Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 4
48 DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. Hausttískan 1985 Vetur konungur er nú aö ganga í garð og með honum kemur breyttur klæðnaður. Létu sumarfötin víkja nú fyrir skjólbetri og hlýrri vetrarfötum. Það sem einna helst virðist einkenna vetrartískuna í ár eru breiðar axlir, þrengri föt og meiri litagleði. Að elska sjálfan sig er þaö sem gildir í dag og móta sjálfur sinn eigin stíl. Nú á að blanda litum og munstrum eins mikið og hvern lystir. Aðalatriðiö er að skilja sig frá fjöldanum á einhvern hátt. Tíska fyrri ára hefur alltaf sín áhrif og sumir segja að tískan fari í einhvers konar hring, það gamla komi alltaf aftur en kannski í örlítið breyttri mynd. Breiðar axlir og litrík föt Hefðbundni stíllinn er undir áhrifum frá sígildum enskum klæðnaði. Þægilegir gönguskór og dragt úr tweedefni þar sem ólíkum munstr- um er blandaö saman. Litirnir eru náttúrlegir eins og ýrnis afbrigði af brúnu. Dandystíllinn er lík- iega einna sérkenni- legastur en það sem einkennir fötin, sem falla undir hann, eru dökkir litir. Hversdags klæðast konurnar nánast herraklæðnaði en spari fara þær I rómantíska blúndu- kjóla. Munstruð efni eru mikið notuö hversdags og þá er um að gera aö blanda saman alls kyns munstruðum fötum og ekki má gleyma litagleöinni. X —it nefnist sænskt tískumerki og sjáum við hér ágætt dæmi um hvernig ólíkum stíl er blandaö saman. Stutt pils og jakki sem vel gæti falliö undir dandystilinn. Zero—Zero er annaö sænskt merki sem mikið hefur framleitt af jogging- fötum. Nú eru joggingbuxurnar þröngar og jafnvel meö einni breiöri rönd á hliöinni sem var orðiö algert bann viö fyrir allnokkrum árum. Viö þröngu buxurnar er joggingpeysa meö stórum axlapúöum eins og vera ber á þessu hausti. Hér er frelsið algert, ef svo má að orði komast hvað varöar fatnað. Jú, hér í sérlynda stilnum gildir nefnilega að blanda saman alls kyns munstruðum efnum og margs konar stíl. Hugmyndaflugið ræöur ferðinni og vel þykir passa aö vera í stuttum kjól og munstruöum sokkaþuxum. Litirnir eru sterkir. Alls kyns fylgi- hlutir, eins og t.d. sólgleraugu, þykja henta vel fyrir þær sérlyndu. Fyrir þær sportlegu er lagt til að vera I stórum yfirhöfnum með breiðum en rúnnuðum öxlum. Á teikningunni sjáum viö tillögu um jakka úr einhvers konar gerviskinni sem er i bláum lit. Við jakkann er veriö i þröngum strets- buxum og innanundir er þaö svo prjónuð peysa og góður trefill um hálsinn. Þetta er dæmigert fyrir hinn svokallaða virka stil. 1 hausttískunni fyrir 1985 er mikil fjölbreytni. Viö sjáum t.d. alls kyns bróderí og austurlensk munstur. Rómantísk föt eru vinsæl bæöi hvers- dags og til hátíðabrigða. Föt í enskum aöalsmannastíl eru líka vinsæl eins og t.d. reiðbuxur og reiðjakkar og í þau eru notuö tveedefni af ýmsum gerðum. Munur á fötum kynjanna er nú minni en oft áður, konur klæðast eins og karlar og öfugt. Joggingefni eru nú mikiö notuð í föt af ýmsum gerðum, mest í jakka og boli en líka í þröngar buxur. Bandarísku háskólamerkin eru nú aftur orðin vinsæl á joggingfötin. Fataskápar afa og ömmu geta líka nýst vel því gömul föt eru enn og aftur „inni” ef svo má segja. Kíkið í skápana og athugið hvort ekki má finna eitthvað nýtilegt þar. Eins og fyrr var minnst á þá má sjá ýmislegt frá fyrri tímum í hausttísk- unni í ár. Frá árunum 1920—30 koma síöu kjólarnir og pilsasíddin er yfirleitt um miöja kálfa eða jafnvel síðari. Frá því um 1940 koma breiðu axlirnar og aðskornir jakkar. Axlapúðar eru nú notaðir í næstum allar flíkur. Á árunum milli 1950 og 60 komu strets- buxur fram á sjónarsviöið og nú eru þær aftur allsráðandi. Stuttu kjólarnir eða minikjólarnir eins og flestir kann- ast við þá komu nokkuö seinna og nú eru þeir aftur komnir á blað hjá tískuhönnuðum. Fjölbreytnin er mikil en það sem gildir er að vera í fötum sem ykkur líður vel í því frelsið er algert. Aðalatriðið er samt breiðu axlirnar og þá er bara að skunda af staö og setja axlapúöa í gömlu fötin og línan er komin. Þrátt fyrir að frelsið eigi að vera allsráðandi i fatatískunni þá láta tískuhönnuöir sitt ekki eftir liggja og koma með sínar hugmyndir um haust- og vetrartískuna. Fjórir meginstraumar Ef við reynum að raöa saman hinum ýmsu straumum sem virðast vera í gangi í hausttískunni þá má sjá þar fjóra meginstrauma. Frændur okkar Sviar, sem við fengum þessar upplýsingar lánaöar hjá, nefna þessa strauma eða stíla heföbundna stílinn, dandystílinn, stíl þeirra virku eða framtakssömu og loks stíl þeirra sér- lyndu. Hefðbundni stíllinn er eins og nafnið bendir til nokkuö heföbundinn, iitimir sem mest eru notaðir eru mildir haustlitir náttúrunnar. Fötin eru einnig nokkuð hefðbundin, þ.e. dragtir og föt sem minna á klæðnaö enskra aðalsmanna. Dandystíllinn er aftur á móti byltingakenndari þar sem konurnar ldæðast skrautlegum fötum en í frekar dökkum litum, t.d. svörtu, dökkfjólu- bláu, brúnu og dökkgrænu. Munstruð efni af ýmsu tagi eru notuð saman. Spariklæönaður í þessum stíl er af rómantísku tagi eða alls kyns blúndur og bróderí og síðir kjólar. Fyrir virku og framtakssömu konurnar er mælt með grátónuðum pastellitum. Þar gildir ekki mikil blöndun munstra heldur frekar að vera í einlitum fötum sem eru ólík að lit og úr óliku efni. Sérlyndi stíllinn ef svo má segja er langfrjálsastur, þar er ólíkum hlutum blandað saman eftir því sem hugmyndaflugiö býöur hverjum og einum. Sterkir litir einkenna föt sem segja má aö tilheyri þessum stil eins og t.d. hárautt, grænblátt, skærgrænt, fjólubláttog gult. Eins og fyrr var nefnt fengum við nokkra punkta lánaða hjá Svíum í þessa tískuumfjöllun okkar. Við birtum því til gamans nokkrar myndir af fötum sem sænskir tískuhönnuðir hafa hannað fyrir haust og vetur 1985. SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.