Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Qupperneq 26
26 DV. ÞRIÐJUDAGUR12. NOVEMBER1985. Peningamarkaður Andlát Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65 74 ára geta losað inn- stseður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár. verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án uttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði 25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31,6%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 34,1%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reynist hún betri. Vextir færast tvisvaráári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af út.tekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hcfur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé reikningurinn eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. Þau eru: Hefðbundin,' til mest 14 ára en innleysanleg eftir þrjú ár. 10.09.88. Nafnvextir 7°n. Vextir. vaxtavextir og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið- um, skírteini til mest 15 ára. innleysanleg eftir 5 ár. 10.09.90. Vextir eru 6.71% á höfuð- stól og verðbætur. reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir. vaxtavextir. vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- tryggð skírteini eru til 5 ára. 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu SDR. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afTöllum og ársávöxtun er al- mennt 12 18% umfram verðtrvggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til cinstaklinga 720 þúsundum króna, 2 4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139 174 þúsund. 2 4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177 221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207 259 þúsund. Lánstími er21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3.5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán iífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5 8% vöxtum. Lánstími er 15 35árr Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðslól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin |)annig 22%. Liggi KXX krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum . riknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá ei upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 1,125%. Vísitölur Lánskjaravísitala í nóvember 1985 er 1301 stig en var 1266 stig í október. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1985 er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3392 stig á grunni 100 frá 1975. Guðný Þorvaldsdóttir frá Skógum lést 4. nóvember sl. Hún var fædd á Rauðs- stöðum í Arnarfirði 28. mars 1908. Guð- ný giftist Ásgeiri Bjarnasyni en hann lést fyrir albnörgum árum. Þeim hjón- um varö fimm barna auðið. Utför Guð- nýjar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Guðlaug Eiriksdóttir lést 2. nóvember sl. Hún fæddist í Reykjavík þann 17. maí 1914, dóttir hjónanna Jóhönnu Björnsdóttur og Eiríks Þorsteinsson- ar. Guðlaug giftist Kristni Ottasyni en hann lést árið 1980. Þau hjónin eignuð- ust tvö börn. Otför Guðlaugar verður gerö frá Fríkirkjunni í dag kl. 15. Hanna G. Jónsdóttir lést 2. nóvember sl. Hún fæddist á Eyrarbakka 7. mars 1904, dóttir hjónanna Jónínu Jónsdótt- ur og Jóns Vilhjálmssonar. Ung að árum giftist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, Pétri Brandssyni. Þau hjón eignuðust einn son. Utför Hönnu var gerð frá Fossvogskirkju í morgun. Jónina Kvaran frá Mælifelli í Skaga- firði, til heimilis að Hvassaleiti 155, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 14. nóvemberkl. 13.30. Anton Schneider verkstjóri, Gnoðar- vogi 26, verður jarðsunginn frá Krists- kirkju, Landakoti, miðvikudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Árni Kristjánsson framkvæmdastjóri, Rauðalæk 12, andaöist í Landspítalan- um 10. nóvember. Utförin verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Herbert Jónsson kjötiðnaöarmaður, Vesturbergi 20, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Ólafur Guðmundsson veggfóörara- meistari, Stigahlíð 6, verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mið- vikudaginn 13. nóvember kl. 15. Jarð- sett verður í Fossvogskirkju. Anna Stefánsdóttir, Reynimel 27, lést í Landakotsspítala 10. nóvember sl. Ut- förin verður gerð frá Neskirkju föstu- daginn 15. nóvember kl. 15. Guðfinna Lea Pétursdóttir, Olduslóö 10 Hafnarfirði, er lést 3. nóvember, verð- ur jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miövikudaginn 13. nóvember kl. 15. Rósa Jónsdóttir frá Þverdal í Aðalvík, til heimilis að Rauöalæk 22, lést í elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar- daginn 9. nóvember. Torfi Guðbrandsson, Suöurgötu 12 Keflavík, lést í Landakotsspítala 9. nóvember. Tilkynningar Kvenfélag Hallgrímskirkju Basar félagsins veröur haldinn í safnaöar- heimili kirkjunnar laugardaginn 16. nóvemb- er kl. 14. Margt eigulegra og góöra muna. Tekið veröur á móti basarmunum á fimmtu- dag og föstudag milli kl. 15 og 20 og eftir kl. 10 á laugardag. Kökur eru mjög vel þegnar. Kvenfélag Hreyfils efnir til basars i Hreyfilshúsinu 17. nóvember nk. Félagskonur, sem vilja gefa basarvarn- ing, eru beðnir að koma honum í Hreyfilshús- ið f immtudagskvöldið 14. nóvember. Listahátíð Listafélags Verslunarskólans Dagana 11.—15. nóv. heldur Listafélag Verslunarskóla Islands veglega listahátið. Margt verður gert bæði til gagns og gamans og fer dagskráin hér á eftir. 12. nóv. Videoílöngufrím. Tónleikar með Costa Nostru og Valgeiri Guðjóns. kl. 20.30. 