Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1986. 9
Útlönd Útiönd Útlönd Útlönd 1
UMSJÓN:
GUÐMUNDUR
PÉTURSSON
Gaddafi
vHjar
særðra
Grein um Marcos
fékk Pulitzer
Lagt á ráðin um brott-
flutninga Vesturiandabúa
Muammar Gaddafi, lciðtogi Líbýu,
vitjaði í gær á sjúkrahúsi í Trípólí
særðra úr loftárásinni í vikunni, sam-
kvæmt fregn líbýska sjónvarpsins í
gærkvöldi, sem greindi um leið frá því
að „píslarvottamir“ úr loftárásinni á
Benghazi yrðu jarðsettir í dag.
Sýndi sjónvarpið mynd úr sjúkra-
húsheimsókn Gaddafis ofursta, þar
sem læknaliðið tók á móti honum
hrópandi byltingarslagorð.
Fregnir frá líbýsku höfuðborginni
herma að þar sé óðum að færast ró
yfir bæjarbraginn. Þó var borgin
myrkvuð í gærkvöldi um stund en
samtímis heyrðist mikil loftvamaskot-
hríð. Ekki er vitað um neina árás samt.
í sendiráðum Vesturlanda í Trípólí
hafa menn borið saman bækur sínar
um hvemig best megi koma löndum
þeirra burt úr Líbýu með stuttum fyr-
irvara ef nauðsyn krefur. Milli 7 og 8
þúsund ítalir em í Líbýu og um 5
þúsund Bretar. Alls em taldir vera
hartnær 20 þúsund Vesturlandabúar í
Líbýu sem ástæða þykir til að óttast
um. Ein íslensk flugáhöfn er í Trípólí.
Friðaiverð-
laun afhent
í minningu
Olofs Palme
Gunnlaugur A. Jónsson, frétta-
ritari DV í Lundi:
Lisbet Palme, ekkja Olofs Palme,
gekk í gær ásamt Jóakim syni sín-
um á fund Craxi, forsætisráðherra
Italíu, í Róm og tók þar á móti
friðarverðlaunum sem veitt voru í
minningu eiginmanns hennar.
Craxi rseddi við frú Lisbet Palme
um baráttu manns hennar „fyrir
friði og réttlátari heimi“ og sagð-
ist vonast til að boðskap Palme
yrði haldið lifandi „sérstaklega á
órólegum tímum sem þessum“.
Þrír blaðamenn frá Kalifomíu, sem
flettu ofan af spillingu í Filippseyjum,
nöldursamur dálkahöfundur í New
York og Texasbúi með hugann bund-
inn við villta vestrið fengu allir hin
eftirsóttu Pulitzer-verðlaun í Banda-
ríkjunum en þau voru veitt í gær.
En í fyrsta sinn i tólf ár vildi verð-
launanefndin ekki tilgreina leikrit,
sem þætti verðlaunavert, og þykir með
því endurspegla þá kreppu sem sé í
bandarísku leikhúsi i dag.
Þetta er sjötugasta árið sem Pulit-
zer-verðlaunin em veitt fyrir störf á
sviði blaðamennsku, bókmennta og
lista.
Larry McMurtry, Texasbúi, sem hef-
ur einskorðað sig við sögur úr gamla
vestrinu, sagðar af harðbökuðum kú-
rekum er horfðu á tilveru sína hverfa,
hlaut skáldsöguverðlaunin fyrir 850
síðna bók sína „Lonesome dove“.
Hann var heilan áratug að vinna að
bókinni.
Verðlaunin fyrir fréttaflutning
mnnu til þriggja Kalifomíublaða-
manna við Mercury News í San Jose
fyrir greinaflokka þeirra um stórkost-
lega fjármunaflutninga Marcosar, sem
þá var Filippseyjaforseti, og hans nán-
ustu til útlanda. Þau skrif em talin
hafa haft bein áhrif á framvindu
stjómmálanna á Filippseyjum.
Fréttamenn í Tripólí, höfuðborg Líbýu, segja að ró færist nú yfir borgina eftir róstur síðustu daga í kjölfar loftárásar Bandaríkjamanna. Borgin var myrkvuð
í gærkvöldi og af og til hleyptu hermenn úr loftvarnabyssum. Engar árásir munu þó hafa verið gerðar á borgina.
Brottflutningur Banda-
nkjamanna frá Túnis
Bandaríkjastjóm telur Líbýumenn
íbyrga fyrir hermdarverkaöldu síð-
jstu sólarhringana er beinst hefur
Jegn Bretlandi og Bandaríkjunum. I
jærkvöld fyrirskipaði Bandaríkja-
itjóm brottflutning þúsunda banda-
riskra ríkisborgara frá Súdan,
nágrannaríki Líbýu. Bandarískur
stjómarerindreki var alvarlega særð-
ur í Kartúm, höfuðborg Súdan, í
fyrradag, og hafa samtök araba, er
mótmæla vildu árás Bandaríkjamanna
á Líbýu, lýst ábyrgð á hendur sér
vegna tilræðisins.
Mikil reiði ríkir nú í Bretlandi vegna
morðanna á þrem breskum ríkisborg-
urum er rænt var í Líbanon fyrir
nokkrum vikum og árásarinnar á
embættisbústað breska sendiherrans í
Beirút í gæmiorgun.
