Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Síða 14
14 DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON óg ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLÍUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Austurríki tapaði Austurríki tapaði í síðari umferð forsetakosninga landsins um helgina. Austurríkismenn kusu sér forseta, sem hefur reynzt ósannsögull í meira lagi og á þess ekki kost að verða boðinn í margar opinberar heimsókn- ir til útlanda. Hann verður baggi á landinu. í Bandaríkjunum er uppi öflug hreyfing meðal þing- manna um að hindra, að Waldheim komi þangað. Ætla þeir að setja hann á skrá yfír óæskilega útlendinga. Gyðingar eru fjölmennir í Bandaríkjunum og munu þeir ekki láta sitt eftir liggja í þessari baráttu. í mörgum löndum Evrópu minnast menn nasismans með lítilli gleði. Það veldur því, að til dæmis Hollending- ar vilja hvorki sjá né heyra Waldheim. Svipaða sögu má sennilega segja af Dönum og fleiri þjóðum, sem áttu um sárt að binda í síðari heimsstyrjöldinni. Þar með er ekki sagt, að Waldheim hafi verið staðinn að stríðsglæpum. Ekkert slíkt hefur sannazt á hann. Hins vegar er ljóst, að hann hefur að minnsta kosti orðið var við, að félagar hans í þýzka hernum stunduðu hrottalegar hreinsanir á Balkanskaga. Á síðustu mánuðum hefur Waldheim orðið að afklæð- ast hverri spjörinni á fætur annarri. Fyrst hélt hann því fram, að hann hefði ekki verið í SA-sveitum nas- ista, en varð síðan að játa, að hann hefði talið sig neyddan til þess, svo að hann hefði ekki verra af. Fyrst hélt Waldheim fram, að hann hefði hætt í stríð- inu árið 1942, þegar hann hafði særzt á austurvígstöðv- unum. Síðan varð hann að játa, að hann hefði eftir það tekið þátt í baráttunni gegn skæruliðum í Júgóslavíu og Grikklandi og ofsóknum á hendur gyðingum. Einnig hefur komið í ljós, að doktorsritgerðin, sem Waldheim varði á stríðsárunum, var full af nasista- rugli. Fróðir menn telja, að hún sé dæmigerð þvæla eftir tækifærissinna, sem var að reyna að koma sér í mjúkinn hjá valdhöfum þess tíma, nasistum. Mál Waldheims hefur varpað óþægilegu ljósi á Aust- urríki. Til skamms tíma voru Austurríkismenn taldir hafa verið í hópi fórnardýra nasismans eins og til dæm- is Hollendingar og Danir. Nú hafa menn áttað sig á, að nasisminn var jafnsterkur þar og í Þýzkalandi. Þjóðverjar hafa horfzt í augu við fortíðina. Þeir hafa gengið í gegnum hreinsunareldinn. Þeir hafa tekið á sig sögulega og sameiginlega ábyrgð á hermdarverkum nasista. Austurríkismenn hafa hins vegar ekki gert upp neina reikninga nasistafortíðar sinnar. Austurríkismenn hafa gert illt verra með því að fylkja sér um Waldheim. Þeir hafa forherzt. Þeir sögðust ekki láta neina útlendinga segja sér, hvern þeir ættu að kjósa í forsetakosningunum. Þeir sögðu, að útlendingar ættu ekki að hafa afskipti af innanríkismálum Austurríkis. Slík forherðing er ekkert einsdæmi. Við þekkjum hetjuskap íslendinga, þegar við segjumst ekki láta móð- ursjúkar, bandarískar kerlingar segja okkur, hvort við eigum að veiða hvali í svokölluðu vísindaskyni eða ekki. Við segjumst mega veiða hvali og gerum það. Slíkur hetjuskapur er og verður okkur hættulegur. Hið sama er að segja um hetjuskap Austurríkismanna, þegar þeir völdu sér Waldheim í ögrun gegn umheimin- um. Þeir munu einangrast í samskiptum við nágranna- þjóðirnar og í alþjóðlegu samstarfi. Austurríkismenn áttu einfalda leið úr ógöngum sín- um með því að hafna Waldheim í forsetakosningunum. Þeir gerðu það ekki og sitja uppi með ósannindamann. Jónas Kristjánsson flokkurinn Þá eru írambjóðendumir horfair af skerminum, enda kosningamar að baki og úrslit þeirra kunn. Allt fór þetta mjög friðsamlega fram, jafavel svo friðsamlega að það virð- ist sem-það hafi farið fram hjá ijölda fólks, því að tæp tuttugu prósent kjósenda taka ekki þátt í þessum kosningum. í Reykjavík einni vom það liðlega tólf þúsund manns sem ekki kusu og um það bil eitt þúsund manns gerðu sér