Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Side 18
18 DV. FIMMTUDAGUR10. OKTOBER1985. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Keflvíkingar sækja að körfu Valsmanna i gærkvöldi. DV-mynd Guðmundur Franz Jónasson Wile sagði nei, takk — og lan Green verður nú líklega boðin stjórastaðan hjá WBA Frá Sigurbirni Aöalsteinssyni, fréttaritara DV í Englandi: John Wile, framkvæmdastjóri Peterborough, neitaði í gær boði um að gerast stjóri WBA. Neitun Wile kom mönnum vægast sagt mikíð á óvart en Wile lék á sínum gullaldarárum með WBA-liðinu. Likiegastur i stjórastólinn þykir nú Ian Green sem var áður stjóri hjá Wolves, en er nú hjá Mansfieid. -fros Hartwig f rá Köln — Austria Salzburgkeypti Frá Atla Hilmarssyni, frétta- ritara DV í V-Þýskalaudi: Jimmy Hartwig var í gær seldur frá Köln til austurríska félagsins Austria Salzburg. Kaupverðið var ekki gefið upp. Hartwig var löngum umdeildur sem leikmaður hjá Köln. Hann þótti nokkur vand- ræðagripur lengst af dvöi sinni þar en í vetur fannst mönnum sem piltur hefði mikið batnað. Salan á honum kom því nokkuð á óvart. -fros. Sex 3-stiga körff ur Hreins dugðu ekki ÍBK Valsmenn reyndust seigari í úrvalsdeildarleik liðanna í gærkvöldi og sigruðu, 86:77 Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttaritara DV á Suðurnesjum: Siæmur kafli nýliða ÍBK gerði út um vonir liðsins er það mætti Val í úrvals- deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Leikið var í Keflavik og það var ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleikinn að Vaismenn náðu frumkvæðinu. Keflavík var þá stigalaust á sjöttu minútu og á meðan skoraði Valur tólf stig. Eftir það var aldrei spurning um úrslit. Lokatölur 86—77 Val í hag. Hreinn Þorkelsson, þjálfari og leik- maður IBK, byrjaði leikinn á þriggja stiga skoti en hann átti eftir að reynast iðinn við þau áður en leiktíminn var úti. Skoraði sex þriggja stiga körfur í leiknum þrátt fyrir að hafa lítið getaö breytt sér vegna villuvandræða. Hreinn hreppti sína þriðju villu strax á áttundu mínútu leiksins. Leikurinn var í járnum lengst af. Bæöi liöin léku oft ágætlega og nýliöarnir virtust eiga i fullu tré viö Valsmennina. I hálfleik höfðu þeirstigi betur, 47—46, þrátt fyrir aö Keflvíking- ar heföu um tíma haft fimm stiga for- skot. Hinn slæmi kafli heimamanna kom síðan er ellefu mínútur voru til leiks- loka. Staðan var þá 62—61 Keflavík í hag. Valsmenn juku þá við hraðann og liðsmenn ÍBK hreinlega sátu eftir. Þegar þeir komust á lappir aftur var staðan 73—62 og sigur Vals komst aldrei í hættu eftir þaö. Keflavík skoraði þr jár síðustu körfur leiksins og voru það allt þriggja stiga körfur. Valsmaðurinn Einar Olafsson var tvímælalaust maður þessa leiks. Þá var Tómas Holton þrælhittinn og Torfi Magnússon stjórnaði vörn Vals af miklu öryggi. Guðjón Skúlason átti bestan leik Keflvíkinga en frammistöðu Hreins ber einnig hátt. Þá átti Jón Kr. Gísla- son góðan leik en greinilegt er aö breiddin er ekki nægjanleg hjá liöinu. Stig Vals: Einar Olafsson 24, Tómas 22, Torfi og Sturla Örlygsson 11, Leifur Gústafsson 10, Sigurður Bjartmarz, Jóhannes Magnússon, Páll Arnar og Björn Zoega 2. Stig IBK: Hreinn 27, Guðjón 20, Jón 19, Ölafur Gottskálksson 6, Matti Oswald 4 og Pétur Jónsson 2. Jón Otti Jónsson og Omar Scheving áttu í litlum vandræðum með dóm- gæzluna. Áhorfendur voru 205. -fros. Draumabyrjun Stuttgart dugði skammt í Mannheim Ásgeir Sigurvinsson skoraði eftir tvær mínútur en það var ekki Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV íÞýskalandi: Þrjú skaliamörk Thomas Remark fyrir Mannheim á fimmtán minútna kafla í byrjun seinni hálfleiks slökktu allar vonir Stuttgart, liðs Ásgeirs Sigurvinssonar. Liðin mættust í gær- kvöldi í Bundesligunni og þrátt fyrir draumabyrjun Ásgeirs og félaga þá þurftu þeir að sjá á bak báðum stigunum í 5—3 tapi. Knattspyrnudeild Fylkis óskar að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Tilboð merkt „Fylkir" sendist til auglýsingaþjónustu DV, Þverholti 11, fyrir þriðjudaginn 15. okt. Það var Ásgeir Sigurvinsson sem skoraði strax á 2. mínútu fyrir Stutt- gart mark úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði veriö á Andreas Muller. Gaudinio svaraði fyrir heimaliðiö með marki skoruöu af stuttu færi. Markakóngur Stuttgart, Karl Allgöver, var síðan á ferðinni fyrir hlé er hann skoraði sitt tíunda mark í deildinni á þessu keppnistimabili. Vörn Stuttgart svaf sínu værasta í byrjun seinni hálfleiks. 1 þrígang var Thomas Remark einn á auðum sjó og hann nýtti sér það til hins ýtrasta. Alfreð Schön bætti við fimmta marki Mannheim en Jurgen Hartman átti lokaorðið fyrir Stuttgart. Ásgeir átti ekkert sérstakan dag með Stuttgart að þessu sinni. Lítið bar á honum í leiknum. Karl Allgöver: Markahæsturi Bundesligunni. 5reknirútaf Brasilískir knattspyrnumenn láta ekki að sér hæða. Þannig var deildaieikur Sao Paulo, liðs Falcao, gegn Paulista heldur sögulegur. Fimm leikmenn Paulista liðsins voru reknir af velli. Þurfti þá að stöðva ieikinn vegna þess að ekki mega færri cn sjö vera í knattspyrnuliði. Ekki fóru neinar sögur af úrslitum lciksins. -fros. Coeck látinn Ludo Coeck dó í gær af völdum meiðsla er hann varð fyrir í biisiysi. Coeck iá á sjúkrahúsi í Brussel en ekki tókst að gera að meiðslum hans. Coeck lék 46 landsleiki með Belgíu. Hann lék lengst af með liði Anderlecht en var seldur í fyrra til ítalska félagsins Inter Milano. Coeck gat lítiö leikið með því vegna meiðsla í ökkla. Hann varþrituguraðaldri. -fros. Allgöverog Remark — eru markahæstir íBundesligunni Frá Atla Hiimarssyni, frétta- ritara DV í Þýskalandi: Kari Allgöver, Stuttgart, og Mannheimleikmaðurinn Thomas Remark eru nú markahæstu ieik- mennirnir í v-þýsku Bundeslíg- unni. Hafa báðir skoraö tíu mörk. Werder Bremen leikmaðurinn Rudi Völler kemur þeim svo næstur mcð átta mörk. -fros.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.