Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Blaðsíða 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1986.
Peningamarkaðurinn
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 óra og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn-
stæður sínar með 9 mónaða fyrirvara, 70-74
ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri
með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru
verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán-
uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á
óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13%
nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið-
réttingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði ó 14,5% nafnvöxtum og
15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt-
um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á
hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk
1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út
tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess
að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06.
og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
13% nafnvöxtum og 13,4‘X, ársávöxtun eða
ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
0,7‘X> í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 óra afmælisreikningur er verðtryggð-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25%
og breytast ekki á meðah reikningurinn verð-
ur í gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8,
50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6
mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir
18 mónuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6
mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún
um hávaxtareikninginn.
18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir
og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða
verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum
sé hún betri. Samanburður er gerður mánað-
arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út
af reikningnum gilda almennir sparisjóðs-
vextir, 8‘X>, þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga, sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni, eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 12,9% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknastalmennir spari-
sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársíjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á
ári og leggjast við höfúðstól. Þeir eru alltaf
lausir til útborgunar.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3‘X> nafnvöxtum. Sé reikningilr orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður aóvöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, rtieð
13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist
trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun
bætt ó vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður
innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mónaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega.
12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél-
stjóra er með innstæðu bundna í 12 mónuði,
óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir
eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun e.
því einnig 15,5%.
18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru
með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mán-
uði en á 14,5% nafnvöxtum og 15,2% árs-
óvöxtun. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafnar-
firði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður
Reykjavíkur bjóða þessa reikninga.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs fslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónúr, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja óra binditíma eru ársvextir 7%, fjög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir ög vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfm eru ýmist verðtryggð eða
óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum.
Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er
almennt 12 16% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlón fró Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til
einstaklinga 782 þúsundum króna, 2 -4 manna
fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn
er hómark 391 þúsund krónur til einstakl-
ings, annars mest 195 þúsund. 2 4 manna
fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu
kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns-
tími er 21 ár.
Húsnæðislónin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytílegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað-
ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir
reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári
verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður
þá hærri en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði ó
10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma-
bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því
10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu
dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún
getur jafnvel orðið neikvæð.
Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á
10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5%~vextir eft-
ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur
og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni
6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan
því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á
mánuði eða 27% á ári.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í apríl 1986 er 1425 stig
en var í mars 1428 stig og í febrúar 1396 og
janúar 1364 stig. Miðað er við grunninn 100
í júní 1979.
Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986
er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924
stig á grunni 100 frá 1975.
Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04.
en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi
vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar
sem við hana er miðað sérstaklega í samning-
um leigusala og leigjenda.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11. -20.04. 1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM 'S i * £ & £ ll
SJA sérlista !Í II ii II il i! 1! II II
innlAn óverdtryggo
SPARISJÓÐSBÆKU R Úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 10,0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10,0 9.0
6 mán. uppsogn 12.5 12.9 12.5 9.5 10.5 10.0 10.0 12.0 10.0
12 mán.uppsöqn 14.0 14.9 14.0 11.0 12,6 12.0
SPARNAÐUR - LANSRÉnUR Sparað S-5 mán. 13.0 13,0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0
Sp. 6mán. ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0
TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0
Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0
INNLÁN verðtryggð SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0
6 mán.uppsögn 3.5 3.0 2.5 3.0 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0
INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 7.5 6.5 7.0 6.5 7,5 7.0 ( 7.0 6.5
Sterlingspund 11.5 11.5 10.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 10.5
Vestur-þýsk mörk 4.5 4.0 3.5 4.0 3.5 4.0 3.5 3.5 3.5
Danskar krónur 8.0 9.5 7.0 8.0 7.0 7.5 7.0 7.0 7.0
ÚTLÁN óverðtryggð ALMENNIR VÍXLAR (forvextir) 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15,25 15.25
VIÐSKIPTAViXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kgc
ALMENN SKULDABRÉF 2) 15,5 15.5 15,5 15.5 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20.0 kge 20.0 kge kge kge kge
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0
ÚTLAN verðtryggð SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4,0 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
útlAntilfranileiðslu sjAneðanmAlsi)
1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn-
ings, í SDR 9,25%, í Bandaríkjadollurum 9, 0%, í sterlingspundum 13,25%, í
vestur-þýskum mörkum 5,75%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilal-
ána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum
og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge,
hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóð-
unum.
