Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 5. OKTOBER1985.
23
um, einkum þó varöandi byggingu
leikþáttanna, minni á Techov. Swann-
ell var upphaflega leikari, og er leik-
ari, en hann hefur gerst æ mikilvirk-
ari á ritvellinum, hefur skrifaö nokk-
ur útvarpsleikrit ásamt því sviösverki
sem Alþýðuleikhúsiö hefur nú hafið
sýningar á.
„Þvílíkt ástand” var frumsýnt í
vetur sem leiö í Lyric-leikhúsinu í
Hammersmith í London. Þaö vakti
strax mikla athygli og gagnrýnendur
skrifuöu lofsamlega dóma í blöö. Þaö
hefur verið nefnt súr/sæt kómedía
hér — og þaö oröalag leiöir hugann aö
Techov.
„VAXT/VRBRODDUR
Á VERGANGI"
Alþýðuleikhúsiö er 10 ára um
þessar mundir. ,,0g þaö eru 25 ár
síðan Gríma var stofnuö,” segir
Arnar. „Bæöi Gríma og Alþýöuleik—
húsiö — og reyndar aörir frjálsir leik-
hópar — hafa átt og eiga í húsnæöis-
vandræöum. Þessir leikhópar, einkum
þeir sem aö ofan voru nefndir, hafa í
senn verið skóli fyrir leikara og list-
ræn tilraunastöð. Ég held aö allir
leikararnir, sem nú starfa í stofnun-
um, Þjóöleikhúsinu og Iönó, hafi feng-
iö sína þjálfun á vegum þessara
frjálsu hópa. En „vaxtarbroddurinn
er á vergangi”.
Það er ekki bara leiklistin sem er á
vergangi hér í Reykjavík. Tónlistin
hefur ekki heldur haft neitt húsaskjól.
I þessum málefnum listarinnar ber
nánast allt aö sama brunni í þessu
bæjarfélagi. Alls staðar annars staðar
á landinu er hægt aö komast í húsa-
skjól.
GRÍMA
Þegar Gríma hóf starfsemi sína,
þá var fyrstu beiðni hennar um hús-
næöi í Reykjavík neitað. Svo var
gamla Tjarnarbíó, eöa Tjarnarbær,
nánast hertekiö. Ár eftir ár var talaö
um að þaö stæöi til að rífa þaö hús.
Svo fékk Leikfélagið þar inni fyrir
skólann sinn. Og nú er Háskólinn þar.
Sannleikurinn er sá, aö í Reykjavík
eru til hús sem henta prýðilega fyrir
leikstarfsemi. Það má t.d. nefna
gamla Kveldúlfshúsið, Sigtún við
Austurvöll og fleiri. Listamennirnir
eru tilbúnir til aö vinna sína vinnu.
Og almenningur kemur á leiksýning-
ar og tónleika. Aðsókn hefur veriö
prýöileg þann tíma sem Gríma og
Alþýöuleikhúsið hafa starfaö. En
stjórnvöld skella við skollaeyrunum,
rétt eins og þessi starfsemi færi ekki
fram.
Þaö er eins og menn geri sér ekki
grein fyrir því aö ef ekki væri okkar
starfsemi þá væri engin pólitík á
Islandi, ekkert efnahagslif — ekkert.
Listastarfsemi er ekki síöur nauösyn-
leg en aö draga fiskinn.”
