Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. 53 Ýmsir frœgir höfundar msfl Pivot á skjánum: Marguerite Duras (a), Valery Giscard D'Estaing (b), Francois Mitterrand (c), Maurice Clavel og Bernard-Henri Levy (d), Jane Fonda (e), Pierre Mendes France (f). ljósi, sem var fast á rauðu! Það er ekki nóg að lesa, hann skrifar glósur á snepla sem hann stingur inn í bók- ina. 1 þætti sínum er hann alltaf viðbúinn að fletta eldsnöggt upp og segja, „á bls. 187 segið þér að...” Sumum þykir hann sérvitur. Hann lætur færa sér allar bækur heim til sín í fjölbýlishús í París, leigjendum til mikillar skapraunar því bækurnar skipta hundruðum á viku hverri. Pivot þaggar niður í þeim með því að gefa þeim bækur annað slagið. Á tíu árum hefur ekki einn einasti Apostrophes þáttur fallið niður. Pivot hefur komið fram með hönd í fatla, einu sinni var hann svo veikur að hann sofnaði nánast, einu sinni var hann með dökk sólgleraugu enda með glóðarauga! Á Le Figaro vann Pivot sig upp í Pivot ar forfallinn knattspyrnuað- dáandi, sem er nóg til afl sumir bók- menntamenn hata hann eins og pestina. stöðu yfirmanns bókmenntadeildar. Þar kom einn aðalhæfileiki hans í ljós: hann hefur mikinn húmor og gerir óspart grín að sjálfum sér. Og stundum að öðrum líka. Þegar hann kvaddi Le Figaro vitnaöi hann í mikla speki eftir Konfúsius. Það setti alla hljóöa, menn risu upp og vitnuðu: Og sjá, þvílikur maður! Þvílíkur kúltúr! Pivot glotti út í annað, og seinna sagöi hann félögum sínum að reyndar hefði hann diktaö þessa speki sjálfur sem hann eignaði Konfúsíusi. Aprílgabb Annað dæmi um húmor Pivots þykir nálgast ósvífni í Frakk- landi, þar sem þykir hinn mesti galli á menntuðum mönnum að brosa oftar en einu sinni á ári. Hinn fyrsta apríl f jallaöi Pivot rækilega um bók- ina Hið falska í hinu sanna og hiö sanna í hinu falska eftir Raymond Devos. Það varð allt vitlaust í frönskum bókabúðum daginn eftir þegar skylduræknir lesendur skund- uðu í bókabúðir og vildu kaupa bók- ina hið snarasta. Hvergi til og þaö kannaðist enginn útgefandi við að hafa gefið hana út... Engin furða, þessi bók hefur aldrei verið skrifuð. Pivot hló. Einn lykill enn að sigurgöngu bók- menntapáfans. Hann blandar mjög sérkennilega saman gestum. Eitt sinn bauð hann til sín vísna- söngvaranum George Brassens, Bigeard nokkrum hershöfðingja, fræðimanninum Roland Barthes og konu nokkurri sem nýverið hafði gefið út bókina „Markgreifynja englanna”. Enn verður Pivot hrósað fyrir að vera mjög sjálfstæður. Hann passar sig á því að blanda ekki um of geði við rithöfunda. Pivot verður argur ef slfkum köppum er boðið þar sem hann kemur, og bókmennta-hanastél hatar hann eins og pestina. Eftir hvern þátt býður hann gestum sínum upp á eitt glas. í stúdíóinu en því næst býður hann samstarfsmönnum sínum í mat á matsölustaðinn Lipp. Bónleiðir ráðherrar Það skal tekið fram að Pivot fjallar ekki aðeins um fagurbók- menntir, heldur um bækur yfirleitt. Því hafa til dæmis stjórnmálamenn verið boðnir ef þeir hafa skrifað bækur. Ráöherrar hafa bankað upp á hjá Pivot og heimtað viðtal en koma iöu- lega bónleiðir til búöar. Utgefendur hafa oft reynt að nota nafn Pivots bókum sínum til fram- dráttar en hann hefur reynst mjög harður við að stjórna