Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Side 4
4
DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNl 1986.
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Jón L. náði öðrum stórmeistaraáfanga í Helsinki:
„Erfiðasta skák sem
ég hef teflt á ævinni^
- sigraði Kurt Hansen í lokaumferðinni
„Þetta er rneð erfiðari skákmótum
sem ég hef tekið þátt í, ég fór illa
af stað en tókst undir lokin að ná
mér á strik, mig dreymdi varla í
byrjun um að ná svona góðum ár-
angri,“ sagði Jón L. Amason í
samtali við DV en hann náði öðrum
áfanga að stórmeistaratitli á alþjóð-
lega skákmótinu í Helsinki, sem
lauk nú um helgina, með því að sigra
Kurt Hansen í síðustu umferðinni.
Jón var með 8 vinninga ásamt sov-
éska stórmeistaranum Timoshemko
og saman deila þeir efstu sætunum.
Á mótinu voru 11 umferðir
„Geysimikill spenningur ríkti í síð-
ustu umferðunum, mér hefðu nægt
tvö jafntefli í tveim síðustu umferð-
unum til þess að ná þessum áfanga.
í næstsíðustu umferðinni tapaði ég
svo fyrir Timoshemko, þannig að ég
lagði aila krafta í að vinna síðustu
umferðina sem ég tefldi við Danann
Kurt Hansen. Það er líklega sú erfið-
asta skák sem ég hef teflt á ævinni
en loks tókst mér að fella Kurt i
gildru sem leyndist í stöðunni. Þá
fór ég fyrst að sjá þennan sigurá-
fanga í hillingum.“
Kurt Hansen frá Danmörku varð
í 3. sæti á mótinu með 7 'A vinning
en Norðmaðurinn Trisdalla lenti í
Qórða sæti með 7 vinninga.
-BTH
Jón L. Árnason náði öðrum af
þremur stórmeistaraáföngum á
mótinu í Helsinki.
Fjöldi barna tók þátt í Brekkuhlaupinu á Akureyri á laugardaginn og ekki að furða þótt þau flýttu ser i mark þvi
þar beið þeirra gos og sælgæti.
Akureyri:
Brekkuhlaupið ’86
Jón G. Hauksson, DV, Akuieyii
Hundruð bama, 14 ára og yngri,
tóku þátt í Brekkuhlaupinu ’86 sem
Auðun Þorsteinsson, eigandi versl-
unarinnar Garðshoms á Akureyri,
stóð fyrir á laugardaginn var.
Hlaupið var frá Garðshomi. Gríðar-
legur mannfjöldi safnaðist við versl-
unina og var engu líkara en 17. júní
væri kominn.
Hlaupið var í nokkrum aldurs-
flokkum. Sigurvegarar fengu veg-
lega bikara í verðlaun en einnig fékk
hver hlaupari gos og sælgæti þegar
komið var í mark. Góðgæti sem rann
snarlega niður í þyrsta munna.
í tilefni dagsins tefldi stórmeistar-
inn Jóhann Hjartarson fjöltefli
meðan á hlaupinu stóð. Þar hlupu
margir á sig gegn stórmeistaranum.
Strokufanginn gripinn á Austfjörðum:
Gafst upp
mótþróalaust
Strokufanginn Tryggvi Bjami
Kristjánsson var handtekinn á Aust-
Qörðum af lögreglunni á Eskifirði en
áður hafði lögreglulið af þremur stöð-
um fylgst með ferðum hans. Fanginn
gafst upp án mótþróa og hann var síð-
an sendur suður til Reykjavíkur í
gærkvöldi,
Lögreglan á Fáskrúðsfirði fékk
ábendingu um fangann skömmu fyrir
kl. 11 á laugardagskvöldið en þá var
hann á leið frá Djúpavogi i Bronco-
jeppa ásamt vinkonu sinni.
„Við fórum að vegamótunum á
Breiðdal og athuguðum hvort hann
færi Breiðdalsheiðina eða fjarðaleið-
ina. Lögreglan á Egilsstöðum var
tilbúin að koma á móti honum heiðina
og lögreglan á Eskifirði kom á móti
honum fjarðaleiðina," sagði Steinþór
Kristjánsson, lögreglumaður á Fá-
skrúðsfirði, í samtali við DV.
„Hann fór fjarðaleiðina og við létum
hann dóla framhjá okkur en síðan var
hann negldur á Reyðarflarðarveginum
af lögreglunni á Eskifirði. Þetta gekk
vel og án vandræða."
-FRI
Hafskipsmálið:
Páll úr
Páli Braga Kristjónssyni, einum
Hafskipsmannanna, hefur verið sleppt
úr gæsluvarðhaldi og sitja nú þrír
þeirra eftir.
