Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Side 40
FR ÉTTASKOTIÐ Simi ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, simi 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sém birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1985. Securitas að semja? Ýmislegt benti til þess i morgun. aö samningar gætu tekist í dag i kjaradeilu öryggisvaröa Securitas viö fyrirtækiö. Framkvæmdastjóri Securitas, Jóhann Oli Guðmunds- son, átti í nótt óformlegan og óvæntan fund meö fulltrúum starfsmanna. Skriöur var þegar farinn aö komast á málin í gærkvöldi eftir að öryggisverðir gáfu fyrirtækinu auknar undanþágur frá verkfall- inu. 1 staö eins manns var Securit- as heimilaö aö hafa þrjá menn í vinnu til aö sinna neyðarþjónustu og lágmarksgæslu. I framhaldi af undanþágunum hófust þreifingar sem leiddu til óformlegs fundar í nótt milli klukk- an fjögur og sex. Samkvæmt heim- ildum DV gerðist þar ýmislegt jákvætt. -KMU. Líkið fannst íHelguvík Lík björgunarsveitarmannsins úr Keflavík fannst í gærkvöldi í Helguvík, á 27 m dýpi — stutt frá þeim stað þar sem maðurinn féll útbyrðis. Þaö voru menn úr Hjálparsveit skáta í Njarðvík sem fundu líkið meö aöstoð neðan- sjávarmyndavéla. Hinn látni hét Eyjólfur Ben Sigurðsson. Hann var 21 árs, ókvæntur. -SOS Flutninga- bifreið valt Vöruflutningabifreið frá Dalvík fór út af veginum og valt í Arnar- neshreppi við Eyjaf jörð í morgun. Þetta óhapp átti sér stað laust fyrir kl. sex. Ekkert alvariegt slys varð á mönnum. Verið var að vinna að þvi að koma bifreiðinni á réttan kjöl i morgun en bifreiðin er 20—30 lestirfulllestuð. -SOS EINANGRUNAR GLER 666160 LOKK Sko Albert, enn skorar hann á siðustu mínútun- um! 5000 stolnar norskar bækur á leið hingað? Hugsanlegt er að Islendingar fái 5000 bækur sendar frá Noregi á næst- unni. Þessar bækur veröa sendar af „skæruliðaskáldum” í Noregi sem tóku þær ófrjálsri hendi á bókasafni einu þar í landi. Skæruliðaskáld þessi eru hópur skálda sem una hag sínum illa í Noregi. Þau hafa undanfariö ár ver- ið með ýmsar uppákomur til að vekja athygli á slæmum kjörum sín- um. Ein þessara aögerða fólst í því aö taka þessar 5000 bækur frá bóka- safni einu. Bækurnar voru reyndar komnar í geymslu og stóð til að kasta þeim. Meöal þessara bóka var ein bók sem núverandi menningarmála- ráöhérra Noregs, Lars Roar Langslet, gaf út fyrir 20 árum. Hún hafði aðeins einu sinni verið lánuð út af safninu og segjast skáldin hafa heimildir fyrir því að það hafi verið frænka hans sem fékk bókina að láni. I ágúst sl. voru bækurnar afhentar Islendingum til varðveislu því að skáldin telja að þessar bækur séu bet- ur komnar í höndum Islendinga því þeir hafi mun meiri áhuga á bók- menntum en Norðmenn. I frétt í norsku dagblaði segir að þar hafi tvö íslensk skáld tekið á móti bókunum og segir ennfremur að þau hafi verið send út af örkinni af forseta Is- lands. Þessu neitaði síðan forsetinn í viötali við sama blað þegar hún var stödd í Bergen. „Eg var ekki beint útnefndur af Vigdísi en skáldin útnefndu mig sem fulltrúa Islands,” segir Kristján Hreinsson skáld sem búsettur er í Bergen og var annar þeirra Islend- inga sem tók við þessum bókum. Hinn var Jón Sveinbjörn Jónsson. Kristján segist ekki vita hvað orðiö hafi af bókunum en segir að skáldin norsku hafi ætlað að sjá