Viðskipti _____________Viðskipti______________Viðskipti
Þ.B. útgáfan af svarta listanum:
1400 nöfh á
1100 krónur
Reiknað er með að nöfh um tíu þús-
und Islendinga séu nú á vanskilaskrá.
Samkvæmt sérstökum reglum sem
Tölvunefhd setur geta menn átt von á
því að eiga nafri sitt á umræddum lista
í allt að fimm ár ef þeir einu sinnu
komast á hann.
Þ.B. útgáfan er annað þeirra fyrir-
tækja sem hafa leyfí Tölvunefhdar til
að gefa út svartan lista. Hjá Þ.B. út-
gáfunni, sem er í reynd lögfræðistofa,
fengust þær upplýsingar að listinn
þeirra hefði aðeins að geyma gjaldþrot
og árangurslaus fjámám. Menn
nenntu ekki að elta ólar við mál eins
og víxildóma. Á listanum eru nú um
1400 nöfh og kostar listinn 1100 krón-
ur á ári en nokkru sinnum á ári em
gefnar út viðbætur við listann. Síðast
vom það um 200 aðilar sem keyptu
listann.
Hjá Þ.B. útgáfunni sögðust þeir hafa
það fyrir reglu að fjarlægja nöfri af
listanum ef menn kæmu með kvittun
fyrir því að þeir hefðu gert upp skuld-
ir sínar. Það væri óréttlátt að þeir sem
einu sinni kæmust á listann ættu sér
ekki viðreisnarvon í mörg ár á eftir.
Vanskilalistinn, sem Þ.B. útgáfan
gefúr út, varð upphaflega til vegna
þess að það vom sömu mennimir sem
gengu á milli fyrirtækja og keyptu sér
alls konar varning en stóðu aldrei í
skilum. Að sögn hafa þessir menn lagt
upp laupana eftir að verslanir fengu
svarta listann. -EH
Ágúst Guðmundsson hjá Míkró hf. við prentarann sem fyrirtækið flj’tur út til Færeyja.
mm fföMÍk
1 % _
Selja íslenska tölvu-
prentara til Færeyja
Fyrirtækið Míkró hf. hefur hafið
útflutning á tölvuprenturum til Fær-
eyja. Hér er um að ræða japanska
Mikroline prentara. Hingað til lands
koma þeir með enskri stafagerð en
starfsmenn Míkró hf. hafa íslenskað
þennan prentara.
„Færeyingar eiga við að glíma flest
sömu vandamálin og við vegna sinnar
stafagerðar," sagði Einar Karlsson hjá
Míkró hf. í samtali við DV. Hann sagði
að það væm tvö tölvufyrirtæki i Fær-
eyjum sem hefðu leitað til fyrirtækis-
ins í fyrrahaust til þess að fá keypta
prentara með íslenskri stafagerð.
Einar Karlsson sagði að lengi vel
hefði ekki verið mögulegt að íslenska
tölvuprentara og menn hefðu sætt sig
við lélegri útprentanir. Nú væri hins
vegar hægt að breyta tölvuprentumm
miðað við íslenska stafrófið. „Það má
segja að við förum í krossgátuleik í
hvert skipti sem nýir tölvuprentarar
koma á markaðinn. Framleiðendur
slíkra tækja em ófúsir að upplýsa um
sín framleiðsluleyndannál og því verð-
um við að finna út úr því sjálfir
hvernig eigi að breyta prenturunum."
-EH
Flugleiðaskrifstofan í New York:
Afpantanir jafn-
margar bókunum
Söluskrifstofu Flugleiða í New York
bárust í fyrradag, miðvikudag, helm-
ingi færri bókanir í flug en á eðlilegum
degi.
Afþantanir vom jafnmargar bók-
unum, að sögn Sigfúsar Erlingssonar,
framkvæmdastjóra markaðssviðs
Flugleiða. Otkoman þann dag var þvi
enginn farþegi.
„í þessari stöðu teljum við þetta alls
ekki slæmt," sagði Sigfús.
„Miðað við það gífurlega tilfinn-
ingaflóð, sem flæðir yfir Bandaríkin
þessa dagana, er þetta ekki mjög
slæmt. Bandarískir hópar em að end-
urskoða hug sinn og hafa verið það
undanfamar 6-8 vikur.
Ennþá teljum við ekki ástæðu til að
óttast hmn. Það er allt of snemmt að
dæma um það,“ sagði Sigfús. -KMU