Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1985, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 5. OKTOBER1985. ástand” eftir Englendinginn Graham Swannell og er sýnt á Hótel Borg. „Mér fannst þaö í fyrstu fráleitt aö leika ástarhlutverk á móti bróöur mínum,” sagði Helga. „en svo hugs- aöi ég sem svo aö við værum einu sinni leikarar, starfandi viö sama eða sömu leikhús, við erum á svipuöum aldri og því í raun fáránlegt aö vera aö setja það fyrir sig — eiginlega kemur það hlutverkum okkar ekkert viö aö viö erum systkin.” „Auðvitaö hugsaöi maður um þetta,” sagði Arnar. „Hvaö segir fólk úti í bæ. Viö lifum í smáu samfélagi — smáborgaraþankinn er fyrir hendi. En leikhús, eða það sem fram fer á sviöinu, er ekki raunverulegt — og viö Helga erum leikarar.” ÞVÍLÍKT ÁSTAND! Leikrit Grahams Swannelis, sem Alþýöuieikhúsiö frumsýndi fyrir nokkrum dögum, samanstendur í raun af fjórum einþáttungum, en allir eru þeir samtengdir, náskyldir inn- byröis og fjalla um ýmsar hliöar á sama máli: ástinni, hjónabandinu, kynlífinu og barneignunum. Persónur leikþáttanna eru fólk kringum fertugt aö aldri (á svipuöu reki og Arnar og Helga), hefur verið í hjónabandi einhvern tíma — og finnst kannski aö lífið, hjónalífið — sé ekki nákvæmlega eins og til stóð í upphafi. Höfundurmn er ungur maður. Hann er aö skrifa um sína eigin kyn- slóö. Arnar segir að þaö sé ekkert vafamál að Graham Swannell hafi lesiö sinn Techov því margt í textan- hann kallar leikgerö sína „Villihun- ang”. „Flestar persónur þeirra leikrita, sem Techov samdi síðar, koma fyrir í „Platonov”, sagöi Arnar. „Hann hef- ur eiginlega sest niöur í upphafi höf- undarferils síns og fest á blaö allt sem hann ætlaði sér, eða vildi skrifa, og unnið síöari úr því.” ELSKENDURÁ TVEIMUR SVIÐUM Þau Arnar og Helga hafa nóg aö gera þessa dagana viö aö túlka elsk- endur. Þau leika aöalhlutverkin í upp- færslu Alþýðuleikhússins á „Þvílíkt Viö hittum þau í gamla leikfimi- salnum í húsi Jóns Þorsteinssonar, sem Þjóðleikhúsið hefur nú umráö yfir. Leikfimisalurinn er oröinn helsta æfingahús leikhússins — leikmunir víöa í salnum og veriö aö koma upp litlu sviöi. Breiddin á salnum er svipuö breiddinni á stóra sviöi Þjóö- leikhússins, þannig aö salurinn hentar vel til æfinga. Hann hefur lika verið vel nýttur síöan Þjóðleikhúsið tók hann í notkun. Arnar Jónsson og systir hans, Helga, æfa nú tvö aðalhlutverk í ensku leikhúsverki sem væntanlegt er á fjalirnar í haust. „Villihunang” heitir verkið — raunar leikgerö samin upp úr æskuverki Antons Techovs, sem fannst í bankahólfi í Mosvku eft- ir dauöa stórskáldsins. Menn hafa kallaö þetta æskuverk Techovs „Platonov” eftir aðalhlutverkinu (sem Arnar leikur) — en verkiö sjálft hefur aldrei veriö leikiö í fullri lengd, enda tæki þaö of langan tíma — kannski tuttugu klukkustundir eöa svo. En ýmsir höfundar og leikstjórar hafa samiö leikgeröir upp úr „Platonov” — þar á meðal enski leik- ritahöfundurinn Michael Frain. Og Systkinin Arnar Jónsson og Helga Jónsdóttir, leikararnir frá Akureyri, eru i óvenjulegri aflstöðu þessa dagana. Þau leika hjón í sýningu Alþýfluleikhússins ó Hótel Borg og æfa i Þjóðleikhúsinu aðal- hlutverkin í Villihunangi — einnig þar elskandi par. Okkur þótti for- vitnilegt að vita hvernig systkinum fellur að „elska" hvort annað á sviðinu. Og í leiflinni ræddum vifl leiklistarmálin á Íslandi. Leiklist og málefni leiklistar hljóta reyndar að vera tiðrædd í fjölskyldu Arnars og Helgu. Arnar er giftur Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra sem nú leikstýrir manni sinum og mágkonu í Villihunangi. Helga er gift örnólfi Árnasyni leik- ritahöfundi og faðir Arnar og Helgu er Jón Kristinsson sem um eitt skeifl var formaflur Leikfólags Akureyrar og ein helsta stjarnan á akureyrskum fjölum. M ‘ »»» *" '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.