um að senda bækurnar tii Islands. APH. Nokkuð hefur verið um að gangandi vegfarendur hafi orðið fyrir bifreiðum siðustu daga. Þessi mynd var tekin á Njálsgötunni i gær en þar hafði kona orðið fyrir bifreið. DV-mynd S. Mikil fjölgun umferðaróhappa — þrátt fyrir áróður í umf erðarvikunni . Þrátt fyrir mikinn áróður og I Frá kl. sex í gærmorgun til kl. sex í | ar (5 slys) en á sama tíma í fyrra voru upplýsingastarf þessa dagana er ekk- morgun uröu sautján árekstrar í 44árekstrar (5slys). ert lát á umferðaróhöppum í Reykjavík og þrjú umferðarslys. I I SOS höfuðborginni. þessari viku hafa því orðið 55 árekstr- Kauphækkun BSRB: Annað launa- m r || m rm folkfai þetta líka „Rikisstjómin er greinilega að gera ráðstafanir til þess að mæta þeim verðhækkunum sem orðið hafa umfram það sem gert var ráð fyrir við samningagerð,” sagði As- mundur Stefánsson, forseti ASI, í samtali við DV í morgun um kaup- hækkun BSRB-launþega. „Ríkisstjórnin hlýtur að ætlast til að þessi hækkun komi einnig til fólks á almennum vinnumarkaði. Miðað við síðustu spár virðist raun- ar sem þessi hækkun muni varla duga til að halda þeim kaupmætti sem samningar gerðu ráð fyrir 1. desember.” -ÞG Staðgreiðsla til bændatryggð „Eg tel að næsta greiðsla verði svipuð og nú eða um tuttugu milljónir króna og komi niunda til tíunda nóvember,” sagði Gunnar Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins, í samtali við DV í morgun. Til að standa við ákvæði í nýju búvörulögunum hefur fjármála- ráðuneytið gengiö frá lántöku í Seðlabankanum vegna staðgreiðslu búvöruverðs. 600 milljónir króna er láns- upphæðin. Fyrsta greiðsla til bænda fór fram í gær eða 20 milljónir króna vegna mjólkur- verðs. Nóvembergreiðslan verður einnig til greiðslu mjólkur. En í desember þarf aö greiða bænduin kjötverð og áætlaði Gunnar að það yrðiumhálfmilljónkróna. -ÞG. Folsunarmál í flugtumi Rannsóknarlögreglan á Kefla- víkurflugvelli hefur nú til rannsókn- ar fölsunarmál sem upp er komiö hjá Flugmálastjórn og Kaupfélagi Suðurnesja. Vörur voru teknar út hjá Kaupfélaginu og skrifaöar á reikning Flugmálastjórnar með falsaöri undirskrift aö því er virðist. Upphaf málsins er það aö í sumar barst Flugmálastjórn á Keflavíkur- flugvelli reikningur fyrir úttekt á ýmsum ferðavörum, útigrilli og fleiru, að fjárhæð um sex þúsund krónur. Sá sem tók út vörurnar skrifaði undir nafn ungs flugum- ferðarstjóra. Viðkomandi flugumferöarstjóri kannast ekki viö vöruúttektina. Heldur hann því fram að einhver annar hafi vísvitandi falsað hans nafn. Bendir flugumferðarstjórinn á aö undirskrift nótunnar sé ólík hans eigin. Mál þetta er viðkvæmt í flugturn- inum á Keflavíkurflugvelli þar sem töluverður styr hefur staðið um ráðningu umrædds flugumferöar- stjóra þangað. Ekki er talið útilokað að annar flugumferðarstjóri hafi falsað undirskriftina í þeim tilgangi að koma samstarfsmanni sínum í klípu. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar liggur þó enginn undir grun. Starfsmenn Flugmálastjórnar hafa reglulega farið í Kaupfélagið og keypt þar kaffi og ýmsar smávörur fyrir kaffistofu flugturnsins og skrif- að þaö á stofnunina. Sá sem skrifaði útigrillið á Flugmálastjórn hefur vit- að að stofnunin er í reikningsvið- skiptum í Kaupfélaginu. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.