Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1985, Side 27
DV. LAUGARDAGUR12. OKTOBER1985.
27
myndagerö. En þaö er þónokkur kvik-
myndun í tengslum við teiknimyndir —
erfið vinna og leiðinleg. Og einmitt
vegna þess hve vinnan var erfið fékk
ég engan til að filma fyrir mig. Það var
því ekki um annað að ræða en að lesa
sér til — og kvikmynda svo sjálfur.”
En kvikmyndavinnan er, eða hefur
ekki hingaö til verið starf sem hiaupið
er í, aðeins vegna þess að maður hefur
áhuga. „Ég fór í Myndlistaskólann.
Mig langaði til aö halda áfram aö
teikna. Á meðan ég var í skólanum
kynntist ég Ágústi Guðmundssyni sem
var að gera Litla þúfu — ég vann titla
fyrir þá mynd, „animation” og var svo
aðstoðarkvikmyndatökumaður á
myndir uppá nokkrar mínútur,
kannski hálftíma. Og jafnan tilrauna-
myndir. Við fórum strax að vinna við
stórar myndir hér heima.”
Nóg að gera
„Daginn eftir að ég kom heim fór ég
að vinna við Jón Odd og Jón Bjama.
Og daginn eftir að vinnu við þá mynd
lauk rakst ég á Friðrik Þór Friðriksson
á götu. Hann hafði frumsýnt „Brennu-
njálssögu” í Háskólabíói kvöldið áður
og var með aðgangseyrinn í vasanum.
Við ákváöum að fara austur í Horna-
fjörö og gera Eldsmiðinn. Þetta var á
föstudegi sem ég hitti Friðrik. A
— það hafi aldrei iiðið dagur á milli
verkefna, eitt hafi jafnan tekið við af
öðru. „Ég var aöstoöartökumaður á
Með allt á hreinu. Eftir að vinnu við þá
mynd lauk fórum við Ágúst norður til
að byrja á heimildarmynd um Daniel
Bruun og för hans suður Kjöl. Svo tók
Nýtt líf við, Dalalíf, Skammdegi og nú
Löggulíf. Við vinnum mjög hratt hér.”
Einir um hituna
Þau sem að fyrirtækinu Nýtt líf
standa eru ein um þaö á Islandi aö
reka fyrirtæki sem einvörðungu fram-
leiöir leiknar kvikmyndir. Ari segir að
það gangi upp hjá þeim með því að
—Ari Kristinsson, annar hðfunda „Skammdegis”,
rekur ferilinn gegnum íslenska „kvikmyndaævintýrid”
„Þúfunni” og seinna á Landi og son-
um. I millitíðinni var ég ljósmyndari á
Dagblaðinu — kláraði skólann, var að-
stoðartökumaður á Snorra Sturlu-
syni, var allan tímann að hugsa um
að verða myndlistarmaöur. Eftir skól-
ann fór ég til Kaliforníu, innritaðist á
„California Institute of the Arts”. Það
er skóli sem Walt Disney stofnaði og
dreymdi villta drauma um. Hann vildi
að skólinn yrði allsherjarstofnun fyrir
ailar listgreinar og allt undir einu þaki.
Skólinn er víst ekki eins fullkominn
og Disney dreymdi um, en var og er
vissulega stórt og flókið apparat.
Eg sótti mest bóklega kúrsa þarna.
Við skólann störfuöu frábærir fræði-
menn og fyrirlesarar. Ég hafði fengið
praktísku menntunina hér heima — og
var eiginlega nokkuð vel staddur í
þeim efnum miðað við aöra þarna.
Eiginlega var maöur miklu meira
menntaður úr kvikmyndavinnunni hér
heima heldur en fólk á skólum. Á kvik-
myndaskólum fær fólk ekki aö vinna
praktískt nema við stuttar myndir,
mánudeginum næst á eftir vorum við
komnir austur og byrjaðir. Elds-
miðurinn var fyrsta myndin sem ég
kvikmyndaði sjálfur. Hún verður
bráðum endursýnd í sjónvarpinu.
