Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Síða 13
DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. 13 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Langanir og hvað þær geta þýtt Margir þekkja það að langa ein- hvem tíma mjög mikið í ákveðna matvælategund. Oft verða þessar sérstöku þarfir til af því að mataræð- ið í heild sinni er ófiillnægjandi, þú færð líklega ekki nóg af ákveðnum vítamínum eða steinefnum. Algengar langanir em t.d.: Bananar: Ef þú verður mjög sólg- inn í banana gæti það stafað af því að líkami þinn þarf á kalíum að halda. Það em 555 mg af kalíum í meðalstórum banana. Fólk á þvag- ræsilyfjum er oft sólgið í banana. Ostur: Ef þú ert farinn að þrá ost, án þess að vera sérlega mikið fyrir osta, er mjög líklegt að raunverulega löngunin sé í kalk og fosfór. Epli: Hafir þú tilhneigingu til að borða mikið af mettaðri fitu gæti það útskýrt löngun þína í epli. í eplum em mörg efiii sem gæti vantað í aðra fæðu þína, kalk, magnesíum, fosfór, kalíum - auk þess að vera frá- bær upspretta pektíns sem lækkar kólesterólmagn líkamans. Hnetur: Séu hnetur oft á óskalist- anum hjá þér er líklegt að þú þurfir meira prótín, B-vítamín og fitu í mat þinn. Ef um saltaðar hnetur er að ræða gæti verið að natrínþörf væri skýringin. Fólk sem er undir miklu álagi hefur tilhneigingu til að borða meira af hnetum en afelappaðir ein- staklingar. Egg: Að frátöldu prótíninu, brenni- steininum, amínósýrunum og selen- prótíni gætu eggjaunnendur verið að leita eftir fituinnihaldi rauðunnar eða, mótsagnakennt, kólíninu í egg- inu sem leysir upp kólesteról og fitu. Salt: Það er ekki um það að villast að það er natrínið sem þú sækist eftir. Fólk með óeðlilega háan blóð- þrýsting sækir gjaman í salt en ætti ekki að láta það eftir sér. Mjólk: Ef þú ert fullvaxta og ennþá sólginn í mjólk gætirðu þurft á kalki að halda. Á hinn bóginn gætu það verið amonísýrumar, s.s tryptófan, levsín og lysín, sem líkami þinn þarfnast. Taugaveiklað fólk er gjaman að leita eftir tryptófaninu í mjólk þar eð áhrif þess em afar ró- andi. -RóG. Leiðrétting 1 miðvikudagsblaði DV vom kynntir pottar og pönnur sem póstverslun H. Gestssonar flytur inn og selur. I síma- númerinu, sem gefið var upp, var villa sem við leiðréttum hér með. Rétt núm- er er 92-3453. Raddir neytenda Hver á rétHnn? Ólafur hringdi: „Vinur minn lenti í árekstri síðast- liðinn vetur. Bíllinn hans er tryggður hjá Sjóvá h/f og mátu þeir hann í 50% órétti. Bíllinn sem hann lenti í árekstri við er tryggður hjá Ábyrgð h/f og var sá bíll metinn í 100 % rétti hjá þeim. Af þeim sökum neita þeir að borga nokkuð. En ég get ekki skilið annað en að þeir séu skyldugir til að greiða skaðann." Neytendasíðan hafði samband við Ólaf Bergsson hjá Sjóvá, kynnti fýrir honum málið sem hann kannaðist við. Sagði hann að hér væri um ágreining að ræða um atburðarás slyssins. Engin hlutlaus vitni væm til staðar og yrði því hvort tryggingarfélagið fyrir sig að fara eftir framburði viðskiptavinar síns. Slysið hefði gerst við þannig að- stæður að erfitt væri að meta tildrögin og yrði þvf eingöngu að styðjast við framburð tjónsaðila. Það eina sem hægt væri að gera í máli sem þessu væri að snúa sér til dómstóla, þeir ein- ir hefðu það hlutverk að dæma í slíkum ágreiningsmálum. -RóG. Varðan gerir við fóður Helena hringdi fyrir nokkrum dög- um í neytendasíðuna og spurðist fyrir um hvar hægt væri að láta gera við fóður í barnavagni. Samkvæmt upp- lýsingum DV fæst gert við þvílíkar skemmdir í Vörðunni, Grettisgöt.u 2. SUMARTILBOÐ FLUGLEIÐA FLUG,BÍLL OG WALCHSEE Kr.17280- Dæmi um verö og möguleika: 2 fullorðnir og 2 börn, 2—11 ára, í 2 vikur. Flug báðar leiðir um Luxemborg, bílaleigubíll í B flokki allan tímann og íbúð á íbúðahótelinu llgerhof, aðeins 17.280 kr. Verð á aukaviku með öllu; 4.579 kr. per mann. Verð miðað við verðtímabilið 3.—17. júlí. . . . Og það eru fleiri möguleikar Við bjóðum einnig sumarhús í sumarleyfisparadís Biersdorf og í Zell Am See. Takmarkaður sætafjöldi og brottfarardagar. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. MÖGULEIKARNIR EIGA SÉR ENGIN LANDAMÆRI. FLUGLEIÐIR Upplýsingasími: 25100 VjS/VSQ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.