Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Blaðsíða 30
-42
sm^
SÚ BESTA
SIMPLE MINDS - ALL THE
THINGS SHE SAID (VIRGIN)
Það er með ólíkindum hversu
mörg lög Simple Minds geta
tínt af breiðskifunni Once
Upon A Time og öll i sérstök-
um gæðaflokki. Þetta lag er
ekki undantekning þar á, hér
sameinast allt: stórbrotið
lag, söngur, útsetning og
flutningur.
AÐRAR GÓÐAR BIG
COUNTRY - LOOK AWAY
(MERCURY)
Ef önnur lög á væntanlegri
breiðskifu Big Country eru i
svipuðum gæðaflokki og
þetta lag er fyllsta ástæða
til að bíða spenntur. Lagið
fer frekar rólega af stað,
kannski dáldið lahgt í við-
lagið en eftir að þvi er náð
er keyrt á fullu
STYLE COUNCIL - HAVE
YOU EVER HAO IT BLUE
(POLYDOR)
Það er stíll yfir þessu, suð-
ræn sveifla með saxa og
öllu tilheyrandi.
DEPECHE MODE - A
QUESTION OF LUST (MUTE)
Það er engin spurning um
það að maður fær ágirnd á
þessu lagí þegar við fyrstu
áheyrn. Lagið er frekar i ró-
iegrí kantinum eins og margt
af því sem Depeche Mode.
sendir frá sér. Gæðapopp.
BRONSKI BEAT - C'MON
C'MON (LONDON)
Suðræna sveiflan virðist
vera í tisku, hér öllu meiri
hraði á henni en hjá Style
Council þannig að tærnar
og alft er komið á fleygiferð
áður en maður veit af.
DREGGJARNAR
A - HA - TRAIN OF
THOUGHT (WB)
Þetta lag verður eflaust vin-
sælt en þær vinsældir hafa
ekkert með gæði lagsins að
gera. Þetta er frekar ómerki-
legt glanspopp, vantar gott
viðlag og þá er ekki mikið
eftir til að byggja á, eða
hvað?
SAMATHA FOX - TOUCH
ME (I WANT YOUR BODY)
(JIVE)
Það verður að segjast eins
og er að ekki bjóst ég við
að þessi stúlka gæti sungið
enda hefur hún flaggað öðru
en röddinni opinberlega um
langan tíma. Hún getur engu
að síður sungið en þyrfti
betra lag til að glíma við
ef reynsla á að komast á
þetta. -SÞS-
IMPERIET - 2:A AUGUSTI
Sænskir risar
AiHska þjóðarráðið, ANC, var stofh-
að áttunda janúar nítján hundruð og
tólf, tveim árum eftir að Englendingar
höfðu veitt hvíta minnihlutanum í
Suður-Afríku sjálfstæði. Það var stað-
fest í lögum að landið væri tvískipt,
að svertingjum bæru alls ekki sömu
réttindi og hvítum, en ANC var - og
er - sameiningarafl innfæddra gegn
drottnurunum.
í dag eiga þeir hvítu áttatíu og sjö
prósent af landinu, þar af öll frjósöm-
ustu svæði þess, því þrátt fyrir ötult
starf Þjóðarráðsins er óréttlætinu við-
haldið með lögreglu- og hervaldi, nú
undir stjóm hins illræmda Botha.
Þeir sem kaupa nýjustu plötu Im-
periet, 2:a Augusti 1985, styrkja
baráttu svartra í Afríku fyrir sjálf-
stæði því 10 krónur sænskar, eða
tæpar 60 íslenskar, af hveiju seldu ein-
taki renna til ANC. En það eru
náttúrlega ekki allir sem finna fyrir
bróðurkærleika gagnvart svo fjarlæg-
um sálum og þeim sem Afríku byggja
og sjá því enga ástæðu til að eyða
peningum í þessa sænsku hljómleika-
plötu, 2:a Augusti.
Þess vegna langar mig að fara
nokkrum orðum um hana og benda á
að flestir kaupa Imperiet af eigingirni
einni saman og láir þeim það enginn
því hún er vægast sagt stórgóð eins
og þeir vita sem séð hafa grúppuna á
hljómleikum hér á Fróni. Spilið fyrsta
lagið dálítið hátt og sannfærist, finnið
hárin rísa, kalda vatnið renna milli
skinns og hörunds, Du ska va presi-
den; ofboðslega kröftugur og skemmti-
legur flutningur á dúndurlagi.