Eftir Eldsmiðinn langaði okkur til að
gera heimildarmynd í fullri lengd. Það
var náttúrlega bíræfinn þanki. Fólk fer
yfirleitt ekki að sjá heimildarmyndir í
bíó. Við hugsuöum sem svo að ekkert
þýddi að ímynda sér að fullorðið fólk
færi til aö sjá heimildarmynd — en
kannski krakkarnir. Þess vegna
ákváðum við aö gera Rokk i Reykja-
vík.
Það komu 17 þúsund manns aö sjá
myndina. En við hefðum þurft að fá
yfir 30 þúsund. Tapið varð yfir 2 millj-
ónir. Eftir það fórum við að gera aug-
lýsingar til að fá eitthvað upp í tapiö.
Það var í síðustu viku sem okkur tókst
að ljúka þeirri skuld. Við vorum fjórir
um að borga. Dýrt sport. En þetta
tókst.”
Ari segist vera næstum undrandi á
ganginum í „kvikmyndaævintýrinu”
vinna mjög hratt. Hvert verkefnið hef-
ur tekið við af öðru. „Eftir Dalalíf og
fyrstu myndina okkar, sem báöar
gengu mjög vel, fannst okkur að við
yrðum að gera spennumynd. Okkur
langaði til þess. Við gerðum ráð fyrir
að sú mynd myndi ekki ganga eins vel
og hinar. Og sú varð raunin.
En satt að segja er ég ekki aiveg viss
um hvað það var sem olli þeirri dræmu
aðsókn í vor. M.a. þess vegna höfum
við ákveöið að sýna myndina núna.
Frumsýningin var þegar veðrið var
orðið svo gott í vor og yfirleitt dræm
aösókn að bíóunum. Og fólk hefur
spurt eftir myndinni.' ’
Ari snýr sér aftur að Löggulifinu,
kveikir á klippiborðinu og við heyrum
þá Þór og Danna ræða við bera mann-
inn í heita læknum. „Hvað er maðurinn
að segja?” spyr Danni. „Hann segist
vilja vera ber vegna þess að hann á
von á manni,” uppvísir Þór spekings-
legur í fasi.
SELJUM IMÝJA
OG NOTAÐA
BÍLA
Tegund
BMW518 1982
BMW518 1981
BMW320 1978
BMW 318i 1982
BMW 316 1980
BMW316 1978
Renault 11 GTL 1984
Renault 9 TC 1983
Renault9 GTS 1982
Renault 5 TL 1982
Renault 4 Van 1981
SELJUM NOTAÐA BÍLA
ÚRVAL ANNARRA BÍLA Á SÚLUSKRÁ,
ÝMISS KONAR SKIPTI HUGSANLEG.
Opið laugardag 1 — 5.
KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN
^ KRISTINN GUÐNASOH HF. <t^>.
SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 686633.^'*^
Seljum í dag
Saab 99 GL árg. 1981, 2ja
dyra, hnotubrúnn, bein-
skiptur, 4 gíra, ekinn 70
þús. km. Bill á mjög
góðu verði og kjörum.
Saab 99 GLI árg. 1981,
4ra dyra, Ijósblár, bein-
skiptur, 4ra gíra, ekinn
57 þús. km. Fallegur bíll.
Saab 99 GL árg. 1980, 4ra
dyra, rauður, beinskipt-
ur, 4ra gíra, ekinn 65
þús. km. Mjög góður og
fallegur bill á góðu verði
og góðum kjörum.
Saab 900 GLS árg. 1981,
4ra dyra, Ijósblár, ekinn
78 þús. Beinskiptur, 4ra
gíra. Bíll á mjög góðu
verði og kjörum.
OPIÐ LAUGARDAGA
KL. 13-17
TÖGGURHR
UMBOÐ FYFUR SAAB OC SEAT
BÍLDSHÖFÐA16, SlMAR 81530-83104
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Hátún 18, neðri hæö í Keflavík, þingl.
eign Siguröar Brynjólfssonar, fer fram á eigninni sjálfri áö kröfu Garðars
Garðarssonar hrl., bæjarsjóðs Keflavikur og Vilhj. H. Vilhjálmssonar
hdl. föstudaginn 18. okt. 1985 kl. 10.00.
Bæjarfógetinn I Keflavík.