Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Blaðsíða 12
12 Fógetinn DV. LAUGARDAGUR 5. OKTOBER1985. Útlitið eitt erekki nóg Gaman væri, ef verulega gott veitingahús væri í hinni rúmlega tveggja alda gömlu vefnaöarstofu Innréttinganna í Aðalstræti. And- rúmsioftiö innan dyra hentar róiegu veitingahúsi með vandaðri mat- reiðslu handa svo sem 40 gestum í einu. En bjórkráin Fógetinn er svo sem betri en ekki neitt. Menn Fógetans hafa staðið si{ mjög vel við innréttingu og endur- lifgun hins gamla húss, sem komið var í niöurníöslu. Gólf og loft hafa fengið aö hallast í friöi, svo og hinar gömlu súlur og loftbitar. Klætt hefur verið með viði upp á miðja veggi. Á ljósum veggjum þar fyrir ofan eru brúnleitir, samstæðir lampar, sem og á bláum súlum og í ljósu lofti. Dökkbrúnn litur einkennir staöinn í þiljum, massífum borðum og stólum, tveimur barborðum og gluggagrindum, sem varna sýnis utan af götu. Gamall ofn er á palli milli efra gólfs og neðra og gamalt skattholeríefri sal. Vefnaöarstofan er eina húsiö, sem eftir er af lnnréttingum Skúla fógeta. Hún var fyrst reist 1750 og síöan endurreist eftir bruna 1764. Fullorðnir Reykvíkingar muna eftir nýlenduvöruverzlun Silla & Valda, sem áratugum saman var hér til húsa. Nú er þessi hreinlegi og þreytulausi staöur þétt skipaður veitingaboröum, fyrir 48 manns á fremra gólfi og 44 á hinu aftara. Samtals er því hægt aö koma rúmlega 90 manns í sæti, ef mikið liggur viö. Gamlar teikningar, og ýmsar aðrar myndir, sem skreyttu híbýli manna fyrr á öldinni, auka við varð- í K88 Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en krónupeningarnir tákna verðlagið. veizlu hins gamla andrúmslofts, sem hin skakka burðargrind vekur. Þetta er mun betur heppnað en til dæmis Laxdalshús á Akureyri, þar sem nýtt hús hefur verið smíðaö innan í gamalt. Hávært segulband truflaði nokkuð. Að kvöldi voru kertaljós á boröum. Bæði í hádegi og aö kvöldi voru pappírsþurrkur af þeirri stærö, sem notuö er í teboöum. Þær ónýtast á súputímanum og mynda síðan ófagra hrauka á berum borðunum. Ef pappír er notaöur, verður hann að vera efnismikill og draga til sín raka, en því er ekki til að dreifa hér. Auk þess er verölagiö svo hátt á kvöldin, að þá væru klæðisþurrkur viðhæfi. Búin kaka og horfin súpa Þjónusta viö matargesti var frambærileg á köflum, en ekki eins skóluð og búast mætti við í verðflokki MÁ BJÓÐA ÞÉR að taka þátt í stórkostlegu ævintýri? Við viljum gefa þér kost á að starfa við framleiðslu á heimsins besta fiski. Þó þú hafir ekki starfað við fisk- vinnslu áður — Ekki hætta að lesa!!! Þú skapar þjóðarbúinu mikil verðmæti og sjálfum þér góða tekjumöguleika. Lífið er jú fiskur hjá okkur Íslend- ingum. Framleiðsla þessi fer fram á Höfn, snyrtilegum bæ í mjög fögru umhverfi. Þú gistir í góðum verbúðum og mötuneyti okkar er mjög gott. Upplýsingar veita verk- stjórar okkar í síma 97-8200 og mundu: Íslenski fiskurinn er sá besti. Fiskiðjuver KASK, Höfn Hornafirði. HÚSBYGGJENDUR Þeim húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagnsheimtaug að halda í hús sín í haust eða vetur, er vinsamlegast bent á að leggja inn umsókn um hana sem allra fyrst til þess að unnt sé að leggja heimtaugina áður en frost er komið í jörðu. Gætið þess að jarðvegur sé kominn í sem næst rétta hæð, þar sem heimtaug verður lögð, og að uppgröftur úr húsgrunni, byggingarefni eða annað hindri ekki lagningu hennar. Heimtaugar verða ekki lagðar, ef frost er komið í jörðu, nema gegn greiðslu þess aukakostnaðar sem af því hlýst. Nánari upplýsingareru gefnará heimtaugaafgreiðslu Raf- magnsveitunnar, Suðurlandsbraut 34, ísíma 686222. