Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Blaðsíða 44
 tu* „Blái liturinn er bestur," sagði J6n G. Sólnes i gærmorgun þegar hann byrjaði að prjóna trefil fyrir Akur- eyringa í treflakeppninni við Reykvikinga. Jón ráðherra Helgason hóf keppnina Reykjavikurmegin eins og lesendur DV sáu i gær. Nánar segir frá treflakeppni þessari á bls. 2 i dag. DV-mynd JGH. FRETTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 5. OKTOBER 1985. Formanninum gefiö al- ræðisvald til breytinga líkleg niðurstaða þingflokksfundar sjálfstæðismanna á mánudag, að dómi sumra þingmanna Aö dómi sumra þingmanna Sjálf- stæöisflokksins er líklegasta niöur- staöa þingflokksfundar á mánudag um ráöherramál að formanni flokks- ins, Þorsteini Pálssyni, veröi faliö al- ræðisvald til breytinga á ráöherra- liöi flokksins og tilfærslna milli ráöu- neyta. Þar með gæti opnast leið til upp- stokkunar á allri ríkisstjórninni. Yfirlýsingar ráöherra flokksins um nauðsyn þess að formaöurinn taki sæti í stjórninni eru taldar tryggja þessari leiö stuöning, séu ráöherr- arnir heilir í þeim yfirlýsingum. Þeir hljóti þá aö treysta honum til þess aö velja réttu leiöina fyrir flokkinn og sætta sig viö ákvaröanir hans í þessu. Enn er þaö inni í myndinni aö ein- hver ráöherranna fari í frí fram aö áramótum og þá taki annaöhvort Geir Hallgrímsson eöa Matthías Á. Mathiesen viö stööu Davíðs Olafs- sonar í Seðlabankanum. En frekari breytingar koma einnig til greina, svo sem aö Þorsteinn taki meö sér annan eöa jafnvel tvo nýja ráöherra. Þaö myndi ekki ganga eins per- sónulega nærri mönnum og ef einn viki og vera áhrifaríkara út á við. Þá eru baktjaldaviðræður um aö framsóknarmenn skipti einnig á ráðherrastól eöa stólum. Helst er þá búist viö aö Guömundur Bjarnason taki viö af Alexander Stefánssyni. Einnig minnast menn á aö Davíð Aöalsteinsson bóndi taki viö af bónd- anum Jóni Helgasyni en þaö er taliö mun ólíklegra. I þingflokki sjálfstæöismanna eru nokkuö ákveðnar raddir uppi um aö Þorsteinn Pálsson eigi aö fara í fjár- málaráðuneytið. Albert Guömunds- son sagöi við DV í gær aö sér væri ekki ljúft aö skipta um embætti, þótt svo gæti svo sem farið að til þess kæmi. Hann sagðist telja mikla röskun á þátttöku flokksins í ríkis- stjórninni hæpna og hæglega geta tvístrað flokknum. -HERB. 4 Nýtt fiskverð ákveðið: Jafngildir gengislækkun — segja fulltrúar kaupenda Yfirnefnd Verölagsráös sjávarút- vegsins ákvaö á fundi í gær nýtt fisk- verö er gilda skal frá 1. október 1985 til 31. janúar 1986. Einstakar fisktegundir hækka í veröi sem hér segir: Verö á þorski hækkar um 9%, grálúöu 12%, ýsu og karfa um 13%, ufsa 17% og steinbít um 11%. Verö á öörum fiskteg- undum hækkar um 9%. Verðið er ákveöið meö atkvæðum oddamanns og fulltrúa seljenda gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. Fulltrúar kaupenda létu svofellda bókun fylgja atkvæöi sínu: „Vegna þessarar verölagningar vilja fulltrúar kaupenda taka fram: Eins og afkomureikningar vinnslunnar sýna er enginn grundvöllur til fiskverðshækk- unar miöað viö núverandi aöstæöur. Þessi ákvöröun jafngildir því ákvöröun um gengislækkun á næst- unni. Þá er rétt að benda á aö mismun- andi hækkun fisktegunda er ekki í sam- ræmi viö greiöslugetu heldur byggö á óskhyggju seljenda.” op-anr XfreJiJ* EINANGRUNAR GLER 666160 29ára maöur í stunginn með hnífi ) í kviðar■- holið 29 ára karlmaður var stunginn í kviöarhol meö hnífi þegar hann var x gleðskap í húsi einu viö Hverfisgöt- una aðfaranótt föstudags. Seint um nóttina kom lögreglan aö tveimur mönnum á ferli innarlega á Hverfis- götunni. Mennirnir létu þá í veöri vaka aö annar mannanna heföi slasast og vildu þeir ekkert segja um máliö. Lögreglan flutti hinn slasaöa á Slysavarðstofuna og kom þá í ljós aö hann var stunginn vinstra megin í kviðarholiö. Þegar maðurinn var spuröur nánar út í meiöslin sagöi hann frá því aö hann heföi veriö í gleöskap í húsi viö Hverfisgötu ásamt þremur karlmönnum og tveimur stúlkum. Vitni voru aö því aö 25 ára stúlka heföi stungið manninn meö hnífi. Stúlkan var í yfirheyrslu í gærkvöldi hjá Rannsóknarlögreglu ríkis'ns. -SOS LOKI Þeir krafla sig fram úr prjóninu, gömlu mennirn- ir! Skattránsstefna ríkis■ stjómarinnar er hneyksli segir Gunnar G. Schram, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins „Ef ríkisstjómin ætlar aö bregöast margítrekuöum loforöum sínum um afnám tekjuskattsins á almennar launatekjur ætti hún strax aö segja af sér,” sagði Gunnar G. Schram alþingismaður í viötali viö DV í gær. „Tekjur heimilanna í landinu duga ekki lengur fyrir nauðþurftum en samt á aö auka skattpíninguna með nýja fjárlagafrumvarpinu. Lækkun tekjuskattsins í þessum áfanga, sem viö sjálfstæöismenn höfum margsamþykkt, ætti að vera einn milljaröur króna. Frumvarpið gerir hins vegar aöeins ráð fyrir 400 milljóna króna lækkun. Og ekki nóg með þaö. Öbeina skatta á almenning á aö hækka um 1,3 milljarða króna. Meö því er ríkisstjórnin aö kalla yfir sig styrjöld á vinnumarkaöinum um áramótin, nýja veröbólguholskeflu og efnahagslegt hrun fjölmargra heimila í landinu. Afleiöingin veröur sú að atkvæðin munu tætast af ríkis- stjórnarflokkunum. Þeim flokkum sem lofuöu lækkuðum sköttum og minni ríkisumsvifum. Það er eins víst og nótt fylgir degi. Eina ráöið er aö fresta fram- kvæmdum í stórum stíl og skera niður útgjöld þannig aö ekki veröi farið út á þessa ógæfubraut. Ella munu fleiri stuöningsmenn ríkis- stjórnarinnar en ég endurskoöa af- stöðu sína til hennar,” sagði Gunnar G. Schram. -APH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.