Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. 47 ríkjunum sýnir mynd sem segir frá nokkrum miöaldra mönnum, sem eru kallaöir á varaliösæfingu. Þeim eru réttar byssur, sagt að marséra í takt eins og í stríðinu foröum og skjóta á skriðdreka. Þeir skemmta sér kong- unglega, finnst þeir vera orðnir ungir í annaö sinn. En þá kemur foringi til þeirra til aö útskýra fyrir þeim að þeir séu þegar dauöir allir saman, hafi orðið fyrir eldflaug. Nú til dags gerist allt svo hratt, og á svo háu vísindalegu plani, að maður veit ekki af fyrr en maður er dauður. Kannski löngu dauður. Þetta eru þeir að sýna í Feneyjum. Vonandi skolar þessum myndum einhvern tíma hingað að okkar bíó- ströndum. Betra en að brenna Fréttastofur senda stundum frá sér skemmtilegar smáfréttir. Stundum eru þær svo skemmtilegar, að gamlir, hálfdauðir blaðamenn vakna við og fyllast áhuga á umhverfinu. Nýlega komu fréttir um að giftir, rómversk-kaþólskir prestar víða um heiminn hefðu myndað samtök sem miða að því að leggja af hreinlífis- kvöðina á prestum. Og um þetta mark- mið sitt hafa þeir talað við páfann. Hve margir giftir kaþólskir prestar eru í hempu? Jú — „70.000”, segir fréttastofa vor. Ekkert i kaþólskri kenningu segir að hjónaband og hin heilaga kenning geti ekki gengið hönd í hönd, segja giftu prestamir. Páfinn á að hafa sagt að „það væri jafngott þegar maður er ógiftur”, hvað sem hann meinar með því. Giftir prestar, kaþólskir, eru oft gamlir lúteristar eða biskupakirkju- menn, sem hafa gerst kaþólskir. í Argentinu er prestur sem heitir Podesta. Hann á konu sem heitir Celia. Podesta var á fundi giftra, kaþólskra presta og hélt því fram að það væri löngu kominn tími til að fara i alvöru að iræða um hreinlífi presta. 70.000 giftir prestar'. Nefndin er að velta því fyrir sér hve margir þeirra eru giftir hver öðrum. Að vera Ijótur er ekki svo slæmt — segja banda- rískir rannsakarar. Svo fremi að maður sé karlmaður. Sálfræðingar segja að svo virðist sem fallegt fólk sé almennt álitið gáfaðra og geðslegra en ljótt fólk. En þeir sem þannig álykta eru auðvitaö bara bjálfar. Staðreyndin er sú að ófritt fólk er yfirleitt betur að sér, betur menntað og nær betri stöð- um en þeir snoppufríðu. Þeir ófríðu hafa sennilega legið i skólabókum á meðan þeir friðu horfðu á sjálfa sig i speglinum. En athuganir sýna að kennarar hafa tilhneigingu til að gefa laglegum börnum hærri einkunnir en ófríðum. Og fagrar konur gif tast trúlega fyrr en ófriðar. Og eiginmenn þeirra f ögru eru oft í betri stöðum en þeir sem giftast ófríðum, segja þcssir amerísku sál- fræðingar. Nefndin er nú ekki sátt við þessa niðurstöðu. En hvað skal gera? Þeir segja einnig að fagrar konur komist helst áfram í samfélaginu gegnum hjónaband. En þær ófriðu spjari sig einar og sjálfar og þurfi ekki að klifra upp bak einhvers eiginmanns, segja sálfræðingarnir. hlessa. Coca-Cola fyrirtækið hefur hafið uppsetningu á talandi sjálfsölum. Vélin talar við viðskiptavininn með nokkrum tónum úr vinsælum Coca- Cola auglýsingum og býður svo við- skiptavininum: „Gerðu svo vel og veldu þér gosdrykk.” Coca-Cola segir að vélarnar séu vinsælar og hafi aukið söluna. Enn sem komið er hefur einungis 30.000 sjálfsöl- um verið komið fyrir. Coca-Cola vonast til að geta skipt um laglínur og Times í náðinni Talandi sjálfsali boð á sex til átta mánaða fresti. Fleiri fyrirtæki munu án vafa fylgja í kjölfarið og við bíðum spennt eftir sjálfsalanum sem selur okkur frysta fiskinn og sönglar um leið nokkrar uppskrif tir með f iskinum. á blaðsölustöðum Einu sinni lent framan byssu Sveinn Þormóðsson fréttaljósmyndari segir frá Það eru líka nokkrir „mjúkir" karlmenn á þingi Viðtal við Kristínu Halldórsdóttur alþingismann Smávanar Nokkrir íslendingar segja frá smávönum sínumogfjallaðerum málið í yfirlitsgrein Á öðrum fæti, nýr dálkur: Diddú ríður á vaðið Nokkur spursmál Einar Kárason rithöfundur skrifar Lundúnablaðið Times er nú aftur til sölu á Möltu. t mars 1981 reiddist Dom Mintoff, f orsætisráðherra á Möltu, við Times og bannaði blaðið á eyju sinni. Nú er Mintoff kominn úr veldisstóli og nýi forsætisráðherrann, sem heitir Carmeli Mifsud Bonnici, hefur enn ekki reiðst blaðinu. Þeir viðskíptavinir sem setja aurinn sinn í nýju Coca-Cola sjálfsalana sem settir hafa verið upp í borgum Banda- ríkjanna, þeir verða meira en lítið Þú átt ekki sjens í mig... „Það er jafnvitlaust að aka hratt og riða of hratt”. Þetta er ekki nafn á lélegri klám- mynd heldur eru þetta skilaboð sem glæsileg ljóska flytur ökumönnum af auglýsingaspjöldum í Belgíu. Frum- textinn er reyndar „snel rijden is zo dom als snel vrijen.” Þetta er flæmska en í frönskumælandi hluta Belgíu er notast við „Tu ne me suduis pas quand tuvas vite”. Þú lokkar mig ekki ef þú ert aö flýta þér. örlítið persónulegri sem sé. Formaður klúbbann öruggur akstur í Belgíu, Willy Gryseels, segir að 800 slíkum veggspjöldum hafi verið komið fyrir og sé þeim ætlaö að halda aftur af ökuhraða ungra töffara á aldrinum 18—25. „Maður verður að tala til þeirra á máli sem þeir skilja”. Það er málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.