Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Blaðsíða 8
8
DV. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1986.
Útlönd
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Dobrynin, sendiherra Sovétmanna í Bandarikjunum, ásamt frú sinni við
brottförina frá Washington fyrir skömmu. Ekki fara neinar sögur af því hvort
gutlaði í vodkaflöskum i farteski Dobrynin hjónanna.
Vodka handa
Dobiynin
Gizur Helgason, fréttaritari DV í
Ziirich:
Anatoly F. Dobrynin, sendiherra
Sovétríkjanna í Bandaríkjunum, hélt
til síns heima fyrir skömmu eftir að
hafa verið sendiherra lands síns í 24
ár í Washington.
Síðustu dagana þar vestra notaði
hann til að heimsækja og kveðja
gamla vini og stjómmálamenn, svo
sem öldungadeildarþingmennina Ed-
ward M. Kennedy og Gary Hart.
Þeim var báðum boðið í veglegt
kveðjuhóf sem hann hélt skömmu fyr-
ir brottfor.
Vinátta Kennedys og Dobrynins nær
allt til þess tímabils er John F.
Kennedy var forseti Bandaríkjanna
fyrir rúmum 20 árum.
Gary Hart haföi heyrt um baráttu
Gorbatsévs Sovétleiðtoga gegn of-
neyslu vodka og fleiri sterkra drykkja
í Sovétríkjunum og notaði skilnaðar-
stundina með Dobiynin til að færa
honum flösku af Baileys Irish Cream
og aðra af rússnesku vodka og sagði
um leið. „Baileys-flaskan á að minna
þig á mig en vodkaflaskan er til þess
að þú gleymir ekki hvemig þær líta
út.“
Onassis í
fjármálasvindli?
Gizur Helgason, fréttaritari DV í
Zurich:
Fjórði eiginmaður margmilljóna-
mæringsins og „skipadrottningarirm-
ar“ Christina Onassis hefur nú heldur
betur lent í því.
Franska dómsmálaráðuneytið hefur
gefið út ákæm á hendur Thirry Rouss-
el vegna peningasmygls.
Margmilljónagjaldþrot
Thirry Roussel Onassis er ákærður
fyrir að hafa ásamt frænda sínum flutt
sjö milljónir franskra franka í heimild-
arleysi yfir til Sviss. Astæðan er talin
gjaldþrot eins af dótturfyrirtækjum
fyrirtækjasamsteypu er Roussel á en
þar var um að ræða hundrað milljóna
franka gjaldþrot.
Þegar verið var að fara yfir bókhald
fyrirtækisins rákust endurskoðendur
á grunsamleg atriði. Meðal þeirra var
yfirfærsla upp á sjö milljónir franka
til skúffúfyrirtækis í Panama sem síð-
an hafði peningana á reikningi hér í
Sviss.
Dómstóll í París á nú að upplýsa
hvort eiginmaður Christina Onassis
sé sekur um fyrirframákveðið gjald-
þrot.
Finnar ætla að
opna flugvöllinn
Finnsk yfirvöld hafa í hyggju að
opna flugvöllinn í Helsinki aftur en
hann hefúr lokast vegna verkfalls
opinberra starfsmanna. Sömuleiðis
er ætlunin að koma aftur af stað
lestarsamgöngum við Sovétríkin
sem em Finnlandi mjög mikilvæg.
Um 42 þúsund opinberir starfs-
menn taka þátt í verkfallinu sem
ekki sér fyrir endann á. Bygginga-
verkamenn í S-Finnlandi hafa hótað
að leggja einnig niður vinnu en raf-
virkjar ætla að framlengja vikulangt
verkfall sitt hjá kjamorkuverunum.
Helsinki-flugvöllur hefúr verið
iokaður í tvær vikur, en flugmálaráð
sagðist í gær hafa sent annað starfs-
lið til flugvallarins að leysa af hólmi
verkfallsmenn svo að innanlands-
flug gæti hafist að hluta í dag.
Jámbrautaryfirvöld leita einnig
ráða til þess að hrinda lestarsam-
göngiun við Sovétríkin í gang að
nýju, en um 80% útflutnings Finna
til Sovétríkjanna em flutt með jám-
brautarlestum. 20% af Finnlandsút-
flutningi Rússa fara þann veginn,
en Moskvustjómin hefur lagt að
Finnlandsstjóminni að opna þá
flutninga aftur þrátt fyrir verkfallið.
Bandalag opinberra starfsmanna
hefúr hótað hefndaraðgerðum ef
reynt verði að bijóta verkfallið.
Kanslarinn fór í
megrunarkúr yfir páskana
Ketilbjöm Tryggvason, fréttaritari
DV í V-Berlin:
Kanslari Vestur-Þýskalands,
Helmut Kohl, á við ýmis vandamál
að etja þessa dagana. Erfiðir mála-
flokkar liggja til ákvörðunar,
kosningar nálgast og síðast en ekki
síst liggur fyrir kæra á hendur hon-
um vegna aðildar hans að Flick
málinu svokallaða.
Fyrir utan þessi kannski eðlilegu
vandamál kanslarans er það samt
aukalega eitt sem meira og meira
segir til sín, en það er offita.
Það er ekki neitt launungarmál
hérlendis að æðsti maður þjóðarinn-
ar hefur verið að gildna frá því að
valdatími hans hófst fyrir um það
bil 3 árum. Það er heldur ekkert
launungarmál að til þess að vinna á
þessu vandamáli fer kanslarinn
reglulega á sérstaka megrunarkúra
á heilsuhæli einu í Austurríki.
Páskamir vom að þessu sinni eng-
in undantekning og dvaldi Kohl
ásamt forseta Þýska sambands-
þingsins, Jenninger (sem reyndar er
sjálfúr vel í holdum) á heilsuhæli
þessu í heila viku.
