Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Síða 37
t" — DV. FIMMTUDAGUR14. NOVEMBER1985. — Nýjar bækur—Nýjar bækur—Nýjar bækur—Nýjar bækur—Nýjar bækur—Nýjar bækur— UÓÐ NÁMU LAND -NÝ LJÓÐABÓK EFTIR SIGURÐ PÁLSSON Út er komin hjá Forlaginu ný ljóða- bók eftir Sigurð Pálsson og nefnist hún Ljóð námu land. Þetta er fjórða Ijóðabókin frá hans hendi en áður eru út komnar bækurnar Ljóð vega salt, Ljóð vega menn og Ljóð vega gerð. Sigurður hefur þegar skipað sér í röð fremstu ljóðskálda okkar og hver ný ljóðabók frá honum 'má teljast bókmenntaviðburður. Eins og fyrri bækur skáldsins skipt- ist þessi í ljóðaflokka þar sem glímt er við ákveðin yrkisefni um leið og hvert ljóð stendur sem sjálfstæð heild. „Margir munu telja að í bókinni speglist allir bestu kostir skáldskap- ar Sigurðar," segir i kynningu For- lagsins. „Hnitmiðað ljóðmál, hlaðið óvæntum samlíkingum, ísmeygilegt í glettni sinni og fjarskylt predikun- um og forystugreinum. I ljóðunum togast á ofsafengið fjör og sárasta alvara og skáldið er hvort tveggja í senn, sjáandi og þátttakandi." Ljóð námu land er 88 bls. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. Brian Pilkington hannaði kápu. MAGNÚS MAGNÚSSON: Á SÖGUSLÓÐUM BIBLÍUNNAR Bókaútgáfan Öm og Örlygur hefur gefið út bók Magnúsar Magnússonar, hins kunna sjónvarpsmanns í Bret- landi, sem nefnist Á söguslóðum Bibl- íunnar. Hér er skyggnst að baki frægum þáttum sem sýndir vom í breska sjón- varpinu og síðar í því íslenska. Þetta er bók sem veldur deilum og vekur spumingar. - Hvaða leyndardóma hafa fom- leifafræðingar uppgötvað að undan- fömu? Hvernig koma þessar uppgötvanir heim og saman við frásagnir Biblíunn- ar? - Hvað gerist þegar sagan og Bibl- ían em endurskoðaðar í ljósi nýjustu fomleifafunda? Magnús Magnússon vinnur hér úr ógrynni lítt kunnra heimilda og kynn- ir lesandanum niðurstöðurnar á al- þýðlegan hátt sem nýtur sín vel í vandaðri þýðingu Dags Þorleifssonar. Þessi bók er eins konar vegahand- bók um söguslóðir Biblíunnar og um leið lykill að Austurlöndum nær - þeim löndum sem Islendingum em í senn framandi en þó svo nálæg í sögu og menningu. Bókin var sett í Leturvali en prentuð og bundin í Ungverjalandi. RASMUS KLUMPUR OG FÉLAGAR Bókaútgáfan Öm og Örlygur hefur gefið út fjórar nýjar teiknimyndasögur um hina vinsælu söguhetju bamanna Rasmus Klump en áður vom komnar út ellefu bækur í þessum flokki. Nýju bækumar nefnast: Rasmus Klumpur á pínukrilaveiðum, Rasmus Klumpur í kynjaskógi, Rasmus Klumpur í undirdjúpunum og Rasmus Klumpur og Sóti lestar- stjóri. Höfundar bókanna em þau Carla og Vilh. Hansen en þær em þýddar af Andrési Indriðasyni. Eins og svo oft áður lenda Rasmus Klumpur og félagar hans í ýmsum saklausum furðuævintýrum í bókum þessum og koma víða við. Rasmus Klumpur og félagar hafa lengi verið góðir vinir íslenskra bama þar sem teiknimyndasyrpur um þá hafa birst m.a. í Vikunni og Þjóðviljanum. Bækumar em filmusettar hjá Prent- stofu G. Benediktssonar en prentaðar og bundnar í Þýskalandi. ÍSLENSKIR SÖGUSTAÐIR EFTIR KRISTIAN KáLUND í þýöingu dr. Haralds Matthiassonar Annaö bindi: Vestfirðingafjóröungur Út er komið hjá Erni og Örlygi annað bindi hins mikla ritverks Is- lenskir sögustaðir eftir Kristian Kálund í þýðingu dr. Haralds Matt- híassonar á Laugarvatni. Fjallar bindið um sögustaði i Vestfirðinga- fjórðungi. Fyrsta bindið, sem kom út 1984, fjallaði um sögustaði í Sunn- lendingafjórðungi. Hér er á ferðinni eitt hundrað ára höfuðheimild um íslenska sögustaði sem enn