Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Side 15
DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985. nefndarinnar þar sem viö sitjum aö- eins tvö. Þannig aö þetta er hagkvæmt. En kannski erum viö ástfangin,” segir Valgerður Bjarnadóttir og handleikur flugmiöa frá Flugleiðum. Ekki svo aö skilja aö þau skötuhjúin séu aö flýja land þó svo þaö hvarfli stundum aö Kristófer aö einfaldast væri aö drífa sig burt úr allri þessari vitleysu. Val- gerður er yfirmaður allra hótela Flug- leiöa og það tilheyrir starfinu aö vera með flugmiða í vasanum í tíma og ótíma. Samveran „Okkur þykir einfaldlega betra aö vera hvort meö öðru,” segir Valgerö- ur. „Ætli upphafið hafi ekki veriö þaö aö ég hitti allt í einu mann sem ég gat talað viö um stjómmál, einhvern sem hugsaöi eins og ég, viö skildum hvort annað.” Þau heföu aö sjálfsögöu getaö haldið áfram aö hittast í hádeginu. En þau geröu þaö sem þau töldu réttast. Þau fóru líka aö hittast á kvöldin og nú eru þau saman öllum stundum. Þau eru sammála um aö pólitísk staöa þeirra sé veikari fyrir bragöiö, eöa eins og Valgerður oröar þaö: „Við hefðum get- að haldiö áfram aö hittast í hádeginu en það er svo helv... leiöinlegt. ” Skilnaðurinn Sjálfur er Kristófer Már kaþólskur og hann á konu og börn. Og eins og frægt er úr lifi ítalskra kvikmynda- stjarna eru hjónaskilnaöir ekki litnir hýru auga í Vatíkaninu. „Maður verö- ur aö velja og hafna og það er ekki allt- af sársaukalaust. Eg vil vera með Val- geröi,” segir Kristófer Már. „Þaö hef- ur lengi tíökast i minni kirkjudeild að menn taki konur frillutaki en framhjá- hald er mér ekki aö skapi. Viö hefðum getaö fariö á bak viö fólk en þaö gerum viðekki.” — En hversu lengi varir ástin? „Við erum þroskað fólk og vitum að ekkert varir aö eilífu,” segja þau ein- um rómi. „Þetta er spurning um tíma- bil, þetta geta verið vikur, mánuöir eöa jafnvel 50 ár. Það veit enginn hvað veröur. Viðbrögðin Valgeröur Bjarnadóttir er fræg fyrir flest annaö en vera þegjandaleg. En þar sem húnsitur viðhliðina á Kristó- fer Má vekur þaö óneitanlega athygii aö hún þegir á meöan hann lætur dæl- una ganga. Hann talar mikiö og er haröoröur í garð andstæðinganna. Kallar þá meira aö segja baviana sem sættu færis, þegar einkamál þeirra Valgerðar voru á viökvæmu stigi, og létu höggin ríða á sér: „Þetta er búiö aö vera erfitt sumar. Á tímabili leiö mér eins og valtari hefði keyrt yfir mig.” „Eg held aö viö höfum komiö fólki á óvart,” segir Valgeröur. „Einhvern veginn hef ég þaö' á tilfinningunni aö þeir sem mest hafa smjattaö á sam- bandi okkar hafi búist viö aö annað hvort okkar drægi sig inn í skel sína til aö fá friö. En við bitum frá okkur. Við ætlum aö vera saman.” Framboðið Annars er Kristófer Már nýgræðing- ur í stjómmálum. Hann var aö kenna unglingum í Borgarfiröinum þegar Bandalag jafnaöarmanna var stofnaö og botnaði eiginlega ekkert í því hvaö mennimir ætluðu að gera án sín. Og svo hringdu þeir allt í einu í hann og buöu sæti á framboðslista; aftarlega að vísu, og Kristófer sagöi já, takk. S vo hringdu þeir aftur og sögöu aö hann væri kominn upp í fimmta sæti. Allt í lagi meö þaö en Kristófer tók sér fimm mínútna umhugsunarfrest þegar hon- um var tilkynnt aö hann væri kominn í fyrsta sætið í Vesturlandskjördæmi. Hann varð varaþingmaður, fór suöur, — og hitti Valgeröi um síðir. Róttæknin Þau neita því ekki aö samdráttur þeirra hefur vakiö töluveröa athygli. Þaö er horft á þau á götu og þau sjá vangana velta hjá fólki. „Þaö er sem betur fer ekki Utiö á okkur eins og AIDS-sjúklinga ennþá,” segir Vaigerö- ur. „En fólk horfir.” „Tímarnir hafa breyst og þar með ímynd stjómmálamannsins. Myndin af manninum í sófanum heima hjá sér meö eiginkonu, börn og hund er ef til viU ekki dæmigerð í dag,” segir Kristó- fer og Valgerður bætir við: „Við í Bandalagi jafnaöarmanna berjumst fyrir stjórnkerfisbreytingum, við erum í raun og veru róttæk. Eg held aö róttækni í skoðunum endurspeglist gjarnan í einkalífinu. Kannski er þetta róttækt hjá okkur Kristófer aö vera ástfangin.” Þau Kristófer og Valgerður stefna bæði í framboð í næstu kosningum ef allt fer ekki í háaloft hjá Bandalagi jafnaöarmanna áöur. „Eg hef nú frek- ar trú á því að deilurnar fjari út áöur en langt um Uöur. Þetta er búiö aö vera haUærislegt þras,” segir Kristófer sem þessa dagana er aö taka til á skrifstofu sinni þar sem hann var starfsmaöur BJ. Þaö er hann ekki lengur og er þannig í vissum skilningi atvinnulaus. Þaö rætist þó úr því í lok mánaöarins þegar hann fer á þing í heilan mánuö. — En hvaö er þaö annaö sem tengir þau Valgeröi og Kristófer saman aö póUtikinni frátaldri? Löng þögn. — Hvað finnst ykkur skemmtilegast að gera? „Verasaman.” — Og hvað leiðinlegast? „Aö vera ekki saman.” -EIR. Valgerður Bjarnadóttir og Kristófer Már Kristinsson. Eftir sumarið leið honum eins og valtari hefði ekið yfir hann. Og Valgerður segir: — Þeir sem mest hafa smjattað á sambandi okkar bjuggust við að ann- að hvort okkar drægi sig inn í skel sína. En við bitum frá okkur. Við ætlum að vera saman. DV-mynd GVA. %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.