ferð á kjörstað og skiluðu auðu. Velta má því fyrir sér hver útkom- an hefði orðið ef þetta fólk, sem ekki tók afstöðu, hefði stofaað flokk - Flokk áhugalausra og óánægðra kjósenda - og boðið fram í þessum kosningum, þá væri sá flokkur næst- stærsta stjómmálaaflið í Reykjavík í dag og líklega með fjóra menn inni. Baráttan f Reykjavík var kosningabaráttan í daufara lagi, alveg fram undir það síðasta, en þá færðist svoh'tið líf í leikinn. Frambjóðendur lofúðu sjálf- an sig og sinn flokk, hver í kapp við annan og kjósendum lofúðu þeir öllu fögm - ef þeir bara kysu nú rétt væri ekkert að óttast. Allir em góð- ir, en við erum bestir, sögðu aflir. Gömlu flokkamir sögðu auðvitað það sama og þeir hafa alltaf sagt og munu alltaf segja: „Ef þið kjósið okkur munum við gera þetta en ekki hitt, því hitt er vont en þetta er gott - kjósið þvi okkur og ykkur er borg- ið.“ Og manneskja nokkur, sem hætt hafði sér út í þennan pólitíska ólgusjó, stóð upp og varaði fólk við þessu fjórhöfða fyrirbæri, sem lofaði hinu góða, en gerði ávallt hið vonda... enda væm þetta fjögur höfúð og engin tvö þeirra horfðu í sömu átt - eitt til vinstri, annað til hægri, hin út og suður - „en ég,“ sagði manneskjan, „horfi beint fram, fylgið því mér.“ Gömlu flokkamir áttu auðvitað svar við þessum ásökunum mann- eskjunnar og útskýrðu fyrir kjósend- um hvers vegna hitt heföi gerst, en ekki það sem þeir heföu lofað kjós- endum síðast og reyndar þar áður líka. Það var auðvitað vegna þess að ástandið þá var ekki svona heldur Kjallarinn *>■ Jónas Friðgeir Eiíasson rithöfundur að í þögulli spum. Manneskjan hélt áfram og sagði, ef þið kjósið mig, þá lofa ég ykkur því að ég mun gera það sem þeir lofuðu ykkur að gera en gerðu aldrei. Þá stóð kjósandinn „ég“ upp og fór, jafaóráðinn og ég var þegar ég kom. Sigurinn Svo var gengið til kosninga. Kjós- endur fóm sér hægt og sumir fóm alls ekki neitt, sátu bara heima. En hið merkilega gerðist! þegar búið var að telja atkvæði þeirra sem kusu og úrslitin lágu fyrir kom í ljós að allir vom sigurvegarar kosninganna: Sjálfstæðisflokkurinn sigraði í Reykjavík, Alþýðuflokkurinn úti á landi, Alþýðubandalagið, þegar á heildina er litið, Kvennalistinn gagnvart sjálfúm sér, Framsókn „Velta má því fyrir sér hver útkoman hefði orðið ef þetta fólk, sem ekki tók afstöðu, hefði stoftiað flokk - Flokk áhugalausra og óánægðra kjósenda.“ hinsegin og ekki gerlegt að gera þetta þá og hitt sem gerist, var ekki þeim að kenna - það bara gerðist. En núna er ástandið svona og öll skilyrði fyrir hendi til að gera þetta núna og koma þannig í veg fyrir að hitt gerist aftur. - Þetta viljum við og þetta ætlum við að gera, ef þið kjósið okkur, sögðu þeir. Þá stóð manneskjan aftur upp og varaði fólkið enn við fjórhöföanum og sagði að hann væri búinn að glata sjálfum sér .. .hann breytti aldrei í samræmivið það sem væri honum sjálfum fyrir bestu. Hið góða sem hann vildi það gerði hann ekki, en hið vonda sem hann ekki vildi það gerði hann. Fjórhöföinn er þannig í óleysanlegri mótsögn við sjálfan sig .. sjálfúm sér framandi og óskiljan- legur. Þá tók ég efitir því að höfúðin fjögur horföu undrandi hvort á ann- vann skoðanakannanimar og Flokkur mannsins varð til, sem er ekki svo lítið afrek í sjálfu sér. Allir ættu því að vera nokkuð ánægðir, því allir em sigurvegarar kosning- anna - eða hvað? Kunningi minn einn, sem aldrei hefúr kosið, sagði við mig að enn væri ekki til sá flokkur sem hann gæti fellt sig við, þó væri hann búinn að bíða í þrjátíu og átta ár og sá flokkur væri ekki í sjónmáli sem hann vildi kjósa. Þess vegna tæki hann ekki þátt í þessu. Þessi kunn- ingi minn skipar sér því í flokk áhugalausra og óánægðra sem er næstfjölmennasti flokkurinn í Reykjavík, en fulltrúar hans em því miður ekki inni - heldur úti að bíta grasið græna, eins og sumir vilja orða það. Jónas Friðgeir Eliasson Allir sigruðu í kosningunum. Næststærsti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.