Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Síða 12
12
DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986.
FRÁ HÚNAVALLASKÓLA A/HÚN
Skólanefnd skólans auglýsir stöðu skólastjóra lausa
til umsóknar.
Ennfremur 2-3 kennarastöður.
Kennslugreinar: danska, stærðfræði/eðlisfræði, mynd-
mennt/smíðar og almenn kennsla yngri bekkja.
Þá er auglýst staða sérkennara.
Vinnuaðstaða og aðbúnaður er mjög góður á Húna-
völlum.
Nánari upplýsingar veita formaður skólanefndar í síma
95-4420 og skólastjóri í símum 95-4370 eða 95-
4313.
TIL VESTFJARÐA?
Já, hvers vegna ekki?
Kennarar, athugið. Á Vestfjörðum eru tæplega 2000
nemendur á grunnskólastigi í 23 skólum.
Okkur vantar enn kennara í marga þeirra. Starfslið
fræðsluskrifstofunnar veitir ráðgjöf og ýmsa aðstoð
en þarstarfa aukfræðslustjóra, rekstrarfulltrúi, sálfræð-
ingur og sérkennslufulltrúi. Samvinna er við leið-
beinendur í íslensku og stærðfræði.
Gagnasafn er hér ásamt útibúi frá námsgagnastofnun
með fræðsluefni á myndböndum.
Meðal fríðinda, sem sveitarfélög hér bjóða umfram
kjarasamninga, er ódýr húsaleiga, flutningsstyrkur og
kaupuppbót. Hringdu til okkar í síma 94-3855 eða
beint til viðkomandi skólastjóra og leitaðu upplýsinga.
Sérstaklega óskast sérkennarar, tónmenntakennarar
og myndlistarkennarar.
Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis,
Pétur Bjarnason.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Ytirlæknir í líffærameinafræði óskast við Rannsóknar-
stofu Háskólans' í meinafræði. Yfirlæknirinn skal taka
þátt í daglegum þjónustustörfum og annast verkstjórn í
líffærameinafræði í samræmi við stjórnkerfi ríkisspítala.
Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist stjórn-
arnefnd ríkisspítala fyrir 15. júlí nk.
Upplýsingar veitir forstöðumaður Rannsóknastofu Há-
skólans í meinafræði í síma 29000.
Félagsráðgjafi óskast við Geðdeild Barnaspítala Hrings-
ins við Dalbraut frá 1. ágúst nk. Nokkur starfsreynsla eða
sérhæfing á sviði geðheilbrigðisþjónustu æskileg.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnar-
nefnd ríkisspítala fyrir 7. júlí nk.
Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi deildarinnar í síma
84611.
Ljósmóðir óskast á vökudeild Barnaspítala Hringsins.
Fóstrur óskast við Barnaspítala Hringsins frá 1. septemb-
er nk.
Hjúkrunarfræðingar óskast til fastra starfa og til sumaraf-
leysinga nú þegareða eftirsamkomulagi við Barnaspítala
Hringsins, legudeildir og vökudeild. Fastar næturvaktir
koma til greina. Athugið að hærra kaup er greitt á nætur-
vöktum.
Röntgentæknar óskast við röntgendeild og krabbameins-
lækningadeild Landspítalans.
Sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga á kvennadeild
Landspítalans, ýmsar deildir. Föst kvöld- og/eða nætur-
vinna kemur til greina.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarforstjóri
Landspítalans í síma 29000.
Skrifstofumaður óskast til afleysinga nú þegar fram til
23. ágúst nk. til starfa við stenslavél Landspítalans. Nokk-
ur vélritunarkunnátta æskileg.
Upplýsingar veitir verkstjóri vakt- og flutningadeildar
Landspítalans í síma 29000.
Reykjavík, 9. júní 1986.
Neytendur Neytendur Neytendur
Heimilisbókhaldið:
12% lækkun
í aprílmánuði
Þá hafa okkur borist seðlar frá öllum
sem tóku þátt í aprílbókhaldinu og
sést að talsvert mikil breyting hefur
orðið frá því í marsmánuði. í byrjun
mars lækkaði verðlag talsvert og því
bjuggumst við við verulegri lækkun á
kostnaði heimilanna í þeim mánuði.
En raunin varð önnur því kostnaðar-
liðurinn matur og hreinlætisvörur
hækkaði um 21% á milli febrúar og
mars.
Seðlamir, sem okkur hafa borist fyr-
ir aprílmánuð, segja þó allt aðra sögu
því meðaltalið hefur lækkað um
11,78% ef miðað er við marsmánuð. f
þetta sinnið var landsmeðaltalið 4.587,-
á mánuði, en í mars var það 5.200,-.
