Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Síða 2
2
DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986.
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Forseti íslands býður Bergmanshjónin, Ingmar og Ingrid, velkomin til Bessastaða. Gestimir færðu forsetanum
bókagjöf.
Ingmar Bergman á íslandi:
„Kann að meta frá-
sagnargleði og spennu"
„Ég hefði gaman af því að koma
aftur til íslands og þá án allrar þess-
arar viðhafnar - en þetta hefur verið
sérlega ánægjulegt núna,“ sagði Ing-
mar Bergman leikstjóri í viðtali við
DV. Bergman er ekki mikið fyrir
ferðalög. Sýning hans á Fröken Júl-
íu, sem hingað kom á listahátíð og
var sýnd fyrir fullu húsi þrívegis um
helgina, hefur farið víða. En Berg-
man hefur ekki farið með leikurum
sínum nema til íslands. „Ég gat svo
vel hugsað mér að fara til Islands.
Það er nánast eins og að heimsækja
einhvem í fjölskyldunni." Og ísland
tók honum vel. Áhorfendur á öllum
þremur sýningunum í Þjóðleikhús-
inu fógnuðu ákaflega að leik loknum
- og Bergman fullyrti að eymsl eða
exem sem hann hafði á fingri hefði
læknast við það eitt að dýfa hend-
inni í Bláa lönið, en þar stansaði
hann á Ieiðinni frá Keflavík.
Kórrétt Júlía
Sú uppsetning sem sænsku leikar-
amir og Ingmar Bergman komu með
til íslands er að því leyti sérstök að
segja má að unnið hafi verið „kór-
rétt“ handrit eftir eldri textum
Strindbergs. „Þegar August Strind-
berg skrifaði Fröken Júlíu var hann
ákaflega fátækur. Hann seldi út-
gáfúréttinn á 300 kr. útgefanda
einum sem síðan strikaði ýmislegt
út og breytti kommusetningunni.
Strindberg hafði persónulega kom-
musetningu sem er þýðingarmikil
fyrir leikara. Nú hefur þetta verið
fært í uppmnalegt horf. Éinnig tók-
rnn við upp setningu sem Strindberg
hafði strikað út. Það var útstrikun
sem við botnuðum aldrei neitt í --
hvers vegna Strindberg hafði gert
hana. Ég tel mig hins vegar hafa
fundið skýringu á þessari útstrikun
- og tek setninguna upp aftur. Hún
gefúr verkinu nýja þýðingu."
Ekki fleiri kvikmyndir
Bergman hefúr sagt að Fanny og
Alexander, kvikmynd hans sem hér
var sýnd nýlega í sjónvarpi, hafi
verið síðasta kvikmynd hans.
En ertu viss um að þú gerir ekki
fleiri kvikmyndir?
„Já, alveg viss. Ég er hættur að
filrna."
- En þú hefur áður sagst ætla að
hætta kvikmyndagerð - en haldið
áfram.
„Já, en ég hef aldrei áður hætt.“
Bergman hóf sinn feril sem leik-
húsmaður. Hann varð leikhússtjóri
í Hálsingborg þegar hann var 23 ára
(1946). Á meðan hann gegndi því
starfí byijaði hann að leikstýra kvik-
myndum. Síðan hefúr hann unnið
jöfnum höndum við leikhús og kvik-
myndir.
„En hefði ég einhvem tíma þurft
að velja á milli kvikmynda og leik-
húss þá hefði ég valið leikhúsið. Og
nú, þegar ég er hættur kvikmynda-
vinnu, fer ég glaður inn í leikhúsið.
Ég hef aldrei sett upp Hamlet. Ég
ætla að setja upp Hamlet í haust."
Bergman hefúr sett upp Fröken
Júlíu oftar en einu sinni. „Á frum-
sýningunni í Stokkhólmi í vetur sátu
tólf fyrrverandi Júlíur í salnum og
horfðu á. Þær voru á ýmsum aldri
og höfðu hver fyrir sig leikið sína
sérstöku Júlíu.“
- En hvers vegna hættirðu kvik-
myndaleikstjóm núna?
„Ég er 68 ára. Það er erfitt að ein-
beita sér lengi - maður filmar
kannski átta tíma á dag í upptöku-
sal, þar af fær maður þrjár mínútur
- afrakstur dagsins á tjaldinu. í leik-
húsinu er hins vegar langur að-
dragandi við hina skapandi vinnu.
Það er allt annað. Kannski kemur
upp vandamál einn daginn og þá
getur maður sagt: Æ, ég leysi þetta
á morgun. Og maður getur verið
starfssamur ellegar afskiptalítill eftir
þvi hvemig stendur í bólið manns.“
Hrafn Gunnlaugsson efnileg-
ur
Bergman býr á F árö undan austur-
strönd Svíþjóðar. Þar hefur hann
breytt gamalli hlöðu í bíósal. Og sér
margar myndir. „Ég sá Hrafninn
flýgur - og fleiri íslenskar myndir.
Ég var mjög ánægður með „Hrafn-
inn“. Og Land og syni líka. Hrafn
Gunnlaugsson er efhilegur - hann
verður að fá tækifæri áfram. Mér
skilst að hér á íslandi hafi menn
ekki verið svo hrifnir af „Hrafnin-
um“. En við lítum þetta sjálfsagt
öðrum augum. Við kunnum að meta
þessa frásagnargleði og þessa
spennu."
