Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Blaðsíða 2
DV. LAUGARDAGUR 5. OKTOBER1985.
SIGLFIRDINGAR BÚNIR
AÐ SLÁTRA ÁN LEYFIS
— fengu heilsugæslulækni til að skoða kjötið þegar dýralæknir fékkst ekki
Siglfirðingar hafa lokið sauöfjár-
slátrun þrátt fyrir að landbúnaðar-
ráöuneytið hafi synjað þeim um
sláturleyfi. I fyrradag, þegar slátrun
lauk, haföi um 300 f jár verið slátraö.
Dýralæknir kom ekki til að
stimpla kjöt Siglfirðinga enda synjun
byggö á neikvæðri umsögn yfir-
dýralæknis. I staö dýralæknis fengu
fjáreigendur lækni af heilsugæslu-
stöðinni til aö skoða kjötið.
I lögum segir aö sláturfénaöi,
sem slátra á til sölu og neyslu skuli
slátra í löggiltum sláturhúsum en
veita má þó undanþágu. Ráöuneytið
hefur veitt Siglfirðingum undanþágu
mörg undanfarin ár en synjaö þeim
núna.
„Við étum þetta bara sjálfir,”
sagöi Hólmsteinn Þórarinsson,
stjórnarmaður í Sameignarfélagi
fjáreigenda á Siglufirði, er DV
spurði í gær hvað gert yrði viö kjötið.
í fyrra slátruðu Siglfirðingar
einnig fé Fljótamanna, þrátt fyrir aö
undanþágan heföi verið bundin því
skilyrði að aöeins yrði slátrað fé
Siglfirðinga. Alls var þá slátrað um
1.300 fjár, eða mun fleira en nú var
slátrað.
Fljótamenn hafa viljaö leita til
Siglufjarðar enda verið fyrr greitt
fyrir afurðirnar þar en annars
staöar.
Þaö er álit Hollustuverndar
ríkisins að vatnið á Siglufirði sé ónot-
hæft og hefur verið nefnt sem ástæða
synjunar ráöuneytis. Mörgum Sigl-
firðingum þykir þessi ástæða léttvæg
þar sem sama vatn sé notaö daglega
til drykkjar og í fiskvinnslu.
-KMU.
,, * * Jl
;mb * imxlm fef '■ 1!
Prjónað á fullu á Akureyri í gær. Það vakti athygli hversu margir krakkar tóku þátt í keppninni.
DV-myndir JGH.
Treflakeppni Akureyringa og Reykvíkinga:
„Fínt að byrja
með blátt”
— sagði Jón G. Sólnes þegar hann hóf keppni
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni
DVáAkureyri:
„Þaö er fint aö byrja meö blátt. Blái
liturinn er bestur,” sagöi Jón G.
Sólnes, þegar hann byrjaði að prjóna
fyrir Akureyringa í treflakeppninni við
Reykvíkinga í gærmorgun.
Keppnin er á vegum Álafoss og
stendur yfir í viku, lýkur næsta
föstudag.
Sólnes mætti í Klæðaverslun
Sigurðar Guömundssonar á Akureyri
eina minútu yfir níu. Seinn fyrir,
karlinn. Hann kom meö konu sína,
Ingu Sólnes. Hún kenndi honum tökin á
prjónunum í fyrrakvöld, en Inga er
þekkt prjónakona á Akureyri.
Það er svo tvær mínútur fyrir níu
sem Jón byrjaði að fitja upp og prjóna.
Fór létt með þetta. „Ég næ nú varla
að prjóna sem svarar vegalengdinni til
Reykjavíkur,” sagði hann og glotti.
I versluninni Álafoss á Vesturgötu 2
var það Jón Helgason, landbúnaöar-
ráðherra, sem hóf leikinn fyrir Reyk-
víkinga. Allt stefnir í hörkukeppni.
Um fjögurleytið í gær voru Akur-
eyringar komnir með forskot. Trefill
þeirra var orðinn 2,80 metrar, en sá
reykvíski 2 metrar.
Ekki reyndist nægilegt samræmi í
keppninni, á Akureyri var prjónað í
báða enda, en aðeins í annan í Reykja-
vík. Reglur átti þó að samræma. „Það
er búið að vera brjálaö að gera hér í
allan dag,” sagði Dóra Diego
verslunarstjóri hjá Álafoss í gær. „Þaö
eru allir tískulitir notaðir og eingöngu
prjónað garöapr jón. ”
Semsagt hörku treflakeppni.” Þaö
verður ekki teppi norður, heldur
trefill,” sagði einn Akureyringur í gær.
Svo er bara að vona aö ekkert
lykkjufall verði. Það eru lokaorö þess-
arar greinar. Við teyg jum ekki lopann.
Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur sent
frá sér tuttugasta bindið af „Árinu”
þar sem sagt er frá stórviöburðum á
árinu 1984 hér á landi og erlendis.