Að sögn rannsóknarlögreglunnar
gengur rannsókn málsins mjög vel en
Hallvarður Einvarðsson rannsóknar-
gæslu
lögreglustjóri sagði í samtali við DV
að ekki væri reiknað með að rann-
sókninni lyki fyrir 11. júní er gæslu-
varðhald þeirra þriggja, sem nú sitja
inni, rennur út. Tekin yrði ákvörðun
um framlenginu gæsluvarðhaldsins
þegar þar að kæmi. -FRI
I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari
Vaktirnar í flugturninum
Allnokkur umræða hefúr spunnist
út af því atviki að tvær farþegaþotur
voru næstum búnar að rekast saman
yfir Austflörðum í siðustu viku. Ó-
tuktarlegir og utanaðkomandi menn
eru að reyna að koma sökinni á blá-
saklausa flugumferðarstjóra. Búið
er að taka skirteinin af sumum
þeirra og verið er eltast við það i
rannsóknum hverjum þetta sé að
kenna. Flugmálastjóri segir að hér
séu mannleg mistök á ferðinni. Hvað
annað? Hélt Pétur flugmálastjóri að
flugumferðarstjórar í flugturninum
á Reykjavíkurvelli hefðu stýrt vélun-
um viljandi og af ásettu ráði saman?
Flugumferðarstjórar vinna erfitt
starf. Þeir þurfa að mæta í vinnuna.
Þeir þurfa að vera í vinnunni. Þeir
þurfa meira að segja að sitja langar
vaktir. Starfið er fólgið í því að stýra
og leiðbeina flugvélum inn á flug-
brautir, í líkingu við það þegar
lögreglumenn þurfa að stjóma um-
ferðinni þegar götuljósin bila. I loft-
inu eru engin götuljós og jjess vegna
er þetta stanslaust púl hjá flugum-
ferðarstjórunum. Sérstaklega hlýtur
þetta að vera erfitt fyrir menn, sem
aldrei hafa lært neina umferðar-
sfjóm af þessu tagi, eins og banda-
rískur sérfræðingur hefúr bent á í
merkri skýrslu. Þessi Bandaríkja-
maður var fenginn til að taka saman
þessa skýrslu, enda er ekki tekið
mark á íslenskum skýrslum. I
skýrslunni segir að menntun og
þjálfun íslenskra flugumferðarstjóra
sé í algjöru lágmarki. Er mikill feng-
ur að því að Bandaríkjamaðurinn
skyldi hafa uppgötvað þetta mennt-
unarleysi sem enginn vissi um. Hann
segir að allri þjálfun sé stjórnað af
stéttarfélaginu og getur þess í fram-
hjáhlaupi að flugumferðarstjórar
ákvarði sjálfir hvenær þeir mæti til
vinnu og þeir neiti að skrá sig inn
eða út af vinnustað. I rauninni búi
hver og einn flugumferðarstjóri til
sína eigin starfsskrá og sína eigin
aðferð til að stjóma flugumferðinni.
Að fengnum þessum upplýsingum,
sem koma íslenskum stjómvöldum
greinilega í opna skjöldu, þarf enginn
að vera hissa á þvi þótt flugvélar
rekist stöku sinnum saman yfir ís-
landi. Þar að auki er sérstakt svefn-
herbergi í flugtuminum til að
mennirnir á vaktinni geti lagt sig og
þess vegna er augljóst mál að vakt-
hafandi flugumferðarstjóri hefúr litil
sem engin tök á því að vita hvar flug-
vélamar em á ferðinni í Ioftinu.
Ekki getur hann farið að vekja koll-
ega sína eftir langan og strangan
vinnudag, sem reyndar ætti lika að
vera óþarfi, ef hver vinnur eftir sínu
nefi. Svo þurfa þeir sjálfir að leggja
sig á vaktinni og hver getur ætlast
til þess að flugumferðarstjórar viti
hvert vélamar em komnar á meðan
þeir leggja sig? Er það ofurmenni til
sem getur fylgst með flugvélum í
svefni? Dagfari þekkir engan sem
leyst getur þá þraut, hvað þá að
ómenntaðir flugumferðarstjórar búi
yfir þeim hæfileikum. Eina krafan
sem sett hefur verið fram er að flug-
umferðarstjóramir gangi í stéttarfé-
Iagið og skilji það að kjörin em mest
áríðandi, ekki flugumJFerðin.
Langt og kalt stríð hefur staðið
milli flugmálastjóra og flugumferð-
arstjóra um kaup og kjör, sem
stéttarfélagið leggur höfuðáherslu
á. Þetta vita allir, flugmálastjóri
manna best. Og samt, allt í einu
núna, er verið að gera rekistefnu út
af allt öðmm málum. Það kemur
stéttarfélaginu algjörlega á óvart og
er í rauninni hreinn dónaskapur að
fara að pexa í flugumferðarstjóram
þótt fyrir einskæra tilviljun komist
upp að tvær flugvélar hafi næstum
rekist saman. Eins og það komi
stéttarfélaginu nokkurn skapaðan
hlut við! Eða flugumferðarstjórun-
um.
Ef vélarnar hefðu skollið saman
hefðu það verið mannleg mistök.
Allir geta gert mannleg mistök. Út-
lendingar, sem eru að flækjast hér
yfir landinu, mega og eiga að gera
sér grein fyrir að íslendingar geta
týnt strimlum eins og aðrir án þess
að gera veður út af því. Flugum-
ferðarstjórar vilja sitt kaup og sinn
hvíldartíma og engar refjar. Þeir
geta ekki fylgst með flugvélum sem
hafa farið á loft í vaktatíma annarra
flugumferðarstjóra eða þegar báðir
hafa kannski lagt sig. Útlendingar
eiga ekki að fljúga yfir íslandi þegar
flugumferðarstjórar leggja sig.