Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Page 4
4 DV. FIMMTUDAGUR10. OKTOBER1985. Útselsveiðar á Akranesi: Nota herríffil meö sprengikúlum — og veiða allt upp í400 kílóa seli Frá Haraldi Bjarnasyni á Akranesi: Tveir menn frá Akranesi hafa aö undanförnu stundaö veiöar á útsel á fjögurra tonna trillu. Veiöarnar hafa gengið vel þegar gefiö hefur en nauð- synlegt er að ládauöur sjór sé og gott skyggni svo hægt sé aö skjóta selinn. Á sunnudaginn komu þeir félagar meö átján útseli aö landi. Selirnir eru gífur- lega stórir, þeir stærstu alit aö 400 kílóa þungir, þess vegna hafa þeir ekki getaö innbyrt alla selina og oröiö aö draga hluta fengsins og þannig misstu þeir 5 seli einn daginn þar sem ekki haföi veriö nægilega vel frá þeim geng- iö viö bátshlið. Til veiðanna er notaður stór herriffill meö sprengikúlum en aö sögn veiði- mannanna dugar ekkert minna á þess- ar stóru skepnur. Hringormanefnd greiöir fyrir selina en hér á Akranesi fara þeir beint í frystingu en þaöan eru þeir sendir í fóöurstöövar refabúa. Þannig hefur barátta grænfriöunga gegn selveiöum oröiö til þess aö selur er nú veiddur til aö búa til refapelsa i staö pelsa úr sel- skinnum sem enginn vill oröiö nota vegna áróöurs fyrrnefndra friöunga. Samtals hafa þeir félagar á trillunni frá Akranesi nú veitt um 8 tonn af útsel og líklega hefur eitthvaö þurft af fiski í fæðu fyrir þessar risaskepnur. TOGARITEKINN AF HÚSVÍKINGUM Atvinnulíf á Húsavík veröur fyrir verulegu áfalli um næstu mánaðamót þegar togarinn Kolbeinsey ÞH—10 verður sleginn hæstbjóöanda á nauð- ungaruppboöi. Helmingur af bolfisk- afla frystihússins hefur komiö frá Kol- beinsey. Annaö og síðara uppboð á togaran- hfWf ■ JL ■■ lllillWWW, Mannfjöldi fagnaði komu Kolbeinseyjar til Húsavíkur árið 1981. Um næstu mánaðamót missa Húsvíkingar togarann. um fer fram hjá sýslumanninum 31. október næstkomandi. Á fyrra uppboð- inu, 3. september, bauö Fiskveiöasjóð- ur 170 milljónir króna en enginn bauö á móti. Búist er viö aö Fiskveiöasjóður muni aftur bjóöa 170 milljónir króna og eign- ast togarann fyrir þaö verö. Á togaran- um hvíla 260 milljónir króna, aöallega kröfur Fiskveiöasjóðs. Talið er nær útilokaö aö Húsvíking- um takist aö koma í veg fyrir aö togar- inn hverfi úr þeirra höndum. Hlutafé- lagiö Höfði á togarann en stærstu eig- endur þess eru Fiskiðjusamlag Húsa- víkur, bæjarsjóöur og Kaupfélag Þing- eyinga. Togarinn Kolbeinsey var smíöaöur á Akureyri áriö 1981. Lán upp á fimm milljónir dollara, sem tekiö var vegna kaupanna, reyndist banabiti útgerðar- innar. „Búiö er aö greiöa 80 milljónir í tog- arann miöaö viö lánskjaravísitölu en þaö er bara rétt upp í vexti,” sagöi Helgi Kristjánsson, skrifstofumaöur hjá útgeröarfélaginu Höföa. -KMU. selirnir engin smásmíði. Þessi umræddi túr gaf af sér DV-mynd Haraldur Bjarnason. Eins og sjá má voru 2,8 tonn af selkjöti. Kvíði í Grundfirðingum: Kvótar búnir og togarí aðfara „Við kvíðum þeim tíma sem fram- undan er,” sagöi Guöni E. Hall- grímsson, hreppsnefndarmaöur í Grundarfiröi. Eins og fram hefur komiö í DV hefur Fiskveiöasjóöur nú eignast annan togara Grundfiröinga, Sigurfara II, á nauöungaruppboöi. „Þaö er ekki ljóst hvort skipiö næst heim aftur eöa ekki en menn vona það. En það veldur okkur einnig áhyggjum að allur kvóti er búinn, fyrir utan kvóta skelfiskbátanna, en þeir eiga margir lítiö eftir. Hraöfrystihús Grundarf jarðar hef- ur verið aö leita eftir því aö eignast skip til aö leysa sín hráefnismál. Þeir hafa lýst því yfir og gert vissar ráöstafanir, til dæmis samþykkt aö auka hlutafé, beinlínis til aö geta