Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Blaðsíða 36
68*78*58 Bafii þú ábendingu eða vitn- eskju um frétt - hringdu þá í sima 682858. Fyxir hvert fréttaskot, sem bixtíst eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónnx. Fyzir besta fréttaskotíð i hverri viku greiðast 3.000 krónur. FullrarnatíUeyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 18. APRlL 1986. Akureyri: Sjallinn — seldur um helgina? Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Nokkrar líkur eru á að Sjallinn á • Akureyri verði seldur einhvem næstu daga, jafnvel umTielgina. Hugsanlegir kaupendur hafa rætt við stjóm Akurs, hlutafélagsins sem á Sjallann, og em Sjallamenn tilbúnir til að selja á þeim grundvelli sem rasddur er. Þeir sem vilja kaupa hafa hins vegar tekið sér nokkurra daga umhugsunarfrest. Verði af kaupunum er rætt um að þau verði í formi kaupleigusamnings, i"3?.e. húsið verði tekið á leigu í eitt ár og leigan gangi síðan upp í kaupin verði þá endanlega ákveðið að kaupa. Hugsanlegir kaupendur hafa átt í viðræðum við Sjallamenn frá því í desember, en hurfu frá þeim þegar eig- endur Sjallans vom á sama tíma einnig að ræða við eigendur H-100 um sölu hússins. Þær viðræður fóm út um þúfúr á síðustu stundu. Sjallamenn leituðu þá til þeirra sem nú hafa hug á að kaupa húsið. ólafur sleppur við uppvaskið Ólafur Laufdal á Broadway og aðrir í hans sporum sleppa við uppvaskið um þessa helgi því að ekkert verður úr boðuðu verkfalli ófaglærðs starfs- fólks veitingahúsanna. Á fundum bæði starfsfólks og vinnu- veitenda var sáttatillaga, sem sátta- semjari ríkisins lagði fram í gær, samþykkt. Samkomulagið gerir ráð fyrir eitthvað hæni kauphækkunum en í hinum almennu kjarsamningum og einnig var samið um nokkrar sér- ' kröfur starfsfólksins. -APH Akureyrarblað Sérstakt Akureyrarblað fylgir með Helgarblaði DV á morgun, laugardag. í því er margvíslegt efni frá Akureyri, frásagnir, myndir og viðtöl. Geriö verösamanburö og pantiö Simi: LOKI Þetta eru bara Hermannsvextir hjá bönkunum! ## Ótrúleg undirmál í lánveitingum í íslenska bankakerfmu blómstra nú sem aldrei fyrr. DV hefúr áður kynnt kcifi sem gefúr bönkunum upp und- ir 40% ársávöxtun. Nú hefúr bláðinu verið greint frá öðru kerfí sem gefur bönkunum jafnvel 70-80% ársávöxt- un. sparisjóðsbækur gegn 9% vöxtum, þótt sama stofnun bjóði upp í 13% ávöxtun ú öðrum innlánsreikning- um. Þannig nær bankástofhunin 4% viðbótarávöxtun í þessari útlána- starfsemi, eða 38 39% úrsávöxtun í allt. I fyrra kerfinu kaupa viðkomandi stofnanir viðskiptapappíra á kaup- gengi sem gefur þeim iðulega 34 35% ársávöxtun. Skilyrði fyrir kaupunum eru innlán á almennar Hitt dæmið er langt um skraut- legra. Það hefet með því að seljandi viðskiptapappíranna leggur þú inn. Bankastofnunin telui- sig ekki geta keypt þá strax og segir seljandanum að yfirdraga á hlaupareikningi í bili. Það getur gefið stofnuninni um 10% ársávöxtun. Hæfilega löngu síðar eru pappírarnir keyptir á kaup- gengi, sem gefur eins og fyrr segir 34-35% ársávöxtun. Loks er nokkuð algengt að viðskiptavixlar greiðist ekki á gjalddaga. Andvirði þeirra er þá umsvifalaust tekið út af hlaupa- reikningi seljandans á fullum drátt- arvöxt.um, sem geta náð yfir 30% ársávöxtun. Með þessum hætti getur viðkom- andi banki eða sparisjóður halað inn allt að 75% ávöxtun á útlán sín. Ottekt andvirðis vanskila getur svo þýtt nýja yfirdráttarvexti. Sam- kvæmt heimildum DV eru framan- greindir viðskiptahættir tíðkaðir í nokkrum mæli í einstaka banka- stofnun, þótt þeir teljist varla við- teknar venjur neins staðai-. Mesta ávöxtun með þessum tilfæringum gefur álíka og þeir fengu, sem nú eru ákærðir í okurmálinu. HERB Námsmenn mótmæla í Kaup- mannahöfn Kristjana Jóhannsdóttir, fuiltrúi SÍNE í Kaupmannahöfn, afhendir hér Birgi Möller sendiráðu- naut mótmælaskjal námsmanna í morgun. Simamynd Nordfoto. Haukur Lárus Hauksson, fréttaritari DV í Kaupmannahöfii: Um tuttugu íslenskir námsmenn í Danmörku voru mættir í íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn í morgun. Eftir að hafa vottað nýlútn- um sendiherra, Einari Ágústssyni, virðingu sína með því að skrifa í minningarbók, er lá frammi í sendi- rúðinu, var Birgi Möller sendifull- trúa afhent mótmælaskjal. Mótmælaskjalið er stílað til Sverr- is Hermannssonar menntamálaráð- herra og Þorvaldar Garðar Kristjánssonar, forseta sameinaðs alþingis. I plagginu er nýlegum skerðingum ríkisstjómarinnar í lá- namálum harðlega mótmælt og skorað er á menntamálaráðherra að beita sér þegar fyrir því að þeim verði aflétt. Meðal annars skora námsmenn á menntamálaráðherra að aftur verði komið á fullu láni til nema á fyrsta námsári, auk þess sem fullar bætur komi fyrir skerðingar á námslánum að undanfömu. Enn éljagangurfyr- ir norðan - rign- ing sunnanlands Austlæg átt um allt land og élja- gangur á Vestfjörðum norðanverð- um og annesjum fyrir norðan, en rigning við suðurströnd landsins. Líklega þurrt á Vesturlandi og einn- ig á Suðausturlandi eða Austfjörð- um. Víðast 4-6 vindstig, austlæg átt um allt land og éljagangur á norðan- verðum Vestfjörðum og annesjum fyrir norðan. Rigning við suður- ströndina. Líklega verður þurrt á Vesturlandi og einnig á Suðaustur- landi og Austfjörðum. Víðast þetta 4-6 vindstig. Hiti er alls staðar yfir frostmarki þótt hitastig fari niður í 1 stig ú Raufarhöfh. -A.Bj. Fundir Amarflug \ Allt bendir nú til þess að aðilamir níu muni leggja fram 60 milljónir króna í nýtt hlutafé Arnarflugs. Stöð- ug fundahöld vom í gær og fram á nótt. Héldu þau áfram í morgun. Er jafnvel búist við niðurstöðu í dag. Óvænt innkoma Helga Þórs Jóns- sonar hefur ekki breytt áhuga aðil- anna niu á að endurreisa Amarflug. Innkoma hans hefúr valdið flækju sem verið er að reyna að greiða úr. Hefur Helgi haft orð um að hann væri til- búinn að leggja fram talsverðar fjárhæðir til félagsins. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.