Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Qupperneq 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR12. NOVEMBER1985. 13 Kjallarinn GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR, ALÞINGISMAÐUR FYRIR SAMTÚK UM KVENNALISTA Islands hefur þegar gefið til kynna áhuga sinn á tannvernd og ætti því að geta undirbúið ásamt öðrum þá fræðslu, sem nauðsynleg er. Við endurtekna fyrirspurn á Alþingi nýlega um fé tannverndar- sjóðs kom í ljós í svari heilbrigðis- ráðherra að nokkru meiri nýting hef- ur veriö á fé sjóðsins á sl. ári en áöur og er þaö vel. Hins vegar virðast engar skipu- legar áætlanir hafa verið geröar um fræðslu og tannvernd fyrir næsta ár. A þessu þarf að veröa bragarbót. Heilsuvernd nútímans og framtíð- arinnar beinist í vaxandi mæli frá dýrri viðgerðarþjónustu í átt til fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerða. Það er ekki seinna vænna að f jár- festa í framtíöinni. -Guðrún Agnarsdóttir. HÖRÐUR Þ. ASBJÖRNSSON FYRRVERANDI SÓKNARPRESTUR Vígðum manni neitað ár eftir ár Einn af mörgum flötum þessa máls er að ekki er sjálfgefið aö söfn- uöur óski eftir almennri kosningu, einkum þegar umsækjandi er einn. Einnig ætti að vera eðlilegt og skylt aö spyrja um vilja safnaðar þegar kjörinn prestur er leystur frá störf- um af einhverjum öðrum ástæðum en aldri, miklum veikindum eða alvarlegum afbrotum. Enda þótt kjörinn og skipaöur embættismaður ríkisins segi upp störfum hlýtur hon- um/henni að leyfast að hætta við að hætta innan löglegs þriggja mánaða uppsagnarfrests. Annað er skýlaust lagabrot og siðlaus yfirtroðsla af hálfu kirkjuyfirvalda. Ekki bætir úr skák þegar vígðum manni er ár eftir ár neitað um setningu eða ráöningu í kirkjulegt starf. I tíð núverandi biskups Islands er raunar meira um það en áður að guð- fræðingar og prestar séu ráðnir til starfs án þess að almenn kosning fari fram. Það er í anda Jesú Krists sem sagði: „Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskerusinnar”. Hörður Þ. Ásbjörnsson LEIÐIN TIL Kjallarinn HAGSÆLDAR „Ráku besta manninn" Annars var stórkostlegt að hitta flokksbræður þeirra kumpána daginn eftir ráöherrabreytinguna. Einn slíkur hvíslaöi því náfölur aö flokkurinn hans heföi tekið sig til og ætlað að „redda ráðherragenginu” — en rekið besta manninn. Ljónið unga Aðrir voru kampakátari, lýstu því yfir að ljónið unga frá Selfossi væri komið með makka og nú fengju hvolparnir sko að finna fyrir hrömmunum. Sjálfstæðismenn eru þó allir sem einn sammála um það að Geir, sem stóð upp og fór, hafi komið lang- sterkastur út úr þessu og þurfi varla að bíða næsta prófkjörs í Reykjavík til þess að sjá þaö svart á hvítu. Hann hafi aldeilis ekki enn sungiö sitt síðasta í pólitíkinni enda laus núna við alla ábyrgð af þessari ríkis- stjórn. „What are friends for..." Aðrir stjórnmálaskýrendur telja Geir orðinn svo hundleiðan á þessu öllu saman að hann sé á hraðferð inní Seðlabankann eða Kvennasmiöjuna, hvort sem menn kjósa nú að nefna það. Sjálfsagt líka fegurra um að litast þar en á Lögreglustöðinni. Tíðar ferðir utanríkisráðherra stórveldanna hingað til að heimsækja Geir eru líka settar í samband við þetta. Til hvers eru líka vinir ef ekki til að leggja á ráðin um mikilvæg mál. Ekkert hik Formaöur Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, haföi