Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Side 2
2
DV. FIMMTUDAGUR10. OKTOBER1985.
MorðtilrauniníOsló:
ISLENDINGURINN
NEITAR AÐ TALA
Islendingur, sem ákæröur er fyrir
morötilraun í Osló og hefur verið úr-
skurðaöur í fimm vikna gæsluvarð-
hald, hefur ekki viljað mæla eitt
aukatekiö orð við lögregluna í Osló.
Að sögn rannsóknarlögreglunnar í
Osló er ráögert aö senda hann til lög-
reglulæknisins til aö kanna andlegt
ástand hans.
Þaö var sl. laugardag sem lögregl-
an fékk tilkynningu um að maöur
væri að reyna aö brjótast inn í ein-
býlishús í úthverfi Oslóar. Lögregl-
an handsamaði innbrotsþjófinn sem
reyndist vera Islendingur. Islending-
urinn geröi sér lítið fyrir og miðaöi
hlaðinni byssu á einn af lögreglu-
þjónunum. Hann tók í gikkinn en sem
betur fór reið ekkert skot af. Lög-
reglunni tókst siðan að afvopna
manninn og koma honum bak við lás
og slá.
Að sögn rannsóknarlögreglunnar í
Osló fannst nokkurt magn af
peningum á manninum og einnig efni
sem talið er vera eiturlyf. Nú er
verið aö kanna feril þessa manns.
DV fékk þær upplýsingar aö þessum
Islendingi hefði verið vísað úr landi
1983 í Noregi.
APH.
Mikill fiskafli
íseptember
Fiskaflinn í septembermánuði
síðastliðnum var 143.697 lestir
miöað við 40.665 lestir í sama
mánuði í fyrra. Ástæöan er fyrst og
fremst loðnuaflinn sem reyndist
96.636 lestir en enginn í september í
fyrra, en einnig var þorskaflinn og
annar botnfiskafli nokkru betri en í
fyrra.
Heildarafli það sem af er árinu
er 975.955 lestir og ekki hefur eins
vel fiskast síðan 1980. Aflinn á
sama timabili í fyrra var 924.570
lestir.
Heildarþorskafli það sem af er
árinu er 268.564 lestir en var í fyrra
225.073 lestir. Annar botnfiskafli er
nokkru minni en á sama tima i
fyrra eða 207.309 lestir en var í
fyrra 231.258 lestir.
-KB.
Fjaðrafok á Akureyri:
Sautján hænur á
milli nefnda og
í bæjarstjórnina
Frá Jóni G. Haukssyni, blaöamanni
DV áAkureyri:
Sautján hænur er aö finna í kjallara
hússins Hafnarstræti 3 á Akureyri.
Hænur þessar eru orðnar frægustu
hænur sem um getur á Akureyri vegna
þess að þær hafa „gengið” fyrir hverja
nefndina af annarri. Að Iokum komust
þær í bæjarstjórn.
Akureyringar eru almennt hissa á
vinnubrögðum bæjaryfirvalda í mál-
inu. Einn sagði: „Þetta er ga-ga í orðs-
ins fyllstu merkingu. Þú ættir frekar
að mynda nefndarmennina sem fjöll-
uöu um málið en sjálfar hænurnar. ”
Svo mörg voru þau orð. En allt byrj-
aði þetta á því að eigandi hænanna
sótti þann 23. maí sl. um að fá aö hafa
þær heima hjá sér, í húsinu nr. 3 við
Hafnarstræti.
Leið og beið. Loksins tók jarðeigna-
nefnd máliö fyrir. Það var 17. ágúst sl.
Fljótafgreitt þar, máli hænanna var
vísað til bygginganefndar. Mánuði
síðar tók bygginganefnd svo máliö
fyrir.
Erindi eiganda hænanna var synjaö
og var vísað til heilbrigðisreglugerðar
í því sambandi.
En hænurnar voru þar með alls ekki
búnar aö verpa síðasta egginu í bæjar-
kerfinu. Bæjarstjórn staðfesti nefni-
lega á fundi sínum þann 1. október sl.
synjun bygginganefndarinnar.
Málið er því loksins leyst og virðist
úr sögunni — í bili að minnsta kosti.
Þær eru ennþá í kjallaranum í Hafnar-
strætinu, hafa nóg af byggi og eru í
góðu yfirlæti.
Það telst ekki algeng sjón að sjá hænur i gluggum íbúðarhúsa i
kaupstöðum. En ekki er hægt að segja að óprýði só að þessum föngulega
fiðurfénaði á meðfylgjandi mynd. DV-myndir JGH.
Hænurnar i Hafnarstræti 3 eru státnar að sjá, enda hafa þær nóg af byggi.
Kvikmyndahatíð kvenna:
26 kvikmyndir sýndar
Listahátíð kvenna lýkur með kvik-
myndahátíð þar sem kynntar verða
kvikmyndagerðarkonur víös vegar
úr heiminum. Kvikmyndahátíðin
verður haldin í Stjörnubíói dagana
12.-18. okt. og verða alls 26 kvik-
myndir sýndar. /
Ýmsir þekktir kvikmynda-
gerðarhöfundar koma þarna við
sögu, s.s. þýski kvikmynda-
leikstjórinn Margarethe von Trotta,
sem verður gestur hátíðarinnar,
Marguerite Duras frá Frakklandi,
en hin fræga mynd hennar, India
Song, verður sýnd á hátíðinni, og
franski leikstjórinn Agnés Varda
sem hlaut gullljóniö í Feneyjum í ár
fyrir nýjustu kvikmynd sína „Sans
toit ni loi”. Agnés Varda verður
jafnframt gestur hátíðarinnar.