því að nafn hans sé ekki lagt við „hégóma”. Maður í jafnviðkvæmri stöðu og Pivot er, verður að skilja vendilega milli starfs síns hjá ríkisfjölmiðli og annarra starfa. Þetta kemur íslensk- um lesendum ef til vill spánskt fyrir sjónir, þar sem sjónvarpsfréttamenn og aðrir starfsmenn rikisfjölmiðla lesa inn á auglýsingar og koma þar fram kinnroðalaust. En Pivot er rit- stjóri bókmenntablaðs sem nefnist Lire eða að lesa. Og enda þótt Pivot kynni reglulega slík blöð í þættinum minnist hann aldrei á LIRE! Hins vegar er iöulega minnst á Apostrophes í blaðinu. Munurinn er eftirfarandi aö áliti hans: „Sjónvarpið er ríkisfjölmiðill. Það væri því óþolandi að auglýsa blað i einkaeign í gegnum þessa opinberu þjónustu. Blað í einkaeign hefur á Pivot kannaðist afl visu ekki við Malcolm Lowry þegar hann sótti um vinnu sem bókmenntablaðamaflur en hann vissi margt um bósjóle. Hér er hann i ,,La Cave" — vinkjallara heimilis sins. Pivot náði i myndina sem hann tók og tók af allan efa um að ráðgjafi Mitterrands haföi svo sannarlega sagt þetta. Það leikur enginn vafi á því að þátturinn vakti enn meiri athygli en áður eftir þetta snilldarbragð. „Það dreymir alla þáttastjóra sjónvarps- ins að fá sinn Regis Debray til að auglýsa þáttinn,” segir Pivot þegar hann rif jar þetta upp. Pivot heima hjá sér í Quincé í Beaujolais-héraðinu. hinn bóginn fyllilega rétt á því að kynna það sem er að gerast í opin- berriþjónustu.” Mrtterrand skerst í leikinn Aðalsmerki Pivot er að hann er „hreinn”. Ekki einu sinni hefur tekist að sanna á hann að hann dragi óeðlilega taum einstakra útgefenda eða höfunda. Þaö er líka lykillinn aö góðri blaðamennsku. Pivot er hins vegar óvinsæll hjá mörgum þeirra sem vilja vera í sviðsljósinu. Regis Debray, sem laigi var ráðgjafi Mitterrand forseta, lét hafa eftir sér að Pivot væri einræðis- herra á bókmenntamarkaðnum. Það lá við pólitísku hneyksli. En Mitter- rand forseti gaf út yfirlýsingu þess efnis að hann hefði ekkert á móti Pivot. Þá dró Debray orö sín til baka, sagðist aldrei hafa sagt þetta: Gamalt bragð sem íslenskir blaða- menn eru vanir. En Pivot sýndi hvílíkur refur hann er: Debray hafði látið þessi orð falla við blaöamenn í Montreal í Kanada. Og viti menn: þaö var sjónvarpsmaður á staðnum. Frá Jane Fonda til Levy-Strauss Sannleikurinn er sá að það er sann- leikskorn í orðum Debray. Pivot ræður gríðarlega miklu um bókasölu í Frakklandi. Vitaskuld eru þeir höfundar til sem alltaf hafa neitað að koma í þátt hans en þeir eru miklu fleiri sem bítast um það. Tökum nokkur nöfn sem margir Islendingar kannast við. Frakklandsforsetamir Francois Mitterrand og Valerie Gis- card d’Estaing, Bernard Henri Levy, Philippe Sollers, Claude Levy- Strauss, Marguerite Duras, Marguerite Yourcenar, Alain Robbe-Grillet, Jean d’Ormesson, Pierre Mendes France. Og það eru ekki bara Frakkar sem mæta hjá Pivot. Fjöldi útlendinga hefur kynnt verk sin þar. Alexander Soltsjénitsin, Jane Fonda, Lauren Bacall, Harold Robbins, John Irving eru aðeins dæmi af handahófi. Að meðaltali horfir tíundi hver sjónvaipsáhorfandi á Apostrophes eða um 3 milljónir. Ætli það værí mögulegt aö halda uppi slíkum þætti i íslensku sjónvarpi? ás 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.