Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Page 8
8
DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986.
„Sem martröð fyrir
sérhvem gyðing ‘
- segir ísraelskur ráðherra um sigur Waldheims í Austumki
Kurt Waldheim, fyrrum aðalfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
vann öruggan sigur í síðari umferð
austurrísku forsetakosninganna er
fram fóru í gær.
Hlaut Waldheim rúm 54 prósent
atkvæða en mótframbjóðandi hans,
Kurt Steyrer, frambjóðandi sósíal-
ista, hlaut 46 prósent.
Alvarlegar ásakanir samtaka gyð-
inga og annarra víða um heim um
meinta aðild Waldheims að stríðs-
glæpum nasista í síðari heimsstyrj-
öld, og að hann hafi reynt að hylma
yfir fortíð sína á þeim árum er hann
gegndi herþjónustu í þýska hemum
á stríðsárunum í Júgóslavíu settu
ómældan svip á kosningabaráttuna
í Austurríki.
Öruggur sigur
Ásakanir erléndis frá um aðild að
naSistastríðsglæpum virðast lítil
áhrif hafa haft á austurríska kjós-
endur er flykktust í kjörklefana í
gær og völdu Waldheim til forseta-
embættis næstu fjögur árin.
Skoðanakannanir hofðu flestar
spáð Waldheim ömggum sigri fyrir
kjördag, og er leið á gærdaginn stað-
festu tölvuspár niðurstöður skoð-
ánakannana.
Mótffambjóðandinn Kurt Steyrer,
lýsti sig svo sigraðan um þær mund-
ir er kjörstöðum var lokað í Austur-
ríki, og eftir að fyrstu tölvuspár
höfðu birst.
Eftir að hafa viðurkennt ósigurinn
og lýst yfir óánægju sinni með úrslit
kosninganna gagnrýndi Steyrer þró-
un kosningabaráttunnar er hann
sagði hafa einkennst af ásökunum
gegn Waldheim en ekki um málefhi
tengd embætti forsetans.
Kosningaúrslitin í gær em einnig
talin meiri háttar ósigur fyrir ríkis-
stjómarflokk austurrískra sósíalista
er verið hefur við völd í landinu síð-
astliðin 16 ár. Sósíalistar studdu
Steyrer í kosningunum, á meðan
Kristilegir demókratar og aðrir
flokkar hægri manna studdu Wald-
heim.
Hægri flokkamir telja sig nú eiga
vemlega möguleika á að komast til
valda í Austurríki eftir þingkosning-
ar sem boðað hefur verið til i apríl
á næsta ári.
Það vom ekki liðnir margir
klukkutímar ffá því að sigur Wald-
heim var staðfestur er viðbrögð við
kosningaúrslitum tóku að berast
víða að.
„Martröð gyðinga"
Haft var eftir i'sraelskum ráðherra
að kosning Waldheims væri „mar-
tröð fyrir sérhvem gyðing". Samtök
gyðinga um heim allan vom einnig
fljót að láta til sín heyra og var kosn-
ing Waldheim þar einróma fordæmd.
Waldheim sjálfur fagnaði sigri í
beinni sjónvarpsútsendingu í aust-
urn'ska sjónvarpinu í gærkvöldi.
Aðspurður um mikla gagnrýni er-
lendis ffá vegna kosningaúrslitanna
sagðist forsetinn tilvonandi hafa
fengið þúsundir bréfa ffá stuðnings-
mönnum víðs vegar um heim á
undanfömum vikum þar sem lýst er
yfir eindregnum stuðningi við hann
og kvaðst engar áhyggjur hafa af
því að fara á milli landa í framtíð-
inni sem forseti Austurríkis.
Waldheim veifar hér sigri hrósandi á meðal sfuðningsmanna i aðalstöðvum
kosningabaráttu sinnar í Vínarborg eftir að sigur hans i austurrisku forseta-
kosningunum hafði verið staðfestur síðdegis í gær. Símamynd: Reuters.
Útlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Skútukapp
yfir
Atlants-
hafið
Það vom alls 49 seglbátar af
ýmsum stærðum og gerðum er
lögðu úr höfh í gær frá ensku hafn-
arborginni Plymouth í mikla
kappsiglingu yfir Atlantshaf til
borgarinnar Newport í Rhode Is-
land í Bandaríkjunum og aftur til
baka.
Núverandi hraðamet seglskútu á
leiðinni milli Plymouth og New-
port er fjórtán dagar, þrettán
klukkutímar og fimmtíu og fjórar
mínútur.
Skipuleggjendur keppninnar
sögðust í gær bjartsýnir á að
hraðametið yrði slegið, en það var
sett árið 1981 af bresku sigling-
aköppunum Chay Blyth og Rob
James.
Karpov
efstur
í Bugojno
Anatoly Karpov, fyrrverandi
heimsmeistari í skák, tók um helg-
ina forystu í alþjóðlega skákmót-
inu í Bugojno í Júgóslaviu, er
biðskákir vom tefldar.
