Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Page 23
DV. FIMMTUDAGUR14. NÖVEMBER1985. 23 Varkár tanniæknir tekur enga áhættu á alnæmi og notar gúmmíhanska við tannviðgerðir. Áhrifa alnæmis gætir víða í bandarísku þjóðfélagi Óskar Magnússon, DV, Was- hington: Áhrifa alnæmis er nú farið að gæta mjög víða í bandarísku þjóð- félagi. Fyrirtæki, stofnanir og heilu starfsstéttirnar hafa neyðst til að horfast í augu við þá hræðslu sem sjúkdómnum er samfara og gera sér grein fyrir hvernig bregðast skuli við. Nú hafa verið skráð yfir fjórtán þúsund alnæmistiifelli hér í Banda- ríkjunum. Og listinn yfir þá sem finna fyrir áhrifum sjúkdómsins lengist stöðugt: Tryggingafyrir- tæki, bæjarstjórnir, skólastjómir, vinnuveitendur, herinn, heilbrigð- isstéttir, verkalýðsfélög, kirkjan allir þessir aðilar og fleiri til hafa orðið að staldra við og taka upp aðrar starfsaðferðir að mörgu leyti, alit vegna áhrifa af alnæmi. Allt frá því að leikarinn Rock Hudson lýsti því yfir að hann væri haldinn alnæmissjúkdómnum hef- ur málið fengið víðari hljómgrunn en áður. Um svipað leyti og yfirlýs- ingin kom frá Rock Hudson stóðu einnig yfir harðvítugar deilur um þá hættu sem skólabörnum kynni að stafa af alnæmi. Þetta hvort tveggja jók mjög á þá hræðslu sem fyrir var, enda mjög auðvelt að ná athygli fólks þegar börn þess eru annars vegar. Yfirvöldum vantreyst Starfsmenn ýmissa starfsgreina- félaga og stéttarfélaga hafa hvergi undan að svara ótal spun ;ngum um alnæmi frá meðlimum sínum. Algengustu spumingarnar eru um með hvaða hætti sjúkdómurinn smitist. Þau svör, sem fást, eru venjulegast ekki mjög skýr eða afgerandi og því lítt til þess fallin að slá á óróleika spyrjenda'. Þessu blandast svo vantraust á opinber yfirvöld. Mjög margt fólk telur að yfirvöld séu vísvitandi að segja ósatt um útbreiðslu og áhrif sjúkdómsins. „Hvernig getum við vitað að þið séuð ekki að fela eitt- hvað fyrir okkur?“ er algeng spurn- ing sem beint er til opinberra starfsmanna sem með þessi mál hafa að gera. Sérfræðingar hafa ekki getað boðið upp á nein fullkomlega örugg ráð til að komast hjá smiti. Af því leiðir svo að fólk virðist einblína á versta hugsanlega möguleikann og telja smit yfirvofandi við hvaða aðstæður sem er. Blóðprufur alls staðar Alnæmi er farið að hafa svo mikil áhrif á daglegt líf hér í Ameríku að varla líður sá dagur að ekki sé fjallað um sjúkdóminn í fjölmiðl- um. Nú eru í vinnslu sjónvarps- myndir um sjúkdóminn, leikrit, scm færa á upp á Broadway, og Ijöldinn allur af bókum er væntan- legur í verslanir innan skamms. Það er óhjákvæmilegt að verða þess var að þessi sjúkdómur er á ferðinni. fyrirtæki í Texas skikkaði allt starfsfólk i mötuneyti sínu til að gangast undir blóðrannsókn. Hjúkrunarkona við fangelsi i Alex- andríu þóttist hafa vissu fyrir því að einn fanginn væri haldinn al- næmi. Hann var drifinn úr fötun- um, þau brennd, klefinn sótthreins- aður og fanginn sendur á sjúkra- hús. Í ljós kom að hann hafði ekki fengið sjúkdóminn en hafði hins vegar myndað mótefni gegn hon- um. Í fangelsi einu í New York-ríki gerði einn fanginn, sem sýktur var alnæmi, sér til dundurs að skyrpa á fangaverði