Því virðist sem lækkun á vöm og þjón-
ustu hafi ekki komið fram fyrr en í
apríl, en þess ber þó einnig að gæta
að ef litið er til síðustu ára sést að
venjan er að kostnaður sé minni í
aprílmánuði en í mánuðinum þar á
undan.
Ef litið er á meðaltalið eftir fjöl-
skyldustærð þá kemur aprílmánuður
þannig út:
Einstaklingur: 6.826,-
2ja manna: 5.940,-
3ja manna: 4.579,-
4ra manna: 4.289,-
5 manna: 4.588,-
6 manna: 2.948,-
7 manna: 2.944,
Athyglisvert er hve heimilisútgjöld-
in minnka snarlega hjá 6 manna
fjölskyldunni og er kostnaður á ein-
stakling nálægt því að vera 1/3 af því
sem er hjá þeim sem búa einir. Þess
ber þó að gæta að fæstir sendu inn
seðla í eins manns og sex manna fjöl-
skyldu og þvi síður marktækt en tölur
yfir útgjöld 3ja og 4ra manna íjöl-
skyldu, þar sem flestir sem sendu inn
seðla eru með þessa fiölskyldustærð.
Annað var það sem vakti athygli
okkar og það var liðurinn „annað“
sem felur í sér öll útgjöld önnur en
matvæli og hreinlætisvorur. Þessi lið-
ur tekur yfir alla reikninga s.s.
rafmagn, hita, síma o.þ.h., fatnað, af-
borganir af lánum og hvem þann
aukakostnað sem til fellur. í aprílmán-
uði hljóðaði hæsti liðurinn upp á
251.000,- en varð 271.000,- með fæði. Inn
í þessari tölu vom afborganir og önn-
ur útgjöld sem ekki var hægt að
komast hjá. Það var 5 manna fiöl-
skylda sem þurfti að standa undir
þessum útgjöldum í aprílmánuði. Önn-
ur 5 manna fiölskylda þurfti að greiða
101.000 í „annað“ í apríl og verður að
segjast að það hlýtur að vera erfitt að
ná endum saman með svo mikil út-
gjöld. Að öðm leyti var meðaltalið um
35.000,-.
Kostnaður heimilanna virðist þó
fara minnkandi, a.m.k hvað varðar
útgjöld vegna matar og hreinlætis-
vara. Það er rétt að beina þeim
tilmælum til ykkar að vera dugleg að
senda seðlana inn því bæði gerir það
tölur okkar marktækari og hjálpar
ykkur að hafa betri stjóm á útgjöldum
heimilanna. Sumir hafa verið með allt
frá upphafi, en streymið er nokkuð
jafnt þannig að álíka fiöldi dettur út
og bætist við. Upplýsingaseðlar munu
birtast í blaðinu í þessari viku og
þeirri næstu, gagngert til að þið klipp-
ið þá út og sendið útfyllta við fyrsta
lækifæri.
-S.Konn.
\ m r vv && íh
l 1 - ‘ 9nÆ Jb Efc#j#Tir3iB^BBi \ ■ - - If® píwrsí j.-
Raddir neytenda
Hver gerir
við silki?
Lára Hanna hringdi:
Hún vildi spyijast fyrir um hvort
ekki væri einhver sem tæki að sér að
gera við silki. Hún sagðist hafa lent í
því að á skemmtistað fékk hún bruna-
gat á silkikjól sem hún var í og hefur
ekki haft erindi sem erfiði við að finna
einhvem til að bæta skaðann.
Ef einhver veit hver tekur slíkar
viðgerðir að sér þá vinsamlegast hafið
samband við Neytendasíðu DV í síma
27022. -S.Konn.
Hvar er hægt
að fa leigt hjól?
Sigurður hringdi:
„Mér þætti vænt um ef einhver gæti
bent á reiðhjólaleigu. Ég hef gaman
af því að fa mér hjóltúr af og til, en
reiðhjól em svo dýr að það borgar sig
varla að fiárfesta í slíku ef maður hjól-
ar ekki mjög mikið. í góðu veðri langar
mann oft til að fara í styttri hjóltúra
og lendir þá í vandræðum þar sem
enginn virðist leigja út hjólhestana."
Þessu er hér með komið á framfæri
og þeir sem geta veitt einhveijar upp-
lýsingar em vinsamlega beðnir að
hafa samband við neytendasíðu DV í
síma 27022. -S.Konn.
UpplýsingaseóiU
til samanbuióar á heimiliskostnaði!
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega scndið nkkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- |
I
andi i upplVsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjðlskvidu af somu stærð og yðar.
1 Nafn áskrifanda
I-------------------
I
i
i
i Sími
Heimili
I Fjöldi heimilisfólks.
Kostnaður í maí 1986.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaó kr.
Alls kr.
i
í