Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Side 7
DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. 7 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Iðnlánasjoður: 410 milljónir til fjárfestingalána Á síðastliðnu ári veitti Iðnþróun- arsjóður 410 milljóna króna fjárfest- ingalán til iðnfyrirtækja. Þar af námu lán til matvælaiðnaðar 76 milljónum króna, til plastiðnaðar 65 milljónum króna og til veíja- og prjónaiðnaðar 49 milljónum króna. Eftirspum eftir lánsfé fór vaxandi fyrri hluta ársins, miðað við árið á undan, en nokkuð dró úr eftirspum þegar leið á árið. Útistandandi lán sjóðsins námu í árslok 1.557 milljón- um króna. Þau em að mestu fjár- mögnuð með eigin fé sjóðsins sem nam 1.463 milljónum króna í árslok 1985. Sex milljónum var varið til styrkja í fyrra, m.a. til Iðntæknistofnunar vegna verkefhisins_„Ný tækni í iðn- aði“ en megintilgangur þess er að stuðla að aukinni sjálfvirkni í iðnaði með tölvustýringu. Á stjómarfundi Iðnþróunarsjóðs fyrir skömmu var ákveðið að lýmka verksvið og útlánareglur, einkum hvað varðar áhættufjármögnun. Til greina kemur að veita áhættulán til fjárfestinga, þegar hefðbundnar tryggingar skortir, gegn hlutdeild í væntanlegum arði fjárfestingarinn- ar. Einnig var ákveðið að lánveitingar miðist við fleiri gjaldmiðla en banda- ríska dali eingöngu eins og verið hefur. -KB A met- hraða til London Hraðamet var sett á flugleiðinni milli Keflavíkurflugvallar og He- athrowflugvallar við London. Flugleiðaþotan Heimfari, sem er Boeing 727-100, flaug á milli flug- vallanna á tveimur klukkustund- um og tveimur mínútum. Sæmundur Guðvinsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, sagði að vindar í háloftum hefðu verið óvenju- hagstæðir. Yfirleitt væri flug- tíminn tvær klukkustundir og 45 mínútur. Um borð í flugvélinni vom 79 farþegar. Flugstjóri var Geir Garð- arsson. -KMU Þessir vöktu feiknaathygli þegar þeir komu róandi á fólksbil. DV-mynd Ægir Sjómannadagurinn á Fáskrúðsfirði: Plankaslagur og kappróður Ægir Kristinssan, DV, Fáskrúösfirði; Skemmtidagskrá sjómannadagsins á Fáskrúðsfirði hófst kl. 9 f.h. með hóp- siglingu, síðan var skrúðganga til kirkju þar sem sóknarpresturinn flutti sjómannamessu. Eftir hádegi var skemmtidagskrá við höfhina, þar flutti Skafti Skúlason stýrimaður ræðu dagsins, Karlakór Fljótsdalshéraðs söng undir stjóm Áma Isleife og keppt var í plankaslag, sem var eitt vinsæl- asta skemmtiatriði dagsins, einnig var keppt i kappróðri. I sveit 20 ára og yngri sigraði sveit salthússins og hlaut að launum glæsilegan bikar sem hjón- in Sigríður Jónsdóttir og Kári Jónsson gáfu til minningar um son sinn, Val- þór, en róðrarsveit Kára Jónssonar hefur nánast verið ósigrandi á undan- fömum árum og hefur unnið til eignar a.m.k. 3 bikara. í kvennaflokki sigraði sveit Leiknis og sveit Ljósafells sigraði í flokki 20 ára og eldri. Mikla kátínu vöktu tveir ungir menn sem komu róandi á Fólksvagen bjöllu sem þeir höfðu þétt sérstaklega fyrir þessa ferð en eitthvað lak nú samt inn því þeir þurftu eitthvað að ausa úr fleyinu. Slysavamadeildin Hafdís sá síðan um