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Fógetans. í bæði skiptin, sem staðurinn var prófaöur, komu fyrir slys. 1 fyrra skiptiö vorum viö mætt næstfyrst gesta rétt fyrir 19. Þegar kom aö eftirrétti, var okkur tjáð, að pöntuö eplakaka væri „búin”. Var þó enginn í salnum búinn aö fá eplaköku. Mér finnst liggja í augum uppi, að eplakaka kvöldsins hafi aldrei verið til. Þaö var hvimleitt, þar sem ekki var boðið upp á aðra eftirrétti en ísa og ost. I hitt skiptiö stóð á hádegis- seðlinum, aö súpa væri innifalin í verði rétta dagsins. Hún birtist samt aldrei. Að vísu hefði ég getað bent á þetta, þegar aðalrétturinn kom óvænt á borðið. Þá hefði ég líklega fengið súpuna éftir nokkurt hlé. Svo sem títt er í hádegi, hafði ég ekki tíma til að bíða eftir slíku og get því ekki sagt, hvernig spergilkálssúpan var. Hrátt hangikjöt var ánægjulega þunnsneitt og afar gott á bragöiö, ekki of salt eins og stundum hættir til viö slíkar aðstæður. Melónan, sem fylgdi, var hálffrosin, eins og hún heföi veriö of snöggt inni í örbylgju- ofni eftir aö hafa verið tekin úr frysti. Melónur eru nógu vondar beint úr kæliskáp, þótt þær séu ekki hálffrosnar. Þær á að bera fram við stofuhita. Sýrði rjóminn koníaks- blandaði var skemmtilega bragð- sterkur. Með fylgdi ristað heilhveitibrauö með smjöri í áli. Þurrkaö piparlamb var alveg mis- heppnaö og meira aö segja fúlt á bragðið. Meölætið ' ar hiö sama og með hangikjötinu, aö viðbættum mörgum sneiðum af kiwi, líklega til yfirbóta. Sýrði rjóminn var í þessu tilviki blandaöur piparrót. Soðnar rauösprettur tvær voru bornar fram heilar, en án hauss og dekkra roösins. Þær voru sæmilegar, ekki tiltakanlega mikiö soðnar. Meðlætiö var allt nærfærnislega soðið, annars vegar gulrótarstrengir og hvítar kartöflur og hins vegar smjörkraumað grænmeti, sem fól í sér seljustöngla, blaölauk, rauða papriku og lauk. Smjörinu var réttilega í hóf stillt. I hádeginu fylgdi frambærilegt salatborð aðalréttunum. Því var ekki glæsilega stillt á boröiö, en þaö gerði samt sitt gagn. Sumt var þar ómerkilegt, svo sem rauörófur og ananas úr dósum. Flest annaö var ferskt, sveppir, tómatar, gúrka, hvít- kál og rauð paprika. Með voru sinnepssósa og mjög góð gráöaost- sósa, sterk. Ennfremur ferns konar brauð, þar á meöal rúgbrauð, einnig þrjár tegundir síldar, allar góðar, en tómatmaukið með einni var óblandað úr dósinni. Um kvöldið, þegar enginn var salatbarinn, var boðiö fremur ómerkilegt hrásalat með aöalréttunum. Salt og pipar mikið notað Glóðaðar lambalundir voru miðlungi sterkar og ineyrar, en of mikið kryddaðar, bornar fram með ferskum sveppum, smjörsteiktum og góðum, miðlungi soðnu blómkáli og gulrótum, svo