Frúbært er orðið sem við á og best að
segja það eins og er: Þegar ég hafði
hlýtt á nokkra tóna fór ég að skelli-
hlæja óg tárin að streyma af einskærri
hrifhingu. Ég hafði aldrei heyrt í Im-
periet áður og hugsaði: Vá, þetta eru
risar. Hljóðfæraleikurinn er æðisleg-
ur, bassinn dimmur og kúnstugur,
trommumar minna svoh'tið á Magga
Stef, gítarinn fremur grófiir en hljóm-
borðið nett og gefur tónlistinni alveg
sérstaklega flottan blæ. Söngurinn er
einhver sá grófasti sem ég hef heyrt,
hálfskrollandi. Upptakan er fín og
stemmningin góð.
C.C. Cowboys kemur næst og Guld
och döda skogar þar næst; Imperiet
gefur ekkert eftir, þetta er pottþétt
plata og sumt á henni frábært. Ég bíð
spenntur eftir að heyra hvað kemur
út úr samstarfi þessara sænsku risa
og Bubba. -JSÞ
THE GAP BAND - THE GAP BAND SJÖ
Dáirtið þokkalegt
Bræðrahljómsveitin The Gap Band
hefur nýlega sent frá sér sína sjöundu
plötu og er hún fáanleg hér á landi
fyrir nokkur hundruð krónur. Ef ein-
hverjum þykir þetta stórfrétt þætti
mér gaman að hitta þann hinn sama
því vafalaust er hann dálítið sérstak-
ur. Gap Bandið er nefnilega svo langt
frá því að vera nokkuð sérstakt.
Hvorki sérstaklega gott né vont. Þó
bræðumir Charlie, Ronnie og Robert
dyttu allir niður dauðir á sama augna-
bliki kæmi alveg ömgglega ekkert gap
í tónlistarhimininn.
Það er sorglegt hvað má segja þetta
um marga sem kalla sig listamenn og
kannski ekki rétt að láta pirring minn
út af því óvenjumikið í ljós í umfjöllun
um sjöundu plötu Gap-bræðra. En það
er bara eitthvað svo fjandi lítið hægt
að segja um þann grip, diskó-funk í
þokkalegum gæðaflokki? - hljóðfæra-
leikur? Jú, stundum dálítið flottur, en
þokkalegt og dálítið hitt og þetta em
líka bestu orðin sem vogandi er að
nota. Lögin em svona þokkalega góð
- sem þýðir í raun að þau séu nauðaó-
merkileg og söngurinn líka.
Það sem helst grípur mig á sjöundu
plötu Gap-bræðra er það að hún er
dálítið töff - eins og diskó-funk er oft
- alls konar smellir og skemmtileg
hljóð, takturinn svo skýr og ákveðinn,
eina sekúndu er allt hljóðið, hina ekk-
ert. Og það hefur mikið að segja að
bræðumir hafa sjálfir gaman af því
sem þeir gera, þannig að það er tilfinn-
ing í tónlistinni þeirra. En hún virkar
á mig eins og ódýr sýning, ærslaleikur
þar sem ekkert er falið og tilgangurinn
ekki annar en vagga sér og hlæja
smástund, fara síðan heim og allt er
búið.
-JSÞ
MATT BIANCO - MATT BIANCO
Léttdjössuð danstónlist
við verkið. Þeir njóta aðstoðar margra
ágætra tónlistarmanna sem söngvara
og er þar fremstur í flokki baríton-
saxófónleikarinn Ronnie Ross sem
gefur lögunum virkilega skemmtileg-
an blæ með leik sínum, sem er í hæsta
gæðaflokki, þó að sjálfsögðu séu það
Reilly og Fisher sem bera þungann
af tónlistinni.
Lögin á plötunni em öll eftir þá fé-
laga að undanskildu einu, Yeh, Yeh,
sem er gamalt lag og var mjög vin-
sælt á sjöunda áratugnum. Ekki að
furða að Matt Bianco skyldi velja
þetta lag því það passar einstaklega
vel við tónlistarstefhu þeirra. Matt
Reilly sér um sönginn og hefur hann
sér til aðstoðar Jenni Evans sem kemst
vel frá sínu og eitt lag á hún ein, Fly
By Night.