Ritið er í sama formi og áður — prýtt
fjölda mynda af helstu viöburðum
ársins. Á myndinni eru ÖIi K. Magn-
ússon ljósmyndari, sem hefur átt
myndir í íslenska kaila bókarinnar
frá upphafi, Björn Jóhannsson, höf-
undur íslenska efnisins, Hafsteinn
Guðmundsson útgefandi, Gisli Ólafs-
son, ritstjóri bókarinnar, og Guðjón
Einarsson ljósmyndari, sem, eins og
ÓIi, hefur átt myndir í íslenska kafl-
anum frá upphafi.
DV-mynd PK.
„Höfum ekkert
að óttast”
— segja forraðamenn íslensku skipafélaganna
Forráðamenn skipafélaganna hér á
landi segjast ekki hafa neitt óhreint í
pokahorninu varöandi skipaflutninga
milli Islands og Bandaríkjanna. Opin-
ber stofnun í Bandaríkjunum, Federal
Maritime Commission, er nú að kanna
viöskipti allra íslenskra skipafélaga í
Bandaríkjunum.
„Ég tel aö viö höfum ekkert aö ótt-
ast í þessu sambandi. Við höfum reynt
aö halda okkur stíft viö gildandi reglur
um flutninga til Bandaríkjanna. Við
höfum þekkt þessar reglur lengi,”
segir Valtýr Hákonarson, fram-
kvæmdastjóri hjá Eimskip, við DV.
I sama streng tekur Omar Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri skipadeildar
Sambandsins. „Ég get ekki ímyndað
mér aö við höfum gerst brotlegir við
þessar reglur”.
Þessi bandaríska stofnun hefur
eftirlit með því að farið sé eftir ákveðn-
um reglum sem gilda um skipafélög í
Bandaríkjunum. Ef þessar reglur eru
brotnar eiga fyrirtæki yfir höfði sér
fjársektir.
Samkvæmt heimildum DV hófst
þessi könnun þegar snemma árs 1984
eða um svipað leyti og Rainbow skipa-
félagiö hóf siglingar hingað til lands-
ins. Heimildir herma einnig aö ónafn-
greindur maður hafi haft samband við
stofnunina og bent á að eitthvað grugg-
ugt væri við greiðslur á skipsförmum
sem fram færu hér á landi en
samkvæmt gildandi reglum er skipa-
félögum ekki heimilt að veita afslátt
frá gjaldskrám nema að hafa tilkynnt
það til Federal Maritime Commission.
Rannsóknin stendur enn yfir og hefur
þessi stofnun fengið upplýsingar um
flutninga íslensku skipafélaganna hjá
umboðsmönnum þeirra í Bandaríkjun-
um. APH
Tilboð Birkis
hagstæðara
eftír allt?
_
— starfsmenn og hluthafar Flugleiða fá verulegan
skattaafslátt vegna hlutabréfakaupanna
Ef þrjú hundruð starfsmenn og hlut-
hafar Flugleiða kaupa hlutabréf í
Flugleiðum fyrir 30 þúsund krónur
hver mun samanlagður skattaaf-
sláttur þeirra trúlega vega upp þann
þriggja milljóna króna mismun sem
var á tilboöi Flugleiða og Birkis Bald-
vinssonar í hlutabréf ríkissjóðs í fyrir-
tækinu.
Skattalög veita mönnum heimild til
að draga frá skattskyldum tekjum
sínum þá fjárfestingu sem þeir hafa
lagt í atvinnurekstur, þó að vissu há-
marki sem verður líklega fyrir þetta
ár rúmlega 31 þúsund krónur.
En hefði þá verið hagstæðara fyrir
ríkissjóð að taka frekar tilboöi Birkis
Baldvinssonar sem skattlagöur er í
Lúxemborg?
DV ræddi þetta mál við Þorstein
Guðnason sem fyrir hönd Fjár-
festingarfélags Islands annaðist sölu
hlutabréfanna fyrir ríkissjóð.
„Þessi möguleiki var ræddur viö
ráðgjafa fjármálaráðherra innan
ráðuneytisins en þar sem skattaaf-
sláttur er óháður kaupanda hafði hann
engin áhrif á mat þeirra tilboða sem
fyrir lágu. Vægi þessa þáttar er hið
sama í öllum tilboöum sem hefðu bor-
ist,” sagði Þorsteinn Guðnason.
„Það var alveg sama hverjum bréf-
in yrðu seld. Það var alltaf sá mögu-
leiki fyrir hendi að þau yröu seld aftur.
Birkir eða hver sem er hefði getað selt
þau aftur til einstaklinga.”
Þorsteinn tók fram að það væri rangt
eftir sér haft í Alþýðublaöinu að tilboð
Birkis væri hagstæðara.
„Eg orðaði það svo við ráðherra að
út frá hreinu hagrænu sjónarmiði væri
tilboð Flugleiða hagstæöara,” sagði
Þorsteinn.
Birkir Baldvinsson lýsti því yfir í
sumar, áður en gengið var frá hluta-
bréfasölunni, aö hann ætlaöi sér áhrif í
stjórn Flugleiða. Væntanlega hefði
hann þá ekki selt bréfin. Fjármála-
ráðherra mátti því vita að hann gæti
búist viö að missa af skatttekjum með
því að láta Flugleíðamenn fá bréfin
sem ekki gerðist ef Birkir fengi bréfin.
-KMU.