og skrauti. Rjómapiparsósan var sterk og góð, hveitilaus. Glóðuð lambalærissteik var einnig miðlungi steikt og meyr, en allt of mikiö pipruö og of mikið söltuð. Salt og pipar virtist óhóflega mikiö notað í þessu eldhúsi. Meðlæti var hið sama og með lambalundunum og að auki voru vínlegnar kiwisneiðar. Ostsós- an var of mikið pipruð, en að öðru leyti góö, brún sósa, afar áfeng af portvíni. Ostur flaut ofan á henni. Tartarabuff var gott, ekki hakkað, heldur vélskorið meö hníf í Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús blandara, boriö fram með hráum lauk, eggjarauðu, rauörófum, kapers, síld og rúgbrauði. Is Melba með dósaperu og súkkulaðisósu var ekki merkilegur. Kaffi var í góðu lagi. Einnig fékkst á- gætt Fógetakaffi með Tia Maria og brandí. Vínlistinn er afar dapurlegur. Hið óvenjulega á matseðlinum var þurrkaða lambakjötiö og hráa hangikjötiö. Margt annaö var hefðbundið, svo sem djúpsteikingar á rækju, skötusel og dalayrju, frönsk lauksúpa, síldarþrenna og ísar. Síldin, svo og fógetabakkinn, Guömundarsalatið og hörpusalatið fela þó í sér tilraun til að bjóða tiltölulega ódýrt bjórkrársnarl. Fógetinn er fremur dýr staöur á kvöldin. Miðjuverö á þríréttuöum mat meö hálfri flösku af fram- bærilegu víni og kaffi var 1212 krónur á mann. Fyrir sama verð er betri matur í Torfunni. I hádeginu var stuttur og breytilegur seðill dagsins, mun ódýrari. Þá var hliöstætt verð 838 krónur. Fyrir sama verö er margfalt betri hádegisverður í Arnarhóli. Þaö er ekki alltaf nóg að hafa út- litið með sér. Jónas Kristjánsson. Fastaseðill 495 Rjómahvítvmskraumaður humar meö heitu hvítlauks- brauði 370 Djúpsteiktarrækjurmeðhvítiauks/dilldýfu 485 Þurrkaðþiþarlamb með kiwi og melónu 345 Hrátt hangikjöt með koníaks karrífraiche ug melónu 165 Rjómalöguðfiskisúþa meðskelfiski 155 Italskt kjötseyði með hleyþtu eggi og tómötum 175 Innbökuðlauksúþa meðportvíni og hrárri eggjarauðu 345 Ýsa Orly með hrísgrjónum, ristuðum ananas og karrtsósu 390 Hvítvínssoðin smálúða/rauðsþrettuflök með dillsósu 430 Djúþsteiktur skötuselur með ristuðum svepþum og hvít- vínssósu 345 Hnetubakaður karfi meðgrófu brauði 385 Gratineruðsmálúðu/rauðsþrettuflök með dillsósu 425 Smjörsteikturskötuselur meðþiþarávaxtasósu 630 Buff tartar með hráum lauk, eggjarauðu, rauðrófum, kap- ers, síld og óseyddu rúgbrauði. 345 Danskt buff með sþældu eggi, steiktum Lauk og skýsósu 595 Glððuð lambabuffsteik meðþortvínsostasðsu 595 Glóðaðar lambalundir með rjðmaþiþarsósu 525 Grísakótelettur með súrsætri sósu og mjólkursoðnum makkarónum 140 Is Hawai 140 Is belle Helena 140 fs Me/ba 215 Djúþsteikt dalayrja með ristuðu brauði 160 Dönsk eþlakaka með þeyttum rjóma 235 Sildarþrenna 175 Síldarrðs 310 Fógetabakki með öh 240 Guðmundarsalat 260 Hörþusalat Hádegisseðill 135 Sþergilkálssúþa 400 Kryddsoðin nautasteik með kartöflum greifynjunnar 350 Pönnusteikt smálúða meðsinnepssósu 330 Soðin rauðspretta með smjörkraumuðu grænmeti — súþa innifalin íofangreindum réttum 345 Danskt buff með steiktum lauk, eggi og skýsðsu 240 Guðmundarsalat 260 Hörpusalat 140 Is Hawai 250 Súpa og salatbar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.