13. nóv. Otgáfudagur bókar með efni frá nemendum, s.s. ljóðum og smásögum. Söngva- og hæfi- leikakeppni kl. 21.00. Nemendur troöa upp. 14. nóv. Bókmenntakynning! Þórarinn Eldjárn, Einar Kárason, Bryndís Gunnarsdóttir, Olafur Haraldsson, Arnar Guðmundsson og skóla- skáldin lesa upp úr verkum sínum. Veitingar í og með. 15. nóv. Ovænt uppákoma í frim. Leikfélagið Allt milli himins og jarðar frumsýnir leikritið Blúndur og blásýru eftir John Kesselving í leikstjórn Halls Helgasonar. Verðlaunaafhending fyrir bestu myndir í ljósmynda- og myndlistar- keppni. Kvennaathvarf Opið allan sólarhringinn, simi 21205. Húsa- skjól og aðstoö við konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Skrifstofan Hallveigarstöðum er opin virka daga kl. 14—16, sími 23720. Póst- gírónúmer samtakanna 4442-1, pósthólf 1486, 121 Reykjavík. Seljaútibú Búnaðarbankans flytur starfsemi sína Seljaútibú Búnaðarbankans var stofnað 11. desember 1981. Frá upphafi hefur útibúið verið í leiguhúsnæði að Stekkjarseli 1 í Reykjavík en það var hugsað sem bráða- birgðahúsnæði og rann leigutíminn út 1. nóv- ember. Ætlunin var að byggja nýtt hús fyrir útibúið í Seljahverfi en ekki tókst að fá hent- uga lóð. A þessu ári var því afráöið að festa kaup á hluta af húsi versiunarinnar Víðis i Mjóddinni og flytur Seljaútibú nú starfsemi sína þangað. Otibúið annast öll innlend og erlend banka- viðskipti og getur nú boðið næturhólf og öryggishólf til afnota fyrir viðskiptavini. Starfsmenn útibúsins eru nú átta talsins og útibússtjóri er Dóra Ingvarsdóttir. Fundir Samhjálp kvenna heldur fund í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, í dag, þriðjudaginn 12. nóvemb- er, kl. 20.30. Gestur kvöldsins er Þórarinn Sveinsson, yfirlæknir krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Fjallar hann um þátt f jölskyldunnar í meðferð og endurhæfingu. Ýmislegt Björgunarhnífurinn Eins og fram kom í blaðinu í gær er hafinn innflutningur á hinu magnaöa björgunartæki „Survival” frá Toledo á Spáni. Hér er um að ræða hníf sem hef- ur 30 aukatæki sem miöa aö því að menn geti komist af með þessi tæki á sér við erfiðustu aðstæður. Martoumboöið selur hnifinn. Aðeins er hægt að fá hnífinn keyptan í póst- kröfu. Martoumboöið er með sima 671190. Hnífurinn kostar 5.800 kr. VEXTIR BANKA OG SPARISJÓÐA (%) 01 -10.11.1985 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJASÉRUSTA e I 11 II iiii II í! I S II 8. & 11 li ii INNLAN úverðtryggð SPARISJÓDSBÆKUR óbundin innstæða 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsocjn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0 6 mán.uppsogn 31.0 33.4 30.0 28.0 28.0 30.0 29.0 31.0 28.0 12 mán.uppsögn 32.0 34.6 32.0 31.0 32.0 SPARNAOUR- LANSRÉTTURSparað*-5mán. 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25,0 29,0 26.0 23.0 29.0 28.0 innlAnsskírteini Til 6 mánaða 28.0 30,0 28.0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 INNLAN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mán. uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.5 3.0 3.0 3.0 3.5 3.0 innlAn GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 ÚTlAN úverðtryggð ALMENNIR VlXLAR (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIÐSKIPTAVlXLAR (forvextir) 32.52) kge 32.5 kge 32.5 k„« kge kge 32.5 ALMENN SKULDABRÉF 32.03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 VIDSKIPTASKULDABRÉF 33.52) kge 35.0 kge 33.5 kge kge kge 33.5 HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31,5 útlAn verðtryggð SKULDABRÉF AÖ21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 úilAn til framleiðslu SJANEÐANMALSI) 1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 27,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,5%, í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 12,75%, í vesturþýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafharfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. Afmæli Hjörtur Jónsson kaupmaður er 75 ára í dag, 12. nóvember. Hann og kona hans taka á móti gestum milli kl. 5 og 8 í dag að heimili sínu, Haukanesi 18, Arnar- nesi, Garðabæ. Tapað -fundið Stigi tapaðist Tekinn var álstigi traustataki 2. eða 3. nóv- ember við Bústaðabrú. Hafi einhver vitneskju um hvar stiginn er verður hann 2.500 krónum ríkari, einnig er skorað á stigamanninn aö skila stiganum. Upplýsingar í símum 76394, 79746 eða 79931. Vopnafjörður: Handtekinn grunaður um nauðgun Karlmaður hefur verið handtekinn á Vopnafirði grunaður um nauögun. Bú- ist er við að hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag. Kona á þrítugsaldri kærði manninn, sem sýslumaður Norður-Múlasýslu lýsti sem „miðaldra”, fyrir að hafa nauðgaö sér seint aðfaranótt sunnu- dags. Sýslumaður og fulltrúi hans, sem verið hefur á Vopnafirði frá því á sunnudag við rannsókn málsins, hafa varist allra fregna. kmu Lýst eftir fanganum — sem strauk frá tannlækni Fanginn, sem strauk á dögunum frá gæslumanni sinum og komst undan þegar hann var hjá tanniækni, er nú eftirlýstur. Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Garðari Garðarssyni refsi- fanga sem strauk 31. október. Garðar er 20 ára, dökkhærður, með gráblá augu. Hann er 170 cm á hæð. Garðar strauk með þeim hætti að hann læsti tannlækninn og gæslumann sinn inni á tannlæknastofunni. Tók tannlækninn á orðinu þegar hann sagði að aðgerð lokinni: Þú mátt fara, þetta er búið. Þeir sem kynnu að geta gefið upplýs- ingar um ferðir Garðars eöa hvar hann dvelur nú eru vinsamlega beönir að láta lögregluna vita. -SOS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.