Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1986.
13
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Gönguskór
ESHi
GLÆSIBÆ
Simi 82922
LÉTTm - ÞÆGILEGIR - VATWSHELDIR
Áskorun til eigenda og ábyrgðarmanna
fasteigna um greiðslu fasteignagjalda í
Reykjavík
Fasteignagjöld í Reykjavík 1986 eru nú öll gjaldfallin.
Gjaldendur, sem ekki hafa gert skil innan 30 daga frá
birtingu áskorunar þessarar, mega búast við að óskað
verði nauðungaruppboðs á eigum þeirra í samræmi
við 1.nr.49/1951 um sölu lögveða án undangengins
lögtaks.
Reykjavík 16. apríl 1986.
Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík.
Pétur Pétursson kjötkaupmaður með fyrsta flokks nautakjöt. En eru neytendur tilbúnir að greiða 624 kr. fyrir gúllasið,
720 kr. fyrir snitsel, 898 kr. fyrir nautalundir og 720 kr. fyrir innralæri? Kaupmaðuiinn segir svo vera,- ef þeir geti verið
vissir um að fá fyrsta flokks vöru. DV-mynd PK
Kjötmálið:
Allt Verðlags-
stofnun að kenna
HJOLATJAKKAR
1,5tonn kr. 4.480,-
2 tonn kr. 4.990,-
BÍLAVÖRUR SF.
SUOURLMIDSBRAUT12. REYKJAVIK. SlMAR 32210 - 38365.
TÖLVUBORÐ
Verð
Nú er allt að verða vitlaust, hver að verða
síðastur að fá sér ódýrt tölvuborð.
Örfá borð efdr.
THvalin fermingargjöf.
Borð fyrir heimilistölvur, stillanleg.
Opið laugardag til kl.16.
TÖLVUBORÐ
Nýbýlavegi 12, simi 44290,
Kópavogi
- segir kjötkaupmaður sem telur ekki sanngjamt að gera verð-
samanburð án þess að taka tillit til gæðanna
Plísering
ogyfir-
dekking
á sama
stað
Að gefnu tilefhi skal tekið fram
að í versluninni Seymu í Aðal-
stræti er ekki einungis tekið á
móti flíkum í plíseringu heldur
einnig hnöppum sem á að yfir-
dekkja. Það kostar frá 11-13 kr.
stk. og metrinn af plíseringunni
200 kr.
-A.Bj.
„Ég vil alfariðkenna Verðlagsstofn-
un um að neytendum er selt kýrkjöt
í stað nautakjöts. Það er vegna verð-
kannana sem Verðlagsstofnun gerir á
kjöti þegar borið er saman verð án
þess að taka nokkurt tillit til gæða
kjötsins. Þá eru þeir sem eru með dýrt
en jafnframt fyrsta flokks nautakjöt
úthrópaðir sem einhveijir okrarar.
Það má vel vera að lága verðið komi
sér vel fyrir viðskiptavinina en það er
líka verið að svíkja þá,“ sagði Pétur
Pétursson kaupmaður í samtali við
DV. Pétur er svo sannarlega „kaup-
maðurinn á horninu" því hann rekur
matvöruverslun að Laugavegi 2, á
homi Laugavegar og Skólavörðustígs.
„Þegar ég byrjaði að versla fyrir
tveimur árum lagði ég sérstaka
áherslu á að vera með fyrsta flokks
komalið nautakjöt. Svo var Verðlags-
stofnun með verðkönnun og ég var
með þeim hæstu. Það stóð yfir blaða-
verkfall þegar þetta gerðist þannig að
ég var einungis úthrópaður sem „okr-
ari“ í ríkisfjölmiðlunum.
Ég varð mjög svekktur yfir þessu
og ákvað að láta þetta ekki koma fyr-
ir aftur. Ég keypti inn K-1 og seldi
sem II. flokks nautakjöt á mun lægra
verði. Næst þegar verðkönnun var
gerð kom ég mun betur út hvað verð-
ið áhrærði en þá var ég í rauninni
farinn að svíkja kúnnann. Ég hef þó
ekki gert þetta aftur,“ sagði Pétur.
Hann sagði að auðvitað væri hægt
að gera hagkvæm innkaup í nauta-
kjöti til þess að lækka verðið. Þá
verður það auðvitað að vera í talsvert
miklu magni og ekki á færi annarra
verslana en mjög stórra. Sjálfur sagð-
ist hann ekki geta keypt inn mikið
magn af nautakjöti í heilum skrokkum
þvi það seldust ekki nema ákveðnir
vöðvar og þá sæti verslunin uppi með
mikið magn af ill- eða óseljanlegri
vöm. En ég held að þeir sem virkilega
vilja fá góða vöm hugsi ekki svo mjög
um verðið. Ég hef t.d. haft á boðstólum
hér í versluninni hangin og fituhrein-
suð lambalæri. Þau rýma um 10-15%
við meðferðina og kosta þvi 10-15%
meira en venjuleg læri. Verðið skiptir
þarna ekki öllu máli og þvi er miklu
meira selt af þessum lærum," sagði
Pétur Pétursson kjötkaupmaður.
-A.Bj.