Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Blaðsíða 4
4
DV. LAUGARDAGUR 5. OKTÖBER1985.
ST. JÓSEPSPÍTALI
LANDAKOTI
Lausar stöður
Fóstra — starfsmaður
I hjarta borgarinnar er barnaheimilið Brekkukot, þar eru
börn á aldrinum 3—6 ára. Okkur vantar eina fóstru og
einn starfsmann í heilar stöður, mjög góð starfsaðstaða,
ennþá betri starfsandi.
Upplýsingar í síma 19600—250.
Reykjavík 5. október 1985.
Eftir
Kahlil Gibran
hJOMABAHDIÐ
HJÓNABANDIÐ
safnmynd nr. 2:
Myndskreyting: Haukur Halldórsson myndlistarmaður.
Stærðir40sm x 50 sm.
FÁST í BLÓMA-, GJAFA-, PLAKATA- OG
BÓKAVERSLUNUM UM LAND ALLT.
Eða i póstkröfu, hringið i síma 621083 og leggið inn pöntun sem
verða sendar um hæl. . .
. . . eða sendið útfyllta ÚRKLIPPUNA og leggið i póst. . .
Má setja
ófrímerkt
í póst.
Sendið mér gegn póstkröfu PLAKAT með Ijóði úr spámanninum
skv. eftirfarandi pöntun:
□ stk. Astin óinnrömmuðá...................................kr. 495,-
□ stk. Ástin ísmelluramma á ...............................kr. 795,-
□ stk. Ástin I haröviðarramma á ...........................kr. 995,-
□ stk. Hjónabandiðóinnrammaðá .............................kr. 495,-
□ stk. Hjónabandiöí smelluramma á..........................kr. 795,-
□ stk. Hjónabandið í harðviðarramma á .....................kr. 995,-
Naffn:-----------—----------------—
Héimili:_■____________________—----
P6stf:póstn:_;_staður —-----------—
Sendist til
SPÁMANNSÚTGÁFAN
Pósthölf: 631,121 Rvik.
Dagsbrún boðar verkfall á Securitas:
„Við reynum að halda
uppi lágmarksgæslu”
— segir Jóhann Óli Gudmundsson, forstjóri Securitas
— Fyrirtækiö ber ekki ábyrgö á
tjóni hjá þeim fyrirtækjum sem þaö
hefur í gæslu. Viö munum reyna aö
halda uppi lágmarksgæslu. Þá erum
viö meö áform um tæknilega gæslu.
Ég vona aö Dagsbrún hafi skilning á
þeirri stööu, starfsgreinarinnar
vegna, sagöi Jóhann Oli Guömunds-
son, forstjóri öryggisfyrirtækisins
Securitas.
Dagsbrún hefur boöaö verkfall á
Securitas frá og meö næsta þriöju-
degi en um 50 starfsmenn fyrirtækis-
ins eru í Dagsbrún. Aö undanförnu
hafa staðið yfir launasamningar
Dagsbrúnarmanna viö Securitas
sem hafa ekki boriö árangur.
Securitas heldur uppi öryggis-
gæslu fjölmargra, fyrirtækja, stofn-
ana og banka. T.d. sér fyrirtækið um
eftirlit meö eldvörnum.
— Meö þessu verkfalli er Dags-
brún aö stofna starfsmönnum fjölda
fyrirtækja í hættu. Menn muna eftir
brunanum á Álafossi. Þá misstu
margir atvinnu sína, sagöi Jóhann
Oli.
Jóhann Oli sagöi aö Securitas heföi
gert vel viö sína menn. Borgaö þeim
miklu hærri laun heldur en taxtar
Dagsbrúnar eru, taxtar vaktmanna.
— Ég hef reynt aö ná samningum
viö starfsmenn mina en þaö hefur
ekki tekist. Ef þeir vilja loka fyrir-
tækinu þá gera þeir þaö, sagöi Jó-
hann Öli. -SOS
„Securitas kallar á átök”
— ef fyrirtækið ætlar að br jota lög—segir Þröstur
Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar
— Þaö er enn nógur tími til aö
semja og eins og málin standa nú er
ekkert hægt aö segja um hvort veitt
veröur undanþága í sambandi viö ör-
yggisgæslu Securitas hjá vissum fyr-
irtækjum. Það verður skipuö verk-
fallsnefnd og ef fyrirtækið ætlar sér
verkfallsbrot þá kallar þaö á átök.
Ég hef ekki trú á aö Vinnuveitenda-
sambandið líöi sínum mönnum aö
brjóta lög, sagöi Þröstur Ölafsson,
framkvæmdastjóri Dagsbrúnar.
