Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Blaðsíða 18
18
DV. LAUGARDAGUR 5. OKTOBER1985.
Við Inga hittumst tvisvar. Að loknum fyrri fundi okkar var farið á
AREA, einn alræmdasta næturklúbb New York-borgar. Hér sést hvar
Inga tekur létta sveiflu á dansgólfinu.
DV-myndir Kristín Björnsdóttir.
Hún heitir Inga Dal og segir fólki
kynlífssögur i síma vestur í
Bandaríkjunum. Aöur fyrr hét hún
Ásdís Inga Steinþórsdóttir og var
þekkt fyrir að hafa lent í ööru sæti í
keppninni um ungfrú ísland árið 1957.
Þá var hún ung og saklaus
Reykjavíkurmær, sextán ára gömul og
nýhætt í skóla. Núna er hún þrígift og
þrískilin móöir á miöjum aldri sem býr
ásamt dóttur sinni og tveimur köttum í
háhýsi í New Jersey. Skjannahvítur
Cadillac stendur á bílastæöinu fyrir
utan og af íbúö þeirra mæðgna má
ráöa aö þær líða ekki skort.
Viö hittumst tvisvar. I fyrra skiptiö á
mexíkönskum veitingastaö á Man-
hattan og í seinna skiptið á heimili
Ingu í Secaucus í New Jersey. Hún
talaöi látlaust allan tímann og yfirleitt
á íslensku og lagði sig fram viö að vera
hreinskilin, opinská og skýr. Hún var
alveg ófeimin. Fyrir henni er síma-
sexiö skemmtileg leiö til aö græöa
pening og ástæðulaust aö vera nokkuð
aö skammast sín fyrir þaö. „Er þaö
eitthvaö lágt aö vilja tala um kynlíf,”
segir hún. „Þaö held ég ekki. Mér
finnst þaö skemmtilegt og sniöugt. Og
fyrst ég get unniö mér inn pening meö
því aö tala um hluti sem ég hef gaman
af, því ekki aö gera þaö? Það er til nóg
af fólki sem vill borga manni fyrir
þetta.”
Þetta er kona sem veit hvaö hún vill.
Kynbomba
„Mér þótti Ameríkananum fara svo
illa að segja Ásdís aö ég felldi það
niður þegar ég fékk bandarískan ríkis-
borgararétt. Dal-nafnið varö síðan til
fyrir misskilning, sem óþarfi er aö
fara nánar út í hér, en það er
óneitanlega þjálla heldur en Steinþórs-
dóttir.”
— Hvaöan ertu?
„Ég er austurbæingur og ólst upp í
gömlu lögreglubústööunum á horni
Laugavegs og Snorrabrautar. Eg fór-
að sjálfsögðu í Austurbæjarskólann,
kláraði skylduna og var síöan tvö ár í
heimavistarskólanum í Reykholti. Því
næst vann ég viö ýmis störf eins og
gengur: var í fiski, afgreiddi í búö,
reyndi yfirleitt að koma mér í hluti
sem'gáfu vel í aöra hönd. Ég vildi
vinna í fjóra daga og leika mér í þrjá.
Þannig er ég enn þann dag í dag.”
— Þú tókst þátt í keppninni um
ungfrú Island árið 1957. Segðu mér frá
því.
„Já, þaö var sumariö 1957. Eg man
ekki lengur hver sigraöi en ég lenti i
ööru sæti. Framan af benti allt til þess
aö ég myndi vinna. Ég var álitin svo
mikil kynbomba; brjóstamikil og
mittismjó. Og ég var ekki ljóshærð. Ég
var dökkhærð. Svei mér þá, ég held
meira aö segja aö ég hafi verið
rauöhærö. Jú, þaö passar. Ég var með
rautt hár. Afskaplega mikiö rautt hár.
0, ég var svo mikil kynbomba!
Strákarnir sögðu að ég væri eins og
Sophia Loren og ætti því helst að fara
vestur um haf til að láta taka af mér
myndir í Playboy. Eg man aö eitt sinn
tókum viö stelpurnar mynd af mér í
níðþröngum pæjukjól sem þrýsti
brjóstunum upp, mittinu inn og
mjöðmunum út. Kjóllinn var svaka-
legur en myndin var enn þá betri. Viö
sendum hana til Marilyn Monroe eftir
að hafa skrifaö þvert yfir brjóstin á
mér: „HiSkinny!”
