Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Side 4
4 DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985. Aðalástæður fyrir drykkju ungs fólks: Drekka sigígottskap eða til að ná kjarknum Sú ástæöa sem ungt fólk segir helsta fyrir neyslu áfengis er að áfengið „komi manni í gott skap”. 36,4% þess gríðarlega fjölda sem drekkur, og játaði það í könnun í fyrravor, segir þetta aðalástæðuna. 17,5% sögðust vera aö losna við feimnina, ná kjarki. Þá sögðu 15,1% að þeim fyndist áfengi gott á bragðið. 10,8% drekka vegna þess að félagar þeirra gera það. Síðan koma aftur allmargir á svipuðum báti og þeir fyrstnefndu. 9,7% sögðust nefnilega drekka til þess að gleyma vandræðum og leið- indum og 8,2% til þess að auðvelda sér að ná sambandi við hitt kynið. Loks sögöust 1,7% ekki vilja vera öðruvísi en hinir og 0,5% sögöu það „töff” að drekka. Yfir 90% af þeim 2.136 sem gáfu svör í umræddri könn- un neyta áfengis. Þeir fáu sem ekki drekka telja áfengisneyslu skaðlega, áfengi vont, drukkið fólk leiðinlegt, hættu á að verða alkóhólisti, svo helstu ástæðna sé getið. 36,7% þeirra sem drekka segjast gera það á skemmtistöðum, 36,4% heima hjá vinum og 15,8% heima hjá sér. HERB Djúpivogur: OTTAST UPPBOÐ ÁTOGARANUM Fré höfninni á Djúpavogi. Togarinn Sunnutindur við bryggju. DV-mynd GVA. „Við erum illa staddir gagnvart Rík- isábyrgðasjóði,” sagði Gunnlaugur Ingvarsson, framkvæmdastjóri Bú- landstinds hf. á Djúpavogi, sem gerir út togarann Sunnutind SU-59. Togarinn var keyptur þriggja ára gamall frá Noregi árið 1981. Kaupend- ur fengu dollaralán í gegnum Ríkis- ábyrgðasjóð fyrir 80 prósentum kaup- verðs. „Ríkisábyrgðasjóöur hefur ekki gengið að þeim skipum sem hann hefur haft veö í eins og Fiskveiðasjóöur hef- ur gert,” sagöi Gunnlaugur. „Við óttumst að það verði látið sverfa til stáls. Það myndi veröa sama og hnefahögg fyrir byggöarlagið,” sagöi Gunnlaugur. Hann vildi ekki gefa upp hversu miklar skuldir togarans væru. Hann sagði þó að þær væru ekki undir 100 milljónum króna og ekki yfir 150 millj- ónum króna. „Vegna hækkunar dollarans á und- anförnum árum hafa skuldirnar vaðið langt upp fyrir matsverö skipsins. Nú hefur dollarinn verið að falla og skipið á þá meiri möguleika. Togarinn hefur aflaö mjög vel — verið með fengsælustu skipum á Aust- fjöröum. Hann hefur verið alveg gríð- arleg lyftistöng fyrir atvinnulíf hér,” sagöiGunnlaugurlngvarsson. -KMU. HÁTÍÐNI-HÖGNI Steingrímur munboða hinn gullna meðalveg — í stefnuræðu sinni á Alþingi Forsætisráðherra telur að ekki sé hægt að ná svo miklum samdrætti í þjóðarútgjöldum á næstu tveimur árum að náð verði viðskiptajöfnuði. Á almennum stjómmálafundi Fram- sóknarflokksins í gærkvöldi sagðist hann hafa látið kanna hvað þyrfti að gera til að ná viðskiptajöfnuði á næstu tveimur árum. Þá mættu þjóðarút- gjöldin ekki hækka neitt — helst fara niður fyrir það sem þau eru núna. Þetta myndi hafa í för með sér rýmandi kjör í landinu. Hins vegar ef haldið væri áfram á þeirri braut aö hækka þjóðarútgjöldin um 3%, eins og tvö undanfarin ár, myndu erlendar skuldir fara hraðvaxandi. Þær yröu 57% af þjóðarframleiðslu 1988, ef sú leiö yrði valin, en eru nú 53%. Steingrímur sagöi að niðurskurðar- möguleikar væru litlir. I stefnuræðu sinni, sem hann flytur á miðvikudag- inn, mun hann boöa millileið sem felur í sér minni aukningu þjóðarútgjalda en 3% en samt yfir 0%. Ef þessi leið verður valin mun kaupmáttur launa frekar lagast og að minnsta kosti ekki minnka á næstu árum. „Þetta er erfið braut en mikilvægt að þjóðin sameinist um þessa skynsemisbraut,” sagði Steingrímur. Ef við rötum þennan gullna meðalveg munu erlendar skuldir lækka og meira verður eftir í landinu til að bæta kjörin.” -APH. Leiðrétting I viðtali við Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra í DV í gær var vitnað í 33. grein húsnæðislaganna, c- lið. Þar var einni setningu ofaukið. Niðurlag c-liös „og aðra sem ekki hafa aðstöðu til þess að eignast eigið hús- næði við hæfi” er ekki lengur að finna í þessum lögum. Þessi liður var felldur úr frumvarpinu um húsnæðismál á sínum tíma einmitt vegna deilna um rétt Búseta til láns úr byggingasjóöi. — Það skal tekið fram að lagagreinin var ekki höfð eftir Alexander í nefndu við- tali- -APH. Verð frá kr. 5.750,- m/s Fælir burt öll meindýr því hann sendir frá sér hljóðbylgjur sem meindýr þola ekki en eru skaðlausar mönnum og gæludýrum. Tækið er til í fjórum stærðum og er fyrir 220 volt. Nánari upplýsingar í síma 23150. POStSendum Radíóverkstæðið Sónn Einholti 2 — Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.