Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR5. OKTOBER1985. 7 — Johnny King nýskilinn og fluttur til Þorlákshafnar „Ég er búinn aö æfa mig fyrir framan spegil í eitt ár. Nú er ég eina sekúndu aö ná henni úr slíðri í skot- stööu.” — H"erri? „By''sunni! Ég hef verið aö æfa mig i aö „munda” hana og er kominn niður í sekúndu. Nú þýöir ekkert annað en aö stefna í 1/5 úr sekúndu eins og Morgan Kane,” segir Johnny King, þar sem hann situr í stofunni hjá mömmu sinni í Þorlákshöfn, nýkominn frá Húsavík, nýskilinn og tilbúinn í nýjan slag á suð- lægari slóöum. Lukku-Láki Fullu nafni heitir hann Jón Víkings- son og hefur stundaö kúrekasöng í skugga Hallbjarnar kántrí um nokkurra ára skeið. Reyndar á hann vissan þátt í velgengni Hallbjarnar því Johnny King er höfundur lagsins um Lukku-Láka sem Hallbjörn hefur oröiö hvaö frægastur fyrir. - Hann er ákaflega glæsilegur þarna í stofunni í Þorlákshöfn, í rauöglansandi kúrekafötum, alsettum mjúku kögri, byssa í slíðri sem reyrt er yfir læriö þvert, hattur á höföi, stígvél og á skíf- unni á armbandsúrinu er meira aö segja kúrekamynd. Uppgjör við Hallbjörn „Ég kom suður vegna þess að þaö býðir ekkert annaö. Ef maöur ætiar að ná eitthvaö lengra en þegar er oröiö þýöir ekkert aö hanga fyrir norðan. Hérna eru möguleikarnir og hérna ætla ég að slá til. Sambandi okkar Hallbjarnar fyrir norðan er lokið og ég ætla að láta hann sigla sinn sjó. Hann veröur að bjarga sér sjálfur úr þessu.” — Hvers vegna? „Æ, það er svo flókið mál. Okkur var vel til vina, en þegar ég kom við á Skagaströnd á leiöinni suöur heilsaði hann mér varla. Hann stóö þarna í Kántrýbæ og sagði einfaldlega: „Geriö svo vel!” Á Húsavík erum við vanir að heilsa gestum — allavega ég,” segir Johnny King og tekur ofan hattinn í áhersluskyni. Kúrekinn frá Húsavík er enn ekki búinn að gera upp viö sig hvort hann sest endanlega aö í Þorlákshöfn. Honum líst ágætlega á staðinn..... a.m.k. út um bílrúðu,” eins og hann orðar þaö. Annars telur hann Þorláks- höfn ákjósanlegan staö til aö stunda kúrekaútgerð. Það eru böll á Selfossi um hverja helgi, svo er það Hvera- gerði, Tívolí og síöast en ekki síst er tiltölulega stutt til höfuðborgarinnar. Ættfræöi Móðir Jóns Víkingssonar segir að strákurinn hafi snemma farið að bera sig eftir því aö skemmta fólki. Aðeins 5 ára að aldri var hann farinn að herma eftir öllum sem voru öð-uvísi en gerist og gengur í Grímsey en þar voru þau mæðginin búsett um tíma. Og tónlist- arhæfileikarnir liggja í ættinni. Johnny King og Magnús Þór Sigmundsson, hijóðfæraleikari og tónskáld, eru bræðrasynir og Gylfi Ægisson og Johnny eru þremenningar. „Svo eigum viö fjöldann allan af skyldfólki í Færeyjum og það fólk er allt á kafi í tónlist,” segir móöir hans þarna í stofunni í Þorlákshöfn.” Johnny King segist vera búinn aö draga strik yfir landið þvert. Noröur ætlar hann aldrei a.ftur. Skilnaður og húsbyggingar — Hvernigvarskilnaöurinn? „Þaö er nú ekkert sérstaklega spennandi tilfinning aö skilja, en ég veit hvaö þetta er, ég hef áti fjórar konur og skilið viö þær allar — eða þær við mig,” segir Johnny og nú er hattur- inn kominn aftur á hnakka. „Ég á eitt barn með konunni og gekk börnum hennar frá fyrra hjónabandi í föður- stað. En svo fór ég út í þá vitleysu aö byggja og allt fór til helvítis. Eins og stendur er ég ekki í neinum kven- mannshugleiöingum. Maður er óskaplega áttavilltur en ég veit það eitt að ég verð að halda áfram að lifa. Ég stefniískífu.” — Hljómplötu? „Já, og þá veröur þaö dúett meö frá- bærri kántrísöngkonu sem ég tróð upp meö í Sælkerahúsinu á Sauöárkróki. Hún heitir Jóhanna Sigurgeirsdóttir og við höfum hugsað okkur að koma fram svona svipað og Dolly Parton og Kenny Rogers geröu hér í eina tíö. Það verður að gera eitthvað, því ef svo fer sem horfir deyr kúrekamenningin á íslandi út. Ég veit hvernig vinsældum Hall- bjarnar er varið þessa stundina þó ég vilji sem minnst um það tala og Siggi Helga frá Akureyri er genginn í votta Jehóva-söf nuðinn. ’ ’ Jóreykur og peningar Johnny King er orðinn 33 ára. Segist vera kominn til ára sinna og nú sé aö duga eða drepast. Ef næsta kántrítil- hlaup hans gangi ekki upp snúi hann sér alfariö aö hráu, íslensku rokki: „Kántrítónlist er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, hefur aldrei veriö þaö og verður þaö aldrei. Ég byrjaöi bara á þessu óvart þegar ég stældi Hallbjörn eitt sinn á skemmtun á Húsavík. Síöan hefur jóreykurinn staðiö aftan úr mér.” — Peningar? „Ég hef aldrei sett upp fast verö. Eg segi mönnum að gera tilboð og svo geng ég að því eða hafna. Svo einfalt er þaö. Ég hef verið aö gutla á gítar og syngja frá því ég man eftir mér og hef aldrei vitað hvers viröi þaö í raun og veru er fyrir aöra. Hallbjörn viröist aftur á móti vera með þaö á hreinu. Þaö segja mér menn aö hann sé einn dýrasti skemmtikrafturinn á Islandi.” 50 sinawik-konur — Veistuhvaöhannerdýr? „Þei r segja mér aö hann taki 25 þús- und fyrir kvöldið. Kannski er hann þess virði. Þegar ég var á Þjóðhátíö í Eyjum, föstudags, laugardags- og sunnudagskvöld tók ég 30 þúsund krónur. Þaö þótti mér ágætt kaup en með í því dæmi var aö ég var lánaöur í eina kvöldstund til 50 sinawik- kvenna. . . — Sinawik? „Já, það eru víst eiginkonur kiwanis- manna. Þær skrifa þetta aftur á bak. Ég veit ekki af hverju,” segir Johnny King sem nú er kominn út á aðalgötuna í Þorlákshöfn í fullum skrúöa. Krakkar á leiö úr skóla með snúöa í poka snúa sér undrandi við. Einstaka andlit sést í glugga. Umferðin hægir á sér og vinna viö höfnina leggst niður um stund. Þaö er ekki á hverjum degi sem kúreki kemur til Þorlákshafnar. -EIR. TEXTI: EIRIKUR JONSSON - MYNDIR: KRISTJAN ARIEINARSSON „Sambandi okkar Hallbjarnar fyrir norðan er iokið og ég ætla að láta hann sigla sinn sjó. Hann verður að bjarga sér sjálfur úr þessu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.