FRAMTÍÐ
LEIKHÓPANNA
Arnar horfir brosandi á Helgu
systur sína: „Eg nenni ekki aö vera
aö skafa utan af hlutunum. Maöur á
alltaf aö segja sannleikann, er þaö
ekki. . . ?” Eflaust rétt. „Þvílíkt
ástand”, sem Alþýðuleikhúsið sýnir á
Borginni, fjallar m.a. um sannleikann
— og ýmsar hliöar hans, m.a. þaö hve
illa getur fariö fyrir manni ef maður
segir hann allan, eöa gætir þess ekki
að koma orðum sínum í réttan bún-
ing. Arnar leikur m.a. eiginmann sem
óttast mjög að hann sé „búinn aö
vera”, aö kyngetan sé hraöfara dvín-
andi. Þaö er honum sérstakt áhyggju-
mál vegna þess hve fjörug kona hans
er. Hún (Helga) gefur honum varla
nokkurn frið og á endanum snýr
eiginmaðurinn sér til heimilislæknis-
ins sem ráðleggur framhjáhald. En
viö skulum ekki (svo maður tali eins
og kvikmyndagagnrýnandi) rekja
söguþráðinn lengra — endirinn er
óvæntur og sannleikurinn sveimar á
næstu grösum.
„Það er erfitt að gera sér grein
fyrir framtíð frjáls leikhúss á Is-
landi,” heldur Arnar áfram. „Þegar
Alþýðuleikhúsið var stofnað norður á
Akureyri, þá var þaö feröaleikhús, —
og atvinnuleikhús. En þaö reyndist
óskaplega dýrt aö halda úti þessari
feröastarfsemi og eftir aö viö fluttum
suöur þá varö starfiö í þessu leikhúsi
meira og minna áhugamennska —
þ.e. atvinnuleikarar og annaö fólk
sem lagði hönd á plóginn vann fyrir
sér annars staðar en bætti störfum í
Alþýöuleikhúsinu ofan á vinnudaginn.
Og þannig er ástandiö í grófum
dráttum núna. Hvaö verður um
Alþýöuleikhúsiö er aö minu viti frek-
ast spurning um þaö hvort okkur
tekst aö halda sókn okkar í iistrænum
efnum.”
ÖNNUM KAFIN
SYSTKIN
— En hvernig getur fólk, sem
starfar í Þjóðleikhúsinu og æfir þessa
dagana viöamikil hlutverk, sinnt
Alþýöuleikhúsinu í frístundum?
„Já, það er von aö þú spyrjir,”
sagöi Helga. „Þetta ætti fulloröið fólk
víst ekki að gera. En þetta er spurn-
ing um að staðna ekki. Hér í Þjóðleik-
húsinu velur maður sér ekki verkefni
sjálfur. I Alþýöuleikhúsinu getur
maöur það, kannski. Eg hef ekki leikið
mikiö undanfarin ár. Satt best aö
segja var ég farin aö efast stórlega
um sjálfan mig — hvaö ég gæti. Mér
lá á aö fá aö leika — leika hlutverk
sem kreföist hluta af mér, hluta sem
ég hef ekki haft tækifæri til að prófa
hér í Þjóðleikhúsinu.”
„Leikarinn þarf, eins og annaö
listafólk, eins og annaö fólk, aö leita
aö sinni sjálfsmynd. Hér í Þjóöleik-
húsinu er leikarinn ekki lengur sá út-
gangspunktur sem hann var — leikar-
inn er hornreka. Hér starfar margt
úrvalskrafta sem sjaldan fá neitt aö
gera. Til dæmis allar konurnar sem
standa jafnvel á hátindi starfsævi og
þroska — og fá ekki hlutverk. Þaö er
óskaplegt til þess aö hugsa. .. ” —
sagöi Arnar.
„Satt aö segja var ég aö því komin
aö segja upp,” sagöi Helga. „I vor
ætlaði ég aö segja upp — og ákvaö aö
takast á viö þetta hlutverk á vegum
Alþýðuleikhússins. Viö vorum byrjuð
að æfa þegar ákvöröun var tekin um
aö æfa „Villihunang” í haust og aö ég
fengi þar stórt hlutverk. Þess vegna
er svona mikið aö gera núna.”
LEIKSTJÓRAVELDIÐ
— Þú segir aö leikarinn sé ekki
lengur útgangspunktur hér, Arnar.