Samtök, er segja sig hliðholl Líbýu,
hafa lýst ábyrgð á hendur sér fyrir
aðgerðimar gegn Bretum síðustu tvo
sólarhringa.
Bætt samband Súdan og Líbýu
Talsmaður Bandaríkjastjómar sagði
í morgun að stjóm sín hefði auknar
áhyggjui' af nánara sambandi Súdan
og Libýu er þróast. hefði að undan-
förnu og að útsendarar Líbýu ættu
auðvelt með að komast í færi við
bandarísk skotmörk í Súdan. Brott-
flutningur Bandaríkjamanna frá
Súdan hefst í dag.
Tvær heimildarbækur, sem fjölluðu
um samskipti kynþáttanna í Banda-
ríkjunum, fengu verðlaun. Jimmy
Breslin, dálkahöfundur hjá New York
Daily News, fékk verðlaun fyrir dálka
sína, þar sem hann stöðugt talaði
máli hins óbreytta borgara gegn bákn-
inu. Jules Feiffer hjá Village Voice
var verðlaunaður fyrir skopmyndir
sínar og Edna Buchanan lögreglu-
fréttamaður Miami Herald fyrir
almenn fréttaskrif. Ljósmyndaverð-
launin runnu til Carol Guzy og
Miochel Ducille hjá Miami Herald
fyrir fréttamyndir af eldgosi Nevado
del Ruiz í Kólómbiu.
Ljósmyndaverðlaun Pulitzer í ár runnu til blaðaljósmyndara dagblaðsins Miami
Herald, þeirra Carol Guzy og Miochel Ducille, fyrir ljósmyndir þeirra af hörmung-
um eldgossins í eldfjallinu Nevado de Ruiz í Kólombiu.
Fjaðrafok í Bret-
landi vegna hefnda
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, mætir mjög harðri
gagnrýni heima fyrir vegna stuðnings
hennar við loftárásina á Líbýu. Fer
sú gagnrýni harðnandi eftir því sem
fréttir berast af fleiri hefndaraðgerðum
sem beinast gegn Bretum.
Eftir að tíðindi bárust um að Bretum
hefði veríð rænt, þeir drepnir og til-
raun hefði verið gerð til þess að
sprengja farþegaflugvél yfir Englandi,
kvaddi David Steel, leiðtogi Frjáls-
.lynda flokksins, sér hljóðs í breska
þinginu í gær: „Það er þetta sem skeð-
ur þegar breska bolabítnum er breytt
í kjölturakka Reagans," sagði hann.
Neil Kinnock, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, lagði einnig orð í
belg í þessum umræðum þingsins: „Ég
held að með því að gerast vitorðsmenn
í árás Bandaríkjanna hafi ráðherrarn-
ir látið fólk, sem var gíslar þar eystra,
sigla sinn sjó og ekki hirt um örlög
þess.“
í hæðunum austan Beirúts fundust
í gær lík þriggja Breta, sem verið hafa
gíslar múhameðsmanna þar eystra.
Allir höföu þeir verið skotnir í höfúð-
ið, sennilega morguninn eftir loftárás-
ina. Þá var breskum blaðiunanni rænt
þegar hann var á leið frá flugvellinum
til höfuðborgarinnar. Eins var eld-
flaugum skotið að sendiráði Breta.
BBC-útvarpið hefúr reglubundið
sent út viðvaranir til breskra borgara
í Líbanon og lagt að þeim að halda
sig innan dyra.
Thatcher forsætisráðherra tók til
máls í umræðunum í neðri málstof-
unni og sagði meðal annars: „Ef þið
látið hótanir um frekari hryðjuverk
aftra ykkur frá því að spyma við fótum
þá hafa hryðjuverkaöflin sigrað og
þau munu kúga ykkur.“
Þrjár skoðanakannanir, sem gerðar
hafa verið síðan á þriðjudag, sýna að
sjö af hveijum tíu Bretum em and-
snúnir hlutdeild Thatcher-stjórnar-
innar í loftárásinni.
Herforingjar ánægðir
Bandaríkjastjórn birti í gær ljós-
myndir er teknar vom úr sérstakri
ljósmyndavél á trjónu einnar F-lll
árásarvélarinnar og sýna þær að tölu-
vert tjón hefúr orðið á líbýsku
skotmörkunum.
Ein mynd sýnir sprengjur falla á
Bab-al Aziziya búðimar í Tripólí þar
sem Gaddafi hefúr aðsetur og Bandá-
ríkjamenn segja að séu höfúðstöðvar
hryðjuverkastarfsemi Líbýu. Áætlað-
ur dvalarstaður Líbýuleiðtogans, stórt
og mikið tjald í búðunum, sást greini-
lega á myndunum.
Onnur mynd sýndi greinilegt tjón á
herflugvelli við Tripólí þar sem 3-5
risastórar 11-76 flutningaflugvélar,
byggðar í Sovétríkjunum, stóðu í
björtu báli.
„Þessi aðgerð á sér enga hlið-
stæðu,“ sagði bandarískur herforingi
og sagði að „næstum fullkominn'1 ár-
angur hefði náðst í loftárásinni, „flug-
mennimir og búnaður okkar stóðu sig
með ólíkindum vel ef tillit er tekið til
mikils álags og erfiðra aðstæðna".