og samfanga. Þegar að réttarhöldum yfir þessum fanga kom var honum heimilað að játa sig sekan um smáglæpi og sleppt Sums staðar er þess krafist af starfsfólki að það gangist undir blóðrannsókn vegna hræðslunnar við alnæmissjúkdóminn. Herinn hefur ákveðið að láta alla sína menn gangast undir blóðrann- sókn. Stórt tryggingafélag skýrði frá því fyrir skömmu að hér eftir skyldu þeir sem kaupa háar líf- tryggingar gangast undir blóð- rannsókn til að sannreyna hvort viðkomandi séu sýktir af alnæm- isvírusnum. Samkvæmt bókum tryggingafélagsins eru mestu áhættusvæðin hér í Bandaríkjun- um Kalifornía, Flórída, Ulinois, New Jersey, Texas og höfuðborgin Washington. Tryggingafélagið. segist hafa greitt 100 milljónir króna það sem af er þessu ári í tryggingabætur til aðstandenda sjúklinga sem látist hal'a úr alnæmi. Það munu vera 3% af heildardánarbótum félagsins á þessu ári. Drifnir úr fötunum Áhrifanna gætir enn víðar. Stór- að því loknu. Að öllu jöfnu hefði átt að ákæra hann fyrir alvarlegri afbrot sem hefði leitt til lengri fangavistar. Flóknar leiðbeiningar ' Stofnanir hafa gefið út ýmiss konar leiðbeiningar um hversu langt skuli ganga til að vernda almenning fyrir þessum sjúkdómi. Þessar leiðbeiningar eru oft og tíðum of flóknar til að almenningur skilji þær. Fólk leitar eftir einfold- um leiðbeiningum um hvernig haga skuli daglegu lífi án þess að eiga það á hættu að smitast af alnæmi. Og samtök kynhverfra segja að yfirvöld hafi verið of sein að taka við sér þegar sjúkdónéins varð fyrst vart. Hræðslan hafi náð að breiðast út og því verði erfiðara að róa fólk en ella. Sjúkdómsins varð fyrst vart hér í Bandaríkjunum á árinu 1981. FRÁ FRÉTTARITURUM DV ERLENDIS: FRÁ FRÉTTARITURUM DV ERLENDIS: fjöldans. Átján manns slösuðust og 13 voru handteknir. Ólætin enduðu jafnsnögglega og þau byrjuðu. En friðurinn entist ekki lengi, 6. október brutust út umfangsmestu óeirðir fram að þessu. Að þessu sinni var það Tottenham í norðurhluta Lon- don sem skalf. Blökkukona um fimm- tugt fékk hjartaáfall þegar lögreglan gerði húsleit hjá henni. Sonur henn- ar var grunaður um þjófnað. Óeirð- irnar brutust út og mögnuðust fljótt upp i algjört neyðarástand. Lögregl- an missti alla stjórn úr höndum sér. Fjöldi manns slasaðist alvarlega og einn lögreglumaður var stunginn til bana. Óeirðaaldan, sem reið yfir Bretland fyrir fjórum árum og náði hápunkti í Brixton, Toxteth, Handsworth og Moss Side í Manchester, hafði sann- fært Breta um að eitthvað væri að og aðgerða væri þörf. Lögreglan var harðlega gagnrýnd og gerðar voru breytingar á skipulagi hennar sem áttu að bæta löggæslu. Ríkisstjórnin lét rannsaka ástand þessara borgar- hverfa með úrbætur fyrir augum. Friður virtist komast á og stjórn- mnálamenn struku svitann af enn- inu. Óeirðirnar, sem brutust út í Handsworth í september, komu því eins og köld gusa framan í þá. Hvers vegna virðist sagan ætla að endur- taka sig? Hvaðeraðgerast? Umfangsmikil pólitísk umræða hefur spunnist um óeirðir síðustu mánaða. Fjölmiðlar hafa velt málinu fyrir sér fram og aftur. Sjálfur prins- inn af Wales hefur meira að segja látið í ljósi áhyggjur sínar af ástand- inu í „innri borgum" Bretlands, eins og óeirðasvæðin eru jafnan kölluð. Lögreglan hefur sætt harðri gagn- rýni úr öllum áttum. í öllum upp- þotunum safnaðist mannfjöldi saman framan við lögreglustöðvar hverf- anna og reiðinni virðist jafnan vera beint gegn lögreglunni. En gagn- rýnin á verði laganna hefur verið tvenns konar. Sumir gagnrýna þá fyrir harðræði og kynþáttahatur meðan aðrir gagnrýna linlega fram- göngu lögreglunnar og mistök henn- ar við að halda uppi röð og reglu í hverfunum. Fyrstu viðbrögð Thatcher við Handsworth-óeirðunum voru að skora á alla forsvarsmenn staðarins að „fordæma harðlega" óeirðirnar og sjá um að þetta gerðist aldrei aftur. Þessi viðbrögð voru dæmigerð fyrir þá stefnu sem ríkisstjórnin hef- ur tekið í málinu. Óeirðaseggirnir hafa verið fordæmdir og glæpsamlegt athæfi þeirra harðlega gagnrýnt. Stjórnarandstæðingar hafa aftur á móti lagt áherslu á „dýpri rætur“ óeirðanna, þ.e. ömurlegt ástand þeSs- ara fátækustu borgarhverfa Bret- lands þar sem atvinnuleysi er hvergi meira og hýbýli hvergi fátæklegri. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað viður- kenna að bein tengsl séu milli óeirð- anna og versnandi kjara íbúa hverf- anna. I hennar augum er þetta fyrst og fremst spurning um agaleysi. Ástand innyi borganna réttlætir engan veginn ofbeldi og glæpi. Ástandið Atvinnuleysi vel yfir landsmeðal- tali, hátt hlutfall innflytjenda, léleg húsakynni, óvenjuhátt hlutfall ungs I fólks og vaxandi glæpatíðni eru helstu einkenni borgarhverfanna sem óeirðirr.ar urðu i. Stjórnarstefna Thatcher hefur ekki hjálpað íbúum þessara hverfa. í stað þess hafa allar slæmar hliðarverkanir stefnu hennar bitnað á þeim. Unga fólkið gengur í lélega skóla og ekkert virðist blasa við þvi nema atvinnuleysi og von- leysi. Það er breskir borgarar sem bera litla virðingu fyrir lögum og reglum þjóðfélagsms. Það hefur engin völd eða áhrif. Það hefur lítið við að vera og lætur sér leiðast. Hvort óeirðirnar voru tilraun til að vekja athygli á ástandinu og hafa áhrif á stjórnvöld eða einfaldlega tilraun til að skapa spenning og til- breytingu á annars viðburðasnauð- um degi er spurning sem seint verður svarað. Talsverðum peningum hefur verið varið í uppbyggingu þessara borgar- hverfa á síðustu árum. Peningarnir hafa m.a. farið í að hjálpa fyrirtækj- um sem voru illa stödd og í að byggja upp ýmiss konar félagsmiðstöðvar. En ríkisstjórnin hefur nú minnkað þessi útgjöld sín, eins og svo mörg önnur. Leiðtil úrbóta Stefna Thatcher á nýbyrjuðu þing- tímabili er nokkuð skýr. Hún mun fyrst og fremst einbeita sér að því að koma á „lögum og reglu“ í landinu. Eitt helsta skrefið í þá átt verður stigið með því að veita lög- reglunni meira vald til að glíma við ofbeldi og óeirðir. Refsingar verða þyngdar og nýtt agakerfi verður tekið upp í fangelsum. Málið verður sem sagt tekið föstum tökum, eins og forsætisráðherrans er von og vísa, og mikill hluti kjósenda virðist ánægður með það. Það verður fróð- legt að sjá hvaða áhrif stefna stjórn- arirmar á eftir að hafa á breskt þjóð- félag. Svona er umhorfs þarna núna. DV-mynd Mark Lansing.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.