En svo komst dómnefndin aö því aö
ég var of ung til þess aö hafa mátt taka
þátt í keppninni, þannig að ég tapaði
verðlaununum sem voru ferö til Kaup-
mannahafnar og þátttökuréttur í
fegurðarsamkeppni í Baden-Baden í
Vestur-Þýskalandi. Mér þótti þaö
ferlega sárt. Þetta var samt aldrei
gert opinbert.”
— Þú ert sumsé ekki „fyrrum ungfrú
isiand” eins og segir í auglýsingu frá
þér í tímaritinu „The Village Voice”?
„Ég er jafnmikil „fyrrum ungfrú
island” og hver önnur íslensk stúlka.”
Fyrsti eiginmaðurinn
og Ameríka
Inga kynntist fyrsta eiginmanni
sínum ári eftir að feguröarsamkeppnin
fór fram.
„Hann hét Jónas. Hann var fæddur á
Islandi en hafði tekiö sér bandarískan
ríkisborgararétt og gengiö í herinn.
Þaö fannst mér svo spennandi. Hann
var ósköp indæll og viö kunnum ágæt-
lega hvort viö annaö en ekki meir. Viö
skildum nokkrum sinnum aö boröi og
sæng. Að lokum ákvaö ég að binda
enda á þetta alveg og fara til Ameríku.
Ég einfaldlega pakkaði mínum fögg-
um og fór.
Þetta var sumarið 1963. Ég vissi í
raun og veru ekki hvað ég ætlaöi að
gera. Jónas hafði útvegaö mér at-
vinnuleyfi þannig að ég gerði mér
einhverjar vonir um aö fá vinnu. En í
sjálfu sér voru þetta bara draumórar
og barnaskapur. Ég átti til dæmis
kynlifi
DV ræðir við íslenska konu sem segir
Bandaríkjamönnum kynlíf ssögur í síma
engan pening. Ég var svo græn.
Einhvern veginn komst ég þó til New
York. Ég bjó á hóteli fyrstu dagana.
Þegar peningarnir voru á þrotum haföi
ég upp á tveimur íslenskum vinkonum
mínum, sem ég vissi að voru í
borginni, og þær buöu mér aö flytjast
inn til sín. Þær bjuggu í einu flottasta
hverfi borgarinnar, á horninu á 67.
stræti og Park Avenue þannig aö ég
var ekki lengi aö taka boöinu. Ég hóf
síðan nám í hárgreiðsluskóla og
stefndi aö því að opna mína eigin hár-
greiöslustofu á islandi.
Eg var alveg ferlega blönk á þessum
tíma. Átti ekki krónu. En þá komu
vinkonur mínar mér til aðstoöar meö
eftirminnilegum hætti. Þær veittu mér
nokkur hollráö.”
„Þær kenndu mér allt"
„Þær sögðu aö eins og málum væri
háttað væri eflaust best aö ég reyndi aö
gifta mig. Þær vöruöu mig við hinu og
þessu og bentu á ýmsar týpur sem ég
mátti alls ekki reyna við. Síðan tóku
þær sig til og sögðu mér nákvæmlega
það sem ég átti aö gera til að finna
rétta eiginmanninn. Þær kenndu mér
allt: hvemig ég átti aö haga mér, klæða
mig, mála mig. . . Þaö var til dæmis
ekki hægt að hafa mig rauöhærða. Ég
varð að vera ljóshærö. Ég varð að vera
ljóshærð til að sýna að ég væri íslensk!
Þessar vinkonur mínar voru
nokkrum árum eldri en ég. Þær vissu
hlutina og tóku mig einfaldlega í læri.
Þetta var eins og í gamla daga þegar
stúlkur voru sendar í skóla til að læra
hvernig karlmenn vildu hafa þær.
Vinkonur mínar hafa örugglega
hugsað sér þetta þannig og þær vildu
vel. Mér fannst þetta aö minnsta kosti
ógurlega sniðugt og skemmtilegt.
En manni finnst þetta frekar
heimskulegt núna þegar maður hugsar
til baka. En svona var þetta á þessum
árum. Þaö gekk allt út á að ná sér í
karl.
Staöreyndin er samt sú að heföi ég
ekki fengiö þessa leiðsögn hjá
vinkonum mínum þá hefði ég án efa
þurft aö fara strax aftur til Islands. Ég
átti ekki einu sinni pening fyrir mat.
En með því að nýta mér kennsluna gat
ég látið bjóða mér út hvenær sem ég
vildi, kvölds og morgna og í hádeginu
líka.