Var þaö öðruvísi áður?
„Þaö finnst mér. Eg hef unnið í
öllum þessum stofnunum og mér
finnst aö andrúmsloftið hafi veriö
ööruvísi áöur. Ég á viö fyrir svona 20
árum.”
— Hvaö hefur breyst?
„Áður fór þaö ekki á milli mála aö
leikarinn bar ábyrgö og hana mikla.
Og hann naut viröingar. Þaö var
engin spurning um þaö. Síðan hefur
ýmislegt gerst. Þaö er ekkert eitt sem
veldur þessu. Leikstjóraveldiö er
meira en áður var og þannig hefur
leikaranum veriö þokað til hliðar. Nú
viröist mér aö þaö sem er í kringum
leikarann og það sem á hann er hengt
skipti meira máli. Kannski er
ekki lengur gerö til hans sama krafa
— list leikarans er ekki lengur í þeim
hávegum höfö eins og áöur.
MINNA UM
STJÖRNULEIK
Viö sjáum ekki lengur neinn
stjörnuleik (nema kannski í auglýs-
ingunum. . . ). Ég er reyndar viss um
aö ÖU þessi „kommersíaUseríng” ger-
ir leikaranum mein. En rétt er aö
taka það fram aö ég áUt ekki aö leik-
arar eigi að vera heilagar kýr.”
„Nei,” — tók Helga undir. „En svo
ég komi aftur aö þessu meö verkefna-
leysi í leikhúsinu þá þjálfast maður
ekki í starfi nema aö áframhald sé á
vinnu manns og þaö er hart að til
þess aö maöur týni ekki sjálfum sér
þá þarf maöur aö sækja sér verkefni
utan leikhússins.
Þroski hvers og eins leUtara hefur
veriö vanræktur hér — þroski leikar-
ans hlýtur annars aö eiga aö vera í
fyrirrúmi í leikhúsvinnunni. . . ”
„Það er undarlegt,” sagði Arnar,
„aö þeir sem eru í forsvari fyrir leik-
húsið, skuU ekki gæta betur aö leikur-
unum og þeirra starfsþroska.”
Þegar Lawrence OUvier var leik-
hússtjóri breska þjóöleikhússins gætti
hann þess jafnan aö góðir leikarar
veldust til aö vinna saman. Þannig
eflir fólkið hvert annað — og
ógleymanlegir hlutir veröa til. Fyrir
því er reynsla hér — þetta hefur verið
gert hér í Þjóöleikhúsmu (Inúk,
Grænjaxlar, Flugleikur) og þannig
vinna, tilraunasviö, er hverju leikhúsi
nauðsynlegt. Vonandi veröur fram-
hald á slíku,” sagöi Helga.
„En þaö er lífsnauðsyn,” tók
bróðir hennar við — „þaö er Ufsnauö-
syn fyrir leikUstarstarfsemi, Ustræn
lífsnauösyn (nú verður Flosi vitlaus
— listræn hvaö.. . !) aö fóUc vinni
saman.”
„Það er þaö sem viö gerum niöri á
Borg þessa dagana. Þar er leikið á
paUi á miöju gólfi. Við höfum áhorf-
endur aUt um kring — ekkert eigin-
legt sviö til aö styðjast viö. Það hefur
verið spennandi vinna. Og leikritiö
sjálft er merkilegt — svo vel skrifað. ^
I fyrstu þegar viö vorum aö lesa þaö,
fannst okkur jafnvel aö þarna lægi
aUt ljóst fyrir og myndi ganga hratt
og vel aö setja það upp. En annað
kom í ljós. Vinnan reyndist meiri og
flóknari en við reiknuðum meö. . . ”
sagöi Helga.
