Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 18
62 DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. Spámenn og stjörnufræðingar eru á einu máii um að Rosanna Arquette sé stjarna sem enginn komist hjá að taka eftir ■ framtíðinni. Hún er ekki nema tuttugu og fimm ára gömul en á að baki þekktar kvikmyndir eins og The Executioners Song og Baby It's you og á þessu ári bættust einar þrjár við, Desperatly Seeking Susan, Silverado og After Hours. Ættfræðingar furða sig ekki á velgengni Rosönnu því faöir hennar, Lewis Arquette.var leikari með rót- tækum leikhópi og móðir hennar, Mardi Arquette, er ljóðskáld og leik- ritahöfundur. Stúlkan ákvað snemma að verða kvikmyndastjarna og á barnsaldri hengdi hún myndir af Marilyn Monroe upp hjá sér líkt og aörir krakkar lima Andrés önd og Mikka mús á vegginn. Hlutverk ruglar einkalífið Draumurinn er oröinn að veruleika og leikstjórar eiga varla nógu sterk orð til aö lýsa Rosönnu. Lawrence Schiller, leikstjóri The Executioners Song, var aö hugsa um hverja hann ætti að fá í hlutverk Nicole Baker, unnustu morðingjans Garry Gilmore, og spáði í Mariel Hemingway, Anette O’Toole, Diane Lane. . . Engin dugði þar til hann rakst á Rosönnu. Hún hafði allt sem til þurfti og lagði sig alla fram. „Það var mér til góðs sem leikstjóra hvað hún lifði sig inn í hlutverkiö,” sagði Schiller í viðtali við bandaríska timaritiö American Film, „en ég held að henni hafi liðið eins og í víti og hún hljóðaöi og lokaöi sig inni í herberginu sínu dögum saman.” Sjálf segist Rosanna leggja sig alla fram um að draga persónumar, sem hún leikur, ekki inn í sitt eigiö líf, en Schiiler segir aö Rosanna hafi hagað sér alveg eins og Nicole gerði viö Garry Gilmore þegar leikkonan hitti Steve Porcaro úr hljómsveitinni Toto. Hún fylgdi honum hvert sem var, stóð og beið að tjaldbaki á hljómleikum og til að sýna umhyggju sína mætti hún með sælgæti í upptökustúdíó hljóm- sveitarinnar klukkan f jögur aö nóttu ef henni þurfa þótti. Meðlimir Toto endurguldu umhyggjuna og ljóðlínumar Meet you all the way, Rosanna, Ros- anna, hljómuðu vítt og breitt Dóttir róttækra foreldra Rosanna neitaði mörgum tilboöum um hlutverk á þessum tíma og ferill hennar virtist í hættu þar sem hún eyddi öllum tímanum í aðra. „Nú, þú ert sú Rosanna, Rosanna kærasta,” sagöi fólk. Hún var reyndar ekkert óvön því aö aðrir væru teknir framyfir hana, elst af fimm systkinum. Rosanna er fædd 10. ágúst 1959 og óx úr grasi í friðar- göngum, sumarbúöum helguðum ræktun hugans og söngvar um ást og friö komu í stað hefðbundinna vögguvísna. Rosanna ólst upp við umræður um kommúnisma, sósialisma, feminisma og aktívisma, frjálsar ástir, lögleiöslu fr jálsrar sölu á eitur- lyfjum, stríöið gegn fátækt og bar- áttu fyrir friði. Hún reyndi sitt af hverju af eitur- lyfja tagi og fimmtán ára gömul sagöi hún foreldrum sínum aö hún hefði þörf fyrir meira frelsi, Frelsis- ást var Arquettehjónunum ekki framandi hugtak og þau báöu dóttur sína blessaöa aö drífa sig út um dyrnar ef hún teldi sig þurfa. Rosanna pakkaöi niður í bakpoka og fór á puttanum vestur til Hollywood. er ein hæfileikarík- asta unga leikkonan í Hollywood, ein sú orðhvatasta og á að baki litríkan feril Rosannfl Popp Kvikmyndir Popp Kvikmyndir Popp Kvikmyndir Popp Kvikmyndir Popp Mörgum þykir víst erfitt aö henda reiður á því hvers konar persóna hún er þessi Madonna sem lagt hefur poppheiminn aö fótum sér síðustu mánuöina. Er hún skyni skroppin gála sem kann aö vefja karlmönnum um fingur sér og sigrar vegna kynþokkans eða er hún klók og kæn, dugleg og hæfileikarík söngkona sem veit nákvæmlega hvað hún vill — og nær settu marki? Eöa er hún kannski eitt- hvað allt annaö — bara bóla? Ekki spyrja mig. Þrátt fyrir aö Madonna hafi ööru poppfólki meira verið í sviðsljósinu undanfarnar vik- ur og mánuði hafa fáar lærðar grein- ar birst um hana á prenti. Hún er dæmigert slúðurdálkaefni og flestar greinar um hana eru brenndar því marki að höfundarnir hafa meiri áhuga á útliti hennar og vafasamri fortíö en hæfileikum hennar og fram- tíð. Hún er sexí skvísan sem allt snýst um. Skærasta stjarna sumarsins Því verður ekki á móti mælt aö vin- sældir Madonnu eru miklar. Hún er óneitanlega skærasta stjarna sum- arsins ef tekið er mið af vinsældalist- um og hefur skráð nafn sitt skýrum stöfum í poppsöguna með því að ná árangri á vinsældalistum sem engri konu annarri hefur áöur tekist. Tvennt er markverðast í þessu sam- bandi: i síðasta mánuöi fór lagið Into The Groove í fyrstu viku beint í fjórða sæti breska listans, hærra en nokkurt annaö lag frá kvenmanni á svo skömmum tíma — og það sem er kannski enn merkilegra: Madonna átti í lok ágústmánaðar tvö vinsæl- ustu lögin í Bretlandi, Into The Groove í fyrsta sæti og Holiday í öðru. Aðeins þrír aðrir flytjendur í sögunni hafa leikiö þennan fágæta leik að hreppa tvö efstu sætin, Bítl- amir, John Lennon og Frankie Goes to Hollywood. Ef við höldum aöeins áfram með upprifjun á svona popplegum stað- reyndum er því við að bæta að Madonna var fyrsta konan í sögu breska poppsins sem átti þrjú lög samtímis á topp þrjátíu. Kemur víöa við Madonna hefur ekki aöeins haldið sér í sviðsljósinu í sumar fyrir skín- andi árangur á vinsældalistunum. Þrennt annað kemur til. Hún hefur slegiö sér upp á leik sínum í kvik- myndinni Desperatly Seeking Susan, við getum kannski orðað það svo að hún hafi þá slegið sér „niöur” á nekt- armyndunum sem karlablöðin Pent- house og Playboy birtu um daginn og étnar hafa verið upp af Samúel og öðrum sómakærum ritum — og síð- ast en ekki síst skondraöi hún upp að altarinu með leikaranum Sean Penn á afmælisdaginn sinn 17. ágúst. Það er því að vonum að Madonna hefur fengið nokkra athygli upp á síökast- ið. Madonna er sexí skvtsan sem V-' allt snýst um í poppinu upp á síðkastið. En hún hefur ekki bara verið í sviðsljósinu fyrir framúrskarandi árangur í poppinu, kvikmyndir, karla- blöð og hjónaband koma þar líka við sögu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.