Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 13
r DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. Josepha Rickman, fatagerðarkona á eftirlaunum, nýtur heimsókna Christophe Billot, 13 ára, og Michael Fox, 14 ára. Unglingarnir og eldra fólkið er vandlega valið saman af stjórnendum Ættleiddu œttforeldri áœtlunarinnar. OLDUNGAR ÆTTLEIDDIR Thelma Dry, 83 ára, og Jeannie Hutchinson, 15 ára, hafa orðið miklir vinir með aðstoð áætlunar sem geng- ur undir nafninu „Ættleiddu ættfor- eldri” og er rekin af einkastofnun í Santa Monica í Kalifomíu. „Jeannie ... ja ... hún er mér til ánægju. Við tölum saman, etum ís og fáum okkur snarl. Þetta hefur verið mjög ánægjulegt,” segir Dry. Þrátt fyrir 68 ára aldursmun eiga þær eitt sameiginlegt, þeim líkar vel hvorrivið aðra. Fyrir nokkrum árum dó amma Jeannie. Jeannie segir um Dry: „Það er gott að hafa ömmu til að tala við.” „Ættleiddu ættforeldri” áætlunin, sem hófst fyrir sjö árum, kynnir reglulega fólk á sjötugs- og áttræðis- aldri fyrir unglingum á aldrinum 12—17 ára. Stofnunin, sem vinnur með skólunum á staönum, ætlast til að nemar, sem taka þátt í áætlun- inni, ræði einu sinni í viku við sam- hæfendur aðgerðanna um árangur kynnanna. Síðdegis á hverjum föstudegi fer Jeannie i heimsókn til Dry en Dry er bundin íbúðinni vegna aldurs. Sól- brúnn skólaneminn og ritarinn á eft- irlaunum fá sér snarl og ræða saman um það sem gerst hefur hjá þeim. „Eg bý ein og mér er ekki vel við þaö en þessar aðgeröir hafa haldið mér ungri,” segir Dry. Jeannie hefur kynnt Dry fyrir f jöl- skyldu sinni og tókst það mjög vel. Þaö er athyglisvert að þessi starf- semi hefur sýnt fram á að í sam- skiptum ungra og aldraðra eru minni erfiðleikar og samskiptin opinskárri en yfirleitt meðal „fullorðinna”. Maggie Saylor, sem var starfandi skipuleggjandi aðgerðanna í upp- hafi, segir: „Það yndislega við stráka og stelp- ur á þessum aldri er að þau geta enn verið sá einstaklingur sem þau eru. Þeim finnst í lagi að segja hvað þeim líkar eða líkar ekki og hvernig þau skynja ákveðna atburði. Þetta gerir öll tjáskipti miklu auðveldari.” Unglingunum og öldungunum er vandlega blandað saman og þess gætt að þau passi saman. „Eg reyni að forðast að láta feiminn ungling með hlédrægum öldungi,” segir Saylor. „Á hinn bóginn má ekki láta yfirþyrmandi persónuleika með hlé- drægum persónuleika. Það gengur ekki.” Tveir unglingar eru kynntir fyrir hverjum öldungi, bæði til baktrygg- ingar ef til veikinda kemur og svo þeir fái stuðning hvor af öðrum. Saylor fylgdi unglingunum í fyrstu heimsóknina. Hún minnist fyrstu kynna Josepha Rickman fatagerðar- konu og Cristophe Billot, 13 ára, og Michael Fox, 14 ára. „Kynnin tókust svo vel að ég lét mig hverfa eftir tutt- ugu mínútur.” Mörgum mánuöum seinna fara drengirnir enn reglulega til Jo>- sephu og spila við hana á spil og dóminó. „Eg hef hugsað mér að heimsækja hana eins lengi og hún vill fá mig í heimsókn,” segir Christophe. Saylor telur að aðgerðirnar geri unglingum kleift að skynja að elli er eðlilegt framhald æviferilsins. „Þetta er oft fyrsta raunverulega myndin sem þau fá af öldrun,” segir hún. Hjá Thelmu Dry brúaöi áætlunin ekki kynslóðabilið, hún þurrkaði það út. „Það er ekkert kynslóðabil á milli mín og Jeannie og hefur aldrei ver- ið,”segirhún. Þátttakendur í „Ættleiddu ættfor- eldri” áætluninni, Jeannie Hutchin- son, 15 ára, og Thelma Dry, 83 ára, njóta samvistanna vegna áætlunar sem miðar að því að koma á sam- skiptum milli unglinga og roskins fólks. Stjórnendur aðgerðanna telja að samskipti unglinganna við öld- ungana stuðli að opinskáum og ánægjulegum vinskap á milU þátt- takendanna. 57 Lærið frönsku hjá Alliance Francaise — Kvöldnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. — Bókmenntaklúbbur. — Upplýsingar og innritun á skrifstofu Alliance Francaise alla virka daga frá 16. til 27. sept. kl. 15 til kl. 19. — Kennslan hefst 30. sept. — 15% afslátturfyrir námsmenn. Alliance Francaise, Laufásvegi 12, sími 23870.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.