Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1985, Side 11
DV. FIMMTUDAGUR10. OKTOBER1985.
11
Fálkinn úr Hrútafirði i höndum starfsmanna Náttúrufræðistofnunar.
DV-mynd PK.
Veiddi 12 punda
lax i Ljósavatni
Veit ekki til þess að lax hafi fengist áður í vatninu
„Ég hélt fyrst aö þetta væri stór ur-
riði. Kjafturinn var þó þannig aö um lax
væri aö ræða. Þaö er líka komið á dag-
inn aö svo er,” sagöi Oli B. Kristdórs-
son, bílstjóri á Akureyri, um 12 punda
lax sem hann veiddi í net í Ljósavatni
síöastliöinn sunnudag.
Um einstaka veiöi er aö ræða hjá
Öla. Hann sagöist ekki vita til þess að
lax heföi fengist áöur í vatninu. „Ég
veit aö bændur, sem veiöa mikiö í net í
vatninu eins og ég, hafa aldrei fengiö
lax.”
Reyndar var þetta ekki eini laxinn
sem Öli haföi upp úr krafsinu þennan
suxuiudag. Annar minni kom einnig í
netið. Báöir fiskarnir eru mjög ljósir
meö fíngert hreistur.
„Menn, sem hafa skoðað fiskana,
segja mér aö þetta séu fiskar sem lik-1*
legast hafi alist upp í vatninu og aldrei
gengið í sjó. Og aö það sé einnig ástæö-
an fyrir því hve hreistrið sé fíngert,
fiskarnir hafi lítiö reynt á sig. ”
Oli sagöi aö miklu af laxaseiðum
heföi veriö sleppt í Ljósavatn á síöustu
árum. En fram til þessa heföu allir tal-
iö að það heföi ekki borið neinn árang-
ur. -JGH
Ellert Hauksson og Sigriður S. Þorleifsdóttir er sigruðu á fyrsta golfmóti í
Mývatnssveit.
DV-mynd Finnur Baldursson
Golf breiðist út
í Mývatnssveit
— fyrsta golfmót í sveitinni var í haust
Frá Finni Baldurssyni, fréttaritara
DV íMývatnssveit:
I sumar tóku tveir ungir menn í Mý-
vatnssveit sig til og keyptu golfkylfur.
Síðan komu þeir sér upp vísi aö golf-
velli sunnan undir Reykjahlíöarrétt og
hófu æfingar. Þetta er nú orðinn 9 holu
völlur en ýmsar lagfæringar þarf að
gera á honum fyrir næsta sumar. Eftir
því sém dagarnir liöu og höggunum
fjölgaði fór aö koma einn og einn að fá
aö prófa aö slá og fengu sumir
bakteríuna; fjölgaöi því kylfingum
heldur er á sumariö leiö og er enn
meiri fjölgun fyrirsjáanleg. Ýmsir
ferðalangar meö golfkylfur í fartesk-
inu hafa komið viö á vellinum og slegiö
nokkur högg sér til ánægju og heilsu-
bótar.
Fyrsta golfmótiö, sem haldið hefur
verið í Mývatnssveit, var sunnudaginn
15. sept. og reyndu þá meö sér þeir
heimamenn sem mest hafa æft í sumar
og voru leiknar 18 holur. I karlaflokki
sigraði Ellert Hauksson en í kvenna-
flokki sigraði Sigríður S. Þorleifsdótt-
ir. Nokkrir unglingar eru byrjaðir aö
æfa en kepptu ekki á þessu móti.
Fálkinn í fínu formi
„Fálkinn er í fínu formi,” sagöi
Ævar Petersen fuglafræöingur um
fálkann sem Hrútfirðingar sendu
NáttúrufræöiStofnun i síöustu viku.
Fálkinn var handsamaöur á lyftara
Kaupfélagsins á Boröeyri síöastliöinn
þriöjudag, þá máttvana.
„Þaö er einhver vottur af fálkaveiki
í honum en þaö er ekki mikiö,” sagöi
Ævar Petersen.
Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar
ætla að rannsaka saur fuglsins næstu
daga áöur en ákvöröun verður tekin
um hvað gert verður viö hann. Taka
veröur saursýni yfir nokkurra daga
timabil og skoöa þaö í smásjá.
Fálkinn nærist vel. Honum er gefiö
ýmiss konar fuglakjöt aö éta. -KMU.
Slátur er einstaklega ódýr matur — þú
kemst að því ef þú heimsækir Slátursölu
SS.
Eitt slátur með hreinsuðum vömbum kost-
ar þar kr. 170.80,-
Fimm slátur í pakka kosta því aðeins 854,-
krónur.
Það er ekki önnur leið betri til að lækka út-
gjaldaliði heimilisbókhaldsins en taka og
borða slátur.
Slátursala &
Iðufelli 14, Breiðholti.