eignast togarann,” sagði Guöni. Togarinn Runólfur er aö koma frá Þýskalandi úr klössun. Hann er hins vegar búinn með kvóta sinn. -KMU. j dag mælir Dagfari________j dag mælir Dagfari _____ídagmælir Dagfari NÚ BYRJAR BALLIÐ í dag kemur Alþingi saman og þingmenn mæta spariklæddir til orrustunnar sem framundan er. Til sumra þeirra hefur ekki spurst síðan í vor, þegar þingi var slitiö, en aörir og þá einkum ráöherrarnir mæta vel þjálfaðir til leiks eftir margfaldar orrahríðir í sumarfríinu. Sjálfstæðisráðherrarnir mæta til að skoða nýju stólana sína og fram- sóknarráðherrarnir til að dusta rykið af gömlu stólunum. Halldór hefur veriö að kijást við kvótann, Jón bjórlausi við bjórlíkið en enginn veit hvað Alexander hefur verið að gera. Sem ekki er nema von því hann hefur ekkert gert. Steingrímur hefur hins vegar haft nóg að sýsla, ýmist í Mexico eða lsrael og verður sjálf- sagt hvíldinni feginn. Hann verður sjálfsagt upptekinn i þvi næstu dag- ana að kynna sér hvaða ráðherra er með hvaða ráðuneyti enda hlýtur það að vera nokkuð spennandi hlut- verk að hafa forsæti fyrir rikisstjórn sem stundar þá pólitik að „hlaupa i skarðið.” Steingrímur hefur þó lýst yfir ánægju sinni með breytingarnar hjá Sjálfstæðisflokknum og telur stjórn sina styrkari á eftir. Það sama hafa gömlu ráðherrarnir í nýju stólunum hjá íhaldinu sagt og er ekki annað að heyra en að stjórnarflokkarnir báðir séu því afar fegnir að Geir Hall- grímsson gangi úr stjórninni. Fyrir okkur hina, sauðsvartan almúgann, er það óneitanlega fróðlegt að upp- götva að Geir skyldi hafa verið slíkur akkilesarhæll í stjómarsamstarfinu að fagnaðarkliður fari um stjóraar- herbúðimar þegar hann hættir. Það á ekki af manninum að ganga. Fyrst þurfti að losna við hann úr formanns- sætinu í Sjálfstæðisflokknum, síðan var honum sparkað út af þingi og nú klappa kollegar hans í ríkisstjórainni í kór þegar nýr maður tekur við af honum í rikisstjórninni. En það eru fleiri en Geir sem era til óþurf tar í pólitíkinni. I þann mund sem þing kemur saman er Alþýðubandalagið haldið uppdráttarsýki vegna formennsku Svavars Gestssonar og gengur mað- ur undir manns hönd að finna nýja forystu í þeim flokki og þá ekki síður kjósendur sem flæmst hafa frá flokknum meðan Svavar hefur verið formaður. 1 Alþýðuflokknum eru einnig væringar sem hafa leitt til þess að Jón Baldvin Hannibalsson sér sig knúinn til að benda flokksmönn- um sinum á að „við leysum ekki vandann með orðhengilshætti og deilum um tittlingaskit”, eftir því sem Alþýðublaðið greinir frá í gær. En meðan allabailar tala ilia um Svavar og kratar halda flokksþing til að tala um tittlingaskít, dunda? Bandalag jafnaðarmanna sér við að kljúfa flokk sinn niður í spað. Þingmenn Bandalagsins talast ekki við nema fyrir kurteisisakir, til að tala ekki af sér, því enginn þeirra veit lengur hvaða stefnu flokkurinn fylgir. Fyrir kvennalistakonur er Al- þingi orðið að kvennaathvarfi til að hafa það náðugt, enda sýnast þær taka sumarfrí Alþingis jafnalvar- lega og karlrembusvinin, sem leggj- ast í dá og aðgerðarleysi meðan þingið situr ekki að störfum. Að minnsta kosti hefur enginn orðið þeirra var á undanförnum mánuðum og enginn þarf að búast við því að mikil breyting verði á því þótt þingið komi saman. Kvennalistakonur hafa hins vegar verið til augnayndis í þinginu og verða það vonandi áfram. Af öllu þessu má sjá að spari- klæddir alþingismenn, sem nú mæta til vinnu eftir fjögurra mánaða sumarhvíld, eru þess albúnir að takast á við sin cigin vandamál. / / Dagfari. 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.