kaffiveitingar í Skrúð, og um kl. 16 hófúst skemmti- atriði á skólavellinum. Um kvöldið var dansleikur í Skrúð, þar lék hljómsveit- in Upplyfting fyrir dansi en hún hefur leikið hér á sjómannadansleikjum mörg undanfarin ár við miklar vin- sældir gesta. Kynnir skemmtunarinn- ar var Guðný Þorvaldsdóttir en Verkalýðs- og sjómannafélag Fá- skrúðsfjarðar sá um undirbúning. Vöruskiptin við útlönd: Mun hagstæðari en í fyrra Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 13.253 millj- ónir króna en inn fyrir 11.509 milljónir - fob. Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu fjóra mánuði ársins var því hagstæður um 1.744 milljónir króna, en á sama tíma í fyrra var 516 milljón kr. halli á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á sama gengi. í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 4.618 milljónir króna en inn fyrir 3.292 milljónir - fob. Vöruskiptajöfh- uðurinn í apríl var því hagstæður um 1.325 milljónir en í sama mánuði í fyrra var afgangur á vöruskiptunum við útlönd sem nam 416 milljónum á sama gengi. Sjávarafurðir voru um þrír fjórðu hlutar alls útflutnings fyrstu fjóra mánuði ársins, 18% meira en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var 11% meiri en í fyrra og á kísiljámi 2% meiri. Útflutningsverðmæti annarrar vöru var loks 13% meira en í fyrra. -KB Opið virka daga kl. 10-18, föstudaga 10-19, laugardaga 10-16. FATALAGERINN er venjuleg versl- un að öllu leyti nema því að vörurnar eru allar fengnar MILLI- LIÐ ALAUST beint frá verksmiðjum. Dæmi um verð: Dömu-jogginggallar, kr. 1.290-1.350 Herra-jogginggallar, kr. 1.090 Dömujakkar, kr. 1.450-2.350 Herrajakkar, kr. 990-1.795 Gallabuxur, kr. 990 Kakibuxur, kr. 990-1.150 Terylenebuxur, kr. 1.690 Dömubuxur, kr. 990-1.670, allir litir Samfestingar, kr. 1.090-2.990 Herraskyrtur, kr. 590-1.890 Bolir, kr. 240-370 Dömupeysur, kr. 450-1.190 Herrapeysur, kr. 395-990 Það eitt gerir FATALAGERINN að óvenjulegri verslun. Ef þú telur þig hafa lág laun þá skalt þú athuga vörur og verð á FATALAGERNUM. Þar getur þú drýgt tekjurnar. Smiðjuvegi 4e, c-götu Símar á horni Skemmuvegar. 79866 og 79494. Mánagötu 1, ísafirði Hafnarstræti, Akureyri Stóragarði 7, Húsavík Egilsbraut 7, Neskaupstað SENDUM í PÓSTKRÖFU BEfflDQRM íslenskir fararstjórar og fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Brottfarardagar og okkar ótrúlega hagstæöa verð 16. mai 9. okt. 5.júni 26.júni 18. sept. 17. júlí 7. ágúst 28. ágúst 2 í smáibúð, 3 vikur 20.469,- 24.640,- 26.780,- Hótel með morgunverði og kvöldverðarhlað- borði 29.690,- 33.840,- 36.240,- COSTAdel SOL Beint flug í sólina NYTT! Spánn - flug og bill, 3 vikur 26. júní - kr. 17.800,- 1 Brottfarardagar og okkar ótrúlega hagstæða verð 16. maí 9. okt. 5.júni 26. júni 18. sept. 17. júli 7.ágúst 28. ágúst ibúðahótel xxx 2 i íbóð, 3 vikur 24.800 27.900 30.900 Hótel xxx með morgunverði 27.200 30.700 31.900 íbúðir og hótel á eftirsóttustu stöðunum. Ennfremúr leiguflug á þriggja vikna fresti til annarra eftirsóttra sólskinsstaða.l MALLORCA - COSTA BRATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.