Það er greinilegt að þótt þeir Reilly
og Fisher hafi áhuga á jasstónlist og
tónsmíðar þeirra séu kiyddaðar með
jasssólóum þá er langt í frá að hægt
sé að tala um jass; til þess er danstakt-
urinn of sterkur. Besta lagið á plöt-
unni er einmitt Just Can’t Stand It,
sem er ekta danslag með grípandi
melódíu.
Eins og áður sagði er platan gríp-
andi við fyrstu kynni en verður
nokkuð innantóm þegar hlustað er
nokkrum sinnum á hana. Mark Reilly
og Mark Fisher eru aftur á móti hæfi-
leikamiklir strákar sem eiga framtíð-
ina fyrir sér. HK.
geti ég neitað að eftir nokkra hlustun
verður tónlist þeirra nokkuð einhæf
og þreytandi. Best fannst mér hún við
fyrstu hlustun, fersk og óumdeilanlega
með nokkra sérstöðu.
Eins og gefur að skilja með tónlist
sem byggir á svo mörgum. tónlistar-
stefnum þá dugar ekki að tveir séu
Matt Bianco er tiltölulega ný hljóm-
sveit. Hún hefur vakið nokkra athygli
á undanfómum misserum fyrir gæða-
tónlist sem er mjög undir jassáhrifum,
á köflum með suður-amerískum takti.
Matt Bianco, sem em tveir ungir
menn, Mark Reilly og Mark Fisher,
hefur tekist nokkuð vel að samræma
þessi ólíku tónlistarform, þótt ekki
DV. FOSTUDAGUR 18. APRÍL 1986.
smælki
Sæl nú!.. .Þaö á ekki af Big
Country að ganga á hljóm-
leíkaferðinni um Bretlands-
eyjar. Fyrst var allt
rafmagnslaust á hljómleik-
um í Newcastle, svo fékk
einn liðsmanna hljómsveit-
arinnar ekki afgreiðslu á
hótelbar i Lundúnum vegna
þess að barþjónnínn af-
greiddi ekki pönkara að sögn
og allt er þá þrennt er; nú
hefur illkynjaður virus lagt
Stuart Adamson og Bruce
Watson i bælið svo ferðinni
hefur verið frestað í bili...
Bandaríska rokkhljómsveit-
in Toto er nú með nýja plötu
i burðarliðnum og á henni
fær hljómsveitin aðstoð frá
ekki ómerkari manni en Mil-
es Davis. Þykir mörgum
þetta nokkuð lágt lagst fyrir
kappann en ekki hneykslast
menn minna er þeir frétta
að Toto semur og leikur eitt
lag á nýrri plötu með Miles
Davis!.. .Þær sögur ganga
nú fjöllunum hærra að Mic-
hael Jackson sé búinn að
taka upp tvær plötur sem
komi út innan skamms.
Þetta eitt myndi nægja sem
frétt en það fylgir sögunni
að ekkert lag á piötunum sé
eftir Michael sjálfan heldur
innihaldí þær útgáfur hans
á lögum eftir Bítlana sem
náð hafa efsta sæti vin-
sældalistans i Bandaríkjun-
um. Þetta hefur ekki verið
staðfest en þess má geta að
Michael Jackson keypti í
fyrra útgáfuréttinn á fjöl-
mörgum lögum Bitlanna...
Sade náði þeím stóra áfanga
nú á dögunum að fá birta
mynd af sér á forsiðu hins
virta tiniarits Times. Þennan
heiður hafa aðeins örfáir
popparar hlotið, þar á meðal
John heítinn Lennon og
Bruce Spríngsteen. . .Eins
og allir vita eru Roiling
Stones með eldri hljómsveit-
um enn starfandi. Og þar
sem sömu menn hafa skipað
hljómsveitina svo að segja
frá upphafí eru þeir allir
komnir nokkuð til ára sinna
lika. Þeir eru svo gamlir að
samanlagður aldur þeirra er
yfir 200 ár!! Geri aðrar
hljómsveitir betur.. .Góð-
semi og manngæsku popp-
ara eru engin takmörk sett.
Nú hefur stórhljómsveitin
U2 ákveðið að halda eina
tónleika í sumar á Irlandi
þar sem ágóðanum verður
varið til styrktar atvinnu-
lausum meðal annars. Aðrir
sem fram koma á þessum
tónleikum eru meðal annarra
Elvis Costello, Van Morri-
son, Boomtown Rats,
Clannad. Chris Rea, Light A
Big Fire og Rory
Gallagher.. .Við þangað. .,
-SÞS-