Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Blaðsíða 3
DV. FÖSTODAOUK 1,8. APKÍD,198(>.
Fréttir Fréttir Fréttir
Dreffing
á klórefni
stöðvuð
- vegna ófull-
nægjandi
leiðbeininga
á brúsum
Stöðvuð heíur verið dreifing á klór-
efninu sem olli slysinu í Alifuglaslát-
urhúsinu Dímoni á Hellu. Vinnueftir-
lit ríkisins hefur farið fram á það við
þann aðila, sem dreifir efiiinu, að ítar-
legar leiðbeiningar á íslensku verði
settar á umbúðir efrnsins. Ófullnægj-
andi leiðbeiningar voru á klórbrúsan-
um sem notaður var á Hellu.
Klórgasið, sem myndaðist á Hellu,
myndaðist þegar tveim klórtegundum
var blandað saman. Eiturgufu lagði
þá um sal sláturhússins með þeim af-
leiðingum að fimmtán starfsmenn
hússins komust í hættu.
Vinnueftirlit ríkisins hefur haft sam-
band við þá aðila sem hafa nýja
klóreftiið undir höndum. Einn af þess-
um aðilum hafði báðar tegundir
klóreftiisins, en efnin eru afar hættu-
leg ef þeim er blandað saman, eins og
fram kom á Hellu.
Fjórir af þeim starfsmönnum Dím-
ons, sem lagðir voru inn á Borgar-
spítalann, voru útskrifaðir í gær. Þeir
tveir, sem lagðir voru inn á gjörgæslu,
eru á batavegi og hafa þeir verið flutt-
ir af gjörgæsludeild. -SOS
Háskólamenn hjá ríkinu:
Tæknifræðingar
með hæsta kaupið
- félagsráðgjafar bera minnst úr býtum
í nýútkomnu fréttabréfi Háskóla
íslands er að finna töflu yfir meðal-
laun í aðildarfélögum Bandalags
háskólamanna á árinu 1985. Taflan
sýnir þó aðeins laun og aðrar
greiðslur, sem frá ríkisféhirði koma.
Er hún byggð á útskrift launadeildar
fjármálaráðuneytisins.
Samkvæmt töflunni er stéttarfélag
tæknifræðinga með hæstu heildar-
laun háskólamanna hjá ríkinu.
Háskólakennarar hafa að jaftiaði
hæstu dagvinnulaun. Fréttamenn og
tæknifræðingar hafa hæst hlutfall
yfirvinnutekna en prestar og dýra-
læknar fá minnstar yfirvinnutekjur.
Stéttarfélag Dagvl Heildarl. Stéttarfélag Dagvl Heildarl.
Tæknifræðingar 34.956 59.326 Háskólakennarar 39.958 42.982
Verkfræðingar 38.685 59.163 Hjúkrunarfræðingar 28.373 42.085
Lyfjafræðingar 39.447 57.804 Sálfræðmgar 35.745 39.919
Fréttamenn 33.094 56.478 Fél.ísl.fræða 35.413 39.804
Viðsk. og hagfr. 36.184 52.564 Sjúkraþjálfarar 30.996 37.524
Lögfræðingar 34.692 51.675 H.Í.K. grunnskóla 28.806 36.851
Arkitektar 35.586 51.528 Prestar 35.037 36.622
Tækniskólakennarar 34.877 50.247 Iðjuþjálfar 31.714 36.185
Héraðslæknar 34.713 49.709 Bókasafhsfræðingar 31.811 35.585
Náttúrufræðingar 34.779 49.495 Dýralæknar 33.353 35.229
Kennaraháskólinn 36.698 46.453 M atvælafræði ngar 28.750 34.857
H.Í.K. 31.031 45.802 Félagsráðgjafar 30.680 33.722
Otgarður 33.223 45.424
Þjóðfélagsfræðingar 31.420 43.325 -KMU
Prestar eru neðarlega á listanum. Þeir hafa mþmstar yfirvinnutelgur.
Hinir nýju heiðursfélagar Skógræktarfélags Reykjavikur sem sæmdir voru gull-
merki félagsins: Birgir ísleifur Gunnarsson, Gunnlaugur Briem, Ingólfur
Davíðsson, Hákon Bjamason og Davíð Oddsson.
Heiðursfélagar Skógrækt-
arfélags Reykjavíkur
Fjörutíu ár eru liðin á þessu ári frá
stofhun Skógræktarfélags Reykjavík-
ur. Stjóm félagsins hélt hátíðafúnd í
Fossvogsstöð af því tilefhi og bauð til
sín gestum. Þar vom kjörnir fimm
heiðursfélagar og þeir sæmdir heiðurs-
merki félagsins. Þetta vom þeir
Hákon Bjarnason, fyrrverandi skóg-
ræktarstjóri, Ingólfur Davíðsson
grasafræðingur, Gunnlaugur Briem,
fyrrverandi ráðuneytisstjóri, Birgir
ísleifur Gunnarsson alþingismaður og
Davíð Oddsson borgarstjóri.
Fundurinn í Fossvogsstöð fór hið
besta fram undir stjóm formanns fé-
lagsins, Jóns Birgis Jónssonar.
Fundur þessi var hluti af afinælis-
dagskrá félagsins og er von á fleiri
dagskrárliðum síðar.
Verð frá kr. 4,200.-
Tjöld í miklu úrvali
Svefnpokar frá
kr. 1.480 til
kr. 3.985
-15° til +15°
Verð kr.
2.400
Verð kr. 2.995
Verð kr. 1.619
Verð kr. 2.090
Verð kr. 2.533
VORUM AÐ FÁ
svefnpoka og bakpoka í miklu úrvali
Meint ölvun við akstur á Sauðárkróki:
Frá Gunnari Guðjónssyni, fréttaritara
DV á Sauðárkróki:
Það sem af er þessu ári hafa sjö
manns verið teknir á Sauðárkróki,
grunaðir um ölvun við akstur, sam-
kvæmt upplýsingum sem fengist hafa
hjá lögreglunni. Á árinu 1985 vom
samtals 36 ökumenn teknir af sömu
ástæðum. Sauðkrækingar virðast því
mega nokkuð vel við una i þessum
efnum því samkvæmt þessum tölum
virðist þeim heldur fara fækkandi sem
leika þann háskaleik að hafa Bakkus
í för með sér þegar þeir setjast undir
stýri.
Svefnpoki kr. 3.985 -15° til +15'