Margarethe von Trotta hlaut
gullljóniö í Feneyjum árið 1981 fyrir
mynd sína „Die bleiberne Zeit”, en
þaö mun vera virtustu verðlaun sem
veitt eru fyrir listrænt framlag á
þessu sviði.
Safnað hefur veriö saman
íslenskum kvikmyndum sem gerðar
hafa verið af konum hér og verða
þær sýndar á hátíöinni.
Margarethe von Trotta opnar
kvikmyndahátíð kvenna með mynd
sinni „Heller Wahn” eða Algjört
óráð. Agnés Varda mun síöan loka
hátíðinni og vonast er til þess að
nýjasta mynd hennar, „Sans toit ni
loi”, berist í tæka tíð, en hún verður
ekki sýnd í kvikmyndahúsuin í París
fyrr en í janúar á næsta ári. -KB.
Æskan að drukkna í áfengi?
— Tíundi hver unglingur byrjar áfengisneyslu 12 ára eða yngri
— níu af hverjum tíu 15-20 ára eru áfengisneytendur
Fjölmörg börn eru byrjuð að drekka
áfengi 12 ára eða yngri. Ur
árganginum frá 1968, sem nú er 16—17
ára, byrjaði nær tíundi hver drykkju á
þessum aldri. Þeir sem fæddust 1964
byrjuðu mun færri svo ungir, aðeins
þrír af hverjum hundrað. Upphaf
áfengisneyslu færist því ört niður
aldursstigann.
Af 2.136 skólanemendum, fæddum
1964, 1966 og 1968, sem svöruðu í
ítarlegri skoðanakönnun í fyrra
spurningum um vímuefnanotkun,
reyndust níu af hverjuun tíu neyta á-
fengis. 6—7 af hverjum tíu höfðu notað
áfengi á síðustu þrem vikum fyrir
könnunina, 2—4 af hverjum tíu á
síðustu sjö dögum, eftir kynjum og
búsetu.
Almenn drykkja
Könnunin segir til um neysluvenjur
allra unglinga úr árganginum 1968 og
þeirra úr árgöngunum 1966 og 1964,
sem voru í framhaldsskóla. Af 2.136
höfðu 86,6% allra neytt áfengis og
gerðu það misoft. Flestallir höfðu „ oft
verið undir áhrifum vegna áfengis-
drykkju”.
I árganginum 1968 drekka 81,7%
pilta og 80,9% stúlkna, í árganginum
1966 88,7% pilta og 87,6% stúlkna og í
árganginum 1964 94,7% pilta og 91,2%
stúlkna. Þar með er ljóst að áfengis-
neysla breiðist út með hverju árinu
sem árgangarnir eldast um. Nokkur
munur er á milli landshluta, utan
Reykjavíkursvæðisins eru ekki alveg
eins margir við drykkjuna. Það munar
þó ekkimiklu.
Hins vegar reyndust áfengisnot-
endur í eldri árgöngunum utan
Reykjavíkur drekka öllu oftar en þeir
á Reykjavíkursvæðinu.
Meirihluti drykkjuæskunnar neytir
áfengis mánaðarlega eða oftar, flestir
2—3 mánuði. Um 10% úr árganginum
frá 1968 nota áfengi vikulega eða oftar,
um 16% árgangsins 1966 og 25%
árgangsins 1968.
Um 40% allra höfðu notað áfengi
næstu viku fyrir könnunina.
Áfengisdauði
Ekki vildu allir tjá sig um það hvort
þeir hefðu dáið áfengisdauða, 15—16%
svöruðu því ekki. Af svörum hinna
varð markað að 30—50% höfðu dáið 1—
2 sinnum. I árganginum 1966 höfðu 12%
pilta dáiö oft og 11% stúlkna, 13,2%
pilta og 1,4% stúlkna í árganginum
1966 og 16,1% pilta og 4,7% stúlkna í ár-
ganginum 1964.
I ljós kom að útvegun áfengis er
auðveld fyrir unglinga á þessum aldri,
eftir ýmsum leiðum. Yfir helmingur
þeirra yngstu kvaðst geta útvegað á-
fengi samdægurs og nær allir þeir
elstu.
40—70% sögöu foreldra sína vita um
áfengisnevslu sína, 12—34% sögðu svo
ekki vera en 15—26% vissu það ekkí.
Þá sögðu 16—17% að erfiðleikar væru á
heimilum þeirra vegna áfengisneyslu
foreldra eða systkina, þar af sögöu 6—
7% slíka erfiðleika algenga. 76-78%
sögðu engum slíkum vanda til að
dreifa.
Könnunin
Sú könnun sem hér er vitnað til var
gerð á vegum landlæknis og fleiri aðila
í apríl í fyrra. Hún náði til
framangreindra árganga skóla-
nemenda. Af 3.000 sem spurðir voru
svöruðu 2.136,1.241 í Reykjavík og ná-
grenni, 895 í öðrum landshlutum.
Um notkun annarra vímu- og
fíkniefna birti DV helstu niðurstöður í
forsíðufrétt í gær. Gerö verður frekari
grein fyrir þeim á næstu dögum.
-HERB.