund gestir bilasýninguna i Frankfurt, nýtt met hvafl aðsókn varflar á þessa stœrstu bilasýningu sem nokkurn timann hefur verifl haldinn til þessa. Fátt stórra tíðinda Eins og fram kom hér á síðunni um síðustu helgi þá sýna Mercedes Benz- verksmiðjurnar nú í Frankfurt nýja stationgerð af stóra Benzinum ásamt sex strokka útgáfu af litla Benzinum, BMW kynna nýjar gerðir af 3-línunni. Volkswagenverksmiðjurnar sýna Golf nú með s’-drifi á öllum fjórum hjólum og er það helsta framlag þeirra til sýningarinnar í ár, en Golfinn, sem hefur selst í yfir einni milljón eintaka frá því hann var fyrst kynntur 1983, er orðinn sá bíll sem náð hefur hvað hrað- astri sölu í heiminum. Annar aðili til að kynna bíl sinn nú með sídrifi eru Fordverksmiöjurnar Porsche árg. 1987 Á sýningunni gaf afl lita þennan 944 blsejubil auk meistarastykkisins 929 mefl fjórhjóladrifi og tveimur forþjöppum. Blæjubillinn er með fjögurra strokka vél, 2,4 lítrar og 188 hestöfl. Hámarkshraðinn er 230 km. sýna gripinn í Frankfurt og þar með þær tækninýjungar sem aðalhönnuður þeirra, Stan Manton, er að fást við þessa dagana. EX-E bíllinn kemur fram einmitt á þeim tíma er breski bílaiðnaðurinn er að byrja aö rétta sig af eftir áralangan öldudal, alla vega Austin-Rover. „Bíllinn á að sanna með fjórhjóla- drifi sínu, tölvubúnaði, hröðun (0 tÚ 100 á 5,5 sek.), fjöðrun og þriggja lítra V-6 mótor aö MG er í stakk búinn að mæta næsta áratug,” segir H.J. Musgrove, aðalstjórnandi Austin-Rover. Nánar verður fjallað um einstakar nýjungar, sem fram komu í Frankfurt, í næstu blöðum. Nissan árg. 1987 Hann minnir um margt á Ferrari 308, þessi nýi sportbíll frá Nissan sem kallast Midi-4. Vélin er sex strokka með fjórum ventlum á hverjum strokki, aflifl verður 2309 hestöfl sem jafnað verður á fram- og afturöxul, 67% afl aftan og 33% afl framan. Ætlað er afl þessi bíll fari i framleiflslu á næsta ári og komi á almennan markafl 1987. MG árg. 1987? Eitt óvæntasta útspilið í Frankfurt, EX-E frá Austin-Rover í Englandi. Tilraunabill mefl sex strokka vél, þriggja litra, forþjöppu og fjórum ventlum á hverjum strokki. Aflið: 250 hestöfl. sem sýna nýjasta afkvæmi sitt, flagg- skipið Scorpio með f jórhjóladrifi. Frá Daihatsu gefur að líta nýja gerð sem kallast Cuore L80 sem er eins og þeir fyrri með þriggja strokka mótor, 840 rúmsm og 44 hestöfl. Opel Kadett er til sýnis í þremur nýjum gerðum, þar á meðal blæjuút- það bíllinn Vera sem vekur athyglina og frá Ford er það Eltec, sem sumir vilja meina að sé fyrirrennari Escort árið 1987 eða 1988. Mazdaverksmiðjurnar japönsku sýna sportlega bílinn MX-03 sem gefur innsýn í framtíðina á margan hátt. Það sem vekur einna mesta athygli nú í Frankfurt er óvænt útspil frá Austin-Rover í Englandi en þeir sýna nýja gerð sportbíls frá MG, sem kallast MG-EX-E. Það var ekki vitað um tilvist þessa bíls fyrir sýninguna, sem ekki var nein furða því þaö var aðeins viku fyrir sýninguna sem for- ráðamenn Austin-Rover ákváðu að Sex strokka VW „rúgbrauð" Nýr sex strokka mótor frá Volks- wagen sá dagsins ljós í mestu róleg- heitym á sýningunni í Frankfurt. Mótor þessi er í sérsmíðuðu „rúg- brauði” frá Oettinger-bílasmiðjunum í Frankfurt og er 3,2 lítra, 165 hestöfl við 4900 sn. á mín. Mótor þessi var fullhannaður 1983 en þá var ekki talin þörf fyrir hann svo Oettinger fékk hann til ráðstöfunar. Mótorinn er byggður á þann hátt að í viðbót við venjulega fjögurra strokka „boxer” mótorinn var einfaldlega bætt tveimur strokkum. Og aflið varð nægilegt því hann kemur bílnum úr 0 í 100 á 11 sekúndum og hámarkshraðinn er 175 km. M. Benz 190E 2,6 Nú er „litli Benzinn” 190 bíllinn einnig kominn með sex strokka vél. Þetta er hinn nýi 190 E 2,6 sem verður toppmódel í litlu línunni. Hér er komiö svar M. Benz við sex strokka gerðum BMW. Þessi nýja Benzvél er 2,6 lítrar að rúmtaki og gefur 166 hestöfl. Hér er í raun um sama mótor aö ræða og er undir vélarhlífinni í S-gerðinni frá Benz. Mercedes Benz 190E 2,6 kemst upp í 220 km hámarkshraöa og eyðir að sögn ekki nema tíu lítrum á hundraðið. Gír- kassinn er staðlaður fimm gíra, en hægt er að fá gegn aukagjaldi f jögurra þrepa sjálfskiptingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.