orð á því þegar hann var kosinn í leiðtoga- embættið í Sigtúni aö þaö væri ekki háttur skaftfellskra vatnamanna að hika í miöju iðukastinu. Svo sem ágætt aö vita þaö. Hitt muna nefni- lega ýmsir líka að þeir nafntoguðu forverar Þorsteins á oddvitastóli Sjálfstæðisflokksins, Olafur Thors og Bjarni Benediktsson, létu ekki beint drauma um fjármálaráðherra- embættiö spilla neitt svefnförum sínum. Hin haukfránu augu gömlu Nýr fjármálaráöherra hefur hafið störf og er ein fyrsta stjórnsýslu- aðgerðin að greiða niður dilkakjötiö ofaní landslýð. Var það drengileg frammistaöa við sælkera landsins — svo ekki sé minnst á smalanna léttu spor eða þungu og bröttu, svona eftir atvikum. Einnig var þetta auðvitað vel til fundiö af fyrsta þingmanni stærsta landbúnaðarhéraðsins að örva söluna eitthvað á villibráðinni. Ekki mun af veita þótt sumir telji sig óneitanlega leggja drjúgt af mörk- um. Margir litlir menn Alþýðuheimilin, sem söknuðu vinar í staö í embætti fjármála- ráðherra, hafa nú eignast annan í sama embætti, fyrrum fram- kvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambandsins. Léttir hann þeim nú matarinn- kaupin og sýnir þetta auðvitað að þegar kemur að matarlystinni þá á víkingaþjóðin í norðri eina sál. Hinn eini og sanni vinur litla mannsins og KR hefur aftur á móti fundið sér það verkefni að selja Rússum og Kínverjum stóriðju. Var nú satt að segja tími til kominn að einhver gerði eitthvaö í þeim málum austur þar, auk þess sem nóg er af litlum mönnum á þeim slóðum. Má mikið vera ef hann fer ekki álíka létt með iðnvæðinguna og tvær milljónirnar til fagra kynsins á út- gönguversinu úr fjármálaráðu- neytinu. mannanna hvíldu nefnilega á öðrum stól og ööru húsi. Stærsti flokkur þjóðarinnar hafði að minnsta kosti í eina tíð þá meiningu að hann ætti að veita þjóöinni ekkert annað en sjálfa st j órnarf orustuna; Aftaníossi Framsóknar Hvaö hefur þá skeð? Er Sjálf- stæðisflokkurinn orðinn svona breyttur flokkur aö nú sé þaö bara ágætt að vera aftaníossi Framsókn- ar og greiða niður kótelettur í okkur sælkerana. Er Hólmavík bara gleymdur bær? Ábyggilega ekki hjá sumum. Þótt allt sé betra en íhaldið þá er svo sem allt í lagi að dragnast með það meðan það „skaffar” þing- sætin sem á vantar. Svona þenkjandi menn gleyma því þó greinilega að skaftfellsku vatna- ótrúlega gott land og hér ríkir algjört góöæri núna til lands og sjávar. Smjör drýpur af hverju strái og slaka má hálfri annarri milljón tonna fisks upp úr gullkistunni umhverfis landið án þess sérstak- lega að gera sjómenn að þjóðhetjum, auk hálfrar milljónar tonna til eða frá eftir því hvernig liggur á fiski- fræðingunum og sjávarútvegs- ráðherra í það og það skiptið. Bestu gæðingar þurfa eitthvert taumhald og besta land þarf einhverja efnahagsstjórn — þó ekki sé nema til þess aö hafa hönd í bagga meö lánstraustinu. Efnahagsstjórnin í hnakktöskunni Efnahagsstjórn í þessu landi hefur einfaldlega lent í hnakktöskunni undanfarin ár og áratug, svona GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON HAGFRÆÐINGUR ávallt vera málefnaleg og eingöngu til uppbyggingar íslensku þjóðfélagi. Formaöur Sjálfstæðisflokksins tekur sjálfsagt eftir þessu og hann ætti einnig í góðu tómi að kanna hver afstaða Alþýðuflokksins var til mála sem nú brenna