er í fullu gildi og sífellt er leitað til og því mikill fengur að fá verkið í vandaðri íslenskri þýðingu. Fyrsta bindið, sem kom út í fyrra, eins og áður segir, hlaut strax hinar bestu viðtökur ritdómara og fræði- manna. Þannig ritaði Jón Þ. Þór sagnfræðingur um bókina og komst m.a. svo að orði: „Dr. Haraldur Matthíasson á Laugarvatni hefur þýtt ritið á íslensku en hann mun einna fróðastur núlifandi íslendinga um forna sögustaði... Rit Kristians Kálund um íslenska sögustaði er eitt af öndvegisritum útlendinga um ís- lenska sögu.“ Bókin Islenskir sögustaðir Vestfirðingafjórðungur - er að öllu leyti unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobs- son. FLKristian K liund ÍSLENZKlR SOGUSmÐlR VESTnRDtriGA OÓRÐUNGUR á giiUin þll Búskaparar og wlöldagar GLAMPAR í FJARSKA Á GULLIN ÞIL -SEINNA BINDI Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir Þorstein Guð- mundsson, bónda á Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Bók með sama nafni kom út 1983. Borgfirski bóndinn segir hér frá búskaparárum sínum á Skálpastöð- um í Lundarreykjadal. Hann hóf þar búskap með eiginkonu sinni, Þór- unni Vigfúsdóttur, árið 1930. Sagt er frá uppbyggingu húsa, ræktun túna, skepnuhöldum og flestu sem búskap tilheyrir. Það skiptast á skin og skúrir í lífi bónd- ans en stórbýlið á Skálpastöðum ber vitni um stórhug, bjartsýni og sam- heldni fjölskyldunnar. Þá eru í bókinni nokkrar frásagnir af samskiptum höfundar við menn og málleysingja og lýsa þær best óvenjunæmri tilfinningu hans fyrir umhverfi sínu. Loks er þátturinn Grímsá og Graf- arhylur þar sem rakin er saga lax- veiðanna í Grímsá frá upphafi og sagðar skemmtilegar veiðisögur frá þessari perlu laxveiðiáa í Borgar- firði. Þetta er bók fyrir bændur, lax- veiðimenn og alla aðra sem unna íslensku sveitalífi. Þessi nýja bók er 176 bls., prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. Ljósmyndir á bókarkápu tók Ólafur Árnason, ljósmyndari á Akranesi. SJÓMANNSÆVI LOKABINDI AF ENDURMINNINGUM KARVELS ÖGMUNDSSONAR Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út lokabindi endurminninga Karvels Ögmundssonar. í þessu 3. bindi minninga sinna segir Karvel frá sjósókn sinni frá Hellissandi á Snæfellsnesi, ísafirði og síðar í Njarðvíkum. Einnig rekur hann útgerðarsögu sína og segir frá stofn- un samtaka útvegsmanna og baráttu þeirra fyrir hagsmunamálum sínum. Þá segir hann og sitthvað frá félags- málum í Njarðvík og Keflavík. Mikill fengur er að tveimur síðustu köflunum, leiftrandi frásögnum af Ólafí Thors og svörum við spurning- um frá Þjóðminjasafni íslands um yfirnáttúrleg fyrirbæri, drauma, dul- heyrn, hugboð og aðvaranir. Fjöldi mynda er í bókinni. Sjó- mannsævi er að öllu leyti unnin í Prentsmiðjunni Eddu hf. Kápu' hannaði Sigurþór Jakobsson. FUGLSEM FLAUG ÁSNÚRU EFTIR NÍNU BJÖRK ÁRNADÓTTUR Um verkið hefur höfundurinn sagt: „Verkið er um fólk sem finnur ástina sem það er hrætt við að mega ekki rækta. Finnur hana í „Ungum manni með rós“, sem hefur kastað nafni sínu og fortíð og neitar að þrífast við þær aðstæður sem eru. Og um „Þann vísa“, sem ræktar ástina á þann einfalda hátt sem virkar broslega. Hvort ungur maður með rós er tákn eða lifandi persóna er hverjum og einum falið að ákveða með sjálfum sér. í verkinu fléttast nútíð og fortíð, raunsæjar senur, táknrænar senur. Ljóð og setningar tengja atriðin þar semvið á.