Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Page 5
DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. 5 Fréttir Fréttir Óvenjulegur sauðburður: Lamb með átta fætur, fjögur eyru, eitt auga og tvo dindla Ein af kindunum á bænum Eyri í Norður-Isafjarðarsýslu bar óvenju- legu lambi í vikunni því það reyndist vera með átta fætur, íjögur eyru, tvo dindla en aðeins eitt auga. Einar Guðmundsson dýralæknir á Isaíirði, sem fékk lambið til krufiiing- ar, sagði í samtali við DV að fæðingin hefði í upphafi gengið eðlilega en síðan tók smalinn á bænum eftir þvi að óeðlilega margar lappir voru á lamb- inu. Kindin gat ekki komið því úr sér og varð smalinn að taka lambið í tvennt inni í kindinni til að ná því út. Eftir það bar svo kindin tveimur öðr- um lömbum sem reyndust eðlileg. „Lambið er í raun síamstvíburi, það hefúr tvo eðlilega afturparta en frá nafianum og framúr er það samvaxið þannig að það hefur tvo hryggi og tvennt af öllum helstu líffærum utan vélinda sem er eitt og einn háls en í honum eru hinsvegar tveir barkar. Höfuðið er eitt og augun fjögur eru samvaxin í eitt,“ sagði Einar. Aðspurður sagðist hann ekki hafa séð svona fyrirbrigði áður og það væri óvenjulegt af síamstvíbura að vera því þeir hefðu yfirleitt aðskilda framparta en ekki afturparta eins og í þessu til- Frá verðlaunaafhendingunni sem fór fram í Odda á laugardaginn. F.v.: Guð- mundur Jónsson arkitekt, sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni, forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og Ármann Öm Ármannsson, formaður dóm- nefndar. DV-myndir: GVA Tónleikahús á íslandi: „Sigurinn kom mér þægilega á óvart“ „Ég er auðvitað mjög ánægður með að mín tillaga skyldi hljóta fyrstu verðlaun, enda búinn að leggja í hana mikla vinnu,“ sagði Guðmundur Jóns- son arkitekt, sem hlaut fyrstu verð- laun í samnorrænni samkeppni um teikningu að tónlistarhúsi á fslandi sem mun rísa á auða svæðinu við Suðurlandsbraut, skammt fyrir vestan Glæsibæ. „Þar sem þetta var norræn sam- keppni vissi ég að samkeppnin yrði mikil því margar af stærstu arkitekta- stofum á Norðurlöndum sýndu þessu áhuga. Þess vegna varð ég að leggja mig allan fram til að eiga vinnings- von. Sigurinn kom samt þægilega á óvart." Guðmundur er starfandi sem arki- tekt í Noregi en sagði að líklegt væri að hann flyttist heim á meðan upp- færslur á teikningunum stæðu. Lík- lega myndu byggingarframkvæmdir ekki hefjast fyrr en eftir tvö ár. í þessari samnorrænu samkeppni bárust 75 tillögur frá öllum Norðurl- öndunum og nam verðlaunafé alls um 3 milljónum króna. Önnur verðlaun hlutu Danimir Cristian Karlsson og Lars Clausen en þriðju verðlaun Dan- inn Dan Cristensen. -BTH SAUTER ECC 600 vogarpallurinn (1000X800 mm) hefur náð miklum vinsældum siðan hann kom á markaðinn fyrir ári. Pallurinn, sem tekur 600 kg og þolir 1000 kg, er það lágur (115 mm) að hann þarf ekki í gryfju, en gryfja er dýr i smíðum og hefur ýmsa ókosti. Ein eða tvær hallalitlar brautir eru tengdar við pallinn og vörunni er ekið upp á vog- ina. Pallurinn (þyngd 91 kg) er varinn vatni og ryki samkvæmt IP65 og getur vegið með 20 g nákvæmni. Mettler-Sauter. Frá míkrógrammi í 6 tonn. SAUTER Einkaumboð á íslandi, KRISTINSSON HF., Langagerði 7,108 Reykjavík. Sími 30486. l/LiLfCLiLL Enn einu sinni hefur CASIO tekist að framleiöa tækninýjungar á gjaf- J^*^verdi. Med hljómboröinu PT-82 getur þú lært að spila þekkt lög og búa til þín eigin. PT-82 sýnir med ljósi á hvaða takka þú átt að styðja. Alls konar hljómar, taktar og undirspil. Mikið úrval hljómborða frá kr. 2.800,- UMBOÐIÐ, BANKASTRÆTI, SIMI 27510

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.