hvað heitast á honum. Ráðherrann mun fljótt komast að því að Alþýðuflokkurinn hefur barist gegn þeim öllum og „Aðrir stjórnmálaskýrendur telja Geir orðinn svo hundleiðan á þessu öllu saman að hann sé á hraðferð inni Seðlabankann eða Kvennasmiðjuna. . . " £ „Aðrir voru kampakátari, lýstu því yfir að ljónið unga frá Selfossi væri komið með makka og nú fengju hvolparnir sko að finna fyrir hrömm- unum. mennirnir gátu aldrei komist yfir foraðið nema að leggja einhvern tímann út í iðukastið. Vissulega er fjármálaráðuneytið í hringiðunni. Svo er bara að halda sér í toppinn, láta klárinn ráða og missa ekki sjónar af landtökunni. Er á leiðinni „Ég er á leiðinni,” söng einhver táningahljómsveitin, „Alltaf á leiðinni” og auðvitað er formaður Sjálfstæðisflokksins á leiöinni en ekki er nú víst að gömlu mennirnir hefðu skrifað upp á „yfirsvipinn” — fagráðuneyti fyrir formanninn. I iðuköstum fjármálastjórnunar- innar — svona þegar brýtur á bógum og flæðir yfir hnakknef, ætti fjár- málaráöherrann ungi samt aö taka eftir því að öll er þessí torfæra af mannavöldum tilkomin, ævintýra- mennsku og bráðræði sem jafnvel er upprunniö í hans eigin flokki. Hálf milljón tonn, til eða f rá Flestir taka eftir því að Island er innan um pyttlurnar. Samflokks- maður fjármálaráðherra hefur lýst þessu þannig aö við höfum hagað okkur eins og rónar, slegiö fyrir flösku og haldið aö við værum vellauðugir. Þrátt fyrir allt erum við Islendingar nefnilega skuldugir upp fyrir haus og sumu fénu vægast sagt illa variö. Nefna má milljarða ef ekki tug milljarða króna fjárfestingar sem skila þjóöarbúinu ekki krónu. Við borgum samt háa vexti af þessu fé og eigum svo auðvitað að endur- greiða þaö. Þetta er hinn einfaldi veruleiki þeirra sem vilja bæta þjóöarhag á Islandi. Skuldirnar tak- marka svigrúmið og þær eru eingöngu svona illyrmislegar vegna okkar eigin ævintýramennsku og bráðræðis. Hlusta á Alþýðuflokkinn Alþýöuflokkurinn hefur ákveðið að gefa nýjum fjármálaráðherra nokkurn tíma og svigrúm til athafna enda mun gagnrýni flokksins sem varað þjóðina við þeim. Auðveldasta leiðin til aukinnar hagsældar í þessu landi hefði einfaldlega verið að hlusta á Alþýöuflokkinn. Gæfuleysi stjórnarinnar Þrátt fyrir þetta er hin furðulega staða uppi í þjóðmálum íslenska lýð- veldisins að Alþýðuflokkurinn er víðs fjarri stjórnvelinum. Flokknum var að vísu boðin þátttaka í þessari ríkis- stjórn en þegar hann lagði áherslu á stefnumál sín þá var bara ekkert á hann hlustaö. Olík væri gæfa ríkis- stjórnarinnar og meiri ef Alþýðu- flokksins nyti við í stjórnarsamstarf- inu. Þjóðin hlýtur einnig að draga getu núverandi stjórnarflokka til að ráöa við ástandið í efa þegar þeim sem sáu hlutina fyrir, vöruðu við ófærunni og bentu á fært vað er haldið utan stjórnsýslunnar. Forsenda hagsældar Forsenda fyrir heilli landtöku úr því iöukasti efnahagsöngþveitis og ævintýramennsku sem íslenska þjóðin hefur verið sett í og forsendan fyrir þeirri hagsæld sem íslenska þjóðin á vissulega skilið og allar ytri aðstæður benda til að hægt sé aö ná er nefnilega fyrst og fremst öruggt taumhald Alþýöuflokksins á stjórn efnahagsmála þjóðarinnar og löngu tímabær aðild flokksins að ríkis- stjórn íslenska lýðveldisins. Guðlaugur Tryggvi Karlsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.