“ Nemendaleikhús Leikfistarskóla íslands sýndi leikverkið sl. vor undir leikstjórn Hallmars Sigurðssonar. Leikrit Nínu Bjarkar Árnadóttur hafa jafpan vakið verulega athygli. SESSELJA AGNES MARIAGRIPE Út er komin hjá Máli og menn- ingu unglingabókin Sesselja Ag- nes eftir hinn þekkta sænska rit- höfund Maríu Gripe. Vilborg Dag- bjartsdóttir þýddi bókina. Sagan segir frá Nóru sem flytur með fósturforeldrum sínum í gamalt hús og verður fyrir einkennilegri lífsreynslu þar. Hún heyrir fótatak í íbúðinni þótt enginn sé heima, hún fær undarlegar upphringingar og gömul klukka með ónýtu verki fer að ganga ... afturábak! Svo fær hún skilaboð um að sækja pakka á ákveð- inn stað í Stokkhólmi og fylgir boð- unum að húh megi engum sýna það sem í pakkanum er. Gátan verður meira og meira spennandi þangað til Nóra leysir hana með dyggri aðstoð Dags, félaga síns. María Gripe hefur fengið marg- háttaða viðurkenningu fyrir verk sín, m.a. hin virtu H.C. Andersens- verðlaun árið 1974, og í ár fékk hún barnabókaverðlaun norrænna skólasafnvarða í fyrsta sinn sem þau voru veitt. Hún er höfundur bókanna um Elvis Karlsson, Húgó og Jósefínu og Náttpabba sem hafa komið út á íslensku. Sesselja Agnes er 242 bls., unnin að öllu leyti í Prentsmiðjunni Odda hf. Harald Gripe gerði kápumynd. OKTÁVÍA VÉSTEINN LÚÐVÍKSSON OKTAVÍA - VÉSTEINN LÚÐVÍKSSON Út er komið hjá Máli og menningu nýtt skáldverk eftir Véstein Lúðvíks- son og nefnist það Oktavía. Vé- steinn hefur áður skrifað skáldsögur, smásögur og leikrit. í fyrra kom út eftir hann bókin Maður og haf sem er önnur þeirra bóka sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs í ár af Islands hálfu. I þessu nýja verki Vésteins segir frá því að félag nokkurt hyggst ráða sér framkvæmdastjóra en meðal umsækjenda reynist vera umdeildur félagsmaður, Oktavía að nafni. For- maður félagsins gerir það að tillögu sinni að stjórnin fjalli um umsókn Oktavíu með þeim hætti að hver hinna tólf stjórnarmanna segi af henni átta stuttar sögur og rökstyðji þannig atkvæði sitt. I bókinni eru því 96 stuttar sögur af sömu konunni og bregða þær skemmtilegu og oft óvæntu ljósi á tilveru okkar og samlíf. Oktavía er 100 bls. að stærð, unnin og prentuð í Prentstofu G. Bene- diktssonar og bundin í Bókfelli hf. Kápu gerði Robert Guillemette. ICELAND 66° NORTH STÓRGLÆSILEG BÓK Á ENSKU UM ÍSLAND OG ÍSLENDINGA EFTIR TVO ERLENDA LISTAMENN, PAMELU SANDERS (BREMENT) OG RO- LOFFBENY Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur sent frá sér landkynningarbók á ensku um ísland og íslendinga eftir tvo erlenda listamenn, þau Pamelu Sanders og Roloff Beny. Pamela er betur þekkt hér á landi sem Pamela Brement en maður hennar var sendi- herra Bandaríkjanna hér fram á mitt ár 1985. Höfundarnafn hennar hefur alla tíð verið Pamela Sanders. Pa- mela tók miklu ástfóstri við land og þjóð. Hún ferðaðist um landið þvert og endilangt og kynntist landi og lifnaðarháttum fólks af eigin raun. Roloff Beny var heimskunnur ljós- myndari, listmálari og bókahönnuð- ur og átti að baki fjölda bóka er hann lést árið 1984. Hann vann til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir myndir sínar og bókahönnun og má þar til nefna hina eftirsóttu gullorðu á alþjóðabókasýningunni í Leipzig, Charles Blanc silfurværð- launin frá frönsku akademíunni og The Order of Canada silfurverðlaun- in, að ógleymdum titlinum Riddari Mark Twain fyrir bókina Allt á sína árstíð, þar sem hann lýsir heimalandi sínu, Kanada. Ljósmyndataka Roloffs Beny hér á landi var siðasta ljósmyndaverkefnið sem hann vann að áður en hann lést. t' aC c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.