„Já,” sagöi Arnar. „Það starf
hefur veriö sérlega ánægjulegt. Og
rétt aö benda á aö þau sem í þeirri
sýningu taka þátt og eru héðan úr
Þjóðleikhúsinu eru ekki ein um aö
hafa leitað eftir verkefnum utan húss-
ins. Helgi Skúlason og Helga
Bachmann leika í KjaUaraleikhúsinu
um þessar mundir. Og Steinunn
Jóhannesdóttir uppi í Breiðholti í
Grænu lyftunni. Kristbjörg Kjeld er t_
okkar leikstjóri.
Annars eru leikarar vanir því að
leggja á sig aukavinnu utan vinnutím-
ans í leikhúsinu. Launin hafa verið og
eru svo lág aö fólk hefur ekki getað
lifaö af þeim. Þaö er í rauninni sér-
kennilegt — þrátt fyrir lág laun í
íjóöfélaginu almennt — því leiklistin
skiptir fólk á Islandi miklu máli. Það
sýna m.a. tölur um aösókn. Þaö er
mikil aösókn aö leikhúsinu — og langt
er síöan hér myndaöist stór, traustur
hópur áhorfenda sem sér nánast allt
sem á fjalir fer.
Þaö skrítna er svo aö þrátt fyrir
góða, trygga áhorfendur þá hefur
leikhúsiö — ég á viö stofnanirnar —
lagt kapp á að láta stjórnast af mark-
aöi. Leikhús eins og hér, sem býr við
ótrúlega góöa aðsókn, ætti miklu
heldur að móta eftirspurnina. Og
styrkja sína innviði með því aö stand-
ast áhlaup þeirrar markaöshyggju
sem nú er stööugt kynt undir.
Markaðshyggjan er ekki alfarið af
hinu illa en hún er hættuleg vegna
þess að hún færir með sér lífsflótt-
ann.”
HÖFUNDARNIR -
LEIKARARNIR
Bæöi verkin, sem systkinin, Arnar <
og Helga „elskast” í þessa dagana,
„Þvílíkt ástand” á Borginni og „Villi-
hunang”, sem þau eru að æfa í Þjóö-
leikhúsinu, eru eftir unga, breska höf-
unda. Um bæði þessi verk veröur
naumast annað sagt, en aö þau séu af
íþrótt skrifuö, enda höfundarnir báöir
skólaöir í leikhúsvinnu.
„Viö tölum oft um það hér í
íslensku leikhúsi,” sagöi Arnar, „aö
leikhúsiö hafi eflt íslenska leikritun.
Þetta er a.m.k. sagt á hátíölegum
stundum. . . ”
„Þetta er mjög orðum aukið,”
sagði Helga þá. „Við verðum aö fara
að gera eitthvað í alvöru í þeim efn-
um — taka höfunda meira inn í leik-
húsiö. .. ” <"
„Miklu meira,” sagði Arnar. „Þaö
gildir þaö sama um höfunda og leik-
ara, aö þeir þurfa á þróun og þroska í
leikhússtarfi aö halda.”
Viö sögöum í upphafi aö höfundur
„Þvílíks ástands” heföi greinilega
tekiö mið af Techov — lært sitthvað í
leikritun af rússneska meistaranum.
Techov þótti reyndar skrifa um mikil
alvörumál, en hann sjálfur nefndi
verk sín öll kómedíur — þó svo tíök-
ast hafi aö flytja verkin sem
hádramatísk — oft. Væntanlega hafa
Bretarnir tveir, sem þessa haustdaga
færa íslenskum leikhúsmönnum og
leikhúsgestum keim af Techov, lagt
áherslu á kímnina.
„Já,” sagði Helga. „Það gerist allt
í „Villihunangi”. Það er hádrama-
tískt og farsakennt á víxl. Það er allt-
af sama sagan hjá Techov: Fólk sem
hreyfir hvorki hönd né fót þótt ein-
hvers konar heimsendir sé í nánd.
Persónurnar eru skoplegar í sínum *
harmleik.”
GunnarGunnarsson
Myndir Páll Kjartansson