Þröstur sagöi aö það hefði aldrei
verið samiö um aö sami taxti væri á
næturvörslu og öryggisgæslu. Se-
curitas og Dagsbrún sömdu um
ákveðinn launataxta 1983. Þaö var
hreyfanlegur taxti.
— Nú segir Jóhann Óli aö starfs-
menn sínir séu yfirborgaðir?
— Hann á þá viö yfirborganir á
lægsta taxta okkar á næturvinnu, eöa
vinnu næturvaktmanna. Vinna viö
þann taxta er allt annars eölis heldur
en öryggisgæsla. Starfsmenn Securi-
tas eru t.d. á ferðinni allar nætur og
þjóna allt ööru hlutverki heldur en
næturverðir, sem eru ávallt á sama
staönum.
— Hvað hafa næturveröir í laun
eftir lægsta taxta Dagsbrúnar og
hvað hafa starfsmenn Securitas
fengiö í laun?
— Næturvaktmenn eru meö um 20
þús. krónur á mánuði. Starfsmenn
Securitas hafa verið með þetta 26—32
þús. eöa eftir starfsaldri. — Viö vilj-
um nú ganga til samninga og ákveöa
fasta taxta í sambandi viö öryggis-
gæslu, sem er svo til ný starfsgrein
hér á landi, sagði Þröstur.
-SOS
Stjama Hollywood krýnd á sunnudag
Sunrudagskvöldið fer fram í veit-
ingahúsinu Broadway kjör stjörnu
Hollywood. Auk þess veröur kjörinn
fulltrúi ungu kynslóöarinnar og sólar-
stjarna Orvals. Að keppninni standa
auk Hollywood Vikan og Feröaskrif-
stofan Urval.
Boöiö veröur upp á skemmtiatriöi
og má þar nefna hljómsveitina Rik-
shaw, tískusýningu frá versluninni
Goldie, dans frá Dansstúdíói Sóleyjar
og ný töfrabrögö sem Baldur Brjáns-
son sýnir gestum.
Verðlaun í keppninni stjarna Holly-
wood eru mjög glæsileg. Fyrst ber að
nefna bifreið af geröinni Daihatsu
Turbo árgerö 1985 sem stjarna Holly-
wood hlýtur, auk þess sólarlanda-
ferðir, úr, snyrtivörur o.fl. Samanlögö
verömæti verölauna er ein milljón
króna.
Myndin var tekin á kynningarkvöldi nýlega þar sem þátttakendur i keppn-
inni komu fram.
Veröur Ustasafn
Kópavogs þaklaust?
1 byggingarnefnd Listasafns Kópa-
vogs hafa menn miklar áhyggjur af
þaki fyrirhugaðrar safnbyggingar. Bú-
iö er að teikna safnhús en þakiö vant-
ar. Aö minnsta kosti þaö þak sem
menn álíta fullnægjandi. Hefur bygg-
ingarnefndin viljað senda þrjá fulltrúa
sína til Bandaríkjanna að skoóa þar
ákveöiö þak sem hugsanlega fyrir-
mynd. Meirihluti bæjarráös stendur á
bremsunni.
Þakið sem ætlaö er aö heriti er á
listasafni í Connecticut í Bandaríkjun-
um. Var áform byggingarnefndar aö
formaöur hennar og einn nefndarmaö-
ur svo og arkitektinn, Benjamín Magn-
ússon, færu og litu á betta þak. Bæjar-
ráösmennirnir Guömundur Oddsson
Hverjum Cfc
>rrtor hoA
bjargar það
næst
og Richard Björgvinsson tóku þegar í
hemilinn og hefur staöiö í strögli um
þessa utanferö í á annaö ár.
Þeir í bæjarráöi segja aö ef arkitekt-
inn hafi ekki næga þekkingu á við-
fangsefni sínu geti hann auðvitað aflaö
sér hennar, en þá á eigin kostnaö. Eins
gæti dugaö aö fá teikningar og myndir
af húsinu ytra. Nú síöast vísaöi bæjar-
ráö utanferöarmálinu til stjórnar
Listasafnsins sem er annaö apparat en
byggingarnefndin, þó aö mestu skipuö
sama fólki. Áöur höföu orðiö haröar
deilur í bæjarráöinu milli þeirra sem
standa á bremsunni og hinna sem
styöja utanferöina. HERB
Fáskrúðsfjörður:
Fyrsta sfíd-
inísalt
Fyrsta síldin sem veiðist á nýbyrj-
aöri vertíö var söltuö á Fáskrúösfiröi
fyrrí vikunni.
Guðmundur Kristinn SU landaði þar
150 tunrium sem saltaðar voru hjá
Pólar-síld. Fékkst síldin innarlega í
Fáskrúðsfiröi, rétt inn undir bryggju.
Ægir, Fáskrúðsfirði.