-GG
Áður en Ingmar Bergman fór til íslands bað hann um að fá að snerta fomt
Edduhandrit. Hér er hann í Ámagarði og snertir skinn.
Slysið við Bdvatn:
Náðu bflflakinu
með bátsakkeri
Leitin að stúlkunni, sem fórst í Eld-
vatni, bar árangur um helgina er
leitarmöimum tókst að ná bílflakinu
upp með bátsakkeri. Flakið náðist upp
um miðnættið á laugardagskvöld en
þá höfðu leitarmenn gert ítrekaðar
tilraunir til að krækja í flakið án ár-
angurs.
„Við vorum búnir að draga flakið
nær bakkanum en okkur tókst ekki
að fá krækjumar til að festa sig í flak-
inu,“ sagði Reynir Ragnarsson, lög-
reglumaður í Vík í Mýrdal, í samtali
viðDV.
„Við vorum komnir með kranabíl
með stórum krana en krækjumar
losnuðu alltaf og er við fengum kafara
til að fara niður komst hann ekki til
botns vegna mikils uppstreymis og
hringiðu á þeim stað sem flakið var
á. Kafarinn sýndi mikið áræði að fara
þama niður,“ sagði Reynir.
Leitarmenn tóku þá það til bragðs
að setja bátsakkeri á kranann og tókst
þeim að festa það í afturhluta bílflaks-
ins og ná því þannig upp úr vatninu
þar sem þeir bmgðu stroffúm um það
og drógu á land. Stúlkan var föst í
bílbeltinu í flakinu.
Aðspurður hvort þeir hefðu ein-
hveijar vísbendingar um með hvaða
hætti slysið hefði orðið sagði Reynir
að rétt áður en komið væri að brúnni
væri beygja á veginum. Sýndist þeim
sem stúlkan hefði misst vald á bifreið-
inni í beygjunni því samkvæmt bílför-
unum kæmi hún skakkt inn á brúna.
Brúin sjálf hefði verið blaut og mjög
hál, og bíll stúlkunnar hefði kastast
milli brúarhandriðanna og síðan í
gegnum annað þeirra út í vatnið.
I leitinni að stúlkunni tóku þátt all-
ar björgunarsveitir í Skaftafellssýsl-
um, fimm talsins. Unnið var á vöktum,
20-25 manns á hverri vakt, en alls
komu við sögu í leitinni tæplega 80
manns.
Stúlkan sem fórst hét Karitas Ósk
Bjamadóttir, fædd 30. apríl 1967. Hún
átti lögheimili á Eyrarlandi í Fljóts-
dalshreppi í Norður-Múlasýslu en
hafði búið hjá móður sinni í Aðallandi
í Reykjavík undanfama mánuði.
-FRI
Vatnslaus
í 17 tíma
Unnið við að koma saman nýrri aðalæð Vatnsveitunnar í Reykjavík á laugar-
daginn en hún mun liggja töluvert neðar en hún gerði áður.
DV-mynd GVA
Reykjavík:
Vegna endurlagningar aðalæðar
Vatnsveitu Reykjavíkur var Reykja-
vík kaldavatnslaus í rúmlega 17
klukkutíma yfir helgina, frá miðnætti
aðfaranótt laugardagsins til kl. 19 á
laugardagskvöld.
„Við þurftum að endurleggja þessa
aðalæð vegna gangagerðarinnar undir
Miklubrautina sem stendur yfir núna.
Þessi aðalæð er 24 ára og liggur u.þ.b.
48 metra fyrir sunnan Hagkaupshúsið
í nýja miðbænum," sagði Jón G.
Óskarsson, deildarverkfræðingur hjá
Vatnsveitu Raykjavíkur, í samtali við
DV.
„Það var mjög misjafht eftir hverfum
hvar vatnsleysið varð mest, þess varð
auðvitað mest vart á hæstu stöðum,
eins og Laugarásnum og í Þingholtun-
um, einnig úti á Seltjamamesi. Það
kom sem betur fer hvergi til vand-
ræðaástands út af vatnsleysinu, við
vorum búnir að tilkynna þetta með
löngum fyrirvara, þannig að stærri
stofnanir, eins og spítalar eða hótel,
voru búnar að verða sér úti um vatn
á tankbílum eða á einhvem annan
hátt. Það sem hins vegar olli mestu
tjóni vom flóð í húsum sem vom þann-
ig tilkomin að fólk gleymdi að skrúfa
fyrir krana á meðan á vatnleysinu
stóð.“
Að sögn Símonar Steingrímssonar,
framkvæmdastjóra tæknisviðs Rík-
isspítalanna, hlutust hvergi vandræði
af vatnsleysinu. Að Landspítalanum,
þar sem móttaka bráðasjúklinga var,
komu stórir tankbílar frá Mjólkur-
samsölunni og fylltu sameiginlegt
veitukerfi húsanna á Landspítalalóð-
inni af vatni.
„Þetta gekk því allt átakalaust, nóg
vatn var á Landspítalanum og ekki
þótti þörf á að fá vatn af tankbílum á
hina spítalana," sagði Símon. „Þetta
var hins vegar góð æfing á því hvem-
ig ætti að bregðast við ef til vatnsleysis
kæmi skyndilega aftur, nú höfum við
a.m.k. æfinguna."
-BTH