Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Side 7
DV. FIMMTUDAGUR10. OKTOBER1985.
7
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Heimilistrygging:
Hver borgar gleraugun?
Tryggingamálefni vefjast oft fyrir
fólki og nýlega barst okkur fyrirspurn
frá konu á Vestfjörðum um heimilis-
tryggingu og ábyrgð hennar.
Spurningin varöar gleraugu sem
brotin eru í heimahúsi af gestkomandi
aðila. Hvaða trygging er það sem
borgar gleraugun? Er það heimilis-
trygging húsráöenda eða heimilis-
trygging gestsins?
Viö leituöum svara hjá nokkrum
tryggingafélögum og niðurstaðan af
þeim fyrirspurnum er sú að það fer
eftir atvikum í það og það skiptiö hvort
heimilistrygging gestsins borgar
tjónið.
Þaö er semsagt aldrei heimilistrygg-
ing heimilismanns sem greiöir tjón af
þessu tagi heldur heimilistrygging
gestsins sé hún fyrir hendi og hann
skaðabótaskyldur.
Ef til dæmis gesturinn verður fyrir
því að stíga ofan á gleraugu heimilis-
manns, þar sem þau liggja á gólfi, og
eyðileggja þau er gesturinn ekki
skaðabótaskyldur því geymslustaöur
gleraugnanna getur ekki talist
eölilegur.
Ef gesturinn veröur hins vegar fyrir
þvi í ógáti að henda gleraugum
heimilismanns niður á gólf og eyði-
leggja þau er hann skaöabótaskyldur,
svo framarlega sem hann hefur
heimilistryggingu og er skaðabóta-
skyldur samkvæmt almennum laga-
ákvæðum.
Nú eru aðeins þrjár vikur i
eindagann, 31. október. Geymum
það ekki lengur að skella bifreiðinni
í Ijósaskoðun og búum hana undir
skammdegismyrkur vetrarins.
31. október
eindagi
Ijósaskoðunar
Umferðarráð minnir umráðamenn
bifreiöa á að þann 31. október næst-
komandi eiga allir aö hafa látið ljósa-
skoöa ökutæki sín. I ljósaskoðun eru öll
ljós yfirfarin og ökuljós stillt.
Biluð og vanstillt ljós valda hættu og
óþægindum í umferðinni og nú, þegar
skammdegiö færist yfir, veitir ekki af
allri þeirri birtu sem nútímatækni
hefur yfir að ráða. Þá skal á það bent
að ljós geta bilað og vanstillst á
skömmum tíma. Verslunargluggar og
ljósmálaðir húsveggir eru kjörnir
hjálparstaðir til sjálfsathugunar
bifreiða í þessum efnum, hvort heldur
er á fram- eða afturljósum bílanna.
Enn sjáum við töluverðan fjölda
eineygðra og jafnvel ljóslausra
bifreiða í umferðinni. Ekki síst skal
það brýnt fyrir ökumönnum þeim, er
fram að þessu hafa trassað viðgerðir á
ljósabúnaði ökutækja sinna i sumar-
birtunni, aö bæta nú úr hið bráðasta.
Slysin gera ekki boð á undan sér.
Hvenær i
byrjaðir þú
.dxER0AR •—
í
' Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk eða undanrenna
Á meðgöngutímanum er konum ráðlagt að bœta við sig um það bil 400 mg viðbótarskammti
af kalki á dag. Þessari auknu þörf verður móðirin að mœta með aukinni kalkneyslu. Það er því
mikilvœgt að móðirin drekki hœfilega mikið af mjólkurdrykkjum fyrir sjálfa sig og barnið sem
hún fœðir, Afleiðingar kalkskorts geta valdið beinþynningu eftir að miðjum aldri er náð;
stökkum beinum, sem gróa illa eða skakkt saman og getur það bilriað illilegga á
útliti fólks. Lágmarkskalkskammtur fyrir ófrískar konur og brjóstmœður samsvarar
þremur mjólkurglösum á dag. Neysla mjólkur er áreiðanlega einhver sú besta leið
sem til er til þess að tryggja líkamanum nœgilegt kalkmagn og vinna þannig
gegn beinþynningu og afleiðingum hennar.
Mjólk í hvert mál
Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur af kalki f mg Samsvarandi kalk- skammtur í mjólkur- glösum (2,5 dlglös)* Lágmarks- skammturf mjólkurglösum (2,5 dl glös)* *
Börn 1-10 ára 800 3 2
Unglingar 11 -18ára 1200 4 3
Ungtfólkogfullorðið 800”' 3 2
Ófrískarkonurog
brjóstmœður 1200"” 4 3
• Hér er gert ráð fyrir að allur dagskammturlnn af kalkl koml úr mjólk.
"Að sjálfsögðu er mögulegt að fá allt kalk sem llkaminn þarf úr öðrum matvœlum en mjólkurmat en sltkt krefst
nákvœmrar þekkingar-á nœrtngarfrœðl. Hér er miðað við neysluvenjur elns og þœr tlðkast f dag hér á landl.
” Marglr sérfraeðingar telja nú að kalkþörf kvenna eftir ttðahvörf sé mun melri eða 1200-1500 mg á dag.
Nýjuslu staðlar fyrtr RDS I Bandartkjunum gera róð fyrir 1200 tll 1600 mg á dag fyrir þennan hóp.
Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fœðutegundir og auk þess B-vítamín,
A-vftamín, kalíum, magníum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar líkaminn til
vaxtar og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst
í líkamsvökvum, holdvefjum og frumuhimnum, og er það
nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vððvasamdrátt,
hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af
™|| ýmsum efnaskiptahvðtum. Til þess að líkaminn geti nýtt
kalkið þarf hann D-vítamfn, sem hann fœr m.a. með
sólbððum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi.
Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmatar
gefur sjaldnast meira en 300-400 mg á dag, en
það er langt undir ráðlögðum dagskammti. Úr
mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr
u.þ.b. þremur glðsum af mjólk.
MJÓLKURDAGSNEFND