Og ekki vantaði gæjana! Ég var með
þá í kippum. Fór í gegnum síma-
bókina, raöaöi þeim á dagataliö og
dekkaöi þannig heilu vikurnar fram í
tímann. Þetta var heilmikil vinna,
nánast vísindi. En stelpurnar kenndu
mér þetta allt saman. Þær sögöu aö
svona yröi aö gera þetta ef maður
ætlaði aö hafa þaö af.”
Fleiri eiginmenn,
bflar, börn og bátar
Þaö var um þetta leyti sem Inga
kynntist öörum eiginmanni sínum.
„Hann var tíu árum eldri en ég,
virtist eiga nóg af peningum, var ógur-
lega myndarlegur og framarlega í
viðskiptalífinu. Þegar hér var komið
nennti ég ekki aö vinna eða læra
lengur. Langaði bara til aö eignast
börn og leika mér. Til þess að geta þaö
varð ég náttúrlega aö krækja mér í
einhvern ríkan og myndarlegan karl,
þannig aö ég krækti mér í þennan.
Viö giftum okkur árið 1965, bjuggum
í New Jersey og eignuðumst eina
dóttur, Alexöndru.
Hjónabandið entist í fimm ár og var
þá komið út í hreina vitleysu. Ég eyddi
og eyddi, og hann vann og vann, en
hann sagði mér aldrei aö ég væri aö
fara meö hann á hausinn — ekki fyrr
en alveg undir þaö síöasta. Fram aö
þeim tíma lét hann alltaf eins og hann
ætti nóg, þótt hann ætti þaö ekki. Þetta
var fábjánalíf á okkur. Ef ég varö til
dæmis reiö einn daginn og nennti ekki
með honum út á bát þá keypti hann
handa mér nýjan Cadilac. Ég var oröin
svo þreytt á þessu undir lokin aö ég
lagðist í feröalög. Fór til Miami eina
vikuna og til íslands þá næstu. Hann
kom aldrei meö. Hann haföi ekki efni á
því. Svona var þetta. Það var svo í
einni ferðinni til Miami aö ég kynntist
þriðja eiginmanninum.
Það væri nú saga aö segja frá
þriðja hjónabandinu, en ég geri þaö
ekki hér. Eiginmaður númer tvö komst
brátt aö því að ég væri með þessum
náunga. Allt fór í bál og brand og um
tíma var óvíst hvernig þetta mundi
enda. Mitt í öllum látunum lagöist ég
inn á sjúkrahús með alvarleg veikindi
og gekkst meðal annars undir sjö
uppskuröi. Eftir aö ég varð góð sendi
ég dóttur mína til Islands í smátíma,
fékk skilnað, giftist þriöja eigin-
manninum og fluttist meö honum til
Kingston á Jamaica. Um síöir fluttum
viö til New Jersey. Eg gerðist hús-
móöir, eldaöi og hugsaöi um krakkann.
Nú, gæinn reyndist vera hálfvafa-
samur. Við skildum áriö 1979 og ég stóð
ein uppi án þess aö vita hvaö ég ætti aö
gera. Alls kyns hugsanir spruttu fram.
Mér fannst ég hafa gert lítiö úr lífi
minu og svo framvegis. En þaö er nú
oft þannig aö maöur vaknar til lífsins
við að reka sig á. Ég var fljótlega
ákveðin í aö breyta ekkert um stæl þótt
það væri enginn maöur til að sjá
fyrir mér. Eg var ákveðin í að afla mér
almennilegra tekna með einum eöa
öðrum hætti. Eg læröi innanhúss-
arkitektúr og hef starfaö við þaö síöan,
og núna nýlega fór eg út í símasexið.
Og ég skal segja þér þaö, að hlutirnir
sem ég kaupi mér, það kaupir engin
kona sem vinnur frá níu til fimm.
Engin.”
Síma-sexið
— Segðu mér nú frá síma-sexinu.
Hvernig stóö á því að þú fórst út í
þennan bransa?
„Ég man þaö ekki nákvæmlega. Mér
fannst ég hafa frá einhverju að segja.
Ég kann að segja sögur, sérstaklega ef
þær hafa eitthvaö meö kynlíf að gera.
Ég hef alltaf verið spennt fyrir kynlífi.
Alltaf þótt eitthvað ferlega spennandi
viö„sex”.
Þetta byrjaði einhvern tímann í
fyrra. Þá voru þrír náungar á
hælunum á mér sem ég nennti ekki að
hitta og til þess að halda þeim góðum
þá talaöi ég viö þá í síma. Ég talaöi viö
þá oft og vel og lengi, og áöur en ég
vissi af þá voru þeir í sjöunda himni.
Svona líka í sjöunda himni! Þannig að