Karpov, sem mætir Gary Ka-
sparov í keppni um heimsmeistara-
titilinn í lok júlí, náði í einn og
hálfan vinning úr tveimur bið-
skákum, sem hann átti.
Hann gerði fyrst jafhtefli gegn
Tony Miles frá Englandi eins og
búist hafði verið við. Þvi næst
gerði hann sér lítið fyrir og sigrað-
iu Hollendinginn, Jan Timman,
eftir 70 leiki.
Leyniþjónusta Chile
að baki Palme morði?
Gunnlaugur A Jónssan, DV Lundi:
Frétt enska blaðsins Observer um
að það hafi verið Pinoehet stjómin í
Chile sem stóð á bak við morðið á
Olof Palme hefur að vonum vakið
mikla athygli í Svíþjóð. Mörg sænsku
dagblaðanna fjölluðu í gær og í morg-
un mjög ítarlega um þennan mögu-
leika. Observer haíði það eftir
„háttsettri heimild innan sænsku rík-
isstjórnarinnar" að Chilestjóm stæði
á bak við morðið.
Eitt sænsku dagblaðanna skrifaði í
leiðara í morgun að svo virtist sem
sænska ríkisstjómin væri með sér-
stakan „leka“ til að búa sænsku
þjóðina undir ný og óhugnanleg tíð-
indi af Palme morðinu. Sænska
rannsóknarlögreglan hefur lítið viljað
tjá sig um málið. Leif Hallberg, tals-
maður lögreglunnar, segir þó að
fréttin sé að minnsta kosti ekki frá
lögreglunni komin. „Við útilokum
engan möguleika en teljum þó enn lík-
legt að það séu innlendir aðilar sem
standi að baki morðinu. Það em eink-
um fimm nöfh sem athyglin beinist nú
að.“
Samkvæmt frétt Observer á atvinnu-
morðinginn, Michael Townley, að
hafa undirbúið morðið á Palme. Tow-
nley þessi er bandarískur hægrisinn-
aður öfgamaður, sem ekki getur þó
sjálfúr hafa verið viðstaddur morðið
þar sem hann situr um þessar mundir
i fangelsi í Bandaríkjunum fyrir morð
sem hann stóð bak við 1976.
Er hann játaði það morð skýrði hann
frá því að chileanska leyniþjónustan
hefði þrívegis falið sér að myrða
Palme. Palme sjálfur vissi að nafri
hans var á dauðalista leyniþjón-
ustunnar. „Það hef ég vitað í mörg
ár,“ sagði Palme í samtali við Ex-
pressen í janúarmánuði 1979.
Kjarnorkumótmælendur
Ásgeir Eggensscm, DV Miinciten
Um áttatiu þúsund manns tóku þátt
í mótmælum gegn kjamorku víðs veg-
ar í Þýskalandi um helgina.
Flestir, eða um þrjátíu þúsund, komu
saman við kjamorkuverið, Brokdorf,
hjá Hamborg. Mótmæltu þeir fyrir-
hugaðri gangsetningu kjamorkuvers-
ins. Nokkrum skugga sló á mótmælin,
er öfgasinnaðir mótmælendur köstuðu
Mólotov-kokkteilum, sem kveiktu í
lögreglubílum.
Þúsundir söfriuðust einnig saman
við byggingarsvæði fyrirhugaðrar
endumýtingarstöðvar kjamorkuúr-
gangs í Wackersdorf hjá Regensburg.
Þar höfðu yfirvöld bannað öll mót-
mæli.
Eftir að mótmælin þar höfðu farið
friðsamlega fram kom til nokkurra
átaka, er kveikt var í einum af bílum
lögreglunnar. Lögreglan svaraði her-
skáum mótmælendum með því að
sprauta á þá vatni sem innihélt erting-
argasið CS, sem veldur útbrotum og
öndunarerfiðleikum. Ólæti hafa að
undanfömu átt sér stað vikulega í
Wackersdorf og hafa yfirvöld orðað
það að beita gúmmíkúlum ef svo held-
ur áfram.
Sænskir enn
í kafbátaleK
Gunnlaugur A Jónssan, DV, Lundú
„Þatta er í fyrsta sinn sem við höfum
varpað djúpsprengjum án viðvörunar
og það er í samræmi við nýja og harð-
ari stefiiu okkar við kafbátaleit," segir
Bengt Lehander, liðsforingi í sænska
sjóhemum, sem hefur um helgina
stjómað leit að kafbáti við norður
skerjagarðinn við Stokkhólm. Sjóar-
inn taldi sig hafa ömgga vitneskju um
að óþekktur kafbátur héldi sig innan
skerjagarðsins. Hvorki djúpsprengj-
umar né aðrar aðgerðir sænska
sjóhersins hafa þó enn sem komið er
borið árangur. Expressen hefur það
eftir ónafhgreindri heimild innan
hersins að þar séu menn orðnir mjög
vondaufir um að hafa hendur í hári
kafbátsins.
Leit sænska sjóhersins að kafbáti í sænska skerjagarðinum utan Stokkhólms hefur enn engan árangur borið.