Það má með sanni segja að þýskir
fjölmiðlar fylgist með sínum mönn-
um því eftir megmnarkúrinn vom
strax birtar tölur um árangur erfiðis-
ins. Kanslarinn á að hafa lést um
ein 6 kíló á sama tíma á seinasta ári.
Vaxa
hraðar og
kjötið
betra
Vísindamenn í Astralíu sögðust
í gær hafa fundið leið til að ala
svín á þann hátt að þau yxu hrað-
ar og gæfu af sér betra kjöt.
Vísindamennimir, sem rannsak-
að hafa svínaeldi við háskólann í
Adelaide, segja að tilraunir þeirra
með kynbætur á þrem svínum að
undanfömu hafi sýnt fram á stór-
aukna möguleika með kynbætur
er komið geti svínabændum og
neytendum til góða í lækkuðu
vömverði og mun betri afurð.
Svaf dómarinn?
Ketilbjöm Tryggvason, fréttaritari DV
i V-Berlín:
Undarlegt ákærumál kom fyrir hér-
aðsdómstól j Berlín nú nýverið.
Iögfræðingur einn, sem hafði verið
verjandi í dómsmáli, ákærði dómara
málsins fyrir að hafa sofið á meðan á
vitnisburði stóð.
Héraðsdómstóllin vék málinu á bug
með þeirri ályktun að þó svo að dóm-
ari sýnist hafa augun lokuð og halli
höfði lítt á eina hlið, þá sé þar með
ekki sannað að hann fylgist ekki með
málaflutningi réttarins.
Kærandinn var ekki alveg sáttur við
niðurstöður réttarins og í yfirlýsingu
hans sagði að það væri rétt ályktað
hjá réttinum að dómari gæti vel verið
að fylgjast með þó svo að hann hefði
augu lokuð og hallaði höfði á eina
hlið, en það væri fjarska erfitt fyrir
viðkomandi að fylgjast með ef sá hinn
sami gæfi samtímis frá sér djúp reglu-
bundin kokhljóð eins og hinn ákærði
gerði.
Við fjölmiðla sagði lögfræðingurinn
seinna að ályktun réttarins mætti
skilja á þá leið að dómari svæfi fyrst
þegar hann væri byrjaður að hrjóta.
Gyðingar herða árásir
á Kurt Waldheim
Gizur Helgason, fréttaritari DV í
Zúrich:
Nýverið upplýsti heimsráðstofna
gyðinga sem haldin er í New York
að fúndist hafi skjöl frá „úthreinsun-
arskýrslu“ nasista grískum föður-
landsvirium og að skjölin hafi verið
undinrituð af Kurt Waldheim.
Talsmaður ráðstefnunnar segir að
skjölin hafi fúndist í síðustu viku í
þjóðskj alasafninu og þau séu dagsett
11. ágúst 1944.
Stríðsglæpamaður á flótta
Skjölin eru merkt sem leyndarmál
og einnig upplýsir ráðstefnan að
júgóslavneska stríðsglæpanefndin ■
hafi árið 1947 lýst Waldheim sem
„stríðsglæpamanni nasista á flótta'1.
Waldheim sem nú býður sig fram
til forseta í Austurríki hefur alfarið
neitað því að hafa komið nálægt né
vitað um stríðsglæpi.
Ráðstefha gyðinga segir að skýrsl-
an sem Waldheim undirritaði hafi
verið lesin upp við Númberg réttar-
höldin árið 1947, en þá hafi meðal
annars tíu þýskir foringjar verið sek-
ir dæmdir um fjöldamorð á gíslum
og andspymuhreyfingarmönnum í
hundruðum þorpa og bæjum á Balk-
ansvæðinu á stríðstímabilinu.
Myrti Waldheim 114 manns?
Skýrslan sem merkt er NOKW-935
lýsir ástæðum Þjóðveija fyrir aftök-
um griskra föðurlandsvina. í skýrsl-
unni kemur nákvæmlega fram að
hér sé um að ræða ákvörðun frá
aðalstöðvum E-deildar þýska hers-
ins, en í þeirri deild var Waldheim
foringi.
Uppgötvun þessarar skýrslu segja
gyðingar að hafi gjörbreytt gangi
mála og sýni svo ekki sé um að vill-
ast að Waldheim hafi verið kunnugt
um þessar aftökur og hafi átt sinn
þátt í þeim.
Heimsráðstefna gyðinga upplýsti í
síðasta mánuði að júgóslavneska
nefndin sem kennd er við árið 1947
hafi sýnt og sannað að Waldheim
hafi verið ábyrgur fyrir dauða að
minnsta kosti 114 manna svo og að
hafa brennt og jafnaö við jörðu þrjú
þorp.
Waldheim hefur nýverið látið hafa
það eftir sér að Júgóslavar ættu að
leyfa Austurríkismönnum að skoða
þessa skýrslu svo þeir geti sjálfir um
þetta dæmt fyrir kosningamar.
Kvenkyns flugmenn
hjá Lufthansa!
Ketilbjöm Tryggvason, fréttaritari DV
í V-Berlín:
í fyrsta skipti í sögu þýska flugfé-
lagsins Lufthansa fá konur möguleika
til þess að verða flugmenn. Nýlega
vom nefnilega 2 konur meðal þeirra
umsækjenda sem fengu að hefja flug-
mannsnám hjá flugfélaginu.
Þó svo að hlutfallið gagnvart 2000
karlmönnum sé ekki mikið þá má telja
þetta stórt skref framávið í jafnréttis-
málum Þjóðveija. Að minnsta kosti
sögðust hinar ungu konur vera við
ekkert smeykar og ætluðu þær að
sanna karlmönnum svo um munar
hvað þær væm færar um.